Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2009, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2009, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009 10 LesbókBÆKUR H in dularfulla og sífellt hörfandi merk- ingarmiðja bókmenntanna hlýtur sína fullkomnu og endanlegu birting- armynd í Tinna, að mati Toms McCarthys. Í nýrri bók sinni, Tintin and the Secret of Literature, færir hann rök fyrir því að þessi sígilda teiknimyndapersóna sem Hergé skapaði á öndverðri tutt- ugustu öldinni sé vísir og tákn um leyndardóminn sem liggur að baki listsköpun. McCarthy tekst reyndar á við nokkuð fjölbreytt úrval af ráðgátum og leynd- ardómum í verkinu, en hann kafar djúpt ofan í goðsögulega veröld Tinna-bókanna og tengir þar ým- islegt við lífshlaup Hergés, t.d. dul- arfullt ættartré Kolbeins Kafteins, en sú ráðgáta sem skiptir þó mestu máli er Tinni sjálfur; kynlaus, óralaus, ástríðu- laus, maður sem á sér enga fortíð, enga framtíð (hann eldist ekki), enga fjölskyldu – það er Tinni sjálfur sem er helsta ráðgátan, og við þessari gátu er ekkert svar. Tinni stendur vörð um þögnina í hjarta stormsins, drengur án einkenna, eyðan sem gerir allt annað mögulegt. Þessi bók, eins og sjá má af því sem fer hér að ofan, tekur sitt stefnumið frá svokölluðum póststrúktúralískum væng bókmenntakenninga, og ánægja lesanda mun velta allnokkuð á þolinmæði þeirra gagnvart slíkum skrifum. Tintin and the Secret of Literature | Tom McCarthy Leyndardómur bókmenntanna G uðni Jónsson komst svo að orði að „óvenjulega agasamt“ hafi verið á Íslandi á fyrstu áratug- um 19. aldar: „Komu þá upp ýmis ófögur sakamál, sem varla eiga sinn líka í sögu landsins.“ Öldin hófst á Sjöundármorðunum á Vestfjörðum árið 1801. Árið 1827 átti Kamsránið í Árnes- sýslu sér stað og morðin á Natani Ket- ilssyni og Fjárdráps-Pétri voru framin í Húnavatnssýslu ári seinna. Þótt ekkert beint samband væri á milli þessara mála, og þau reyndar mjög ólík, var Guðni viss um „að rót þeirra og upphaf sé eitt hið sama: spillt aldarfar“ (Brynj- úlfur Jónsson: Sagan af Þuríði for- manni, v). Séra Pétur Guðmundsson var sammála honum og taldi að á þess- um tíma (1824) væri „mikið uppi af þjóf- um og öðrum illvirkjum, eigi síst í Húnavatnssýslu: gerðist þar óöld mikil og ránskapur ... og eigi trútt um að grímuklæddir bófar sætu fyrir vegfar- endum“ (Annáll nítjándu aldar I, 339). Og Espólín var á þeirri skoðun að nú væru „þjófar miklu kænni en áður“ (Ár- bækur XII, 130). Spillt aldarfar Níunda bindi Sögu Íslands kom út skömmu fyrir jól. Þar segja Anna Agnars- dóttir, Gunnar Karls- son og Þórir Ósk- arsson sögu nítjándu aldar eða tímabilsins 1795 til 1874. Við grípum hér niður í texta Önnu um ástandið í landinu í byrjun nítjándu aldar. Síðasta aftakan Höggstokkurinn og öxinn sem notuð voru við síðustu aftök- una á Íslandi 12. janúar 1830. B andaríski fræðimaðurinn Noam Chomsky er löngu heimsþekktur fyrir skrif sín um stjórnmál og nýjasta greinasafnið, Interventions, sýnir svo ekki verður um villst að hér fer afburða grein- andi. Rökfestan er mikil, hann sker í gegnum móðukenndan spuna ímyndasmiðanna og hug- myndafræðinganna eins og hnífur í gegnum smjör. Bókin er einnig athyglisverð þar sem hér er að finna dálkagreinar