Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2008, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2008, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2008 4 LesbókBÓKMENNTIR anna býður Evu að dvelja í háhýsi við Sæbraut en smámsaman fær hún á tilfinninguna að eitt- hvað sé bogið við íbúðina og fólkið sem tengist henni, hún virðist flækt í flókinn svikavef þar sem konur eru fórnarlömb. Tvær konur, Marie og Grace, hafa búið í íbúðinni áður og báðar virðast þær hafa horfið sporlaust. Að hanna atburðarás Bókin sjálf er sannarlega svolítil ráðgáta. Hún skilur lesandann eftir með skrýtna tilfinningu í maganum – að við séum þátttakendur í leik sem við skiljum ekki. Steinar Bragi grípur þetta á lofti: „Sem er þá í ætt við annað í íslensku sam- félagi, er það ekki? Hverjir léku sér að lántök- um með þjóðina að veði? Hverjir veðsettu börn? Hverjir samþykkja lið 24 í IMF-bréfinu – beiðn- ina um 24 milljarða dollara lán Íslands fram til ársins 2010. Það eru um það bil tíu milljónir króna á haus. Eða tuttugu ef við drögum frá óvinnufæra, og kynslóðina sem er í þann mund að flýja land. En kannski er þetta ekkert svo flókið, yfirráð höfundar yfir tungumálinu, eða peningafólks yf- ir þjóðfélögum, kjarnast í getunni til að „hanna atburðarás“, það er leikurinn – að fá lesandann til að gleyma því að orðin eru svartar blekk- lessur á pappír og merkingin á sífelldri hreyf- ingu, eða almenning til að gleyma því að hann er ríkið, hann velur sér eigin framtíð en gengst ekki undir hana. Og nota afvegaleiðandi hreyf- ingar – eða kennitölur – til að skríllinn horfi í eina átt meðan þú hleypur í hina með peningana og eða völdin. Og ef þér er áfátt í einhverju að rjúka í fjölmiðla og staga í ímyndina, og best er auðvitað að eiga fjölmiðlana.“ Karlmenn og kvenhatur Segðu mér aðeins frá Evu. Hvernig varð hún til? „Eva, Grace og María eru nokkrir helstu tákngervingar konunnar á Vesturlöndum – undirferlið, náðin, og óspjölluð meyjan. Ég er eflaust að gleyma einhverju, en þetta átti svo sem aldrei að vera tæmandi úttekt.“ En þótt sagan hverfist um Evu þá fjallar hún ekki síður um konuna sem goðsögulega stærð. „Konan sem goðsöguleg stærð er líklega til- búningur karlanna, mestanpart. Stallsett, upp- hafin og þurrausin af lífi og blóði, tákn fyrir eitt- hvað annað – allt það sem er bælt í karlmennskunni, mögulega. Eða á hinn bóginn hefur hún verið gædd fantasískum líkamleika, ísmeygileika, hóru- og ríðileika, og yfir í hvæs- andi illsku nornarinnar, geðveiki Medúsunnar. Fyrir hverja konu sem sest inn á þing, eða ógn- ar völdum karlmanna á einn eða annan hátt, eru þúsundir niðurlægðar eða sviptar valdi í klám- myndum, eins og sagt er í bókinni. Karlmenn, sem hafa völdin í öllum þjóðfélögum nútímans, hafa gert kvenleikann og þar með konur að safnþró fyrir allt sem þeir eru ekki sjálfir. Þetta er fjarri því meðvitað, eða samsæri, heldur kem- ur einsog náttúrulega við smíði á kyngervum, við förum gegnum hörkulegt kvenhatursskeið um svipað leyti og við kynjum okkur sem karl- menn. Þannig neyðum við okkur, táknrænt séð, upp á konur. Konur verða eins konar svið frá- varps fyrir karlmenn – til sjálfsstyrkingar, upp- hafningar eða skipbrots karlmennskunnar.