Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.2009, Side 5
frægðar og ríkidæmis; verður ástfanginn og elur
önn fyrir fjölskyldunni í gamla landinu. Ofar öllu
eru draumar hans sem rætast, þrátt fyrir allt.
Þessi hádramatísku undirstöðuatriði í bland við
dansinn, leikhúsið og tónlistina gera verkið að
ákjósanlegu viðfangsefni fyrir Beresford sem er
sagður skapa spennandi mynd sem snerti áhorf-
endur djúpt. Maós Last Dancer er byggð á sam-
nefndri ævisögu Li Cunxin og mikilli metsölubók
víða um álfur. Vandi Beresfords og handritshöf-
undarins Jans Sardi, var að finna listdansara sem
byggi yfir nauðsynlegri, tæknilegri fullkomnun,
jafnt sem heillandi viðmóti og tungumálakunn-
áttu til að geta túlkað aðalpersónuna. Chi Cao,
sem starfar við Konunglega ballettinn í Birm-
ingham, varð fyrir valinu til að fara með hlutverk
Li Cunxin eftir að hann kemst á fullorðinsárin.
Þeir sem túlka hann á yngri árum þykja standa
sig litlu síður og þó að aldursmunurinn sé mikill
skaðar hann ekki myndina, fjarri því. Þökk sé
saumlausu handriti Sardis og leikstjórn Beres-
fords. Það þarf ekki að taka fram að þáttur Chi
Caos er langstærstur og mikilvægastur – bæði
andlega og líkamlega, og hann þykir standa sig
stórfenglega.
Myndin hefst í Houston árið 1981 þegar hinn
óreyndi Li Cunxin, kemur til borgarinnar, nánast
mállaus á enska tungu, en endar sem stórstjarna
á sviðinu. Greenwood þykir hárréttur leikari til að
túlka kennarann Ben, en heimsókn hans til Kína
varð til þess að Li Cunxin fékk leyfi til að ferðast
til Houston sem skiptinemi.
Li sneri ekki aftur til formannsins, fann ástina
og frægðina og myndin þykir endursegja þetta
nútímaævintýri eftirminnilega og á metn-
aðarfullan hátt – í anda bestu verka leikstjórans.
saebjorn@heimsnet.is
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2009
5
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnú
Guðmundur G. Hagalín Hafði gaman af kvæðunum.
J
ú, ég hef gefið út tvær ljóðabækur.“
„Ha? Og ég hef ekki séð þeirra getið í
blöðunum – ekki heldur séð þær í bóka-
verslunum.“
„Nei, þetta eru ekki stórar og stásslegar
bækur í skrautbandi – þetta eru bara pésar og
heita voðalega kúnstugum og dónalegum nöfn-
um.“
„Hvað heita þær?“ gall við í Ólafi.
„Þær heita Hálfir skósólar og Spaks manns
spjarir.“
Ólafur skríkti en ég spurði:
„En hvers vegna má ekki geta um þær í
blöðunum, þó að þær heiti svona nöfnum og
séu ekki stórar?“
Nú varð Þórbergur alvarlegur. Hann brá á
loft vísifingri hægri handar og pataði með hon-
um til áherzlu orðum sínum:
„Sko, í blöðin skrifa þeir ekki um svona
kvæði, sérðu. Blöðin geta aðeins um fínar bæk-
ur og hátíðleg og hástemmd ljóð um huldu-
meyjar og ljósengla, sko, ljóð, sem rómantískir
vælukjóar yrkja. En eins og þú kannski heyrir,
eru mín ljóð skopstæling á þess háttar kveð-
skap, því að hann er mér sannur viðbjóður.“
Og Þórbergur skók sig og yggldi og hryllti sig
– eins og hann væri að velkjast í stormi og
stórsjó úti á hafi.
Ég sat hissa Ég hafði gaman af þessum
kvæðum, og ég var ekki í neinum vafa um það,
að í þessum unga málvísindamanni byggi ný-
stárlegt skáld.
Í bókinni Ilmur liðinna
daga, sem kom út 1953,
segir Guðmundur Gísla-
son Hagalín (1898-1985)
frá fyrstu kynnum af Þór-
bergi Þórðarsyni, ljóðum
hans og ljóðabókum.
