Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.2009, Side 7
haft frumkvæði, og um það segir höf. „hér er of
djúpt í árinni tekið“ (bls. 458). Var Hans G. And-
ersen einn fremsti sérfræðingur heims í hafrétti og
hafði áhrif á þróun hans? „Það er ofsagt,“ segir höf.
(bls. 460). Um „eininguna“ segir höf. þetta á einum
stað: „Víst gátu Íslendingar staðið saman nær allir
sem einn og einróma samþykktir Alþingis um land-
helgismál 1959 og 1972 bera því vitni“ (bls. 461), og
virðist ekki þurfa miklu við það að bæta. En í fram-
haldinu notar höf. hugtakið „einingu“ í þá veru að
það merki algera samstöðu um allt, bæði um mark-
mið og leiðir og auk þess um hvern einstakan þátt í
gangi mála, og er það þá í rauninni innihaldslaust,
því slík „eining“ er tæplega nokkurs staðar fyrir
hendi þegar stóratburðir gerast, það hlýtur æv-
inlega að koma upp ágreiningur um einstök atriði
og einnig tortryggni og brigsl milli einstakra
manna. Það hefði verið til of mikils mælst að Ís-
lendingar gleymdu með öllu fyrri deilumálum sín-
um þótt þeir ættu í átökum við Breta, en það þarf
ekki að breyta neinu um almenna einingu. Um
„vondu útlendingana“ segir höf. m.a.: „Þrjóska
Breta er ýkt í endurminningunni og fulllítið gert úr
ábyrgð manna Íslands megin (bls. 463),“ og nokkru
síðar kemur svo þessi athugasemd: „Hugtakið
„þorskastríð“ gefur einmitt ranga mynd af eðli
átakanna því þau geta ekki flokkast undir hefð-
bundin stríð“ (bls. 464). En vitanlega er þetta orð
aðeins ýkjukenndur talsmáti sem hefur fyrir löngu
unnið sér sinn þegnrétt jafnt á Íslandi sem erlend-
is, oft innan gæsalappa og kannske með léttu háði,
án þess að það fari nokkru sinni milli mála hvers
eðlis atburðirnir voru. Orðið gefur ekki ranga
mynd af einu né neinu.
Ekkert af þessu er með nokkru móti hægt að
kenna við „goðsagnir“; þótt menn „taki of djúpt í
árinni“ eða eitthvað sé „ofsagt“ eða „ýkt“ verður
ekki úr því „goðsögn“, og enn síður er hægt að
herma upp á menn goðsagnasmíð með einhverjum
orðhengilshætti með almenn hugtök eða orð sem
löng hefð er fyrir og er ekki annað en merkimiði.
En á þessu öllu er önnur hlið og er þá komið aftur
að því sem sagt var hér að ofan. Þau dæmi sem höf.
tekur um „goðsagnir“ varðandi þorskastríðin eru
jafnan tekin úr ræðum og skrifum stjórnmála-
manna við einhver hátíðleg tækifæri, stundum þeg-
ar verið var að minnast einhvers afmælis atburð-
anna, úr ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta
við setningarathöfn ráðstefnu, úr ávarpi Halldórs
Ásgrímssonar utanríkisráðherra við athöfn í há-
tíðasal Háskóla Íslands til að heiðra minningu
Hans G. Andersens o.s.frv. Hér sést höf. yfir þá
augljósu staðreynd að stjórnmálamaður sem tekur
til máls við slíkar aðstæður er ekki að halda fyr-
irlestur um sagnfræði, mælskulist hans hlítir allt
öðrum reglum og verður að dæma hana hverju
sinni eftir hennar eigin forsendum en ekki eftir
einhverju sem var alls ekki á dagskrá. Eða hvað
hefðu menn sagt ef stjórnmálamaður hefði mætt á
minningarathöfn um Hans G. Andersen vopnaður í
bak og fyrir með tilvitnanir í Google Scholar
(http://scholar.google.com) og flutt um það lærða
þulu að það væru miklar ýkjur að sá hinn sami
Hans G. Andersen hefði verið einn fremsti sér-
fræðingur heims á sviði hafréttar? Þegar á þessar
tilvitnanir höf. í orðræður stjórnmálamanna er litið
verður heldur ekki séð að þær eigi neitt skylt við
það sem raunverulega er hægt að kalla „sameig-
inlegar“ endurminningar þjóðar og hinn mikli
fræðimaður Maurice Halbwachs hefur manna best
rannsakað (en í hann vitnar höf. einu sinni í neð-
anmálsgrein bls. 457), þær eru af öðrum toga og
þeirra þarf að leita mun víðar.