“ Að upphefja kvenleikann Og það er líka ákveðinn þráður á milli konunnar og listarinnar í sögunni. „Konur í listasögunni eru þar fremur sem við- föng en skaparar. Kúgun kvenleikans er mikil! Kvenleikinn rúmar t.d. illa „snillinginn“, eitt af helstu hugtökunum sem bera uppi aðgreiningu listamannsins frá pöpulnum. Ég man í fljótu bragði ekki eftir einni einustu konu sem álitin hefur verið snillingur. Eða meistari. Ef einhver Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is E inn daginn fór að sækja á mig mynd af konu sem leggur andlit- ið í vegg, fer svo gegnum hann. Í framhaldi fann ég til einhverrar skepnulegrar gleði við að pynta þessa konu, fór að tengjast betur kvenhataranum í mér og stað- setja þessa ímynduðu konu inn- an menningar sem beisíkallí er stjórnað af körl- um, sem pynta á þennan sama hátt en án meðvitundar um að þeir geri slíkt, eða að slíkt sé skaðlegt þeim sjálfum og öllu samfélaginu – menn sem neyta aflsmunar, upphefja gildi „hins sterka“, eiginleika yfirgangs, áræðni og þors. Sem er skaðlegt öllum. Eins og dæmin sýna.“ Steinar Bragi segir að uppruni allra skrifa hans sé í myndum sem komi til hans og veki áhuga, hrífi hann á annan hátt en vitrænan, krefji um viðbrögð. Þessi mynd af konu sem leggur andlitið í vegg og fer svo í gegnum hann er uppruni nýrrar skáldsögu hans sem heitir Konur. Bókin segir frá Evu sem snýr aftur heim til Íslands eftir nokkurra ára fjarveru og við henni blasir allt annað land en hún þekkti, nú snýst allt um peninga og banka. Einn útrásarvíking- von er um að sveigja burt af þeirri braut sem mannkyn er á núna verður að upphefja kven- leikann, eða þá eiginleika sem falla undir hann. Það má held ég gera greinarmun á þessu – kon- um, og kvenlegum eiginleikum. Þetta fer fjarri því alltaf saman. En hvort sem kvenleikinn er konum í blóð borinn eða troðinn ofan í kok þeim síðar, virðist líklegt að skilvirkasta leiðin til að upphefja hann sé að þær gerist karlmannlegri, neyði fram aukinn hlut sinn sjálfar. En reyndu að segja þetta við Kínverja! Ég held að tækifær- ið sé að baki.“ Innrotinn viðbjóður Bókin er einhvers konar samtímatryllir. Þú ert að draga upp mynd af samtímanum, botnlausri efnishyggju, hlutgervingu, einangrun. Reyndar má skilja bókina sem svo að samtíminn sé hel- víti. „Samtíminn hyggur á hluti, efni, hugsar í nafnorðum, verðleggur, afmarkar og einangrar. Sjálfur geri ég ekki nema spegla þetta. Og kannski ýta svolítið við þessu og hinu, neyða fram forsendurnar sem við lifum eftir, yfirleitt óafvitandi. Óhamingja fólks er almennt heil- mikil og fer vaxandi. Sú hugmyndafræði sem við höfum lifað eftir er að hrista sjálfa sig í sund- ur, bráðum verða afleiðingar hennar öllum sýni- legar og verður ekki lengur slegið á frest. Tómið í miðju og allt umhverfis þann kapítalisma og þá vísinda- og upplýsingahyggju sem er nútíminn, er að verða óbærilegt. Í þessum skilningi er samtíminn helvíti. Mín kynslóð sem er uppalin í einhverjum mestu vel- lystingum mannkynssögunnar – og fann sig ekki í þeim, eða í besta falli fleiri afþreying- arleiðir – á forvitnilegt verk fyrir höndum, sem er að smíða sér hugmyndir um hið næsta og besta þjóðfélag, byggt á rústum þess innrotna viðbjóðs sem nú er að hrynja í hausinn á okkur. Forvitnilegt segi ég af því að hið eina mögulega ídeal hlýtur að vera í ætt við meðalhóf, almenna siðsemi, heiðarleika. Og með öllu jarðneskt, laust undan öfgum hugmyndafræði. Draum- urinn um móðurleikann, jafnvel, sem gæti orðið uppistaðan í hinni undirfurðulegu, komandi byltingu millistéttarinnar.