Árroði - 15.05.1933, Blaðsíða 6

Árroði - 15.05.1933, Blaðsíða 6
2 Á R R 0 Ð I Að þessum inngangsorðuin end- uðum, vil ég spyrja þig: Yilt þú, lesari góður, styðja mig til að gefa út lítið tímarit, með því að kaupa það og lesa. Mér virð- ist þörf á því fyrir hvern þjóð- hollan meðlim vors fámenna þjóð- félags, að reyna að hlúa að lífi þess, og þá ekki sízt hinu and- lega lífi, sem því miður virðist á þessum tímum vera orðið, væg- ast talað, mjög reikandi, einkum hjá hinum ungu. Innihald nefnds rits áætla ég þá fyrst og fremst kristindóms- málið, ásamt ýmsuin góðum bend- ingum og leiðbeiningum, sem því gæti verið samhliða og standa í sambandi við það. Auk þess vildi ég geta gefið mönnum kost á að kynnast ýmsuin sannsögulegum fróðleik um ýmsa menn og mál- efni, til dæmis minnast einstakra framliðinna manna, og þá helzt þeirra, er eigi hefir áður verið rninst, og liggja því óbættir hjá garði, og ekki hvað sízt þeirra, er eigi hafa komist á það stig þjóðfélagsins, að hin pólitísku blöð hafi orðið að minnast þeirra, enda hcfi ég það áform í huga, að láta ekki, eða sem allra minst, flokkapólitík koma þar til greina. Jafnhliða nefndum æflminning- um, sem ég ætla mér að láta birtast, ýmist í bundnu eða ó- bundnu rnáli, hefi ég hugsað mér að birta brot úr ferðasögu minni um nafnkunna landið, som ég hefi nú nokkuð gert mér far um að kynnast, síðan ég fór að taka á mig farfuglagerfi, og er ég nú að byrja fjórða sumarið, 1933, síðan. Hvort mér auðn- ast að lifa og njóta áhrifa þess, eða hverjum einum af oss, sem nú lifum, er hinum þríeina al- föður kunnugt, en oss skamm- sýnum mönnum hulið. En umfram alt: Verum vak- andi. Höfuin lampa vora tendr- aða, sem hinar forsjálu meyjar, því vér vitum ekki nær brúð- guminn vor himneski kemur, að hann finni oss ekki sofandi, og ekki verði lokað fyrir oss brúð- kaupssalnum. Eg sný mér aftur að orðum mínum um minningarorðin, og hef ég þar í huga fyrst og fremst mína fornu sveitunga, Vestur- Skaftfellinga, ásamt öðrum mér kunnugum mönnum, sem ég hefi kynst, eða kann að koma til með að þekkja síðar. — Útgáfa blaðsins miðast við þetta ár, 1933. Og nú í árroða hins upprennandi sumars á það að byrja göngu sína. — 0, að það mætti verða árroði, er Ijóm- aði inn í hug og hjarta minnar kæru þjóðar og allra þeirra, er það lesa eða heyra. Og það er undir þór komið,

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.