Árroði - 01.05.1944, Side 13
VILHELM INGIMUNDARSON
Hvers megum vér vœnta?
Ég geri ráð fyrir því, að flestir hugsandi
íslendingar hugsi í senn með kvíða og tilhlökk-
un til framtíðarinnar, uim það sem koma skal
hér heima og úti í víðri veröld.
Stórþjóðir heimsins 'berast á banaspjót,
leggja borgir og aldagömul menningarverð-
mæti í rústir; konur, börn og gamalmermi eru
brytjuð niður í ofsa hildarleiksins. Milljónir
sakleysingja falla fyrir skorti og eymd, sem
er afleiðing hafnbanna og hernýtingar.
Allt þetta böl verður fólkið að þola vegna
yfirgangs og ofbeldis einstakra manna, sem
haldnir eru drottnunarfýsn og yfirgangsbrjál-
æði, móðursjúks manns.
Það er leitt til þess að vita, að nokkur hluti
einnar þjóðar skuli geta komið af stað heirns-
styrjöld, sem völd verður að slíkum hórmungum
í heiminum.
Forustumenn bandamannaþjóðanna hvetja
fólk sitt, sem mest til að leggja á sig þrautir
og þyngsli herframleiðslunnar, svo að tak-
markinu verði náð sem fyrst, því takmarki,
sem fólkið þráir. — Frið og bræðralag milli
einstakliniga og þjóða. — Og samkvæmt þeim
loforðum, sem forustumenn þjóðanna hafa
gefið fólkinu, þá mun rísa upp betri 'heimur
af rústum þess, sem nú er verið að ganga af
þótt landgæði séu þar meiri en víða annars
staðar, þar sem byggð hefur verið öldum sam-
an. Enn erum við skammt á veg komnir í hag-
nýtingu þeirra auðæfa, sem eru í sjónum í
kringum okkur, og iðnaður okkar er á byrjunar-
stigi. Við eigum sem sé víða eftir að nema
land, íslendingar. En okkur er borgið, ef við
liggjum ekki á liði okkar.
í stefnuskrá okkar ungra jafnaðarmanna
hefur ávallt verið lögð rík áherzla á, að hag-
nýta landgæðin sem bezt. Ungir jafnaðarmenn!
Verum þeirri stefnu trúir. Með því móti sýn-
um við bezt, að við erum sannir sjálfstæ&is-
■menn.
dauðum. — Þetta loforð eitt nægir til þess, að
fá fólk til að berjast gegn yfirgangi möndul-
veldanna.
Það eru þessi loforð, sem við íslendingar
erum nú að velta fyrir okkur og athuga hve
mi'kilsvirði eru. Fyrst og fremst minnumst við
þess, að svipaðar yfirlýsingar voru gefnar
út af forustumönnum stórþjóðanna í styrjöld-
inni 1914—1918. En heimur versnandi fór, og
er nú á hámarki illskunmar.
Allir kannast við ástand það, er ríkir í lönd-
um ófriðarþjóða að styirjöldum loknum.
Hvarvetna mun geta að líta viðsjár manna og
flokka, eymd fjöldans og yfirgang þeirra, er
rakað hafa saman fé á styrjaldarárunúm og
notað sér neyð fólksins í hvívetna. Alls stað-
ar mun gína við hyldýpi fátæktar, atvinnu-
leysis, hungurs og drepsótta. Á aðra hönd verð-
ur hatur hins þjáða manns, en á hina óhóf og vel-
lysting broddborgarans. Af þessu getur leitt
bræðravíg og þjóðir heimsins laugast- að nýju
í blóði borgarastyrjalda.
Það væri ekki að undra þótt lesendur
gerðust hvumsa yfir slíkri svartsýni ungs
manns, eftir öll þau loforð er látin hafa verið
í té ökkur áhorfendunium.
En höfum við ekki verið áhorfendur þess,
að þekkingu, vísindum og valdi hefir verið
beitt gegn hinni sönnu menningu? Hefir ekki
þekking nútímans verið notuð til að tortíma
og skapa drápstæki til eyðingar mannslífun-
um? Hefir ekki vald einnar bandamannaþjóð-
anna verið notað til að fjötra, ekki leysa, held-
ur kúga, þær þjóðir er hún hefir komizt yfir
með drápstæki sín, þrátt fyrir hátíðlega samn-
inga og loíorð? Reyndar er þetta sú þjóðin, er
maður helzt skyldi vænta góðs af samkvæmt
kenningum Þjóðviljans. En ,,svo bregðast kross-
tré sem önnur tré.“
En hvers megum við þá vænta, er kommún-
istar fara yfir smáríki Evrópu með valdi og
kúgun í stað þess að leysa fjötra og afnema
Framhald á 14. síðu.
ÁRROÐI 11