Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2008, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2008, Blaðsíða 8
Etir Jón Baldvin Hannibalsson Á bók Guðmundar Magnússonar, Nýja Ísland – listin að týna sjálfum sér, má lesa um aðdrag- andann að því að sjálfstæði Ís- lands var tekið að veði upp í skuld. En bókin var skrifuð fyr- ir hrun og ber þess merki. Nú þegar spilaborgin er hrunin og þjóðfélagsvefurinn er að rakna upp fyrir aug- um okkar, er ráðvillt þjóð leitandi að svörum: Hvað kom fyrir? Hún mun ekki finna svörin sem hún leitar að á þessari bók. Til þess þarf að kafa dýpra en þar er gert. Engu að síður er þetta áhugaverð bók og lærdómsrík. Áhuga- verð vegna þess að stiklað er á stóru í frásögn af mönnum og atburðum sem, skref fyrir skref, stefndu málum þjóðarinnar í óefni; og lær- dómsrík vegna þess að bókin vekur lesandann til umhugsunar um það, hvers vegna svona illa er fyrir okkur komið. Höfundurinn skrifar af eftirsjá um þá veröld sem var. Hann dregur upp aðlaðandi mynd af þjóðfélagi fyrri tíðar sem hann lýsir sem stétt- lausu þjóðfélagi. Ríkasti maður landsins (Tolli í Síld og fisk) vann í kjötvinnslunni við hliðina á starfsfólki sínu og gegndi skyldum sínum refja- laust sem hæsti skattgreiðandi þjóðarinnar. Og maðurinn sem átti plássið, eins og t.d. Einar Guð fyrir vestan, lét sér annt um sitt fólk og sýndi föðurlega umhyggju þegar á reyndi. Þeir bárust ekki á og deildu kjörum með fólkinu í landinu. Höfundurinn ber þetta saman við áhættu- fíklana í spilavíti gærdagsins. Þeir skammta sér ofurlaun, kaupauka og bónusa. Þetta er allt saman réttlætt með uppstrílaðri kenningu um að það beri að árangurstengja laun til að hvetja forstjórana til dáða. Í Bandaríkjunum var hvat- inn til að hækka hlutabréfaverðið á kauphöll- inni orðinn svo öflugur – enda launamunur inn- an stórfyrirtækja orðinn 1:460 – að forstjórarnir og endurskoðendur þeirra sáust ekki fyrir; þeir hagræddu öllum tölum í bók- haldinu, stungu öllum neikvæðum upplýs- ingum undir stól og földu skuldasafnið í fjar- lægri framtíð. Þar kom að þeir voru farnir að stela eftirlaunasjóðum starfsmanna fyrirtækj- anna, allt til þess að standa undir árangurs- tengdum bónusum sínum. Jafnaðarstefna – hvað er nú það? Það má merkilegt heita að árangurstengingin gildir aldrei niður á við. Það er gamla sagan. Hagnaðurinn er einkavæddur en tapið er þjóð- nýtt. Hér á við hið fornkveðna að vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti. Lífsstíllinn er eftir því: þotur, þyrlur og lystisnekkjur, súp- ervillur, sukkveislur og sýndarmennska. Að lokum eru eignarhaldsfélögin skráð í skattap- aradísum og lögheimilið í London. Nöfnin finn- ast jafnvel ekki í skattskránni. Annars vegar eru gömul gildi um skyldurækni og þjóðholl- ustu höfð í heiðri. Hins vegar eru oflátungar og flottræflar sem skeyta hvorki um skömm né heiður og telja sig hátt yfir það hafna að virða viðtekna mannasiði í samskiptum við þjóð sína. Að lokum er það skattgreiðenda að hreinsa til eftir veisluna og borga skuldirnar. Að vísu er ástæða til að vefengja að mynd hins stéttlausa þjóðfélags fyrri tíma fái staðist nánari skoðun. Fjölskyldur sjómanna og verkamanna, sem byggðu höfuðborg Íslands hörðum höndum á liðinni öld, bjuggu niðri í saggasömum kjallaraholum eða uppi á hana- bjálkum og fjölskyldur þeirra áttu vart til hnífs eða skeiðar þegar atvinnuleysið svarf að. Auð- kýfingar þeirra tíma báru litla skatta. Það var djúp gjá milli húsbænda og hjúa og fékk engum dulist. Það ástand breyttist ekki af sjálfu sér, né heldur fyrir örlæti og góðvild atvinnurek- enda. Það var rísandi verkalýðshreyfing og stjórn- málaflokkar sem kenndu sig við jafnaðarstefnu sem í krafti samstöðu vinnandi fólks breyttu þjóðfélaginu. Bætt kjör, styttri vinnutími, ör- yggi á vinnustöðum, bygging verkamannabú- staða og lögfesting á mannréttindum vinnandi fólks í formi almanna- og atvinnuleysistrygg- inga – ekkert af þessu fékkst baráttulaust. En það var með pólitískri réttindabaráttu af þessu tagi sem grundvöllurinn var lagður að hinu norræna velferðarríki, sem Ísland hefur hingað til viljað telja sig hluta af. Höfundur Nýja Íslands hefur af einhverjum ástæðum haft lítið veður af þessu. Orðin jafn- aðarstefna og verkalýðshreyfing finnast ekki í hans orðabók. Kannski er það vegna þess að hann var um hríð einn helsti málsvari frjáls- hyggjunnar við hirð Hannesar Hólmsteins; rit- stjóri Frelsisins – málgagns frjálshyggjunnar og apparatsik í Valhöll. Hann var því hand- genginn þeim leiðtogum Sjálfstæðisflokksins