Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.2009, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009 Lesbók 11
U
m síðustu jól ákvað ég að
setja saman fullkomna
blöndu af góðum mynd-
um svo ég leigði Fanny og Alex-
ander eftir Ingmar Bergman og
The Party með Peter Sellers.
Fanny og Alexander var 6 eða 8
tíma „full version“, sem hentaði
ágætlega, þannig gat ég verið að
horfa meira eða minna öll jólin.
Þessi mynd er þvílíkt meist-
araverk og ennþá skemmtilegra
að horfa á hana yfir hátíðarnar.
Sagan gerist í Svíþjóð á árunum 1907-08 og segir frá lífi
Ekdahls-fjölskyldunnar. Í myndinni er að finna þá allra
bestu veislusenu sem til er, ótrúlega flottar persónur og
vandaðan leik. Það er eitthvað við þessa mynd sem vekur
hjá manni einhverskonar nostalgíu. Ingmar Bergman var
snillingur. Legg til að Sjónvarpið sýni þessa mynd á jól-
unum kannski bara á eftir Hnotubrjótnum eða í staðinn
fyrir Sigríði Ellu og kórinn, þó það sé ekki slæmt.
Í The Party er að finna aðra mjög góða veislusenu, þar
sem Peter Sellers leikur indverskan leikara sem fyrir mis-
tök er boðið í mjög fínt boð, þar er að finna nokkrar sjúk-
lega fyndnar senur. Það er bara svo gott að fá hláturkast
– ég held það hljóti að vera heilsusamlegt. Næst ætla ég
að horfa á Vicky Cristina Barcelona frá vini mínum Woody
Allen og svo þarf ég að fara að setja saman páskapakk-
ann.
Gláparinn | Edda Björg Eyjólfsdóttir
Það er bara svo gott að fá
hláturkast - ég held það hljóti
að vera heilsusamlegt. Höfundur er leikkona.
Á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16
mætast elstu minjar um búsetu í Reykjavík
og nýjasta margmiðlunartækni.
Úrval af fallegri gjafavöru í safnbúðinni.
Opið alla daga frá kl. 10-17.
www.minjasafnreykjavikur.is/www.reykjavik871.is
ÞVERSKURÐUR: Sýning Textílfélagsins
7. febrúar-8. mars
Opið kl. 11-17 alla daga nema mánudaga
Leiðsögn á sunnudag klukkan 15.00
Ókeypis aðgangur
www.gerdarsafn.is
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
LISTASAFN KÓPAVOGS
GERÐARSAFN
LISTASAFN ÍSLANDS
Endurfundir - fornleifarannsóknir styrktar af Kristnihátíðarsjóði
Sýning fyrir alla fjölskylduna!
Leiðsögn á íslensku alla sunnudaga kl. 14
Spennandi safnbúð og kaffihúsið Kaffitár
Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17
www.thjodminjasafn.is
Söfnin í landinu
Görðum, 300 Akranes
Sími: 431 5566 / 431 1255
www.museum.is
museum@museum.is
Listasalur:
Eyjólfur Einarsson Söknuður
Bátasalur: 100 bátalíkön
Poppminjasafn: Rokk
Bíósalur: Úr safneign Listsafsnins
Opið virka daga 11.00-17.00,
helgar 13.00-17.00.
Ókeypis aðgangur.
LISTASAFN ASÍ
7. febrúar - 1. mars 2009
Þuríður Sigurðardóttir
Á milli laga
Ný málverk og verk unnin í aðra miðla
LISTAMANNASPJALL SUNNUDAGINN
22. FEBRÚAR KL. 15.00
Aðgangur ókeypis
Safnið er opið alla daga nema
mánudaga kl. 13-17
Freyjugötu 41, 101 Rvk
www.listasafnasi.is
SKART OG SKIPULAG
Danska skartgripaskrínið
Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir
Hveragerði – nýr miðbær
1. feb.- 19. apr.
OPIÐ: fim. – sun. kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
Hveragerði
NOKKRIR VINIR 13.2.–3.5. 2009
DIETER ROTH - PUZZLE Heimildarmynd Hilmars Oddssonar um
myndlistarmanninn Dieter Roth er sýnd í sal 2.
LEIÐSÖGN Sunnudag kl. 14-15
í fylgd Rakelar Pétursdóttur safnafræðings.
