Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.2009, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.2009, Page 9
Þeir verða í senn léttari með eins konar opin ljósvæn fóstur um leið og þeir geta orðið þungir sem blý af myrkri og voða. Feimna stelpan frá 1967 Verk í eigu Lista- safns Íslands. Börn og sjálfsprottin viðbrögð þeirra og hreyfingar hafa frá upphafi verið áberandi viðfangs- efni í verkum Þor- bjargar. Eftir Hannes Lárusson hanlar@ismennt.is L eikarar og söngvarar, og sennilega dansarar líka, tala oft af mikilli andakt um „hljóðfærið“ og mik- ilvægi þess að fara vel með það. Sennilega eru þeir að hlutgera og myndhverfa líkamshluta eins og raddbönd, þind, tungu, varir, kálfa og tær, ef ekki líkamann allan með öllu sem honum fylgir. Ef aftur á móti myndlistarmenn töluðu inn- blásnir um hljóðfærið sitt mætti halda að það væru tíu skítugir puttar. Í anda þessa hljóðfæris var um skeið rekinn sýningarskáli sem nefndist „Hús handanna“. Því verður heldur ekki á móti mælt að öll ósvikin list snýst um þreifingar, klíp og kitl og eftir því sem sumum finnst einmitt með skítugum puttunum. En af því að hér er um myndhverfingar að ræða gætu þessir puttar ekki síður verið mjólkurhvítir fingur rithöfundanna sem fitla blíðlega við lyklaborðin sín. Eitt er það líffæri listamanna sem þó er tungum og puttum ofar þótt í mörgum sé það blóðhlaupið og hulið gráu skýi eða ekki til staðar. Þetta er innra augað. Það gerir mönnum kleift að sjá bæði inn á við og út á við, skynja, skoða og skrá, sviðsetja manneðlið, greina tíðarandann og skyggnast inn í framtíðina. Krist- altært innra auga fangar það sem annars væri glatað og puttarnir ná ekki til. Enginn vafi er samt á því að myndlistarmenn eru, sem betur fer á heildina litið, skítugastir allra lista- manna og þeirra næst jörðinni í bók- staflegum skilningi, jarðálfarnir og svartálfarnir í ofvöxnum sköp- unarstéttum hins síðkapítalíska hug- myndakerfis. Í friði frá frekjunni Í fáum listamönnum hefur innra aug- að verið skýrara en myndhöggv- aranum Þorbjörgu Pálsdóttur. Hún fæddist 10. febrúar árið 1919 og stendur því á níræðu um þessar mundir með áratuga listferil að baki. Hún gæti því eftir aldri að dæma til- heyrt fyrstu kynslóð íslenskra mynd- listarmanna sem gat baðað sig á kerf- isbundinn hátt í ljóma „alþjóðlegra strauma“ og hafði fengið í sig „frjó- magn heimslistarinnar“. Þessi kyn- slóð, sem þarna var í fararbroddi í umbyltingu íslenskrar myndlistar upp úr miðri síðustu öld, var ekki sundurleitt samsafn sérvitringa og lausamanna, heldur meira og minna samstæð fylking listhermanna með alvæpni forma og lita og galdraþulur abstraktlistarinnar á tungubroddum. Sól heimslistarinnar hefur ávallt haft sameiningarmátt í einfaldleika sínum. Um þetta höfum við mörg síðari dæmi héðan, t.d. þegar Popp og Flux- us blés áhangendum SÚM móði í brjóst, og aftur, nokkru seinna, þegar ákafur áhugi á myndbrögðum Þjóð- verja, Ítala og Ameríkana í málverki færði mörgum nýjan málstað. Sam- tíminn er kannski enn gjöfulli á hóp- eflið þar sem hver og einn getur elt sitt sjálfsprottna leiðarhnoð í síkátum hópi menningartúrista í skemmti- garði alheimsþorpsins. Frumkraftur