Þegar Hagalín
hitti Þórberg
M
eð hverjum mánuði sem líður háma
fleiri skurðgröfur í sig strand-
lengjuna eins og banhungraðar
þórseðlur og spýta út úr sér ólífu-
og karóbatrjám, samfara því sem
malbikið teygist æ lengra út frá Kýreníu, án
þess að nokkur endir virðist á.“
Svo lýsir höfundurinn Alan Weisman, dós-
ent í blaðamennsku og suður-amerískum fræð-
um við University of Arizona, innrás mannsins
á norðurströnd Kýpur, í verki sínu Mannlausri
Veröld. Illa byggð hús muni síðan einn góðan
veðurdag víkja fyrir gróðrinum sem ruddur
var burt. Skammt frá er ferðamannahverfi
sem lokað var af í Kýpurstríðinu. Sundur-
skotin hótelin og mannlausir vegirnir grotn-
uðu undrafljótt niður, rétt eins og til að sýna
manninum hversu fljótt spor hans verða af-
máð. Þeir eru seigir karlar, tíminn og
þyngdaraflið, eins og segir í Kristnihaldinu.
Lýsingar sérfræðinga í vatnsmiðlunarkerfi
og náttúrufari Manhattaneyju benda til að
skýjakljúfarnir fengju sömu örlög
í mannlausri veröld. Innan fárra
ára myndu vatnsrör springa og
vatnselgurinn ryðjast fram um
neðanjarðarlestarkerfin, líkt og
hætta var á í kjölfar árásanna á Tví-
buraturnanna haustið 2001.
Weisman fer með lesandann í
ferðalag í yfirreið sinni um vöxt og
hnignun tegundanna í náttúru sem er
stöðugum breytingum undirorpin.
Þegar ofveiði dugar ekki til sjá eldgos og ísald-
ir um að fækka tegundunum. Það eina sem er
tryggt í henni veröld er að hún mun breytast.
Brot sem mynda heild
Þetta hljómar ekki frumlega og það var með
nokkrum fordómum sem ég hóf lestur Mann-
lausrar veraldar, um 340 síðna blöndu af um-
hverfisriti, hugrenningum og viðtalsbrotum
víða að sem mynda þó þegar upp er staðið
læsilega og samræmda heild. Þótt undirrit-
aður hafi engin tök á að sannreyna texta svo
sneisafullan af staðreyndum er augljóst að
Weisman hefur lagt á sig talsverða heimildar-
vinnu og að líkindum þegið yfirlestur og
ábendingar viðmælenda sinna, sem hver og
einn hefur sitthvað til málanna að leggja.
Kaflarnir eru 19 og fljótlesnir í lipurri þýð-
ingu Ísaks Harðarsonar. Í hverjum þeirra eru
sérfræðingar kynntir til sögunnar, gjarnan
með stuttri útlitslýsingu, en þrátt fyrir lipra og
myndríka frásögn er bókin nokkuð endurtekn-
ingasöm. Weisman treystir á formúlu og fylgir
henni eftir í trausti þess dæmið gangi upp.
Eins mótsagnakennt og það kann að
hljóma er fyrirsjáanleg uppbygging
bókarinnar jafnframt helsti styrkleiki
hennar. Ólíkt mörgum umhverfisritum sem
rekið hafa á fjörur mínar leyfir höfundur sér
að brjótast úr skýrsluforminu og höfða þannig
til breiðari hóps en gerist með svo mörg rit
fyrir þá sem koma að stefnumótun og umfjöll-
un um umhverfismál. Og endurtekningin á
leiðarstefinu, að heimurinn komist prýðilega af
án mannsins, sem geri sér ekki grein fyrir
hvaða öfl hann kunni að leysa úr læðingi með
losun gróðurhúsalofttegunda, þjónar ugglaust
þeim tilgangi sínum að sannfæra efagjarnan
lesanda um að ef til vill sé kominn tími til að
staldra við og endurhugsa framleiðslukerfin í
veröld sem að óbreyttu mun trauðla bera níu
milljarða manna um miðja þessa öld.
