Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2008, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2008, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 Lesbók 7TÓNLIST E nski söngvarinn Antony Hegarty er Íslend- ingum að góðu kunnur eftir tvenna tón- leika hér á landi og eins eftir magnað samstarf við Björk Guðmundsdóttur á síðustu breiðskífur hennar, en á henni syngur Antony dúett með henni í tveimur lögum. Brátt eru liðin fjögur ár frá því hann sendi frá sér plötuna mögnuðu I Am a Bird Now undir nafninu Antony and the Johnsons, en frá því hún kom út hefur hann haft í ýmsu að snúast. Heimsóknir Anton- ys hingað til lands voru liður í langri og strangri tónleikaferð hans um heiminn, en ekki er bara að hann hafi sungið inn á plötu með Björk heldur tróð hann upp með henni á tónleikum nokkrum sinnum, þar á meðal á tónleikum hennar hér áður en hún hélt í heimsreisu sína. Eins söng Antony inn á aðrar skífur, til að mynda átti hann stjörnuleik á tón- leikum og svo skífu sem helguð var gamla rörinu Leonard Cohen og svo söng hann magnað stuðlag á plötunni Hercules and Love Affair. Þessu til viðbótar hefur hann starfað í leikhúsi, halið myndlistarsýningar og svo má telja. Það var ekki fyrr en í haust að Antony hafði loks tíma til að ljúka við næstu breiðskífu og nú sér fyrir endann á því verkefni þar sem ný plata, The Crying Light, er væntanleg í lok jan- úar næstkomandi. Fyrstu merki um það er fimm laga plata, tæpar tuttugu mínútur, með laginu Another World, sem verður einmitt á væntanlegri plötu. Another World er að mörgu leyti áþekkt fyrri verkum en annað á plötunni er talsvert frá- brugðið, þar á á meðal löng sær- ingaþula, Shake that Devil, þar sem Antony rekur út illa anda í eins- konar algleymi. Þess má geta að á umslagi skífunnar er portett Pierre-Olivier Deschamps af Kazuo Ohno. Antony and the Johnsons | Another World Andsetinn Antony S itthvað hefur verið ritað um þýska súr- kálsrokkið í þessum dálki að und- anförnu, eða „kraut-rock“ eins og enskir poppfræðingar nefndu það í skilgreiningarkrafsi á sínum tíma. Er það vel, en sú ofurfrumlega, framsýna tónlist er enn að vekja undrun og furðu hjá rokkpælurum samtímans, er enn að hafa mikil áhrif og er enn að valda hreinum og beinum heilabrotum á meðal unnenda torskilinnar rokkmúsíkur. Postular eru helstir Can, Faust og Neu! en fyrsti ópus þeirrar merku sveitar, frá árinu 1972, verður nú tekin til kostanna. Við upphaf áttunda áratugarins var fremur eyðilegt um að litast í rokkheimum. Hippa- draumurinn hafði brotlent með látum í lok þess sjöunda og svo virtist sem flestir iðk- endur rokklistarinnar væru hálfvankaðir og ættu erfitt með að ná áttum á ný. Ljóst var orðið, a.m.k. í hugum flestra, að það væri lík- lega ekki hægt að bjarga heiminum með þessari eðlu list. Þetta nýtilkomna raunsæi leiddi af sér hálfgert metnaðarleysi beggja vegna Atlantshafsins og flestir poppfræð- ingar eru á því að fyrri partur áttunda ára- tugarins sé um margt dapurlegasti tími rokk- tónlistarinnar. Vestur í Bandaríkjunum einbeittu menn sér að „búggí“-rokki og krá- arblús að mestu en í Bretlandi var það kraft- mikill rokkblús og mall með framsækna rokktónlist þar sem hver plata varð torræðari en sú sem á undan kom – engu líkara en menn væru í endalausum og oft og tíðum ómarkvissum til- raunum til að toppa Sgt. Pep- per Bítlanna. Á sama tíma var hins vegar margt merkilegt á seyði í Þýskalandi, af