Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2009, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2009, Blaðsíða 4
Íslenskir leikarar minna satt best að segja oft á börn á því þroskastigi þegar setningin „ég get sjálfur“ er endurtekin í sífellu. Utan gátta Hjónin Sigurður Pálsson, höfundur Utan gátta, og Kristín Jóhannesdóttir, leikstjóri verksins, í leikmyn Eftir Maríu Kristjánsdóttur majak@simnet.is A ð horfa til baka yfir árið 2008 er undarlegt. Óvissa stundarinnar gerir flest merking- arlaust. Allsráðandi er efinn um hvort það sem horft var á, skynjað, eða skilið hafi raunverulega átt sér stað. Og ef svo er – hvort það hafi yfirleitt skipt nokkru máli. Það má kannski reyna að halda sér fast í nokkr- ar þurrar staðreyndir: Nýir leikhússtjórar komu til starfa á Akureyri og í Borgarleikhúsi. Byr borgaði oft brúsann. Leiklistarhátíðinni „Lokal“ var hleypt af stokkunum. Leiksýningum hefur fækkað. Möguleikhúsið, eina starfrækta barna- leikhúsið á landinu, missti samastað sinn. Út- varpsleikhúsið var skorið niður við trog. Markaðs- Nokkrar þurrar staðreyndir Það var hins vegar öllu bjart- ara yfir íslenska bíóárinu, árinu sem hugsan- lega gæti verið síðasta ár ís- lenska bíósum- arsins ef svart- sýnustu spár rætast um fimb- ulvetur þann sem bíður þess- arar fjárfreku listgreinar. Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Þ að var afskaplega þungt yfir í byrjun árs. Hingað streymdu kolsvartar heimsó- sómamyndir sem báru með sér andrúm Ameríku undir lok valdatíma Bush, heimsveldis á heljarþröm. Rifjum upp fáein dæmi fyrir þá sem halda mig of neikvæðan: Í There Will Be Blood segir olíubaróninn Dani- el Plainview (Daniel Day-Lewis) þetta um mann- kynið: „Ég lít á fólk og sé ekkert sem mér líkar“ og á meðan kyrjar djöflarakarinn Sweeney Todd (Johnny Depp) um London sem sé full af fólki sem sé fullt af skít. „Heimurinn er ömurlegur staður, fullur af illsku,“ er niðurstaða demantasala nokk- urs í Before the Devil Knows Your Dead. Gleym- um ekki No Country for Old Men þar sem allar aðalpersónurnar (sem og áhorfendur) eru innst inni sannfærðar alla myndina að illskan muni hafa sigur að lokum, skúrkurinn sé einfaldlega óstöðv- andi. Friðþægingin (Atonement) breska virtist ætla að enda vel, en svo kom í ljós að endirinn góði var hvít lygi, örlítil hvíld frá hinni óumflýjanlegu illsku. Into the Wild fagnaði að vísu lífinu í allri sinni dýrð en þó var aðalpersónan samt svo úrkula vonar um samfélag mannanna að hann bíður dauðans í óbyggðum Alaska eftir að hafa sagt sig úr lögum við samfélag mannanna. Þetta stirðnaða glott Og það birti ekki mikið með hækkandi sól. Járn- maðurinn og Leðurblökumaðurinn áttu bíós- umarið með húð og hári og helsta ljósglætan í þeim myndum var glansandi gulur búningur Járnmannsins og bros Tony Stark (Robert Dow- ney jr.). Í þessu brosi fíkilsins og fangans fyrrver- andi krystallaðist upprisa ársins, sem var svo end- anlega staðfest með mögnuðum leik hans í Tropic Thunder. Hins vegar var þetta ekki bros ársins, það var stirðnað og tilheyrði Jóker Heaths Led- gers. Jókerinn var hryllilegasti – og fyndnasti – skúrkur ársins, stóð fyrir hið fullkomna stjórn- leysi, hann spilaði og söng á meðan Gotham brann – og andlát Ledger stuttu eftir að tökum lauk gáfu öllum senum hans blæ enn grimmari raunveru- leika, trúðurinn og draugurinn sameinuðust í eitt stirðnað glott. Og öllum þessum