Árroði - 01.05.1944, Blaðsíða 9

Árroði - 01.05.1944, Blaðsíða 9
F. U. J. og í. maí Framhald af 3. siðu. talismans skipulögð til atlögu við samtök verkalýðsins, fagleg og pólitísk, og þessi mál- efnalega og þjóðfélagslega barátta hefir orðið fjölda þjóða að falli. Andstaða fjöldans við markvissa baráttu yfirstéttanna hefir beðið ósigur vegna samtakaleysis og markskiptra skoðana. Það er ákveðin skoðun jafnaðarmanna, að sigur sósíalismans geti ekki grundvallast á byltingu eða blóðsúthellingum. Fólkið verður að vera félagslega þroskað til þess að geta ráð- ið málum sínum sjálft og veitt þjóðfélaginu forráð á sviði sósíalistiskra stefnumála. Þetta er fyrsti þáttur þeirrar hugsjónar, sem ungir jafnaðarmenn hafa tileinkað sér. Annar þátturinn er uppbygging félagslegra samtaka og þróun þeirra. Frá fyrstu tíð hefir rás viðburðanna verið sú að uppvaxandi kynslóð hvers tíma hefir verið arftaki hinnar, er hefir fallið í valinn og ver- ið búinn að ljúka sínu lífsstarfi, þannig mun sagan endurtaka sig. Hæfni og atorka æsku- mannsins byggist á fræðslu og þekkingu, og fræðsla og þekking, aukið víðsýni æskunnar til uppbyggingar jafnaðarstefnunni, og raun- veruleiki hennar, er annar þáttur hugsjónar okkar, hin félagslega uppbygging. Nú fer í hönd stofnun lýðveldis á íslandi. Slíkt var ákveðið fyrir 25 árum síðan. Ungir vegna hafa þeir hag af því að vinna vel, jafnvel þótt engin hærri siðferðisleg sjónarmið komi til greina og þeir hafa ástæðu til þess að líta eftir því að félagar þeirra svíkist ekki um, því einn- ig þeir eru að vinna að hinum sámeiginléga ■árangri. Ungir verkamenn! Það getur verið að ykkur þýki þetta dálítið strembið á hátíðisdegi verka- lýðsins 1. maí. En þið verðið að hugsa og lesa um vandasöm þjóðfélagsmál, ef þið ætlið að skilja það þjóðfélagsskipulag, sem þið búið við. Og án þess að skilja það, verðið þið aldrei sann- 3r jafnaðarmenn. jafnaðarmenn fylgja þessu máli til fram- kvæmda, eftir þeim leiðum, sem þeir telja skynsamlegast fyrir þjóðina. En gæta verður þesis að hér er stigið stórt spor. Hvert það spor, er þjóðin stígur í fram- kvæmd þessa máls, verður að markast af rétt- arstöðu o’kkar til þeirrar þjóðar, er við nú slít- um sambandi okkar við. Mistök og fljótfærnisleg ákvörðun getur mótað hina erfiðustu aðstöðu, skapað torfær- ur á vegi framtíðarinnar, skapað þjóðarböl. Hvað híður þín íslenzk æska? Framtíðin er þinn starfstími, Þitt hlutverk er að móta þjóðfélag, hins fullvalda íslands. í>ú þráir frelsi þitt, og aðstöðu til að geta not- ið þess. Þú þráir þjóðskipulag þar sem skuggi lífsóhamingju breiðist ei yfir framtíðardraum þinn. En hefir þú gert þér það ljóst, hvernig það þjóðfélag skal vera, sem getur mótað það sem þú þráir til heilla þjóð þinni og fóstur- jörð? Er það ekki æðsta takmark, von lítils- magnans um að geta rutt sér brautina fram á við? Er það ekki alþýðan, íslenzk alþýða, sem allt frá landnámstíð hefir verið að heyja sína frelsisbaráttu? — Við minnumst þræl- anna, sem myrtu harðstjórann — fyrsta drott- invaldsins yfir menningarlegum og efnalegum þurftum íslenzkar alþýðu. Þeir gerðu það vegna frelsisins. Þetta er barátta okkar á kom- andi árum, að leggja að velli hið kapitaliska drottinvald, skapa einingu fjöldans, þjóðskipu- lag jafnaðarstefnunnar. íslenzk æska, hvar sem þú ert stödd, legðu hönd þína fram í starfi uppbygginarinnar. Hlé- drægni þín og áhugaleysi er þjóðartjón. Það er hlutverk þitt, hlutskipti framtíðar- innar, að þú á hátindi lífs þíns, leysir starf þitt af hendi. Verði veruleikinn sá, þá mun sú æska, sem nú byggir þetta land, rísa upp, sem merkisberi nýrrar aldar, nýs lífs, grundvalla starf sitt á hugsjónum og aukinni þekkingu mannsandans. Samkvæmt heimildum í erlendu stórblaði urðu niðurstöður mjög harðvítugrar og heitrar, pólitískrar allsherjar-atkvæðagreiðslu í Sovét- rókjunum svo sem hér greinir: Stalinistar 52%, Staliningar 10%, Stalinsflokkurinn 23%, Stal- insmenn 15%. Aðrir flokkar fengu ekki að taka (þátt í kosningunum. ÁRROÐI 7

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.