Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.2009, Page 4
B
orgarfulltrúinn Harvey Milk var fyrsti
opinskátt samkynhneigði karlmað-
urinn sem kosinn var í opinbert emb-
ætti í Bandaríkjunum, en það var í
San Francisco á ofanverðum áttunda áratugn-
um. Eftir vart ár í embætti var Milk mytur
ásamt borgarstjóranum George Moscone af
samstarfsmanni þeirra, Dan White, manni
sem hafði barist fyrir „fjölskyldugildum“ í
borgarráðinu. Nýjasta kvikmynd leikstjórans
Gus Van Sant, Milk, lýsir lífshlaupi Harveys
Milks eftir að hann flytur frá New York til
San Fransisco árið 1972 og fram að andlátinu.
Inn í söguna fléttast merkir kaflar úr rétt-
indabaráttu samkynhneigðra í Bandaríkj-
unum. Þannig er myndin félagslega meðvituð
tíðarandamynd og mikil áhersla er lögð á að
fanga andrúmsloftið í kringum þennan áfanga
baráttunnar í Bandaríkunum fyrir borg-
aralegum réttindum. Birtu er brugðið á vonir
og bjartsýni tímabilsins en einnig viðvarandi
fordóma og þá hatrömmu andstöðu sem
hreyfingin mætti. Með hlutverk Milks fer
Sean Penn, en óhætt er að segja að hann festi
sig hér í sessi sem einn helsti leikari Holly-
wood um þessar mundir, en Josh Brolin, glóð-
volgur úr W., leikur íhaldsmanninn Dan
White.
Sjálfur er Gus van Sant að stíga skref aftur
inn í meginstraumskvikmyndagerð með frá-
sögninni af Milk, sem í mörgum veigamiklum
atriðum getur talist dæmigerð Hollywood-
stórmennisævisaga, en á undanförnum árum
hefur hann fengist við gerð óháðra, tilrauna-
kenndra mynda sem góður rómur hefur verið
gerður að, bæði meðal gagnrýnenda og á
kvikmyndahátíðum þar sem myndir á borð við
Elephant, Last Days og Paranoid Park hafa
hlotið verðlaun og góðar viðtökur. Milk svipar
fremur til sumra af eldri verkum van Sants,
mynda á borð við Good Will Hunting og Find-
ing Forrester. Ef litið er til Óskarsverðlauna-
tilnefninga ársins virðist Milk falla í afar góð-
an jarðveg en hún hefur hlotið átta
tilnefningar, þar á meðal sem besta mynd árs-
ins.
Menningarkimi við Kastró-götu
Sagan af lífshlaupi Milks er m.a. römmuð inn
af frásögn hans sjálfs. Milk situr í eldhúsi
íbúðar sinnar við Kastró-götu í San Francisco
og les játningar sínar inn á segulband sem
gera skal, að hans eigin sögn, opinbert ef
koma skyldi til þess að hann félli fyrir morð-
ingjahendi. Þá er horfið fram til ársins 1979
og sýnt frá því er morð Milks og Moscone er
tilkynnt opinberlega. Þessi inngangur gefur
myndinni spennuþrunginn og harmrænan tón,
en endurspeglar að sama skapi þann ótta sem
samkynhneigðir þurftu að búa við (og þurfa
víða enn) um að verða fyrir ofbeldisfullum
árásum vegna kynhneigðar sinnar. Meðferð
morðmálsins segir sína sögu um réttindastöðu
samkynhneigða og hugarfarið sem ríkti í
Bandaríkjunum á þeim tíma, en morðinginn
hlaut vægan dóm, og var dæmdur fyrir mann-
dráp en ekki morð og beitti fyrir sig þeirri að
því er þykir hlálegu vörn að hann þjáðist af
efnabreytingum í heilanum vegna óhóflegrar
neyslu skyndibitafæðis.
Þannig afmarkast frásögnin af lífshlaupi
Milks frá þeim tíma er hann verður fyrir póli-
tískri vakningu, en það er skömmu eftir fer-
tugsafmæli hans. Hann snýr við blaðinu og
flytur með elskhuga sínum Scott Smith
(James Franco) til San Francisco og tekur þá
ákvörðun að fara ekki lengur í felur með kyn-
hneigð sína. Árin fram að þessu talar hann
sjálfur um sem týnd ár, þar sem hann reyndi
að dylja samkynhneigð sína fyrir fjölskyldu
og samstarfsmönnum í tryggingarfélaginu
sem hann vann fyrir í New York.
Kastró-hverfið í San Francisco var fyrrum
verkamannahverfi afkomenda kaþólskra inn-
flytjenda af írskum uppuna, en með breyttum
framleiðslumynstrum í iðnaði var verk-
smiðjum í borginni lokað og þær fluttar annað
og atvinnuleysi var mikið. Húsnæðisverð féll í
hverfinu og tóku hippar og samkynhneigðir
að flytja í hverfið. Milk og Smith opnuðu ljós-
myndavöruverslun við Kastró-götu og varð
búðin fljótt að miðstöð þess samfélags sem
var að myndast meðal samkynhneigðra í
hverfinu. Milk fann sinn grunn fyrir pólitísk
afskipti og réttindabaráttu í þessu samfélagi.