Allt er þetta því afskaplega valt, en það kemur
ekki í veg fyrir að höf. slái um sig í lokin með
stórum orðum, hann er að fara í krossferð, það þarf
að „gagnrýna“ og „eyðileggja“ þessar „goðsagnir“
(bls. 471), en róðurinn er þungur, því „vandinn“ er
sá að meirihluti þjóðarinnar og opinberra málsvara
hennar kýs líklega gömlu goðsagnirnar frek-
ar en nýjar niðurstöður fræðimanna, hversu
sannfærandi sem þær kunna að vera í huga
þeirra sjálfra (bls. 470). Þá er ekki annað eft-
ir en girða sig megingjörðum.
5
Þetta vildi ég draga fram, því ým-
islegt bendir til þess að umræðan um
stöðu Íslands, þjóðerni og afstöðuna
til Evrópusambandsins kunni að fara
inn á svipaðar brautir og sams konar umræð-
ur erlendis, þeir sem setji allt sitt traust á
þann Evrópu-lífs-elixir sem er nærandi og
styrkjandi, gefur hraustlegt og gott útlit,
bætir meltinguna, fylli mál sitt með gam-
alkunnum klisjum, sem eru merkingarlitlar
þegar upp er staðið. Nú má vel vera að eins
og málum er háttað eigi Íslendingar ekki
annarra kosta völ en þann að gerast aðilar að
Evrópusambandinu, það getur líka verið að
til að borga skuldirnar verði þeir að láta af
hendi fiskimið og fallvötn og kannske selja
bókasafni Harvard-háskóla handritin, því við
vitum nú að eigur ólígarkanna eru frið-
helgar, enda í skjóli á fjarlægum sólar-
ströndum, og eigur Jóns og Gunnu hrökkva
skammt, jafnvel þótt eigum barna þeirra sé
bætt við. En væntanlega er ekki til of mikils
mælst af fylgismönnum slíkrar aðildar að
þeir láti af sauðskinnskóa- og torfbæjarök-
unum, geri hlé á krossferðinni gegn „goð-
sögnum“ og fjalli í raun og veru um þá kosti
sem fyrir hendi eru. En áður en að því kem-
ur fyndist mér rétt að þeir svari fáeinum
spurningum, sem eru e.k. inngangur að öðru:
Hvernig stendur á því að þá sjaldan al-
menningur í löndum Evrópusambandsins
fær að taka afstöðu til uppvaxtar þess í þjóð-
aratkvæðagreiðslu er allt eins líklegt að
hann segi „nei“? Þetta gerðist í kosning-
unum um „Evrópustjórnarskrána“ svoköll-
uðu í Frakklandi og Hollandi fyrir fáum ár-
um og nú síðast á Írlandi. Úrslitin í
Frakklandi voru einkum athyglisverð, því
áður en gengið var til kosninga dundi slíkur
dómadagsáróður á almenningi að ég man
ekki eftir neinu slíku fyrr eða síðar, nánast
öll stjórnmálaelítan svo og flestir fjölmiðlar
lögðust á eitt að reyna að sannfæra menn um
að einungis fáráðlingar gætu tekið upp á að
segja „nei“. Þeir sem snerust gegn þessari
stjórnarskrá og færðu fram sín rök voru út-
hrópaðir sem ósannindamenn; „þeir ljúga“
stóð með flennistórum stöfum á forsíðu út-
breidds vikurits. En samt varð niðurstaðan
skýrt „nei“. Og vel að merkja: bæði Frakkar
og Hollendingar eru í hjarta Evrópusam-
bandsins, eins nálægt Brussel og hægt er að
komast ef menn eru ekki Belgar, og ættu því
að vera vel staðsettir til að þekkja af eigin
raun dýrð þess og dásemdir.