“ Reðurbarin frá bernsku Það er talsverður hroði í þessari bók. Þú dregur reyndar yfirleitt ekki af þér þegar kemur að lík- amlegum hlutum í verkum þínum. Þetta er ekki alveg nýtt í íslenskum bókmenntum en það er meira um klám og ofbeldi í bókum yngri höf- unda en lengi hefur verið, og stundum er talað um þig sem upphafsmann að þessari bylgju. „Ég og fólk sem er mér samtíða og yngra drógumst einfaldlega á fætur í menningu sem var tiltölulega grasserandi af hroða, kynlífi sem vöru á markaði, ofbeldi sem skemmtiefni og lausn, klámsíðum af netinu eins og matseðlum úr undirvitundinni, með núanseruðum prefe- rensum. Af þessum anda tímanna höfum við svo haft heilmikla skemmtun og verið slæmd til og reðurbarin frá bernsku, líklega í meiri mæli en kynslóðirnar á undan og viðbrögðin eftir því harkalegri. En að hefja talningu á kynfærum í verkum ungra höfunda er einfeldningslegt og segir ekk- ert, ekki frekar en flestallar tilraunir gagnrýn- enda til útleggingar og samantektar á yngstu kynslóð þeirra sem nú skrifa. Hroðinn svokall- aður er bara ysta lagið á fagurfræði sem er enn í mótun, en felur í sér meiri innlimun ljótleika en áður hefur verið í íslenskum bókmenntum, smíði flóknari frásagnarhátta, hugmyndakerfa, siðferðis, en rúmast hefur í kankvísri „segja- góða-sögu“-áherslu 68-kynslóðarinnar, svo dæmi sé tekið.“ Plebbun og dauði Á kápu bókarinnar er haft eftir Agli Helgasyni að þú sért dularfulli maðurinn í íslenskum bók- menntum. Hvað finnst þér um það? „Þetta er mér mikið gleðiefni. Og felur líklega einnig í sér að ég er markaðslega tregur, hef andstyggð á ímyndarsköpun, eða er bara léleg- ur í að kynna mig. Ég vil raunar halda lista- manninum eins fjarri verkinu og mögulegt er, og ef eitthvað að upphefja það þá þannig. Ég fer ekki í sjónvarp og elda spagettí með Sigmundi Erni til að kynna bók eftir mig, það er plebbun og dauði – ef ekki í dag þá á morgun. Of mikil af- skipti listamanna af kynningu og markaðs- hagkerfishugsun étur smám saman úr þeim heilindin, sem er helsti styrkur þeirra, og ástríð- una og líklega einhvers konar sakleysi and- spænis heiminum. Listamenn eiga ekki að koma nálægt spagettíi eða gerast smeðjulegir pimpar fyrir eigin verk.“ Að tengjast kvenhat „Fyrir hverja konu sem sest inn á þing, eða ógnar völdum karlmanna á einn eða annan hátt, eru þúsundir niðurlægðar eða sviptar valdi í klám- myndum,“ segir Steinar Bragi sem hefur sent frá sér skáldsöguna Konur. Bókin vekur meðal ann- ars spurningar um leikina sem stundaðir eru í samfélaginu þar sem konum er fórnað. Mín kynslóð sem er upp- alin í einhverjum mestu vellystingum mannkyns- sögunnar – og fann sig ekki í þeim, eða í besta falli fleiri afþreyingarleið- ir – á forvitnilegt verk fyrir höndum, sem er að smíða sér hugmyndir um hið næsta og besta þjóð- félag, byggt á rústum þess innrotna viðbjóðs sem nú er að hrynja í hausinn á okkur. For- vitnilegt segi ég af því að hið eina mögulega ídeal hlýtur að vera í ætt við meðalhóf, almenna sið- semi, heiðarleika.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.