Árroði - 15.05.1933, Blaðsíða 11

Árroði - 15.05.1933, Blaðsíða 11
Á R R 0 Ð I 7 þeirrar þjóðar, er hann var aðal- lega sendur til. Gætum að oss í Guðs nafni að krossfesta ekki Krist að nýju, með óhlýðni eða saurugu framferði, til orða eða verka, heldur áformum og kapp- kostum að auðsýna trú vora í kærleiksverkum, við bræður vora og systur, pví við eigum öll að vera börn hins sama föðurs og andlegir litnir á hinum sama lík- ama, Jesú Kristi, og kvistir á lífstrénu, eins og hann sagði sjálfur: Ég er hið sanna víntré. Faðir minn er víngarðsmaðurinn. Ég vil út af [tessum orðum og í þessu sambandi minna á 32. Passíusálm Hallgríms Pétursson- ar, okkar ódauðlega sálmaskálds. Margt fleira mætti segja um boðorð hlýðninnar, og um það mætti rita margar stórar bækur, enda hefir það verið gert meira og minna, síðan saga veraldar hófst, og bók bókanna af all- mörgum verið höfð til fyrirmynd- ar. En þó hafa menn aldrei orð- ið sammála í orði, og þó iniklu síður þegar til framkvæmda liefir komið. Tilefni til fordæmingar eða bölvunar lögmálsins var hið fyrsta syndafall inannsins og útrekstur hans úr Paradís, fyrir nautn hins forboðna ávaxtar. Og svona erum við enn í dag, þegar við aðhyllumst það, sem bannað er eftir Guðs og manna lögum. Pá fordæmum við sjálfa oss. Pá taka lög mannanna oss að sér, ef þau eru ekki skálka- skjól. En hinn algóði, alvísi og rétt- láti alheimsdómari segir: Ég vil ekki dauða syndarans, heldur að hann snúi sér, leiðréttist og lifi, Og þá verður okkar eina úrræði að gráta synd vora, en »setja alt vort traust á sonar Guðs pínu efalaust«. Og þess þurfum við öll við, og má ske stundum fremur dóm- arinn en sakborningurinn. Eða er það ekki einmitt þetta, sem kemur fram í píslarsögu frelsar- ans, þegar hann stóð frammi fyrir hinum heiðna landsdómara? Og svona er það enn í dag. En ég ætla ekki að þessu sinni að fara lengra út í það, en biðja af hjarta með skáldinu okkar góða: Varðveiti valdsmenn alla vor Guð í sinni stétt, svo varist í vonzku að falla, vel stundi lög og rétt. Hinir í hlýðni standi, hver svo sem skyldugt er. Iírein trú og helgur vandi haldist í voru landi. Amen þess óskum vér. Pá ætla ég að endingu að minnast á dæmi aðalpersónunn-

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.