Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2009, Qupperneq 5
Leikhúsið er meðvituð athöfn og getur valdið
móðgun og hneykslan, því sviðsetning á raun-
verulegu lífi er áhrifameiri en annars konar
framsetning eða endurgerð þess.
Í því samhengi þá vekur opinber sýning
kynlífs á leiksviði samstundis spurningar um
friðhelgi, gægjuhneigð og raunsæjan eða
sannan leik. Slíkar myndir geta valdið kvíða
eða hræðslu því þær vísa í sterkar og oft
taumlausar tilfinningar og þegar kynlíf er
samtengt tilfinningum líkt og þurft og ein-
manaleika, eða ofbeldi, geta áhrifin verið
ákaflega óhugnanleg.
Nekt á sviði er ennfremur mun áhrifameiri
en nekt í kvikmyndum, ljósmyndum eða
höggmyndum vegna þeirrar einföldu ástæðu
að það er raunveruleg manneskja af holdi og
blóði sem stendur þarna nakin á sviðinu, ber-
skjölduð gagnvart augum áhorfenda: Hún
getur ekki falið sig. En hinn nakti líkami á
sviði er ávallt erfiður viðfangs og áhorfandinn
jafnvel jafn berskjaldaður gagnvart honum
og líkaminn áhorfandanum. Eðlislægt varn-
arleysi líkamans getur, í þessu samhengi, ver-
ið þrungið myndhverfu gildi og mikilvægi,
hann getur verið siðferðilega afhjúpaður, eða
strípaður blekkingunni, tálsýninni um hann
sjálfan. Afhjúpun líkamans, nekt hans, getur
verið pólitísk gjörð, snúist um frelsun frá sið-
venjum, verið yfirlýsing um synd eða afbrot
sem sviptir hulunni af blendnum tilfinningum
áhorfenda í garð nektar og hins nakta líkama,
síns eigin og annarra.
Slíkt hið sama má segja um ofbeldið; það er
í raun ómögulegt að horfa framhjá því þegar
það stendur andspænis áhorfandanum í svið-
setningu á sársauka, niðurlægingu, smánun
og niðurbroti. Sviðsetningin felst stundum í
bókstaflegri framkvæmd ofbeldisfullra at-
hafna (þó alltaf leikinna), annars staðar eru
vísbendingar um öfgakennda andlega grimmd
nægilegar til að vekja óhug. Áhorfandinn þarf
þó að takast á við þessar athafnir eða vís-
bendingar, hvort sem honum líkar betur eða
verr. Ofbeldisfullar athafnir eru ‘sjokkerandi’
vegna þess að þær eru handan tungumálsins
og geta því verið utan við það sem við höfum
stjórn á. En ofbeldi virkar frumstætt, órök-
rétt og eyðileggjandi. Sviðsett ofbeldi hræðir
og sundrar einnig þegar áhorfandinn skynjar
tilfinningarnar sem liggja að baki leiknum,
eða stendur sjálfan sig að því að njóta ofbeld-
isins á einhvern hátt.
Líkt og Sierz bendir á eru árangursríkustu
verkin, ef maður getur notað slíkar staðhæf-
ingar í þessu sambandi, þau verk sem tæla
áhorfendur með raunsæislegu andrúmslofti
en keyra síðan á þá með ofsafengnum og til-
finningalegum efnivið. Eða þau verk sem
hvetja áhorfendur með tilraunum sínum með
form til að efast um eigin ályktanir og for-
sendur. Efni leikverks getur verið ögrandi
vegna þess að það tjáir óskammfeilið eða
storkandi tungumál og sviðsmyndir, en kraft-
ur verksins veltur einnig stórlega á formi
þess. Því betur sem verk skilur við venjur
raunsæisins, sérstaklega þær um þriggja
þátta vel skrifaða leikritið (the-well-made-
play), því erfiðara er það fyrir mikinn hluta
áhorfenda að viðurkenna og taka við því. En
það má leiða líkur að því að vinna Kane með
form verka sinna hafi haft jafn afgerandi
áhrif á viðbrögð áhorfenda við verkum henn-
ar og umfjöllunarefnið.
