Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2009, Side 11
vellur fram, heit, rjúkandi (reekin’), ríkuleg nær-
ing. Það er dýrðlegt að finna ilminn, teygja og toga
í keppinn þar sem hver nær sínum skammti og er
fljótur (on they drive). Þetta er seðjandi matur,
góður og auðvelt að borða á sig gat, magarnir (ky-
tes) standa á blístri eins og tunnur (drums). Guð-
mann gamli er að rifna (maist like to rive) og segir
guðlaun (bethankit).
Burns snýr sér, við hlátur félaganna, að þeim
ensku sem sitja yfir (owre) kjötkássunni (ragout
og fricassé) og gerir gys að henni, olíumatnum
suðræna, sem veldur ælu (wad staw) hjá svínum
(sow) og viðbjóði (sconner). Hvernig er unnt að
fúlsa við skoskum haggís? Ekki að undra að þeir
sem borða erlent ruslfæði (trash) séu ræfilslegir
(feckless) eins og gömul trjágrein, fótleggirnir
(shank) ekki breiðari en sæmileg (guid) svipuól
(whip-lash) og hnefinn (nieve) líkist nit úr lús.
Ekki geysast þeir um ár og akra eins og sveita-
maðurinn hrausti (rustic) sem nærist á haggís.
Lítið á hann. Jörðin titrar þegar hann stígur á völl-
inn með hnífinn í hnefa. Hann lætur (mak) hvína í
kutanum og sneiðir (sned) af hausa, hendur og
leggi eins og blóm af stöngli (taps o’thrissle).
Kvæðið endar á bæn til máttarvaldanna sem
gefa það sem þarf til lífsviðurværis (bill o’ fare).
Skotar vilja ekkert sull sem hristist í tunnum (lug-
gies)! Ef guðirnir vilja öðlast þakkir Skota þá
skulu þeir gefa þeim haggís!
Gleðin
Kvæðið lýsir gleði og stolti yfir skoskri arfleifð, og
var hluti þjóðernis- og frelsisvakningar í Evrópu
við lok 18. aldar. Þessi tími leiddi til rómantísku
stefnunnar og þar er bein tenging til hinna nýju ís-
lensku skálda 50-80 árum seinna. Þannig orkuðu
ljóð Burns á Skota og hafa gert síðan. Þaðan smit-
uðu þau frá sér til annarra landa. Skáldskap hans
er best lýst með orðunum rómantík, frjálslyndi og
jöfnuði.
Þýðingin
Allnokkur kvæða Roberts Burns eru til á íslensku,
en kvæðið um þjóðarréttinn er ekki þar á meðal.
Kvæðið er ein af bókmenntagersemum Skota,
ekki vegna þess að svo dýrt sé kveðið, heldur
vegna þess að það hljómar svo vel í tungutaki
skoskunnar og vekur gleði og tilhlökkun rétt áður
en snæða skal innihald haggís-keppsins. Allir
Skotar þekkja kvæðið og þykir vænt um það,
margir kunna það utanbókar.
Mörg erlend ljóð hafa verið snilldarlega þýdd á
íslensku. Ég kann ekki þá list, en hef reynt að
leggja mest upp úr þrennu í þýðingu þessa kvæðis:
að lýsa efninu og fylgja því sem segir í texta þess –
þó ekki bókstaflega í öllu – að ná andrúmslofti
kvæðisins og loks að halda einhverju af hrynjandi
þess í flutningi, eins og ég hef heyrt hann hjá
mörgum skoskum mönnum. Ég legg samt í að
birta þýðinguna samhliða skoska kvæðinu, minn-
ast þessa merka skálds nú er 250 ár eru liðin frá
fæðingu hans og þakka fyrir að hafa fengið að
njóta svo margs af því besta í skoskri menningu.
Þóroddur Guðmundsson. Skoska þjóðskáldíð Robert Burns.
Skírnir. 1959;133:124-47.
William Beattie and Henry W. Meikle, ritstj. Robert Burns. Po-
ems. Penguin Books, Middlesex, UK, 1977.
Ýmsar vefsíður, þ.m.t. www.macsween.co.uk
Höfundur er prófessor við læknadeild HÍ og yfirlæknir á
Landspítala-háskólasjúkrahúsi og dvaldi lengi í Skotlandi.
