Árroði - 01.05.1944, Qupperneq 15

Árroði - 01.05.1944, Qupperneq 15
Jhvorki meira né minna en % hluta teknanna eða 83% þeirra. Samkvæmt skýrslu frá 1937 áttu að- eins tæp 8000 einstaklingar og félög á öllu land- inu 5000 kr. skattskylda eign eða meira, og ^2s hluti eða 4% skattgreiðendanna átti nær þriðj- ung eða 32% allra eignanna. Þessar tölur eru byggðar á framtölum til skatts, og hefir ójöfnuð- urinn vaí'alaust í raun og veru verið mun meiri. Nú á stríðsárunum hefir hann og enn aukizt stór- kostlega. Þótt tekjur nær allra stétta hafi að vísu vaxið, hafa tekjur þeirra stétta, sem höfðu þær hæstar fyrir stríð, aukizt mest, þeir hafa mestu aukið við auð sinn, sem mestan áttu hann fyrir. Það er óframkvæmanlegt að tekjur allra þjóð- félagsborgara verði algjörlega jafnar, og það væri heldur ekki réttlátt, að svo væri. Hæfni mannanna er misjöfn, og þeir inna af höndum misjafnlega mikið og verðmætt starf í þágu þjóðfélagsins. Af þessum sökum er nokkur ójöfn- uður eðlilegur og ekki óréttlátur. í lýðræðisríki ætti það vissulega að vera við- unkennt, að sú skipting eigna og tekna væri rétt- lát, sem tæki sem nánast tillit til þjónustu borg- aranna í þágu samfélagsins, — allt annað væri ranglátt. En hvernig er þessu varið t. d. hér hjá okikur? Getur það verið, að hin geysi-ójafna tekju- og eignaskipting, sem getið var að fram- an, geti talizt réttlát frá þessu sjónarmiði? Við þurfum ekki annað en að líta svolítið í kringum okkur til þess að sjá, hvílík fjarstæða það er. Eru það togaraeigendurnir, sem erfðu skipin af foreldrum sínum og' stjórna nú fjármálum þeirra, er inna af hendi verðmætustu þjónust- una í sjávarútveginum? Skyldu heildsalarnir í Reykjavík eiga hæfileikum sínum að þakka gróða sinn á undanförnum árum? Ætli fjölskyldurnar, sem hafa stórtekjur af rekstri skemmtistaða hér í Reykjavík í skjóli einkaleyfis bæjaryfirvaldanna, eigi auð sinn að þakka sérstaklega verðlauna- verðum og erfiðum afköstum í þágu þjóðfélags- ins? Þannig mætti lengi telja. Það er fjarstæða -að halda því fram, að ójöfnuðurinn í eigna- og tekjuskiptingunni eigi aðallega rót sína að rekja til ójafnra hœfileika og misjafnrar þjónustu í þágu samfélagsins. Hann á sér fyrst og fremst stoð í ójafnri aðstöðu í þjóðfélaginu og ýmiss konar sérréttindum, sjálfteknum eða lögvernd- uðum. Mikill hluti auðsins er í höndum manna, sem ekki hafa gert sér annað til ágætis en að vera börn foreldra sinna og njóta lögverndaðs erfðaréttarins. Menn hafa stórtekjur í skjóli samtaka, einokunaraðstöðu og skorts á frjálsri og heilbrigðri samkeppni, og þetta verður á sama tíma og formælendur þessa þjóðskipulags verja það með því að vísa í kosti frjálsra viðskipta! Nú myndi það að vísu milda nokkuð málstað þess þjóðfélags, sem lætur slíkan ójöfnuð í skipt- ingu eigna og tekna viðgangast, ef þeir, sem njóta óverðskuldaðra erðfa-, aðstöðu- og einok- unartekna, notuðu þær skynsamlega, til aukn- ingar heilbrigðum atvinnurekstri, sem bætti af- komuskilyrði almennings, eða líknar- og menn- ingarmála. En hér á landi er lítið um slíkar máls- bætur. Það er alkunna, hversu mikið hefir að því kveðið, að gróði veltiára í ýmsum greinum hafi verið notaður í óskylt brask. Þeir, sem hlutu stríðsgróða í ýmsum smáríkjum í hinni fyrri heimstyrjöld, voru stórgjöfulir til menn- ingarmála margir hverjir. En þótt reykvískum 'fésýslumönnum hafi á undanförnum árum fallið í skaut milljónagróði, er það furðu lítið, sem þeir hafa látið af hendi rakna til slíkra hluta. Engum hefir t. d. hugkvæmzt að skreyta borg sína nokkru minnismerki. En bí- lífið og óhófseyðslan hefir aukizt þeim mun meir. Fjöldi stórgróðamanna eys út fé eins og þeir viti ekki aura sinna tal og láta f jölskyld- ur sínar lifa menningarsnauðu iðjuleysislífi. Það er jafnvel háð heimskuleg samkeppni um sem allra mestan í'burð í veizlusvalli. Þeir, sem á undanförnum stríðsárum hafa eignazt all-mikið fé og orðið af þeim aurum apar, hafa þyngt mjög dauðadóminn yfir því þjóðskipulagi, sem lætur það viðgangast að stórgróði safnist 1 hend- ur einstaklinga, sem hvorki hafa unnið til hans né kunna með hann að fara. Þeirri skoðun hefir á síðustu árum og áratug- um vaxið ört fylgi víða um lönd að ójöfnuður í efnahagsmálum, sem eigi ekki rót sína að rekja til sérstakrar þjónustu í þágu samfélags- ins, heldur erfða, þjóðfélagslegrar aðstöðu, ein- okunar eða sérréttinda, sé óréttmætur og eigi að hverfa úr sögunni. Það er enginn vafi á því, að í heimi þeim, sem rís úr rústunum að lokn- um hinum ægilega hildarleiks, sem nú er háð- ur, verður margt það ekki þolað, sem áður var látið viðgangast. Styrjöldin hefir markað og er að manka stórkostleg straumhvörf í skoðunum manna og þjóða á því, hvað sé rétt og rangt á félagslegum efnum. Það er ekki svo langt ARROÐI 13

x

Árroði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.