staðbundinnar menningar, ef hún telst þá til staðar, finnur hins vegar útrás í smásmugulegri tjáningu sund- urleitra einstaklinga. Frammi fyrir heimslistaverki dettur mönnum helst í hug að segja „fallegt“ og þeir sem lengra eru komnir „professjónal“, en verk staðbundinna listamanna þykja fremur vera, jafnvel af öðru stað- bundnu fólki, „skrýtin“ eða þá „öðru- vísi“. Þeir sem eru á vegum heimslist- arinnar eru jafnan miklir félagsmálamenn og standa oft þétt saman. Þeir staðbundnu á sínum út- kjálka eru oftast öfugsnúnir og argir og mæta ekki með glöðu geði nema á eigin fundi. Hjá heimslistamönnum koma yfirgripsmikil ytri öfl skipun á verk þeirra, hjá þeim staðbundnu er það æði ruglingsleg en einstaklings- bundin nauðsyn sem er aflvaki þeirra. En þrátt fyrir aldurinn hefur Þor- björg Pálsdóttir hvorki baðað sig í orkulindum heimslistarinnar né gerst handgengin heimatrúboði á hennar vegum. Hvernig getur þá staðið á því að engu að síður hefur hún, á undanförnum áratugum, verið einn einarðasti og næmasti listamaður á Ís- landi? Svarið er að finna í þessum smásmuglegu kenndum og sjálfsprottnu aðferðum sem sumir ein- staklingar ná að rækta með sér til þess að gera eigin stöðu skil í hæfilegum friði fyrir frekju altækra hugmynda um vist mannsins í heiminum. Ljósvæn fóstur Frá því 1967 hafa verk Þorbjargar verið auðþekkt. Þau eru ávallt af mannslíkömum í mismunandi stell- ingum, einum eða fleiri saman. Stærðin á þeim er oftast dálítið ýkt, en líta oft út fyrir að vera í réttri stærð þegar þau eru skoðuð í hæfi- legri fjarlægð. Frummyndir þessara líkama eru ýmist svartar, hvítar eða gulhvítar en sumar þeirra eru dauf- lega litaðar rauðar, bláar eða grænar, en eiga það allar sammerkt að halda upphaflegri útgeislun eftir afsteypu í brons. Efnið í frummyndunum er einskonar pulsukennd uppistaða úr hænsnavír. Vírbelgurinn er mik- ilvægasti þáttur ferlisins en þá er andi tiltekinnar stellingar hnoðaður í efnið. Framhaldsmótun verkanna miðast í aðalatriðum við að ná fram nauðsynlegum styrk og réttri áferð. Fyrst notaði Þorbjörg grisjur vættar í gifsblöndu til þess að vefja vírgrind- urnar, en svo reyndist asbest enn bet- ur og loks notaði hún pólýester sem tók öðrum efnum fram að styrkleika. Allar styttur Þorbjargar eru að mestu án eiginlegra líkamseinkenna og andlitunum er jafnan sleppt. Yf- irborið er hrátt, lifandi og létt. Áferð mótunarefnisins er aldrei leynt, vír- möskvar, gifsbindi og pólýesterklepr- ar fá sitt eðlilega lífsrými. Fyrstu líkamar hennar voru heilir og sléttir. Eftir reynslu af tærandi þunglyndi þar sem allt virtist vera að tæmast og lífsneistinn hékk á blá- þræði tóku verk hennar í afturhvarf- inu á sig auðþekkjanleg einkenni; hol- rúm í höfðum og búkum. Við þetta losna líkamarnir við allt ónauðsynlegt rúmtak fram yfir það sem þeim er nauðsynlegt til þess að standa undir eigin stellingu. Þeir verða í senn létt- ari með eins konar opin ljósvæn fóst- ur með margslungnu skuggaspili um leið og þeir geta orðið þungir sem blý af myrkri og voða. Hugtökin jákvætt og neikvætt rými í fígúratívum skúlp- túr fær hér nýtt, og í vissum skilningi bókstaflegra inntak. Styttur Þor- bjargar