Árroði - 01.05.1944, Blaðsíða 4
SIGURJÓN Á. ÓLAFSSON
Eg stíg á stokk og strengi heii
99
1 fornöld var það siður ungra, tápmikilla
manna, ,,að stíga á stokk og strengja heit“ til
þess að afreka eitt og annað sér til frægðar.
Oftast fóru þessar heitstrengingar fram við
meiri háttar tækifæri, og þótti sá maður að
minni, sem ekki fylgdi eftir sinni heitstreng-
ingu. Mér hefir oft komið til hugar, að æsku-
menn nútímans gætu oftar en gert er tekið
ikappa fornaldarinnar sér til fyrirmyndar,
hvað þetta snertir. Ég á þó ekki við, að mann-
víg og blóðhefndir séu hafðar til fyrirmynd-
ar heldur allt það sem miðar til manndóms
og frama í nútíma menningarþjóðfélagi og
styður að fullkomnu og fegurra lífi, en menn-
irnir eiga við að búa enn sem komið er.
íslenzkir æskumenn, sem landið erfa eiga
mikið verkefni fyrir höndum, og þá beini ég
©rðum mínum fyrst og fremst til ykkar, ungir
jafnaðarmenn. Af ykkur má fyrst og fremst
vsenta átaka, sem ekki eru bundin sérdrægni
•g eiginhagsmunahvöt, átaka, sem miða að al-
menningsheill án þess að fyrirfram sé spurt
um launin eða árangurinn af starfinu. Sú hug-
ajón jafnaðarstefnunnar, að vinna að frelsi,
jafnrétti og bræðralagi ailra manna, er þess
verð, að allmiklu sé fyrir hana fórnað. Mann-
kynið þjáist nú og er blóði drifið af völdum
sérhagsmunastefnunnar. Upp úr þeim blóð-
akri vænta menn að skapist ný jörð og feg-
urri heimur, heimur bræðralags, frelsis og
jafnréttis. En slíkt gerist ekki af sjálfu sér.
Sú kynslóð, sem lifir af yfirstandandi hörm-
ungar, og þá fyrst og fremst æskan, verður
þegar að skilja þá tíma, sem koma eiga og
undirbúa jarðveginn. Þetta á við okkur ís-
lendinga sem aðrar þjóðir, þótt gifta lands
vors hafi verið sú, að hörmungar þær, sem
aðrar þjóðir eiga við að búa, hafi að mestu
leyti verið frá okkur bægt. Þrátt fyrir það
eigum við okkar vandamál, sem reynir á krafta
okkar að leysa. Velgengni og munaður hefir
blindað oss um skeið, en glöggt má sjá, að sú
velgengnisvíma, sem mikill hluti þjóðarinnar
er haldinn af, geti einn góðan veðurdag horf-
ið mjög skyndilega og framundan blasað við
margs konar þrengingar. Þá fyrst reynir á hve
vel við erum undirbúnir til að taka á móti.
Síðasti aldarfjórðungur hefir fært íslenzkri
alþýðu margs konar réttindi til öruggari lífs-
afkomu en hún áður bjó við. Það er fyrst óg
fremst verk hennar sjálfrar og vegna breyttra
þjóðfélagshátta að svo hefir skipazt. Verka-
lýðssamtökin og stjórnmálasamtökin undir
merkjum Alþýðuflokksins hafa fært íslenzkri
alþýðu mikinn hluta af því, sem hún býr við
í dag. Þetta er nú jafnvel viðurkennt af blöð-
um borgaraflokkanna. Það eru þessi samtöík,
sem eru lífakkeri alþýðunnar í nútíma þjóð-
félagi, sé þeim beitt með viti og af stillingu
á lýðræðisgrundvelli. Það eru þessi samtök,
sem auðvald allra landa og einnig á voru
landi stendur mestur ótti af. Það eru þessi
2 ÁRROÐI