Árroði - 01.05.1944, Blaðsíða 5
ÁGÚST H. PÉTURSSON
F. U. J. og 1. ntaí
Verkalýðssamtökin um gervallan heim hafa
valið sér 1. maí að hátíðisdegi sínum og til-
einkað sér hann sem baráttudag hins vinnandi
fólks.
Á undanförnum árum hefir hans verið
minnzt á margvíslegan hátt meðal þeirra þjóða,
sem nú heyja styrjöld. Barátta þeirra við and-
stæðingana hefir ekki leyft hátíðahöld dagsins
með sama hætti og áður, en eigi að síður hafa
í brjósti þúsunda og milljóna manna búið þrár
og óskir öllu öðru yfirsterkari, um frelsi og
frið. Frelsi, sem tengt er hugsjón þeirri er 1.
maí grundvallast á.
í nánum tengslum við baráttu hinna vinn-
andi stétta stendur stjórnmála'hreyfing sósíal-
ismans. Hún grundvallast á kenningunni um
jafnrétti í þjóðfélaginu, er slcapað verði með
iþví að jafna bilið á milli hinna ýmsu stétta og
tryggja lágstéttunum lögvernd í réttindamálum
og baráttu þeirra.
Þessari baráttu vi'lja ungir jafnaðarmenn ljá
lið sitt, berjast við hlið þess stjórnmálaflokks,
r-
sem tileinkað hefir sér jafnaðarstefnuna, og
komið fram mikilsverðum umbótum í þjóðfé-
laginu með tilstyrk verkalýðssamtakanna og
beinni löggjöf, þjóðinni til farsældar og heilla.
Þrátt fyrir unna áfanga og góða sigra dug-
ar ekki að leggja baráttuna niður, heldur herða
hana og vernda það, sem unnizt hefir og skapa
sigur þeirra málefna, sem enn eru óleyst.
í sérhverju þjóðfélagi eru skapandi öfl kapi-
Framhald á 7. síðu.
samtök, sem eiga að brynja sig gegn komandi
örðugleikum, á þarm veg, að þeir, sem auð-
magninu ráða geti ekki slengt öllu á alþýð-
unnar bak. Ungir jafnaðarmenn, sem flestir
fyllið raðir hins vinnandi fólks, herðið róð-
urinn, gerizt fórnfúsir starfsmenn í víngarði
verkalýðshreyfingarinnar og stjórnmálasam-
tökum hennar innan Alþýðuflokksins. Reytið
illgresið upp með rótum og kastið því burt,
sundrungar- og byltingaröflin, sem hefta hina
eðlilegu þróun verkalýðshreyfingarinnar til
að skapa það þjóðfélag sem mikill hluti mann-
kynsins dreymir um og þráir.
1. maí, dagur verkalýðsins, er hinn æskileg-
asti til þess ,,að stíga á stokk og strengja heit“
fyrir hvern þann, sem vill vinna að heill þjóð-
ar sinnar, samtaka sinna og stéttar — og berj-
ast til sigurs þar til settú marki er náð. Fram-
tíðarinar ísland: bætt þjóðskipulag, auknar fram
farir, nýir vinnuhættir, vásindi og menntun.
Frjálslegur þroski og menning 'hvilir á ykk-
ar herðum, íslenzkir æskumenn. Sjálfstæði
okkar, sem við nú tökum að fullu og öllu á
þessu ári í okkar hendur, veltur mjög á því,
hvernig ykkur tekst að taka á þessum mörgu
og stóru verkefnum, með hvaða hugarfari þið
gangið að verki og hverjar hugsjónir þið vilj-
ið tileinka ykkur. Minnumst þess, að engin
þjóð er í sannleika frjáls, sem á mestan hluta
þegna sinna ófrjálsa, bundna 'á klafa örbirgð-
ar og allra fylgihnatta hennar. Við, sem trú-
um því, að mannkynið stefni að jöfnuði og
bræðralagi, tengjum allar okkar vonir og traust
við ykkur, íslenzkir æskumenn, sem einnig trú-
ið á þessa hugsjón, og að þið verðið á kom-
andi árum hinir sönnu „Vormenn íslands“.
ÁRROÐI 3