eru aldrei á stöllum heldur eru þær ávallt í nánu og tilgerð- arlausu sambandi við umhverfið. Sumar hallast upp að vegg, sitja, standa eða liggja milliliðalaust á gólf- inu eða jörðinni. Listfróðir menn gætu talið sig fljótt á litið finna í verkum hennar samhljóm með verkum Englendings- ins Henry Moore (f. 1898), Amerík- anans Georg Segal (f. 1926) eða Sviss- lendingsins Alberto Giacometti (f. 1901). Í verkum þessara manna eru holrúm, stellingar og hrá áferð en að öðru leyti eru þau einungis fjar- skyldir ættingjar. Ósýnilegar stellingar Þegar um er að ræða líkama sem við- fangsefni í myndlist er nærtækast að ætla að þeir byggist á líkkrufningum í anda Forn-Grikkja og endurreisnar- mannanna ítölsku að viðbættu altæku fegurðar- og jafnvægislögmáli því sem Ítalirnir kölluðu „contraposto“. En þeir sem byggja sköpun sína beint eða óbeint á þessum aðferðum lenda jafnan í vandræðum þegar kemur að því að líkamarnir eigi að tjá tiltekin hughrif eða örlög. Lausnirnar hjá listamönnum sem háðir eru þessari nákvæmniskröfu um yfirborð lík- amans eru annars vegar, eins og hjá Forn-Grikkjunum, að teygja og sveigja líkamann þannig að hann falli sem átakaminnst inn í þaulhugsaða og margreynda fegurðarhugmynd, eða hins vegar, sem er algengara, að flokka framsetningarmöguleikana niður eftir eftirspurn hugsanlegra neytenda/kaupenda á tilteknum týp- um eða manngerðum, t.d. elskendum, stríðshetjum, brautryðjendum, eða táknrænum túlkunum á manninum sem einmana veru, syndara, písl- arvotti, o.s.frv. Í þessum verkefnum verður oft að grípa til einfaldra leik- muna til þess að gera tiltekna mann- gerð trúverðuga. Mynd af sjómönn- um væri erfið aflestrar ef ekki kæmi til sjóhattur, veiðarfæri eða fiskar. Höggmyndir Þorbjargar Páls- dóttur byggjast ekki á krufningum, né manngerðarfræðum fyrir upplýsta kaupendur. Í sköpun sinni gengur hún beint til verks, rekin áfram af innri þörf og uppljómuð skýrri hug- mynd úr veruleikanum sem flestum er hulin. Skissur og módel gerir hún ekki heldur grípur strax með ákafri tilfinningu í hænsnanetið og hnoðast á því uns rétt stærð og tilfinning er í höfn. Hugur hennar er eins og ófram- kölluð filma, sem á er röð augnablika sem samt eru í eðli sínu það hverful að þau verða sjaldan gripin með raun- verulegri ljósmyndatækni né endur- tekin með sviðsettu látbragði. Í högg- myndum Þorbjargar, sem allar vísa til mannslíkamans, er með öðrum orðum að finna óvanalega heilsteypt- an samruna milli stellinga, stöðu eða hreyfinga, og hugarástands og innra lífs. Öllu sem truflar þetta samband í verkum Þorbjargar er vísað frá. Þess vegna hafnar hún af miskunnarleysi raunsærri eftirlíkingu, innri grinda- smíði, gamalgrónum fegurðarlög- málum og jafnvel viðtekinni yfir- borðsmeðferð á styttum sínum sem gætu stundum litið út fyrir að vera hamflettir og krambúleraðir líkamar. Val hennar og úrvinnsla á viðfangs- efnum á sér engar nærtækar hlið- stæður meðal íslenskra myndhöggv- ara og reyndar furðufáar meðal myndlistarmanna, þótt víðar væri leitað, sem á undanförnum áratugum hafa valið sér mannverur að mótívum. Þegar við skoðum verk hennar sjáum við kannski stelpu sitja flötum bein- um á jörðinni, strák