öllum stöð- um. Nokkrar sveitir þaðan urðu skyndilega í fararbroddi þess að endurreisa rokktónlistina þannig að hún yrði á ný vett- vangur fyrir hugmyndaríka og skapandi ein- staklinga. Þrátt fyrir að Bítlarnir og Pink Floyd hafi daðrað við og orðið fyrir áhrifum frá „avant-garde“ tónlist, urðu súrkálsrokk- ararnir fyrstir til að fullnýta þannig hluti í tónlist sinni, fanga var leitað hjá fram- úrstefnutónskáldinu Karlheinz Stockhausen og frumstæð raftæki og tól voru nýtt til hins ýtrasta. Liðsmenn Neu!, þeir Michael Rother og Klaus Dinger, höfðu áð- ur verið meðlimir í Kraftwerk (sem lék sér að súrkáli framan af ferli) og var tónlistin á þessari fyrstu plötu meira og minna spunnin á staðnum. Opn- unarlagið, og í raun allt það sem Neu! tók upp, hljómar eins og það hafi verið tekið upp í gær, jafnvel á morgun. Engir skræpóttir hippa- hljómar, enginn sveittur þriggja gripa blús- spuni, engin mikilfengleg orgelsóló – tónlist Neu! minnir ekki á neitt sem í gangi var í kringum 1970. Andrúmsloftið er kalt og upp- bygging laga naumhyggjuleg. Umslagið er í sama stíl; gæti verið fyrsta smáskífa ein- hverrar anarkískrar pönksveitar. Þeir fóst- bræður Dinger og Rother áttu víst aldrei skap saman en svo virðist, þegar tónlist- arsköpun er annars vegar, sem hæfileg spenna manna í millum geri gott fremur en hitt. Leiðir skildi – í bili – við þriðju plötu sveitarinnar, Neu! ‘75, en þar áttu Dinger og Rother hvor sína hliðina á plötunni. Neu!, ásamt Neu! 2 og Neu! ’75 voru, stór- merkilegt nokk, ekki gefnar út á geisladiski fyrr en 2001. Nafn sveitarinnar var þá nánast orðinn fasti í greinum um sveitir samtímans sem þráðu að vera „hipp og kúl“. Það að skjóta nafni Neu! inn í umræðum um áhrifa- valda var vottorð um að maður væri að gera eitthvað af viti – og er enn. arnart@mbl.is C ecilia Bartoli er ekki bara ein fremsta og vinsælasta söngkona heims nú um stundir heldur er hún líka sífellt að rifja upp gleymda tónlist fyrri tíma. Síðustu ár hefur hún helst rannsakað tónlist frá fyrri hluta nítjándu aldar með sérstakri áherslu á ítölsku söngkonuna Maria Malibran, sem var ein þekkt- asta söngkona heims í upphafi nítjándu aldar og lést á besta aldri eftir dramatíska ævi 1836. Í fyrra sendi Bartoli frá sér magnaða plötu sem helguð var Malibran. Maria hét sú plata og frábærlega sungin eins og Bartoli er von og vísa. Malibran var messósópran líkt og Bartoli sjálf, en þrátt fyrir það söng hún mikið af sópr- anhlutverkum, eins og til að mynda Aminu í óperunni La Son- nambula eftir Vincenzo Bellini. Við nánari skoðun á upprunalegu handriti La Sonnambula kom svo í ljós að hlutverkið var skrifað fyrir myrka messósópranrödd, en ekki tæra sópr- anfimleika, og passar reyndar einkar vel fyrir aðeins dimmari rödd en hefur tíðkast til þessa, en í tímans rás, ekki síst eftir að hljómplötur komu til sögunnar, hefur hlutverkið nánast ein- göngu verið sungið af sópransöngkonum. Fyrir stuttu kom svo út á vegum Decca ný upptaka af La Sonnambula þar sem Cecilia Bar- toli syngur hlutverk Aminu, en önnur hlutverk eru í höndum Juan-Diego Flórez (Elvino), Ilde- brando D’Arcangelo (Rodolfo), Liliana Nikiteanu (Teresa), Gemma Bertag- nolli (Lisa) og Peter Kalman (Alessio). Alessandro De Marchi stjórnar Orc- hestra La Scintilla. Í upplýsingum um plötuna kemur fram að þetta sé í fyrsta sinn sem óperan er tekin upp í upprunalegri útgáfu Bellinis en suma kadens- urnar sem Bartoli syngur eru