Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.2009, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.2009, Page 1
Verk Dieters Roth Sýning í Hauser & Wirth Coppermill árið 2006. Þarna má meðal annars sjá gólfin úr vinnustofu Roth á Bala og „Stóru borð- rústina,“ verk sem Björn Roth vildi gjarna sjá í núyrri listamiðstöð í Reykjavík. © Estate of Dieter Roth. Ljósmynd: Mike Bruce. LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009 STOFNUÐ 1925 7 . TBL. 85. ÁRGANGUR LESBÓK Um Íslendinga: Skortir skyn á efna- hagsleg sannindi8 5Skrýtipopp allra tíma:Sveigir og beygir semmest hún má 11Gláparinn:Séríslenskur aulahrollur H úsfyllir við flutning íslenskra tónverka í Háskólabíói! Ótrúlegt en samt næst- um því satt. Á sinfóníutónleikum í fyrrakvöld var húsið nánast smekk- fullt. Og til að auka enn ánægjuna vottaði þar fyrir gamalkunnum menntaskólailmi af úlpum og lopapeysum. Lunginn úr áheyrendahópnum var sem sagt áratugum yngri en venjulegir fastagestir hljómsveitarinnar; yfirbragð tón- leikanna allt (hróp, klapp og stapp) með þeim formerkjum sem einkenna innlifun þeirra sem komu til að hlusta af nýfundnum áhuga. Það er kunn staðreynd að í gegnum árin hafa þeir tónleikar þar sem íslensk tónlist er flutt því miður notið lítilla vinsælda. Húsyllir hefur fyrst og fremst verið við flutning klassískra er- lendra perla, helst með heimsfrægum einleik- urum. Tónleikarnir á fimmtudagskvöld marka straumhvörf hvað þetta lögmál varðar – færðu mér í það minnsta heim sanninn um það að vilji Sinfóníuhljómsveit Íslands fylla húsið getur hún flutt tónverk íslenskra tónskálda. Ég ætla ekki að draga úr aðdráttarafli þeirra Víkings Heiðars Ólafssonar og Daníels Bjarna- sonar í þessu samhengi. Þeir eru báðir í góðum tengslum við grasrót íslensks menningarlífs, er líklega hefur ráðið úrslitum varðandi aðsókn unga fólksins. Fólks er á einkar ánægjulegri kvöldstund fékk að hlýða á stórt brot í þróun ís- lenskra tónsmíða, því á milli elsta og yngsta tónskálds efnisskrárinnar er fimmtíu ára ald- ursbil. Geri aðrir betur í uppfræðslu og upp- byggingu samtímamenningar! ORÐANNA HLJÓÐAN FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR Vilji Sinfóníuhljómsveit Íslands fylla húsið getur hún flutt tónverk ís- lenskra tónskálda. Yndislegur ilmur af úlpum og lopapeysum Stofnun Francescu von Habsburg, Thyssen- Bornemisza Art Contemporary, og dánarbú mynd- listarmannsins Dieters Roth hafa augastað á byggingum við Sætún í Reykjavík fyrir nýja lista- stofnun. Að auki er mikill áhugi á að fá Nýlista- safnið til samstarfs, auk listamanna og fólks úr þekkingariðnaðinum. Von Habsburg telur að samvinnan gæti orðið einstök á heimsvísu. | 3 Augnablik innra augans Líf- færi ofar tungum og puttum. 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.