Hvers konar lýðræði er það, þegar „nei“ í
þjóðaratkvæðagreiðslu þýðir ekki „nei“ held-
ur er það einungis ávísun upp á aðra þjóð-
aratkvæðagreiðslu, menn eru semsagt látnir
kjósa aftur þangað til þeir svara „rétt“? En
þó verður að taka fram að þetta gerist ekki
alltaf, stundum eru þingmenn kallaðir saman
í kyrrþey til að samþykkja það sem almenn-
ingur er þegar búinn að hafna, og er þá
stungið undir stól þeirri reglu sem einu sinni
var talin einn af hornsteinum lýðræðis, að
því sem hefur verið ákveðið í þjóðaratkvæða-
greiðslu megi ekki breyta nema með annarri
þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig var farið að í
Frakklandi, og í sakleysi hjartans fóru menn
ekki dult með ástæðuna: ekki var hægt að
láta fara fram nýja þjóðaratkvæðagreiðslu,
því „hætta“ var á að almenningur segði aftur
„nei“. Þetta orðuðu sumir blaðamenn þannig
að „Evrópa fæddist með töngum“, og þeim
fannst það sniðugt. En tangir hafa verið
hafðar til ýmislegs brúks gegnum aldirnar.
Og næst er á dagskrá að kjósa aftur á Ír-
landi.
Hvað finnst mönnum loks um þann aug-
ljósa klofning milli stjórnmálamanna og al-
mennings sem kominn er upp víða í Evrópu
sem lýsir sér í því að þingmenn samþykkja
með miklum meirihluta og í hrifningarvímu
eitthvað sem almenningur er búinn að hafna
eða miklar líkur eru taldar á að hann myndi
hafna, ef hann væri á annað borð spurður?
Ýmsir eru farnir að hafa áhyggjur af þessu,
en þeir eru að vísu fáir. Hins vegar væri rétt
að velta því fyrir sér, hvaða miklu kostir það
eru við Evrópusambandið sem stjórn-
málamenn sjá en almenningi virðast vera
huldir.
Þegar búið er að svara þessum einföldu
spurningum verður kannske hægt að snúa
sér að aðalatriðunum.
um raunverulegu atburðum sem studd er góðum heimildum og sagnfræðingar hafa rýnt í allar götur síðan Michelet
vegar er framhaldslíf Jóhönnu í bókmenntum af ýmsu tagi, allt frá Francois Villon og Shakespeare til Anouilh, og svo í
yttum hætti því höfundarnir hafa hverju sinni mótað persónuna eftir lögmálum þess verks sem þeir voru að skapa
Erfitt er að sjá hvers vegna
það ætti endilega að vera
„goðsögn“ ef ráðamenn
þjóðar „segja söguna með
sínu lagi“ (hvað annað
ættu þeir að gera?), jafnvel
þótt þeim hætti til að
„fegra“ hana, og skyldi
maður ætla að eitthvað
meira þyrfti til svo hægt
væri að nota það orð.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009 Lesbók 7
óhannessonar fyrst tilefni
na í fjölmiðlapistli. Þar
anda Evrópumálunum í
öngu í Evrópusambandið,
llaðir í þeirri ofsafengnu
nir, of akademískir. Búið er
efni niður í tvær aumar
kkert annað er til umræðu.
mna frávarp erfiðleik-
mallar orðræðu um full-
eifar, vinstrigrænir og
aðan faðm. Ísland er ekki
rlaga og næturfunda hefur
yfir hið stærra svið: Tíma-
jum Skírni er grein sem ég
hef hvergi séð minnst á í fjölmiðlum en ætti að vera „miðlæg“ í um-
ræðunni. Hún heitir Þorskastríðin. Baráttan við erlenda fjandmenn og inn-
lendar goðsagnir og er eftir Guðna Th. Jóhannesson. Þar rekur Guðni í
sundur með afar gagnrýnum hætti helstu goðsagnir þjóðarinnar um
þorskastríðin. Þar sem ESB-andstæðingarnir nota nú téð stríð sem sósu á
sínar fullveldiskrásir er hollt að sjá það rakið skilmerkilega að flest sem
sagt er um þessa atburði virðist byggt á misskilningi, hálfsannleika eða
oftúlkun.
Mikil goðsagnasmíð fer nú fram um allt samfélagið og menn safna
vopnum fyrir hina miklu baráttu næstu mánaða. Þar vilja margir halda
völdum. Aðrir fá völd. Við hin sem viljum fá að vinna og starfa í skynsömu
þjóðfélagi réttlætis og gagnsæis þar sem vöxtur byggist á raunverulegri
verðmætasköpun en er ekki rekinn áfram af hormónum og skuldsettum
draumum verðum að reyna að takast á við þessa orrahríð með skýra sýn á
gildin. Þess vegna verður að gagnrýna orðaleppana, goðsögurnar og
þokuslungna leyndardómana. Og vera sjálfum okkur trú.“
ðsagnasmíði