eft- ir Malibran. Cecilia Bartoli | La Sonnambula Myrk dramatík R yland Peter Cooder, sem þekktur er sem Ry Cooder, sendi á dögunum frá sér tvöfalda breiðskífu, The Ry Cooder Anthology: The UFO Has Landed, þar sem hann rekur tónlistarsögu sína í 34 lögum. Þetta er ekki safn helstu laga, „bestof“ heldur safn sem dregur upp raunsanna mynd af lista- manni sem hefur verið iðinn við að segja sögu bandarískrar tónlistar, eða réttara sagt: að spila söguna. Ry Cooder er með fremstu gítarleikurum rokksögunnar sem sannast kannski einna best á því að hann hefur leikið inn á um 150 plötur, eig- in verk og annarra, með tónlistarmönnum úr öllum áttum, blúshundum, rokkurum, popp- söngkonum eins og Nancy Sinatra jafnt sem fríkum á við Captain Beefheart. Í raun er of langt að telja upp þá listamenn sem hann hefur spilað með því öllum þykir fengur í að hafa Coo- der með sér í liði. Fyrsta hljómsveit Cooders, Setting Sons, var blússveit, enda var það sú tónlist sem heillaði hann helst, en með tímanum hefur hann bætt við í litaspjaldið alls kyns tónlist annarri með það eitt að leiðarljósi að tónlistin sé upp- runaleg og einlæg, eins konar grasrótartónlist. Blúsinn spilar þar stórt hlutverk, en líka tex- mex-músík, frumstæður djass, rytmablús, kántrí, gítartónlist frá Havaí, gospel, malískur blús og griot-tónlist og ýmiss konar þjóðleg músík frá Kúbu, Asíu og víðar. Flest- ir þekkja Cooder sjálfsagt óbeint því hann var meðal upphafsmanna og stýrði vinnunni við Buena Vista-milljónaskífurnar, en milljónir þekkja aðeins gítarhljóminn, til að mynda þeir sem féllu fyrir Rolling Stones- laginu „Sister Morphine“, en það spilar Cooder á slide-gítar. Fyrsta sólóskífa Cooders, samnefnd honum, kom út 1970, og á næstu tveimur áratugum sendi hann frá sér allmargar plötur þar sem hann sagði tónlistarsögu Bandaríkjanna. Plöt- urnar eru mjög ólíkar því inntak þeirra hefur farið eftir því hvaða tónlistarstefnu Cooder var að stúdera í það skiptið og fyrir vikið hafa þær á stundum staðið í mönnum. Fyrstu plöturnar eru bestar; Into the Purple Valley, Boomer’s Story, Paradise and Lunch og Chicken Skin Music, sem komu út á árunum 1972 til 1976, en aðrar standa þeim ekki langt að baki. Síðustu ár hefur hann svo gengið lengra í sagnfræðinni eins og til að mynda í plötuþrennunni Chávez Ravine (2005), My Name Is Buddy (2007) og I, Flat- head (2008) þar sem hann segir frá týndu sam- félagi í spænsku landi í Los Angeles millistríðs- áranna. Það hafði eðlilega nokkur áhrif á sólóskífuút- gáfu Cooders að hann sneri sér að miklu leyti að kvikmyndatónlist um miðjan níunda áratuginn, eftir að hafa slegið í gegn með tónlistina við mynd Wim Wenders Paris, Texas 1984. Í fram- haldi af því fékk hann síðan æ meiri áhuga á tónlist annarra landa, orðinn fullnuma í bandarískri tónlistarsögu eða því sem næst. Í ljósi þess hve ferill Cooders hef- ur verið snúinn hefði maður talið að ógerlegt væri að setja saman al- mennilega safnskífu, en The UFO Has Landed er merkilega rökrétt í sinni ævintýralegu fjölbreytni. arnim@mbl.isi. Ry Cooder | The UFO Has Landed PLÖTUR VIKUNNAR ÁRNI MATTHÍASSON Magnaður Gítarleikarinn fjölsnærði Ry Cooder lítur yfir farinn veg. Gítarhetjan mikla Kom þessi plata út í gær? POPPKLASSÍK ARNAR EGGERT THORODDSEN Einstigi tilraunamennsku og aðgengilegheita hefur sjaldan verið jafn listilega þrætt og af hinni réttilega nefndu Neu!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.