Rústað
Samkvæmt skilgreiningum Sierz má greina
verk Kane, Rústað, sem árangursríkt verk í
þessu samhengi. Í Rústað setur Kane á svið
heim sem í fyrstu virðist lúta reglum raunsæ-
isins; hér má sjá hótelherbergi, par og sam-
ræður sem gefa til kynna að um einhvers
konar endurspeglun á ‘raunveruleikanum’ sé
að ræða. Hins vegar er staðsetning þessa
herbergis rifin úr samhengi, að utan heyrast
átök og svo síðar er heimurinn sprengdur
upp og átökin berast inn á gólf herbergisins.
Verkið leikur sér með hugmyndir um ytri
heim, með tíma og stað verksins. Raunsæis-
legur fyrri helmingur verksins umbreytist
skyndilega í martraðarkenndan og symból-
ískan síðari hlutann. Sviðsathafnirnar eru
ágengar og myndmálið ljóslifandi. Í Rústað
eru þær athafnir sem framkvæmdar eru á
sviðinu mjög slæmar, en það sem er lýst er í
raun enn verra – birtingarmyndir grimmd-
arinnar í notkun hennar á tungumálinu ákaf-
ar.
Hér er stríði og átökum, sem vanalega eru
okkur ekkert annað en fjarlægar fréttamynd-
ir, hent inn á sviðið án þess að áhorfandinn sé
því viðbúinn. Leikritið gerir við stríð það sem
stríð yfirleitt gera, þ.e. að setja líf þeirra sem
það hefur áhrif á úr skorðum, hristir upp í því
án nokkurs samhengis, án nokkurrar sýni-
legrar ástæðu. Þessi umskipti verksins setja
spurningarmerki við fjarlægðina á milli okkar
og hinna, milli hins þægilega lífs og átaka.
Verkið vekur spurningar um eðli mannsins,
um eðli þess sem skilgreint er sem venju-
bundið, og um það sem er raunverulegt.
Form og innihald verksins sameinast hér því
stríð er truflandi og órökrétt, þar af leiðandi
er rangt að finna því form sem er fyr-
irsjáanlegt.
Segja má að Rústað sé týpískt fyrir leikrit
tíunda áratugarins. Það styður ekki ákveðinn
málstað heldur þröngvar fram ákveðnu sjón-
arhorni. Verkið hefur ekki skýran boðskap
heldur dregur það fram samtengingar. Rúst-
að vekur spurningar í stað þess að gefa svör:
Hver er tenging karlmennsku og ofbeldis?
Hvernig verður ofbeldi á heimilinu að ofbeldi
á götum úti? Hvernig hefur afstaða gulu
pressunnar til ofbeldis gert okkur ónæm fyrir
raunverulegu gjörðinni? Kane forðaðist það
vísvitandi að útskýra verk sín fyrir áhorf-
endum því hún taldi slíkt losa þá undan fyr-
irhöfninni og tilraununum við að reyna að
skilja verkið út frá sjálfum sér.
En leikverk Kane sýndu ekki einungis til-
hneigingu til ögrunar eða niðurrifs, því í
skrifum hennar má sjá glitta í höfund með
klassískt tilfinninganæmi, undir miklum
áhrifum frá Shakespeare og jakobínskum
harmleikjum.
Að lokum
Það er undarlegt að sitja hér að kvöldi 20.
janúars 2009 og rita þessi orð. Vera að velta
fyrir sér ástæðum þess að ung ensk leikskáld
sáu sig knúin, um miðjan tíunda áratuginn, til
að setja spurningarmerki við það samfélag
sem þau lifðu í, til að draga fram í dagsljósið
sundrung og niðurrif, ofbeldi og doða. Í því
samhengi má í raun velta fyrir sér hvers kon-
ar stefnu íslensk leikritun eigi eftir að taka,
hvers konar svör við því ástandi sem nú ríkir
í þjóðmálunum eiga eftir að birtast okkur á
leiksviðum landsins. Um hvað munu þau ungu
íslensku leikskáld sem nú stíga fram skrifa?
– Aleks Sierz. In-Yer-Face Theatre – British Drama
Today. Faber and Faber; London, 2000.
– Graham Saunders. Love me or kill me – Sarah Kane and
the theatre of extremes. Manchester University Press; Man-
chester, 2002.
– Sarah Kane. Complete Plays. Methuen; London, 2001.