sem Chomsky hefur skrifað fyrir The New York Times Syndicate á síð- ustu árum en eins og margir vita hafa samskipti hans og NYT síst verið hlýleg. Í ritum á borð við Manufacturing Consent hefur Chomsky fært rök fyrir slagsíðu bandarískra fjölmiðla, og er NYT vin- sælt sýnidæmi, ekki vegna þess að það sé öfgafyllst heldur vegna þess að það er sá fréttamiðill sem nýtur mests trausts. Gagn- rýni Chomskys hefur verið óvægin, sjón- armiðin stundum óvinsæl, og afleið- ingin sú að rödd hans heyrist sjaldan í meginstraumsfjölmiðlum vestanhafs. Utan Bandaríkjanna er Chomsky hins vegar metinn að verðleikum, og helstu fjölmiðlar Evrópu sækjast eftir innleggi frá honum um málefni líðandi stundar. Þessari markaðskröfu hefur NYTS ákveðið að full- nægja með því að kaupa og dreifa pistlum eftir Chomsky – utan Bandaríkjanna! Kald- hæðnin er slík að maður veit ekki hvar byrja skal. En Chomsky verða allir að lesa. Interventions | Noam Chomsky Gagnrýni og andóf B alram Halwai, sögumaður bresku skáld- sögunnar The White Tiger, er „at- hafnamaðurª í hinu „Nýja Indlandi“ – Indlandi sem hefur að mörgu leyti tek- ið algjörum stakkaskiptum á liðnum árum og er orðið heimsþekkt efnahagsundur. Skýjakljúfar, stórfyrirtæki, milljónamæringar og limúsínur, björt ljós og stórar borgir. Þetta er hið nýja Indland, land tækifæranna, lífinu vindur fram undir blikkandi neónskiltum og alþjóðlegum vörumerkjum. Í skugganum dvelur þó enn þorri þjóðarinnar, tugir milljóna, við afar bágbornar aðstæður; þetta eru tveir heimar og Halwai ger- ir skýran greinarmun á þeim. Landsbyggðin, þar sem fátæktin og sjúkdómarnir ráða ríkjum, spilling veður uppi og alþýða fólks á allt sitt undir dyntum spilltra landeigenda, er „Myrkrið“. Borgirnar, þar sem tækifærin eru og þar sem þeir sem auðgast hafa dvelja, það er „Birtan“. Skáld- sagan lýsir ferðalagi Halwais úr myrkrinu í ljósið, og þeim fórnum sem hann hefur þurft að færa til að komast þangað. Hvernig hann með öðrum orðum varð athafnamaður. Aravind Atiga hlaut nýverið Booker-verðlaunin fyrir þessa fyrstu skáldsögu sína, og að mörgu leyti er auðvelt að sjá hvað hreif nefndarmeðlimi. Þetta er tuttugustu og fyrstu aldar bókmenntaverk, það innlimar og notar nútímalega firringu sem eins konar aflvaka með því að sýna hvernig ein- staklingurinn hverfur frá hefðarsamfélaginu og á vit græðgislegrar þátttöku í markaðs- samfélaginu; hvernig öll gildi hverfa í skuggann andspænis þeim tækifærum sem markaðurinn býður upp á til endursköpunar á sjálfinu. Það er sjaldan reynt að skapa samkennd með sögu- hetjunni, til þess er skáldsagan alltof kaldhæðin og grimm, en þess í stað treystir höfundur á lif- andi og kraftmikinn prósa, og iðandi vitund sögumanns. Atiga nýtur þess að þenja frásögn- ina á allt að því tilgerðarlegan hátt enda prýði- legur stílisti en á sama tíma fjallar hann um Indland á algjörlega miskunnarlausan hátt; hann birtir landið sem martraðarkenndan frumskóg þar sem misskipting gæðanna hefur náð fjarstæðukenndum hæðum. Að því leytinu til er þetta félagsleg skáldsaga, enda þótt hefð- arsamfélaginu og gildum kynslóðanna sé að nafn- inu til hafnað eins og segir hér að ofan. Í raun er boðskapinn að finna í tvístíg- andi afstöðu verksins til athafna- mannsins sem stendur fyrir miðju bókarinnar. Balram er fyrst og fremst hugmyndafræðilegur upp- reisnarmaður, hann tengir frelsi sitt og velgengni í hlutverki at- hafnamannsins við það að hafa séð í gegnum þá hugmyndalegu inn- rætingu sem myndar stoðir sam- félagsins, og gerir misskipt- inguna mögulega. „Af hverju hafði ég flýtt mér að nudda fætur hr. Ashoks um leið og ég sá þá, jafnvel þótt hann hefði ekki farið fram á það!