Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2008, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 Lesbók 15 Á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16 mætast elstu minjar um búsetu í Reykjavík og nýjasta margmiðlunartækni. Úrval af fallegri gjafavöru í safnbúðinni. Opið alla daga frá kl. 10-17. www.minjasafnreykjavikur.is/www.reykjavik871.is Sýning á verkum úr safneign Jólalegt í kaffistofu 29. nóvember-17. janúar Opið 11-17 alla daga nema mánudaga Ókeypis aðgangur www.gerdarsafn.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN KÓPAVOGS GERÐARSAFN LISTASAFN ÍSLANDS Dagskrá sunnudaginn 30. nóvember ÞJÓÐIN, LANDIÐ OG LÝÐVELDIÐ Vigfús Sigurgeirsson, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður Kl. 13-17: Sýningar á kvikmyndum Vigfúsar Kl. 15: Inga Lára Baldvinsdóttir fagstjóri ljósmyndasafns veitir leiðsögn um sýninguna Kl. 16: Karlakórinn Fjallabræður syngur nokkur lög Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 www.thjodminjasafn.is Söfnin í landinu Sjórinn og sjávarplássið - Verk Sveins Björnssonar Charlottenborgarárin 1961-1968 - Tækifæri og örlög 15. nóvember 2008 - 4. janúar 2009 Leiðsögn um sýninguna sunnudaginn 23. nóvember kl. 15 með Erlendi Sveinssyni Opið daglega kl. 11–17, fimmtudaga kl. 11–21. Lokað þriðjudaga. www.hafnarborg.is HAFNARBORG MENNINGAR- OG LISTASTOFNUN HAFNARFJARÐAR Draugasetrið Stokkseyri Draugar fortíðar, hljóðleiðsögn og sýning Opið allar helgar frá kl. 13–18 Opnum fyrir hópa á öðrum tímum www.draugasetrid.is draugasetrid@draugasetrid.is sími 483-1600 895-0020 Icelandic Wonders Safn um álfa, tröll og norðurljós Opið allar helgar frá kl. 13–20.30 og á föstudögum kl. 18–20.30 www.icelandicwonders.com info@icelandicwonders.com sími 483 1600, 895 0020. Hljóðleiðsögn, margmiðlun og gönguleiðir Opið alla daga nema mánudaga kl. 10–17. Aðgangseyrir 500 kr. www.gljufrasteinn.is gljufrasteinn@gljufrasteinn.is s. 586 8066 Görðum, 300 Akranes Sími: 431 5566 / 431 1255 www.museum.is museum@museum.is Listasalur: Arngunnur Ýr. Bátasalur: 100 bátar Poppminjasalur: Rokk Bíósalur: Safneign Opið alla daga frá kl. 11-17. Ókeypis aðgangur LISTASAFN ASÍ Freyjugötu 41 29.11. – 21.12. JÓLAKJÓLAR Fimmtán fatahönnuðir sýna rauða jólakjóla Sýningaropnun lau. 29. nóv. kl. 15 Safnið er opið 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis www.listasafnasi.is PICASSO Á ÍSLANDI Helgi Þorgils, sýningarstjóri, með leiðsögn sunnud. 30. 11. kl. 15:00 Kaffistofa Barnahorn - Leskró OPIÐ: fim.-sun. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði ÁST VIÐ FYRSTU SÝN Ný aðföng úr Würth-safninu 11.10. 2008 - 18.1. 2009 Leiðsögn á sunnudag kl. 14: Halldór Björn Runólfsson safnstjóri LEIÐSÖGN þriðjudaga og föstudaga kl. 12.10–12.40 Safnbúð Listasafns Íslands - Listaverkabækur og kort, 50-70% afsl.! Opið kl. 11-17 alla daga, lokað mánudaga ÓKEYPIS AÐGANGUR www.listasafn.is S em stendur er ég að lesa Generation Kill, sem fjallar um fyrstu daga innrásarinnar í Írak. Evan Wright, blaðamaður Rolling Stone, fylgdi fremstu sveitum landgönguliða Bandaríkjahers frá landamærum Kúveits, alla leið til Bagdad. Þetta er áhrifamikil frásögn af illskiljanlegum stríðsátökum frá sjónarhóli manna í fremstu víglínu sem eiga jafn erfitt með að skilja tilgang þessa stríðs og við hin. Samhliða þessu hef ég verið að lesa stórkost- lega skrifaða bók frá 1967 eftir Thomas Savage sem