Árroði - 15.05.1933, Blaðsíða 10

Árroði - 15.05.1933, Blaðsíða 10
6 Á R R 0 Ð I an stað; og er mannfjöldinn, er hjá honum var, varð þess var, fylgdu þeir honutn eftir fótgang- andi á landi, ásamt fleirum úr nálægum bygðum. Og er hann steig úr bátnum, sá hann mik- inn mannfjölda. Og hann kendi í brjósti um þá, því þeir voru sem sauðir, er engan hirði hafa. Og hann tók að kenna þeim margt, og læknaði sjúka, er með al þeirra voru. Og er áliðið var dags, komu lærisveinar hans til hans og sögðu: Staðurinn er óbygður og liðið er á daginn, lát þá fara burt, svo þeir geti farið til bygða og keypt mat. En hann svaraði og sagði við þá: Gefið þér þeim að eta. Og þeir segja þá við hann: Eigum vér að fara að kaupa brauð fyrir 200 denara og gefa þeim lð eta? En hann sagði til þeirra: Hve mörg brauð hafið þér? Farið og gætið að. Og er þeir höfðu at- hugað það, sögðu þeir: Fimm brauð og tvo fiska. Og hann bauð þeim að láta fólkið setjast niður á jörðina, hvert mötuneyti fyrir sig. Og þeir settust niður í flokkum, hundrað í sumum og fimmtíu í sumum. Og hann tók fimm brauðinn og fiskana tvo, leit upp til himins, blessaði og braut brauðin, og fékk lærisvein- um sinurn, að þeir bæru þau fyrir fólkið. Fiskunum skifti hann meðal allra, og aliir neyttu og urðu mettir. Og þeir söfnuðu saman leifunum, samkvæmt boði hans, og fyltu 12 karfir. Hvað getum við lært af þessu, kæru tilheyrendur ? í fyrsta lagi af fólkinu, ein- lægan viija til að hlýða á boð- skap vors himneska fræðara, sem hefir sagt: Leitið fyrst Guðs rík- is og hans réttlætis, og þá mun yður alt annað gott til leggjast. Verið ekki iiugsjúkir og segið ekki: Ilvað eigum vér að eta og drekka, eða hverju eigum vér að klæðast, því eftir því spyrja heiðnir menn. En minn himneski faðir veit um alt, er þér þarfn- ist, andlega og líkamlega. 1 öðru lagi skulum vér læra af dæmi lærisveinanna hlýðni við Guðs og manna lög, því hlýðni er betra en offur, og þó eiukuin hlýðni við hann hinn al- fullkomna höfund og fullkomn- ara, því að framar ber að hlýða Guði en mönnum. En frelsarinn sagðilíka: Gjald- ið keisaranum það, sem keisar- ans er, og það Guði sem Guðs er. Og látum ekki sannast á oss þessi orð: Mitt hús er bænahús, en þér hafið gert það að ræn- ingjabæli. Fetta sagði hann um hið veg- lega guðsþjónustuhús Gyðinga,

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.