Eftir Reyni Tómas
Geirsson
reynirg@landspitali.is
N
ú er þess minnst víða um heim að 250
ár eru liðin frá því að Robert Burns,
þjóðskáld Skota, fæddist í þorpinu
Alloway, nálægt bænum Ayr í suð-
vesturhluta Skotlands. Dagurinn var
25. janúar 1759. Skotar, afkomendur
þeirra um heiminn og aðrir sem meta skoska
menningararfleifð, minnast þjóðskáldsins með því
að borða saman skoskan mat og flytja ódauðleg
kvæði og lög sem hann samdi á Burns-kvöldi
(„Burns supper“) sem næst fæðingardeginum.
Þekktasta kvæðið er eflaust „Auld lang syne“, sem
í íslenskri þýðingu nefnist „Hin gömlu kynni“.
Kvæðið og lagið sem Burns samdi við það upp úr
gömlu skosku þjóðlagi er þekkt um víða veröld. Á
Íslandi eru árlega haldnar samkomur í minningu
Burns, í Edinborgarfélaginu og í öðru minna félagi
sem er kennt við Dundee og St. Andrews á austur-
strönd Skotlands.
Skáldið
Robert Burns var sonur fátæks leiguliða, sem
engu að síður réði menntaðan kennara fyrir börn-
in. Drengurinn lærði að lesa biblíuna, bækur dáðra
skálda Bretlands og drakk í sig þjóðsögur og
munnmæli heimahéraðsins. Skosk þjóðararfleifð
varð honum enn betur kunn er hann komst af ung-
lingsárum og út fyrir heimahérað sitt. Ungur fékk
hann algenga bakteríusýkingu sem lagðist á
hjartalokurnar (gigtsótt) og stytti líf margra, þar á
meðal hans eigið. Föður sinn missti hann 25 ára og
varð þá fyrirvinna heimilisins. Erfiðisvinna bænda
lá ekki vel fyrir þessu myndarlega kvennagulli.
Honum þótti rómantísk kvæðagerð, söngur og
bókmenntir betra en búskapur. Fyrsta þekkta
ljóðið samdi hann 1774 til ungrar heitkonu sem
hann missti. Fyrsta ljóðabókin, á skosku máli, kom
út 1786 og varð strax vinsæl um allt land. Tvíbura-
þungun ungfrú Jean Armour, sem hann giftist,
kom ekki í veg fyrir að hann eyddi næstu tveim
vetrum í Edinborg. Þar var honum hampað sem
náttúrubarni, en líkaði ekki vel að vera þunga-
miðja athyglinnar í samkvæmum. Mótvægið varð
drykkja með fátækari skara borgarinnar. Hann
fékk bæ til ábúðar í suðvesturhluta landsins og
jafnframt betri starfa sem tollheimtumaður. Með
Jean átti hann níu börn og nokkur með öðrum
konum. Þó áhuginn á búskap væri lítill hafði hann
ást á náttúrunni og auga fyrir því smáa sem þar
gladdi, samanber frægt kvæði til hagamúsar.
Hann hætti búskap 1771 og bjó í bænum Dum-
fries, ferðaðist um landið og safnaði þjóðsöngvum
og kvæðum, orti yfir 400 ljóð og söngva, á skosku
(sem lét honum best) og ensku. Hann dó 37 ára,
21. júlí 1796, þjóðþekktur og vinsæll.
Burns hreifst af anda frönsku og amerísku bylt-
inganna, eins og margir Skotar þá, eftir að síðasta
uppreisn þeirra gegn Englendingum var barin
niður árið 1745. Byltingarættaðs réttlætisanda
gætir víða í kvæðum hans, ekki síst kvæðinu „For
a’ that and a’ that“ sem Steingrímur Thor-
steinsson þýddi af snilld og nefndi „Því skal ei bera
höfuð hátt“. Þar er ósk um að kúgun linni, mað-
urinn sé metinn til eigin verðleika og að bræðraþel
og frelsi séu í öndvegi. Kvæðin spretta auðveld-
lega fram, eru fjölbreytt, hrein og bein, með fal-
legum hrynjanda, kenningum og líkindamáli, hlað-
in einlægni, ádeilu og gríni.
Kvæði hans um þjóðarrétt Skota, blöndu af feitu
nautakjöti og höfrum í þarmakepp sem nefnist
„haggis“, er einna þekktast. Kvæðið er aldrei
sungið en á sér fáar hliðstæður, ekki síst vegna
þess að hvarvetna þar sem skoskri menningu og
arfleifð er haldið á loft, fer saman minningin um
Burns og skáldverk hans, flutningur kvæðisins á
frummálinu og borðhald þar sem þungamiðjan er
rétturinn góði. Haggísinn er borinn fram með
kartöflustöppu og rófustöppu, ásamt dálitlu af
þjóðardrykknum, viskí, sem þýðir „vatn lífsins“ á
gelísku máli.