„… leikhúsið er ekki utanaðkomandi afl
sem leikur með samfélagið, heldur hluti af
því. Það er speglun á viðhorfum fólks innan
samfélagsins til heimsins.“
Sarah Kane, In-Yer-face Theatre, bls. 93.
Höfundur er leikstjóri og aðjúnkt í sviðslistum við
leiklistardeild Listaháskóla Íslands.
Morgunblaðið/Ómar
Rústað
Ingvar E. Sigurðsson og Kristín Þóra Har-
aldsdóttir í hlutverkum sínum í uppsetn-
ingu Leikfélgs Reykjavíkur á Rústað.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2009 Lesbók 5
Röðin við kassann er löng og hún lengist.
Hún lengist og lengist. Ég bíð og ég bíð.
Mér hitnar í kinnum. Það er komið að mér.
Það er fólk fyrir aftan. Það bíður og bíður.
Helvítis stelpan. Það er ekki heimild.
Ég lít ekki um öxl. Ég veit að það sér mig.
Það er ekki heimild. Það þekkir mig enginn.
Það þekkir mig enginn. Það er komið að mér.
Ég ætla að ferðast. Ég bíð og ég bíð.
Dansa frá mér vitið á karnivali í Ríó.
Gantast við norðurljós allsber í potti.
Syndi með höfrungum. Reyki hass.
Helvítis stelpan. Það er ekki heimild.
Það er ekki heimild. Ég lít ekki um öxl.
Mæti í úthverfri peysu. Set iljar í sandinn.
Mér hitnar í kinnum. Mín fróun er núna.
Fæ bréf í pósti frá öðrum en banka.
Það bíður og bíður. Ég bíð og ég bíð.
Ég bíð og ég bíð. Það er komið að mér.
Ég næ sáttum við líf mitt. Það bíður og bíður.
Ég reiðist og öskra. Það er ekki heimild.
Loks segi ég: Nei. Mér hitnar í kinnum.
Mér hitnar í kinnum. Helvítis stelpan.
Finn handleggi hlýja um háls minn að nýju.
Það skrjáfar í poka. Ég lít ekki um öxl.
Ég lít ekki um öxl. Það er fólk fyrir aftan.
Mér hitnar í kinnum. Það er komið að mér.
Það er komið að mér. Ég bíð og ég bíð.
Anton Helgi Jónsson
Ljóðstafur 2009
Einsöngur
án undirleiks
Við stóran gluggann stend ég loksins einn
og strákarnir nú farnir til að gleyma
Á Havaí; að dansa þar og dreyma
og drekka – þar er gott og sjórinn hreinn.
Við stóran gluggann stend ég loksins einn.
Við vorum hérna glaðværir í gær
að græða, selja, kaupa, spá og teikna
og hagnaðinn og renturnar að reikna.
Ég ríkastur var allra og svo fær.
Við vorum hérna glaðværir í gær.
Með öðrum svip er umhverfið í dag
og útrásin er bara horfinn draumur
og glataður er Glitnisbyr og Straumur
og glæsilegi bankinn minn í Haag.
Með öðrum svip er umhverfið í dag.
Ég þekki ekki konu þá með kúst
er kemur inn svo herðarýr og lotin
og fer að hreinsa brakið allt og brotin
og brunaleifar – hér er allt í rúst.
Ég þekki ekki konu þá með kúst.
Einn strákanna.
Davíð Hjálmar Haraldsson
Viðurkenning 2009
Við strákarnir
Held jafnvægi á öðrum fæti
og stíg
hinum
með fullum þunga
á mis
vel skorðaða
steinana
helgarnar í lífi mínu
sem standa uppúr ánni.
Anton Helgi Jónsson
Viðurkenning 2009
Vorganga í Dölum
Ljóðstafur Jóns úr Vör var veittur á miðvikudag-
inn, auk tveggja viðurkenninga. Hér er verð-
launaljóðið birt ásamt þeim tveimur sem hlutu
sérstaka viðurkenningu dómnefndar sem var
skipuð Sigþrúði Gunnarsdóttur bókmennta-
fræðingi, sem var formaður, Ingibjörgu Haralds-
dóttur rithöfundi og Þórarni Eldjárn rithöfundi.
Verðlaunaljóð