Árroði - 01.05.1944, Síða 16
Hvers megum vér vænta?
Framhald af 11. síðu.
kúgun nazismans? Eigum við að setja allt
okkar traust á Bretland og Bandaríkin? Það
eru að vísu mikil riki vísinda og þekkingar, en
um leið ríki auðhringa, og hvergi er misskipt-
ing auðsins meiri né framleiðslutækjum þjóð-
anna eins lítið beitt í þarfir þjóðarheildarinnar,
Sem í þessum vestrænu ríkjum. Auðhringarnir
drottna þar og mega sín meira en hinir svo
kölluðu forustumenn þjóðanna.
Þess vegna er það skoðun mín, að fyrstu
árin eftir styrjöldina verði ekki eins blessun-
arrik og menn ætla.
síðan það þótti jafn sjálfsagt í Englandi að
kosningaréttur gengi að erfðum og það þykir
nú, að stóreignir erfist. Og það er heldur ekki
svo langt síðan menn sáu jafnmikla annmarka
á að bæta úr hinum ójafna kosningarétti og
menn sjá nú á því að ráða bót á ójöfnuðinum
á efnahagssviðinu. En þeir tímar eru ef til vill
skemmra undan en marga grunar, að litið verði á
auðsöfnun í skjóli erfða, einokunar og hvers kon-
ar sénréttinda og óhæfilegan ójöfnuð í efnahags-
málurn sömu augum og við lítum nú á takmörk-
un kosningaréttar og ójöfnuð á stjórnmálasvið-
inu.
Alþýða allra landa verður að súpa seyðií
af því' einu sinni enn, að hafa ekki opnað aug-
un fyrir kenningum jafnaðarmanna. Sú kreppa
er nú mun koma í kjölfar þessarar styrjaldar
mun verða til þess, að fólki skiljist það, hvað
nauðsynlegt er, að framleiðslutæki þjóðanna
komist í hendur hins opinbera, þannig að fram-
leiðslan sé miðuð við þarfir þjóðarheildarinnar.
Niðurstaða mín verður því sú, að telja vest-
ræna menningu ekki fullþroska, hún er sjúk,
bæði á likama og sál. Meinið verður ekki bætt
með loforðum né stóryrðum, barsmíð né bylt-
ingum, aðeins með þroskuðum skilningi á þörf-
um þjóðanna, og góðvild í hvers annars garð, og
síðast en ekki sizt, vísindunum í þágu menning-
ar, framfara og farsældar þjóðanna, en ekki til
eyðingar á verðmætum og lífi milljóna.
Lesendur! Nú skulum við að lokum staldra
við dyr okkar eigin þjóðarbús.
Við höfum haft alls konar stjórnir á þess-
um stríðsárum, sem ekkert hafa viljað hafa
með hagkerfi lýðræðissinnaðra sósíalista að
gera.
Hvernig hefir farið? Ríkiskassinn tómur eft-
ir fjögurra ára peningaveltu. Fjögur hundruð
milljónir króna liggja í vörzlum nökkurra
manna.
Kvers má þá vænta að stríðinu loknu hér
heima á Fróni, ef aiþýðan til sjávar og sveita
sér ekki að sér og viðurkennir nú þegar úrræði
hins lýðræðissinnaða sósíalisma?
Æska! Gakk undir merki ungra jafnaðar-
manna!
I
Skrifstofusími 2350
Veitingasími 2826
INGÉLFS
Ingólfsstræti, Hverfisgata
Reykjavík
óskar öllum viðskiptavinum sínum og gestum gleði-
legs sumars. Matsölu- og veitingahús. Hentugt hús-
næði fyrir samkvæmi og skemmtanir.
Fljót og lipur afgreiðsla.
14 ÁRROÐI