Málið
Skoska er norrænuskotið afbrigði enskunnar,
upprunnið í norðurhluta Englands, en þróaðist í
syðri hluta Skotlands, svonefndum „lowlands“.
Hálöndin, „highlands“, byrja norðan við lág heiða-
lönd sem liggja þvert yfir Skotland milli Clyde-
fjarðar og Glasgow að vestan og Forth-fjarðar og
Edinborgar að austan. Hálöndin voru svæði kelt-
neska málsins gelísku, en hið engilsaxneska og
norræna mál, skoskan (Scots), var og er talað þar
fyrir sunnan og austan. Syngjandi hljómfall þess
má þakka mörgum norrænum nafn- og lýsing-
arorðum. „The bairn is greetin’“, eða barnið græt-
ur, segja menn. „to flit“ er að flytja, „breeks“ eru
brækur og ef fólk fær inflúensu, er sagt „don’t
smit me with your flu“. Kvæðið um haggísinn sýn-
ir norrænan þátt málsins einkar vel. Enn eimir
mikið eftir af skoskunni, þó ritmálið sé lítið notað.
Á tímum Burns var það lifandi og flestir skildu við
hvað hann átti með orðum eins og „Fair fa, yer ho-
nest, sonsie face“, en á þeim byrjar einmitt kvæðið
„To a haggis“ eða „Tae a haggis“ á skosku. Mörg-
um Skotum þætti nú erfitt að átta sig á fyrri orð-
unum og verða að læra hvað þau merkja.
Maturinn
Haggís er tilraun til að nota kjötafganga og inn-
mat með skynsömum hætti. Með því að drýgja
innmat, nauta- og lambakjöt með höfrum og fín-
söxuðum mör, og bæta við pipar og lauk, mátti fá
ágæta blöndu, sem sett var inn í það sem helst
mátti sjóða, keppi úr maga jórturdýra. Ekki svo
frábrugðið slátri, eða því sem áður hét lungna-
mósa á Íslandi. Keppurinn gat verið stór, vel 20
cm langur og eftir því breiður og þungur. Allt fram
undir 19. öld lifðu Skotar af korn- og naut-
griparækt. Sauðfjárbúskapur kom ekki fyrr en
landeigendur ráku skosku- og gelísku-mælandi
smábændur af leigujörðum til af hefja stórfellda
sauðfjárrækt. Hálöndin voru „hreinsuð“ af fólki
(highland clearances) sem flúði til borganna Glas-
gow og Edinborgar og þaðan til Vesturheims,
Ástralíu og Nýja Sjálands.
Burns-kvöld hafa verið haldin með svipuðum
hætti frá því skömmu eftir dauða skáldsins. Kepp-
urinn er borinn inn með viðhöfn, gjarnan undir
sekkjapípuleik, farið er með kvæðið og keppurinn
ristur upp með hníf um leið og komið er að réttum
stað í kvæðinu. Síðan er viðhaft minni Burns, skál-
að fyrir viðstöddum stúlkum („the lassies“) og
sungin kvæði skáldsins.
Kvæðið
Hugsum okkur lítinn hóp svangra Skota á of-
anverðri 18. öld, aðeins hreyfa af vatni lífsins
(viskí, whisky eða uis-ge-bah á gelísku), á góðu
kvöldi í krá á suðvestanverðu Skotlandi, þar sem
Burns bjó. Finna má ilm af kjötsoðningu, bland-
aðri piparlykt, því verið er að hita haggís í eldhús-
inu. Það snarkar í arineldi. Við bætist angan af róf-
um og kartöflum. Tæran viskíþef með eim af seltu,
eldivið og tjöru leggur fyrir vit þeirra sem kunna
slíkt að meta. Glasi er brugðið að vörum. Ölið flýt-
ur. Eftirvænting í lofti. Tveir gestir á næsta borði
eru komnir að sunnan, þekkja ekki haggís og hafa
pantað sér franska kjötkássu.
Keppurinn kemur. Burns fer sjálfur með kvæð-
ið með nokkrum tilþrifum, hreifur af drykknum og
heilsar keppnum: Vertu velkominn (fair fa’), höfð-
ingi í öndvegi allra keppa, þú ert þess virði að
hljóta blessun og faðmurinn sé breiddur móti þér
eins og hægt er, „as lang’s my airm“ (armur).
Dáðst er að því hve keppurinn er fallegur, kominn
upp á fat, og gnægðadögg (dew) pressast (distil)
úr honum í fituperlum (amber bead, rafaperlum)
sem sindra á yfirborðinu. Lögun keppsins minnir
á íturvaxnar lendar kvenna (hurdies) eða ávalar
hæðir Skotlands í fjarska (distant hill).