heimsósóma snerum við vita- skuld upp á Ameríku. Heimsveldið þar sem allt var í kaldakoli, heimsveldið sem enginn þoldi og virtist vera rotið í gegn. En þegar Obama var kjörinn forseti og ný von kviknaði í Ameríku tók- um við varla eftir því hér heima, svo upptekin vor- um við af því að horfa upp á gamla Ísland brenna, að horfa á bankastjóra brenna peningana okkar með geðveikisglott á vörum. Og skyndilega mátti þýða allar þessar myndir yfir á íslensku. Útrásarvíkingarnir geta keppst um að vera ol- íubaróninn Daniel Plainview, nema þar sjáum við máski næsta skrímsli, olíudrekann á Drekasvæð- inu? Sweeney Todd gæti hafa verið blaðamaður DV á þeirra verstu stundum undanfarin ár á með- an Jókerinn skemmtir sér við að brenna pen- ingafjöll í Seðlabankanum. Anton Chigurh (Javier Bardem í No Country for Old Men) er svo Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn með sinn blóðuga nið- urskurð sem allir harma en enginn telur sig geta stöðvað og Briony Tallis í Friðþægingu sem hag- ræðir sannleikanum svo endirinn verði nú góður Aðkennislykill í brúðargjöf Það var hins vegar öllu bjartara yfir íslenska bíó- árinu, árinu sem hugsanlega gæti verið síðasta ár íslenska bíósumarsins ef svartsýnustu spár ræt- ast um fimbulvetur þann sem bíður þessarar fjár- freku listgreinar. Eftirminnilegustu myndir árs- ins íslenskar, Sveitabrúðkaup og Brúðguminn, snerust báðar um sveitabrúðkaup og eftir á að hyggja mætti vel lesa báðar sem uppgjör – hvort við séum tilbúin til þess að bindast þessu guðsvol- aða landi þrátt fyrir alla þess galla. Gifting- arhringurinn er auðkennislykill, svaramaðurinn stakk af og við eigum eftir að finna okkur nýjan prest og nýja kirkju. En svona getur þetta ekki endað, áramóta- uppgjör er ekkert áramótauppgjör án árslista. Sjálfsagt vekur athygli einhverra að tvær mynd- anna á listanum rötuðu aldrei hingað í bíó, þrátt fyrir að önnur væri Óskarsverðlaunamynd og ásamt Juno stjarna ársins í indíheimum – Once – og hin skartaði stjörnufans – Gone Baby Gone í leikstjórn Ben Affleck. Við erum ekki að tala um sómalískar myndir um fóstureyðingu, þetta eru myndir sem er erfitt að sjá rök fyrir að hafi ekki ratað hingað þrátt fyrir kverkatak Hollywood á ís- lenskum bíóhúsum. En íslensk bíóhús hafa hægt og rólega orðið blindari en markaðurinn sjálfur og sópað ófáum gæðamyndum undir teppið jafnvel þótt einsýnt virðist að myndirnar ættu að geta gengið þokkalega, að minnsta kosti betur en The House Bunny og annað hrat sem okkur var boðið upp á á liðnu ári. En dveljum ekki við það og rifj- um upp hið allra besta sem á árinu sem er að líða (þar sem undirritaður var kynningarstjóri RIFF eru myndir þeirrar hátíðar dæmdar úr leik á þess- um lista vegna hagsmunatengsla). Tíu bestu myndir ársins: The Dark Knight Persepolis The Darjeeling Limited Once Sweeney Todd Into the Wild Iron Man Tropic Thunder I’m Not There Gone Baby Gone Ameríka verður Ísland Brúðgunminn „Eftirminnilegustu myndir ársins íslenskar, Sveitabrúðkaup og Brúðguminn, snérust báð- ar um sveitabrúðkaup og eftir á að hyggja mætti vel lesa báðar sem uppgjör – hvort við séum tilbúin til þess að bindast þessu guðs- volaða landi þrátt fyrir alla þess galla.“ Höfundur er lausapenni við Morgunblaðið. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009 4 LesbókÍSLENSK MENNING 2008 | KVIKMYNDIR, LEIKLIST

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.