“ spyr Balram miðja vegu í gegnum bókina, en auk þess að vera bílstjóri sér hann um ýmsar líkamlegar þarfir herra síns, líkt og fótanudd. „Hvers vegna leið mér eins og ég þyrfti að komast í ná- vígi við fætur hans og láta þeim líða vel – hvers vegna? Vegna þess að löngunin til að vera þjónn hafði verið innrætt í mig; henni hafði verið hamrað inn í höfuðkúpuna á mér, nagla eftir nagla, og síðan hellt inn í blóðið, líkt og skólpi og eiturefnaúrgangi er hellt út í Móður Ganga.“ Hugmyndafræðin er skólp, þrælslundin er framleidd líkt og hver önnur vara fyrir markað. Það að verða bílstjóri skilur Balram reyndar frá meðalfátæklingi borgarinnar, og bókin lýsir vegferðinni sem liggur úr afskiptu, afskekktu og fátæku þorpi til Nýju Delhí og þjónustu við Ashok, athafnamann sem ver dögum sínum í að halda utan um flókið viðskiptaveldi sem byggist á mútum. Sú kvika lund sem gerði Balram fært að brjótast út úr innilokaðri veröld þorpsins gerir það líka að verkum að hann er ekki fylli- lega sáttur í þjónustu sinni, hann sér tækifæri sem hann verður að grípa. Til að færa sig var- anlega um set, til að endurfæðast í birtuna, neyðist Balram til að fremja myrkraverk og má því segja að bókin setji fram ýmsar spurningar, sumar býsna margræðar, um misgengi stétta og félagslegt réttlæti. En lykillinn að fram- kvæmdagleði söguhetjunnar er skilningur hans á samfélagsgerðinni; Adigi bregður sér hér að sumu leyti í gervi gamaldags marxista sem greinir „falska vitund“ undirmálsstéttanna sem mikilvægasta kúgunartækið. „Aldrei fyrr í sögu mannsins hafa jafn fáir skuldað jafn mörgum jafn mikið. Örfáir menn í þessu landi hafa þjálf- að hin 99,9 prósentin – sem að upplagi eru alveg jafn vel af guði gerð – til að lifa lífinu í viðvar- andi þrældómi; og hlekkirnir eru svo sterkir að þótt þú réttir fólkinu lykilinn að frelsinu mun það kasta honum til baka og bölva þér.“ Mynd- hverfingin sem Balram styðst við til að skýra samfélagsgerðina er „hænsnakofinn“ – Indland er hinn mikli hænsnakofi. Sem götuheimspek- ingur hefur hann líka á reiðum höndum skýr- inguna á virkni þessa ósýnilega fangelsis, en það er fjölskyldan. Þar eru gildin jú innrætt. En hvers vegna stelur ekki bílstjóri peningum herra síns og stingur af? Svarið er aftur fjöl- skyldan. „Aðeins maður sem er reiðubúinn til að horfa upp á eyðileggingu fjölskyldu sinnar – það að hún sé handsömuð, pyntuð og brennd lifandi – getur brotist út úr hænsnakofanum. Engin venjulegur maður getur það, aðeins ónátt- úrulegt skrímsli. Í raun þarf til hvítt tígrisdýr. Þú ert að hlusta á sögu athafnamanns, herra.“ The White Tiger | Aravind Atiga Björt ljós, borgarbragur BÆKUR VIKUNNAR BJÖRN ÞÓR VILHJÁLMSSON Aravind Atiga Hlaut nýverið Booker- verðlaunin fyrir fyrstu skáldsögu sína.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.