Þá er dreginn fram (dight) stuttur skoskur hníf-
ur og rist á keppinn í einu taki (wi ready slight)!
Innmaturinn (haggísstappan, gushing entrails)
Robert Burns var þjóðskáld Skota og orti
frægt kvæði um þjóðarréttinn haggís-
keppinn. Greinarhöfundur hefur þýtt
kvæðið og segir hér frá Burns.
Þjóðskáldið og þjóðarrétturinn
Robert Burns
Orðin rómantík,
frjálslyndi og jöfn-
uður eiga við hann.
Haggís er tilraun
til að nota kjöt-
afganga og inn-
mat með skyn-
sömum hætti.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2009 Lesbók 11BÓKMENNTIR
Þér heill, þú andlit heiðvirt, sætt,
höfðingi af keppaætt!
Stendur fremst af innmat öllum,
vömb, keppur og laki:
þér fagna hjörtu’ í koti’ og höllum,
með lófataki!
Trogsins íhvolf svignar, sveigist,
ítursperrtum lendum beygist,
sem heiðabrún er sýnin snögg;
svo bjargráð merla.
En gegndræp húð af fitudögg
sem rafaperla.
Með hreinum brandi höggvum skjótt,
holskurð leggjum, gráðugt, ótt,
nú innstu, bestu gæðagnótt,
skal góma’ að bragði,
ó, sú sjón og angan heit
að vitum lagði!
Nú toga hendur, teygir hnífur,
tak fyrst, hver af öðrum þrífur,
uns bumbur bólgnar meir ei lesta,
– í iðrum drynur!
Og Guðmann gamli, nær að bresta,
„guðlaun“ rymur.
Vill nokkur franska stöppu’ og stúf,
steiktan olíuógeðs kúf,
af kjötkássu er viðbjóð vekur?
Ei fúlsar líka,
nasir fitjar, né koll sinn skekur
við máltíð slíka!
Æ, ræfilstuskan með sitt tros,
tötralegur með feyskið bros,
hans mjónuskanka sem svipuól,
að sjá þann lúsarsvein;
dugar ei til dáða, er fól,
ó, hvílíkt mein!
Bóndans heyr þá hreysti hljóma,
á harðri grundu fóttak óma,
í hnefa bjartan kutans hvin!
Hann bregður brandi
og blóðgar, ristir, hverja sin,
sem blómknapp grandi.
Þér öfl sem ráðið auðnu manna
og ætíð skammtið fæðu sanna,
Skotland vill ei vatnssull milli tanna,
né kryddlaust kál og hrís.
En ef þér, guðir, girnist lof og prís,
gefið oss haggís!
Reynir Tómas Geirsson þýddi.
Til haggis-keppsins
Fair fa’ your honest, sonsie face,
great chieftain o’ the Pudding-race!
Aboon them a’ ye tak your place,
painch, tripe or thairm:
Weel are ye wordy of a grace
as lang’s my arm.
The groaning trencher there ye fill,
hurdies like a distant hill,
your pin wad help to mend a mill
in time o’ need,
while thro’ your pores the dews distill
like amber bead.
His knife see Rustic-labour dight,
an cut you up wi’ ready slight,
trenching your gushing entrails bright,
like onie ditch;
And then, O what a glorious sight,
warm-reekin, rich!
Then, horn for horn they stretch an’ strive,
deil tak the hindmost, on they drive,
till a their weel-swall’d kytes belyve
are bent like drums;
Then auld Guidman, maist like to rive,
Bethankit hums.
Is there that owre his French ragout,
or olio that wad staw a sow,
or fricassee wad mak her spew,
wi’ perfect sconner,
looks down wi’ sneering scornfu’ view
on sic a dinner?
Poor devil! See him owre his trash,
as feckless as a wither’d rash,
his spindle-shank a guid whip-lash,
his nieve a nit;
Through bluidy flood or field to dash,
O how unfit!
But mark the Rustic, haggis-fed,
the trembling earth resounds his tread,
clap in his walie nieve a blade,
he’ll mak it whissle;
An’ legs, an’ arms, an’ head will sned,
like taps o’ thrissle.
Ye Pow’rs wha mak mankind your care,
and dish them out their bill o’ fare
auld Scotland wants nae skinking ware,
That jaups in luggies;
But, if ye wish her gratefu’ prayer,
Gie her a Haggis!
Robert Burns
Tae a haggis