Kryddað með ýkjum
Ýmislegt er þó athugunarvert. Dómadags-
vangaveltur um að breytingar á loftslagi kunni
að breyta jörðinni í Venus eru ýkjur. Á vefsíðu
NASA segir að yfirborðshiti plánetunnar sé
465 gráður á Celsíus. Jarðefnaeldsneytis-
birgðir jarðar (olía, kol og gas) þyrftu að vera
margfalt, margfalt meiri svo að bruni þeirra
gæti orsakað svo stórkostlega hlýnun. Með
líku lagi beislar Weisman skáldfákinn í varn-
aðarorðum um að veröldin gæti eins og hendi
sé veifað breyst í líflausa eyðimörk. Grípum
niður í forleik bókarinnar, Apaþraut:
„En nú er svo komið að við spyrjum okkur
að því hvort við höfum óviljandi eitrað eða of-
hitað plánetuna og þar með okkur sjálf. Við
höfum einnig notað og misnotað vatn og jarð-
veg í slíkum mæli að mikið hefur gengið á
hvort tveggja, og troðið um tær þúsundum
dýrategunda sem eiga líklega ekki aftur-
kvæmt. Málsmetandi menn halda því fram að
heimur okkar geti á skammri stundu orðið að
eyðimörk, þar sem krákur og rottur skjótast
um innan um illgresið og lifa hver á annarri.“
Eins og Weisman bendir sjálfur á er gróður
jarðar furðu seigur í að endurheimta land sem
maðurinn hefur raskað. Og þótt víða gangi á
fersksvatnsbirgðir og þéttbýl veröld kalli á
nýja græna byltingu, þar sem nóg verður af
mat handa öllum, virðist þessi sviðsmynd úr
Mad Max-myndunum harla óraunhæf.
Á hinn bóginn eru fólgin óhugnaleg sann-
leikskorn í þessum setningum. Jafnvel lítil
hækkun sjávarmáls mun ógna Manhattan.
Forlagið á lof skilið fyrir að koma þessu
verki út á íslensku. Vonandi öðlast það líf í
höndum lesenda. baldura@mbl.is
Alan Weisman | Mannlaus veröld
Leiksvið hverfulleikans
Eyðilandið Mölur og ryð, eldar og ís og regn og vindar munu að endingu má út spor okkar.
BÆKUR VIKUNNAR
EFTIR BALDUR ARNARSON
Á
alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto
var frumsýnd Micmacs A Tire-Larigot,
nýjasta mynd franska leikstjórans Jean-
Pierre Jeunet. Slíkt telst til viðburða í kvik-
myndaheiminum því hann vakti heimsathygli
með fáeinum, sérstæðum myndum á 10. ára-
tugnum (Delicatessen, La cité des enfants
perdus). Micmacs A Tire-Larigot fjallar um Ba-
zil (Dany Boon), sem verður munaðarlaus í
æsku þegar faðir hans er myrtur og móðir
hans brotnar saman. Bazil vann fyrir sér í
Micmacs A Tire-Larigot (2000) | Jean-Pierre Jeunet
Drengurinn sem settist að á ruslahaugunum
Bækur
Reuters
R
ösklega fimm ár eru liðin síðan Frakkinn
Christophe Barratier frumsýndi Les chor-
istes við góðan orðstír (vann Césarinn og
hlaut tilnefningu til BAFTA- og Óskarsverð-
launanna, m.a.), og telur nú tímabært að frumsýna
nýja mynd, sem er jafnframt hans þriðja leik-
stjóraverkefni. Barratier heldur sig við tónlistina,
Faubourg ’36, er gerð í virðingarskyni við frönsku
músíkölin frá 4. og 5. áratugnum. Sögusviðið er lít-
ið söngleikjahúsið Chansonia í París sem gengur
brösuglega. Fasistar trufla reksturinn er þeir leggja
gyðinga í einelti sem vinna við sýningarnar sem
verða að halda áfram á hverju sem gengur.
Sviðsstjórinn er grunaður um morð, játning hans
er löng afturhvörf til nýárskvölds árið 1935, þegar
hann kemst að því að kona hans er honum ótrú og
glæpagengið sem ræður ríkjum í hverfinu lokar
húsinu. Myndin er forvitnileg og vel leikin en rís
e.t.v. ekki í sömu hæðir og Les Choristes, en engu
að síður hápólitísk og athyglisverð.
Faubourg 36 (2008) | Christophe Barratiers
Sýningin verður að ganga
heldur lítilfjörlegum störfum þar sem hann leið
fyrir menntunarskort, uns byssukúla hæfir hann í
heilabúið með þeim afleiðingum að hann verður
atvinnu- og heimilislaus. Hann elst upp á götunni
uns hann er tekinn í fóstur af samsafni furðu-
fugla sem búa á sorphaugunum. Innihaldið minn-
ir óneitanlega á myrk og meinfyndin fyrri verk
Jeunet og Marcs Caro, en úrvinnslan er ekki í
fyrri gæðaflokki þó að myndin sé forvitnileg og
óskandi að hún yrði tekin til sýninga hérlendis
sem fyrst.