heitir The Power of the Dog, sem er eins konar fjölskyldudrama, dulbúið sem vestri. Þessi bók ætti að vera skyldulesning fyrir alla þá sem hafa gaman af kraftmiklum skrifum. Nýlega lauk ég við að lesa sex bækur eftir Dennis Lehane. Hann vakti fyrst athygli mína þegar ég sá myndina Mystic River, sem er byggð á samnefndri skáldsögu hans, og svo seinna sem einn af handritshöfundum sjónvarps- seríunnar The Wire. Ég las Mystic River ásamt fimm sögum um spæjarateymið Patrick McKen- zie og Angie Gennaro, sem sumir kannast ef- laust við úr myndinni Gone Baby Gone, sem er byggð á samnefndri bók. Lehane hefur gott lag á harðsoðnum spennu- sögum sem vekja siðferðislegar spurningar. Jólabækurnar eru svo farnar að safnast upp á náttborðinu hjá mér. Fram- undan eru Vonarstræti Ármanns Jakobssonar, Ódáðahraun Stefáns Mána og Ofsi Einars Kárasonar. Það er alltaf gaman á þessum tíma árs þegar ís- lensku bækurnar fara að safnast upp. Ef maður hefði bara meiri tíma til að lesa. LESARINN | Sveinn Birkir Björnsson Þetta er áhrifamikil frásögn af illskiljanleg- um stríð sátökum … Höfundur er ritstjóri Grapevine. Eftir Guðmund Pál Ólafsson gpo@simnet.is Í Lesbókargrein eftir Tómas Vilhj. Albertsson laugardaginn 22. nóv- ember sl. „Fánar í íslenskum mót- mælum“ koma fram alvarlegar rang- færslur sem ekki er hægt að sitja undir. Tómas Vilhj. segir að mótmæla- gjörningur minn við Fögruhveri á Köldukvíslareyrum 19. júlí árið 1997 hafi verið fyrsti atburðinn þar sem fánanum er ekki sýnd virðing, þar sem til stóð að drekkja honum. Þarna fer Tómas fislétt með stað- reyndir enda fjarri öllu sem mér er kært að vanvirða íslenska fánann. Vissulega er rétt að ég flaggaði í hálfa stöng og notaði þjóðartáknið til að sýna að eyðilegging nátt- úruauðæfa Íslands kæmi allri þjóð- inni við. Öllum reglum um fánann var gaumgæfilega fylgt við að reisa fánastöng og flagga. Gjörningurinn var hins vegar tvíbent gildra vegna þess að Landsvirkjun og stjórnvöld, sem stóðu að eyðileggingunni, höfðu í hendi sér að sökkva fánanum eða ekki. Þess vegna var fánamálið bæði vandræðalegt og hættulegt og Landsvirkjun sem og forsætisráðu- neyti Davíðs Oddssonar lét sýslu- mann Rangæinga ekki í friði. Fáni í hálfa stöng á Fögruhverum varð allt í einu þögull skjöldur landsins – verndarfáni þjóðararfs komandi kynslóða – og til að binda enda á vandræðaganginn sendu stjórnvöld lögregluleiðangur til að skera hann niður. Síðar kom í ljós þegar fána- borg var reist við Fögruhveri að Landsvirkjun og stjórnvöldum var alveg sama um fánann, fólk og nátt- úrugersemar. Land og þjóð verða ekki aðskilin og meðferð stjórnvalda á náttúru landsins endurspeglar viðhorf þeirra gagnvart þjóðinni og þeim sem erfa munu landið. Þess vegna var dýr- mæta þjóðartáknið notað sem eilíf áminning um stjórnvöld sem van- virða land og þegna sína, borna sem óborna. Um þetta snerist gjörningurinn. Þjóðfræðingur er mikill titill en fræðingur sem vill vanda til verka verður að geta greint á milli þess hvort einhver regla sé brotin eða hvort þjóðartáknið sé vanvirt og hver geri hvað. Þegar láðist að taka niður þjóðfánann á Stjórnarráðshús- inu á síðastliðnu ári var regla brotin. Vanvirti forsætisráðuneytið þá þjóð- fánann, ráðuneytið sem á að standa vörð um fánann? Hugdettur eru annað en vönduð fræðimennska. Athugasemd við rangfærslu Höfundur er rithöfundur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.