En hann leitaði einnig stuðnings í sínu hverfi
á breiðari forsendum, en þar bjó fólk sem
barðist í bökkum í efnahagsniðursveiflu átt-
unda áratugarins. Þannig lagði Milk áherslu á
málefni ellilífeyrisþega og atvinnulausra, sem
og menntamál. Hann stóð fyrir því að sam-
kynhneigðir í San Francisco studdu aðgerðir
verkalýðsfélags umdæmisins um að sniðganga
Coors-bjór eftir að framleiðendur neituðu að
semja við félag vörubílstjóra. Í kjölfarið opn-
aði verkalýðsfélagið dyr sínar fyrir samkyn-
hneigðum sem gátu gengið að störfum sem
vörubílstjórar án fordóma.
Barátta á landsvísu
Milk safnaði í kringum sig öflugum hópi ráð-
gjafa og aðgerðasinna, og fjallar myndin um
það samfélag af mikilli alúð. Upp úr starfi
Milks í þeim hópi spratt ákvörðun hans um að
bjóða sig fram til borgarráðs, og var sú veg-
ferð langt í frá einföld, enda tapaði hann
nokkrum sinnum áður en hann náði kjöri. Í
embætti barðist Milk m.a. fyrir því að koma í
gegn lögum sem bönnuðu húseigendum að
mismuna samkynhneigðum leigjendum. Tak-
mark Milks var jafnframt að setja mark sitt á
umræðuna um stöðu samkynhneigðra á lands-
vísu og vakti hann mikla athygli fyrir baráttu
gegn tilraunum kristinna þrýstihópa til þess
að skerða réttindi samkynhneigðra, m.a. rétt
þeirra til að kenna í grunnskóla, og stóð fyrir
því að það frumvarp var fellt. En með umfjöll-
un sinni um lífshlaup hugsjónamannsins Milks
og þá áfangasigra sem unnir voru með hans
starfi, minnir kvikmyndin áhorfendur jafn-
framt á þá hatrömmu andstæðinga sem sam-
kynhneigðir í Bandaríkjunum hafa staðið
frammi fyrir með uppsveiflu kristinna íhalds-
hópa sem gert hafa hatur og fordóma gegn
samkynhneigðum að sínu helsta pólitíska bit-
beini. heida@mbl.is
Mjólk (2008) | Gus Van Sant
MYNDIR VIKUNNAR
HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR
Hugsjónir og áfangasigrar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009
4 LesbókKVIKMYNDIR
B
andaríski leikstjórinn James Grey á áhuga-
verðan feril að baki, en þær kvikmyndir
sem hann hefur leikstýrt, þ.e. Little Od-
dessa, The Yards, We Own the
Night, og nú Two Lovers, eiga
það sammerkt að beina sjónum
að sérstæðum menning-
arkimum, nokkurs konar eyj-
um í borgarumhverfinu sem
aðskildar eru frá meg-
instraumnum og þar sem
sérstakar hefðir og lögmál
ríkja. Two Lovers sem skartar
þeim Gwyneth Paltrow og
Joaquin Phoenix í aðal-
hlutverkum, greinir sig þó frá
glæpamyndaþríeykinu sem á
undan kom enda er hér er á ferðinni rómantísk
ástarsaga. Höfundareinkenni Greys eru þó
greinilega til staðar. Yfir myndinni svíf-
ur harðneskjulegur og raunsæisleg-
ur andi en aðalpersónurnar tvær
eiga við erfið vandamál að
glíma í einkalífinu. Svo langt
er reyndar gengið í að skapa
persónum Paltrow og Phoenix
þyrnum stráða baksögu að
segja má að bæði séu þau að
niðurlotum komin þegar
myndin hefst. Gwyneth Palt-
row sýnir hér á sér einkar
sterkar hliðar og myndin öðlast
talsvarðan harmrænan þunga í
atburðanna rás.
Two Lovers | James Grey
Ást í meinum
Þ
egar ég tek rúnt um netheima undrast
ég stundum þann dugnað sem þar býr.
Það er ótrúlegur sá tími sem fólk hefur
til að halda úti metnaðarfullum vefsíð-
um; það setur inn nýjar færslur á bloggið sitt á
hverjum degi, fylgist með öllu sem aðrir setja
á netið og heldur úti almennum fróðleikssíðum
með reglulegum uppfæringum. Það er enginn
sem biður fólk um að gera þetta og ekki er
borgað fyrir þessa vinnu sem skaffar okkur
hinum ókeypis afþreyingu og því finnst mér
þetta aðdáunarvert framtak. Ég vinn fyrir
framan tölvu, eins og svo margir, en þegar
heim er komið er löngunin til að setjast aftur
fyrir framan tölvu mjög lítil, hvað þá að halda
úti heilli vefsíðu, svo ég er ánægð með að aðrir
nenni því. Annars yrði rúnturinn um netheima
líklega frekar fábreyttur.