sem óumdeilanlega bera höfuðábyrgð á því hvernig komið er í íslensku þjóðfélagi. Það má því merkilegt heita að höfundur með þessa for- tíð skrifar af eftirsjá um það þjóðfélag sem kenna má við félagslega samstöðu og efnalegan jöfnuð. Og hann fær um leið ekki dulið óbeit sína á þeirri eftirlíkingu amerísks kapítalisma, sem nú hefur lagt Ísland í rúst. Það er virðing- arvert þegar menn læra af reynslunni. Batn- andi mönnum er best að lifa. Frjálshyggja í framkvæmd Af hvaða rótum reis ójafnaðarþjóðfélagið ís- lenska? Ef menn leita svara við þeirri spurn- ingu verður samlíkingin við Rússland sláandi. Eftir fall kommúnismans í Rússlandi hófst ferli einkavæðingar sem í sögubókum hefur nú þeg- ar fengið heitið „þjófnaður aldarinnar“. Þar munaði mest um gríðarlegar auðlindir Rúss- lands eins og olíu og gas og eðalmálma. Allt þetta komst í hendur fáeinna auðkýfinga, ólíg- arka – fyrir slikk. Fyrir utan að eignast þjóð- arauðinn þótti þeim mestu varða að eignast banka, fjármálastofnanir og fjölmiðla (og stundum líka stjórnmálaflokka). Á undra- skömmum tíma breyttist Rússland í eitt mesta ójafnaðarþjóðfélag heims. Örfáar auðklíkur eignuðust allt og réðu því sem þær vildu ráða um stjórn landsins. Ekkjur Rússlands flykkt- ust út á götur betlandi fyrir nauðþurftum handa börnunum. Hetjur föðurlandsstríðsins reyndu að draga fram lífið með því að selja heiðursmerkin fyrir vasklega framgöngu við að verja ættjörðina. En þegar það dugði ekki til reyndu þær að draga fram lífið með því að hirða það sem til féll ætilegt af sorphaugunum. Auðmýking Rússlands var alger. Hún mun setja mark sitt á komandi kynslóðir. Heim- urinn á kannski eftir að kynnast því síðar. Hvað er líkt með hruni stóra Rússlands og litla Íslands? Ætli rætur ójafnaðarfélagsins á Íslandi liggi ekki í eignarhaldi á sjávarauðlind- inni – í kvótakerfinu? Á Íslandi var útvöldum Nýja Ísland: Vonsvikin „Annars vegar eru gömul gildi um skyldurækni og þjóðhollustu höfð í heiðri. Hins vegar eru oflát- ungar og flottræflar sem skeyta hvorki um skömm né heiður og telja sig hátt yfir það hafna að virða viðtekna mannasiði í samskiptum við þjóð sína,“ segir greinarhöfundur sem leitar að rótum krepp- unnar í tilefni af bók Guðmundar Magnússonar, Nýja Ísland – listin að týna sjálfum sér. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 8 LesbókSTJÓRNMÁL Í lokakafla bókar sinnar, Nýja Ísland: Listin að týna sjálfum sér, segir Guðmundur Magnússon: „Á síðustu fimmtán árum eða svo hefur hinn alþjóðlegi frjálsi markaður numið land á Íslandi með öll- um þeim kostum og ókostum sem honum fylgja. Hér hefur orðið til nýtt þjóðfélag, sumpart fyrir innlendan tilverknað, sumpart fyrir hnattræna þróun og sem afleiðing af aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu. Hamagangurinn og kappið sem einkennt hefur þessi ár minnir að ýmsu leyti á það hvernig eldri kynslóðir brutust úr fátækt og kyrrstöðu þjóð- félagsins á fyrstu áratugum síðustu aldar. En munur er á. Þær báru gæfu til þess að varðveita og rækta samtímis með sér lífsviðhorf sem tryggðu sam- heldni og samkennd þjóðarinnar á því mikla breytingaskeiði sem gekk yfir. Annars hefði farið illa. Annars er ekki víst að Ísland væri í dag sjálf- stætt ríki. Jöfnuður, menning og samfélag eru lykilhugtök til skilnings á þessum tíma. Þá sögðu Íslendingar gjarnan „við“ og skírskotuðu þannig til heildarinnar. Frelsi, peningar og markaður mega líklega teljast einkennishugtök „Nýja Ís- lands“. Nú segja menn oftar „ég“ en „við“; „hvað hef ég upp úr þessu?“ er ósjaldan viðkvæðið þegar verkefni eða viðfangsefni ber á góma. Aukið frelsi einstaklinga og svigrúm til viðskipta er stærsti ávinningur síðustu áratuga. En kunnum við að fara með frelsið? Skiljum við ábyrgðina sem því fylgir? Getur verið að breytingarnar hafi orðið hraðstígari en þjóðfélagið réð við? Margt sem rakið hefur verið í þessari bók bendir til þess að svo sé. Svo virðist sem í ákafanum á markaðnum hafi samkenndin, sem er svo mikilvæg fyrir starfrækslu þjóðfélagsins, gleymst. Hlýtur það ekki að vera hið stóra verkefni íslenskra stjórnmála um þessar mundir að endurheimta hana?“ Nýja Ísland Samkvæmt nýjustu upplýsingum má finna sam- býli rússnesku og íslensku ólígarkanna á þessum afviknu stöðum þar sem illa fengið fé er í felum fyrir hnýsni yfirvalda og ásælni skattayfirvalda. Áttavillt „Um allan heim fer nú fram tvísýn varnarbarátta gegn því yfirvofandi hruni sem nýfrjálshyggjan hefur stefnt ok Samkenndin hefur gleymst

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.