í sandkassa, hrekkjusvín á ferð, spriklandi ung- börn á teppi, feimna stelpu sem snýr sér að vegg og vígvöll þar sem mátt- vana líkamar liggja útflattir og teygð- ir eins og límdir við jörðina. Flest viðfangsefni sem Þorbjörg tekur sér fyrir hendur eru þó úr hennar nánasta umhverfi og svo yf- irþyrmandi sjálfsögð og útfærsla þeirra svo spontant að við fyrstu sýn gætu þau virst ómarkvisst byrj- endafikt. Við nánari skoðun verður fljótlega ljóst að sú átakalausa sam- þætting innra og ytra ástands sem blasir við er sjaldgæfur árangur í list- sköpun. Um sannleiksgildi þessarar staðhæfingar kunna menn að efast, þar til þeir sjálfir hafa reynt að hneppa jafn ísmeygileg myndefni í trúverðugt form. Í verkum Þorbjargar Pálsdóttur er sjaldan að finna altækt tungutak heimslistarinnar, fremur er þar leikið á hárfín hughrif sem einungis eiga sér samastað í huga glöggs skoðanda. Augnablik innra augans Fáum listamönnum hefur tekist betur að tjá samhengi hreyfinga og innra lífs en Þorbjörgu Pálsdóttur mynd- höggvara, sem varð níræð í vikunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Myndhöggvari tekur dansinn Þorbjörg við afhjúpun á verkinu Dansleik við Perluna árið 2000. Stuðboltar V erkið Dansleikur var gert 1970 og fyrst sýnt á sýn- ingu myndhöggvara á Skólavörðuholti sama ár. Það læt- ur ekki mikið yfir sér þar sem það stendur sunnan við innganginn í Perluna á Öskjuhlíð en þar var bronsafsteypa af því sett upp árið 2000. Viðfangsefnið er samt óvanalegt og ögrandi í senn. Reyndar svo óvanalegt að það myndi aldrei hvarfla að nefnd list- unnenda að panta „dansleik“ hjá útvöldum listamanni, enda myndu fáir taka slíka pöntun alvarlega. Meiri líkur væru á að slík nefnd kæmi í kring samkeppni um brjóstmynd af Sæma Rokk, Björk eða Bubba. Það er ekki beint árennilegt verkefni að gera skúlptúr af dansleik og í skólaspeki sköpunariðn- aðarins nú um stundir teldist þessi hugmynd engan veginn góð. Fáir væru líklegri til þess að láta sér detta slíkt verk- efni í hug en Þorbjörg Páls- dóttir og enginn annar ís- lenskur myndhöggvari hefði áræði, innri þörf og þann ungæðislega fersk- leika til að framkvæma hugmyndina. Þarna eru þær þessar fjórar berskjölduðu fígúr- ur í yfirstærð, einungis tveir í hljómsveitinni og tveir í dansinum. Ekki er fullljóst hvort hér eru á ferðinni tröll, afturgöngur, geimverur, kolaðar múmí- ur frá Pompei norðursins eða gestir í Glaumbæ. Furðulegur hrunadans, nútímavikivaki, kunn- uglegir taktar og örlaga- sprikl. Flestir líkams- skúlptúrar Þorbjargar eftir 1967 fanga þessi augnablik sem allir þekkja en verða vart endurtekin eða sviðsett, augnablikin sem birta óræðan lífsneistann. Þessir mynd- glampar renna óstöðvandi framhjá, nást aldrei á filmu, eru með öllu óvéltækir, í rauninni ósýnilegir. Þeir ná að stöðvast og eignast annað líf í einstaka lista- verkum. Að Sólfari Jóns Gunnars und- anskildu er þetta verk við Perluna trúlega það listaverk á Ís- landi sem mest er ljós- myndað um þessar mundir. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009 Lesbók 9MYNDLIST Ljósmynd/Hannes Lárusson Höfundur er myndlistarmaður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.