Þegar ég heimsæki eina síðu á ég samt alltaf
sérstaklega bágt með að skilja þann tíma sem
fólk hefur til að búa til efni til að setja þar inn.
Vefsíðan víðfræga YouTube geymir alveg
ótrúlegt magn af gagnslausum heimagerðum
myndböndum, svo gagnslausum að þau ná sum
hver ekki einu sinni að vera til gagns sem
skemmtiefni.
Gagnslaust athæfi
Eitt æðið á YouTube núna er að gera mynd-
band þar sem þú sýnir 51 hlut sem má finna í
herberginu þínu eða á heimili. Einstakling-
urinn, oftast á unglingsaldri, stillir sér upp fyr-
ir framan myndavélina og dregur allskonar
hluti fyrir framan hana, þetta eru yfirleitt
hversdagslegir og ómerkilegir hlutir eins og
lyklakippur, krúsir og bækur.
Þegar ég var búin að horfa á nokkur mynd-
bönd og hneykslast á þessu gagnslausa at-
hæfi skildi ég hvað var málið með þetta æði,
myndböndin voru nefnilega skemmtilega
ólík þrátt fyrir að vera um sama efni. Ung-
mennin hafa klippt þau saman á hraðan og
fyndinn hátt sem kallast á við tónlistina und-
ir svo úr verður ágætis atriði. Viðeigandi
svipbrigði eru svo notuð með hverjum hlut,
sætur stútur settur á munninn þegar bangsi
er sýndur og fýlusvipur ef það er kennslu-
bók. Hvert vídeó segir líka heilmikið um
manneskjuna sem það gerir, enda verða
hlutir sem tengjast áhugamálinu oftast fyrir
valinu.
Áhrif HurricaneAubrey
Þó að erfitt sé að finna uppruna slíks æðis má
sjá að vídeóbloggari sem kallar sig Hurric-
aneAubrey hefur haft mikil áhrif á aðra að
gera slík myndbönd. HurricaneAubrey setti
myndbandið „51 things I found around my
house“ á YouTube fyrir þremur mánuðum og
hafa um þúsund manns svarað því myndbandi
með öðru álíka. Rúmlega ein og hálf milljón
manns hafa skoðað myndband Hurric-
aneAubrey sem er 19 ára stúlka frá Brooklyn í
New York. Hún er vinsæll vídeóbloggari sem
hefur sjálfa sig og sínar hugsanir oftast sem
umfjöllunarefni. Hún setur upp leikþætti
tengda þeim frásögnum auk þess að finna upp
á sniðugum hlutum eins og „51 things I found
around my house“ sem varð að æði á YouTube
og fékk mig til þess að hugsa um skemmt-
anagildi gagnsleysisins í netheimum.
ingveldur@mbl.is
51 hlutur í herberginu mínu
Furðulegt myndbandaæði á YouTube hefur lítið annað gagn en skemmtanagildið
NETIÐ
INGVELDUR GEIRSDÓTTIR
Myndband HurricaneAubrey er ansi sniðugt.
R
amchand Pakistani er frumraun pakist-
önsku leikstýrunnar Mehreen Jabbar
en þessi verðlaunamynd er byggð er á
sönnum atburðum. Myndin var frumsýnd í
Pakistan í fyrra en hefur síðan ferðast víða
á kvikmyndahátíðum. Ramchand Pakist-
ani gerist í Thar-eyðimörkinni sem
er við landamæri Pakistan og
Indlands og lýsir afleiðingum
þess er drengurinn Ramchand
(Syed Fazal Hussain) villist yfir landamærin
frá Pakistan til Indlands. Hann er handtek-
inn af hermönnum við landamæragæslu og
sama á við um föður hans sem heldur í leit
að syni sínum. Báðir eru þeir sakaðir um
njósnir en samskiptin milli landanna tveggja
eru spennuhlaðin og eftirköst þessarar sak-
leysislegu yfirsjónar virðast því ætla að verða
mjög afdrifarík. Mánuðir líða og móðir Ramc-
hands, Champa (Nandita Das) þarf að sjá um
sig sjálf en lífsbaráttan er henni ekki síður
erfið en feðganna. Þá reynist fangavistin
hinum unga Ramchand mikil þolraun en
framvindunni er lýst á yfirveg-
aðan og næman máta. Myndin er
gerð af litlum efnum en boð-
skapur hennar er merkilegur sem
og innsýnin sem hún veitir í menn-
ingarheim sem er okkur fjarlægur.
Myndatakan er oft og tíðum sláandi fal-
leg og þótt frásagnaraðferðin komi
e.t.v. örlítið spánskt fyrir sjónir á köflum
er þetta mynd sem full ástæða er til að
mæla með.
Ramchand Pakistani | Mehreen Jabbar
Landamæri lífs og dauða
Harvey Milk
„Með hlutverk Milks fer Sean Penn,
en óhætt er að segja að hann festi
sig hér í sessi sem einn helsti leikari
Hollywood um þessar mundir“.