Hádegisleiðsögn þriðjudaga og föstudaga kl. 12.10–12.40
Safnbúð Listasafns Íslands - Gjafir listunnandans
Opið kl. 11-17 alla daga, lokað mánudaga.
Allir velkomnir! ÓKEYPIS AÐGANGUR.
www.listasafn.is
E
ftir að hafa pælt í nokkrum plötum sem
ég ætlaði að taka fyrir með ákveðnum
tónlistarmanni þá gat ég ekki gert upp á
milli þeirra. Þess vegna tek ég fyrir tónlistar-
mann og fæ því að segja aðeins meira frá
manninum á bak við meistaraverkin. James
Yancey (Jay Dee, J Dilla) stofnaði rappgrúpp-
una Slum Village ásamt skólafélögum sínum
T3 og Baatin ungur að árum í menntaskóla.
Jay Dee hafði lagði mikinn metnað í tónlistina
og eyddi öllum sínum stundum í kjallaranum
að taka upp á tapedeck, en síðar fékk hann
lánaðan sampler hjá félaga sínum Amp Fiddler.
Í kringum 1995 var Jay Dee byrjaður að vinna með ógrynni af lista-
mönnum, t.d. Janet Jackson, Pharcyde, De La Soul, Busta Rhymes, A
Tribe Called Quest, Q Tip og fleirum. En hópurinn Ummah var skráður
fyrir flestu sem stofnað var af Q Tip og Ali Shaheed úr Tribe Called
Quest. 1995 kom út platan Labcabincalifornia með Pharcyde og sá Jay
Dee mestmegnis um upptökur á henni.
Árið 1997 fékk Janet Jackson Grammy-verðlaun fyrir lagið „Got Till It́s
Gone“ sem Jay Dee tók upp. Hann var einn af stofnendum Soulquarians
ásamt Questlove, D’angelo og James Poyser. Á þeim tíma vann hann
með Erykhu Badu, Talib Kweli og Common.
Árið 2000 kom út plata með Slum Village, Fantastic Vol. 2 sem hafði
mikil áhrif á mig og er enn í dag ein af mínum uppáhaldsplötum. Hann
vann síðan með Common á plötunni Like Water for Chocolate sem er að
mínu mati ein af betri hipphopp-plötum fyrr og síðar. Ég gæti haldið
endalaust áfram. James Yancey hafði mjög mikil áhrif á mig og hann
kom með ákveðinn karakter inn í senuna.
James Yancey hafði
mjög mikil áhrif á mig og
hann kom með ákveðinn
karakter inn í senuna.
Hlustarinn | Benedikt Freyr Jónsson
Höfundur er tónlistarmaður og plötusnúður.
É
g les nú reyndar aðallega
nótur þessi dagana. En
það liggja samt nokkrar
lesnar bækur á náttborðinu;
Tanguy – Barn vorra tíma eftir
fransk/spænska skáldið Michel
del Castillo. Þar lýsir hann
bernskuárum í fangabúðum í
Frakklandi, útrýmingarbúðum í
Þýskalandi og „uppeld-
isstofnun“ í Barcelona. Ágætt
mótvægi við Woody Allen. Ólýs-
anleg grimmd andspænis von-
inni. Ótrúleg lotning fyrir valdinu andspænis frelsinu.
Minnir okkur á milljónir flóttabarna nútímans. Öll vanda-
mál verða smá í samanburðinum við það sem þessi börn
þurfa að þola.
Þegar ég horfi á bókabunkann virðist eins og ég hafi
tekið þemavikur um ástina: Enduring Love eftir Ian McEw-
an, Ástin á tímum kólerunnar og Um ástina og annan fjára
eftir Marquez. En kannski fjalla allar skáldsögur um ástina
þótt orðið rati ekki alltaf í titilinn. MacEwan og Marquez
eru náttúrlega snillingar en það liggur við að snilld McEw-
ans sé of áberandi. Maður verður jafnvel heillaðri af virtú-
ósískri frásagnartækninni en sögunni sjálfri.
En að lokum eru það Lófasögur Yasunari Kawabata sem
eru aldrei langt undan. Þar er til dæmis vasaútgáfa af
meistaraverkinu Snjóalandið, bara kjarninn í þeirri sögu.
Tær og djúpur skáldskapur.
Lesarinn | Kolbeinn Bjarnason
Öll vandamál verða smá í sam-
anburðinum við það sem þessi
börn þurfa að þola. Höfundur er tónlistarmaður