Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.2009, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2009 Lesbók 11
LAUGARDAGUR | Þeir sem eru barnlausir
hafa það fram yfir þá sem búnir eru að
fjölga mannkyninu að þeir geta sofið út um
helgar. Og barnlausa fólkið ætti sannarlega
að njóta þess og helst sofa til hádegis,
hvort sem það þarf þess vegna skralls og
áfengisdrykkju kvöldið áður eða vegna
þess eins að það getur það.
Svo á að staulast letilega inn í eldhús.
Þeir sem hafa hugsað fram í tímann eiga
pönnukökudeig, ferska ávexti, egg og beik-
on inn í ísskáp og fá sér almennilegan morgunmat í tilefni helg-
arinnar en aðrir verða að láta sér morgunkornið nægja.
Svo tekur við að njóta alls þess sem helgin hefur upp á að
bjóða.
Óvísindaleg könnun hefur leitt í ljós að fjöldi
barnafólks eyðir helgunum í verslunarmiðstöðv-
unum með afkvæmum sínum og vilji barnlausa
fólkið forðast það er mælt með Lauga-
veginum en þar er langur laugardagur í
dag. T.d. er hægt að kíkja á kaffi
Hljómalind milli 11 og 17.30 þar sem
fornámsdeild Myndlistarskólans í
Reykjavík stendur fyrir flóamarkaði. Sé
fræðahugur í manni er hægt að kíkja í
Öskju, náttúrufræðihús HÍ, kl. 13 og
hlusta á fyrirlestur um uppruna lífs-
ins í tilefni af Darwin-dögum.
Um kvöldið er svo hægt
að kíkja á EVE fanfest í Laug-
ardalshöll og enda á tónleikum
200.000 naglbíta á Sódómu.
SUNNUDAGUR | Hafi laugardags-
kvöldið og -nóttin lukkast
nógu vel ætti barnlausa
fólkið ekki að staulast fram
úr fyrr en um nónbil. Þá á
ekki að fara úr húsi nema
til að kaupa gos og
skyndimat og loks liggja í
sófanum og horfa á gam-
anmyndir þar til Hamarinn
verður sýndur í Sjónvarpinu og Fangavaktin þar á eftir á
Stöð 2. Svo á að fara snemma að sofa svo maður verði
ferskur á mánudagsmorgninum og yfirmennirnir sjái
ekki hvers kyns vitleysu maður eyddi helginni í.
ylfa@mbl.is
HELGIN | Fyrir unga barnlausa fólkið
Róleg og góð
S
ú hefð hefur
skapast hjá
mér að hafa við
hendina á náttborðinu
þrjár tegundir bóka:
ljóðabók, skáldsögu/
ævisögu og svo bók
sem veitir manni gleði
og sáluhjálp þótt allar
bækur geti í sjálfu sér
flokkast í þann flokk. Á borðinu hjá mér
núna liggur ljóðabók Griffinskáldanna frá
síðustu bókmenntahátíð, einstaklega
vekjandi ljóð með mikla þjóðfélagslega
skírskotun. Sáluhjálparbókin mín er svo
bók Eckharts Tolle, The Power of Now,
sem á fagmannlegan hátt kennir manni
raunhæfar aðferðir til að lifa í núinu, til að
auðga skynjunarhæfileika okkar og lifa
hvert augnablik sem undur. Sú bók sem
hrífur mig þó mest um þessar mundir er
bókin Tätt intill dagarna – berättelsen om
min mor eftir sænsk-kúrdíska útvarps- og
blaðamanninn Mustafa Can, sem kom
fyrst út í Svíþjóð árið 2006. Þessi sannsögulega bók er einskonar óður um og til
móður höfundar sem var kúrdísk kona, ættuð úr tyrkneska hluta Kúrdistan. Einn-
ig má líta á bókina sem lofgjörð til allra alþýðukvenna og þeirra hljóðlátu verka.
Rekur höfundur ævi móður sinnar og fjölskyldu, allt frá því þegar fjölskyldan
flutti blásnauð úr fjallahéruðum Kúrdistan til Svíþjóðar á 8. áratug síðustu aldar.
Móðir hans hafði eignast fimmtán börn og misst sjö og lýsir hann hugarheimi
hennar og hugsunum af mikilli nærfærni og virðingu og hvernig hún lifði af með
slíkan harm í framandi menningarheimi. Hún var bæði ólæs og óskrifandi alla
ævi, þótt hún lærði að skrifa nafnið sitt til að geta kvittað fyrir barnabótunum í
Svíþjóð. Ég hef aldrei lesið jafn nána, hlýja og sérstaka lýsingu á sameiginlegum
málefnum innflytjenda allra tíma sem í þessari bók. Can nálgast viðfangsefnið
án allrar biturðar en glæðir frásögnina sjaldgæfri fegurð bæði hvað innihald og
stíl varðar, enda hefur verið sagt um höfundinn að hann skrifi fegurstu sænsku
núlifandi rithöfunda þótt hann sé ekki fæddur Svíi. Hann hefur enda fengið fjölda
viðurkenninga, m.a. sem „Årets berättare“. Þetta er einstök bók sem ég vona að
einhver íslenskuvölundur taki til þýðingar.
Lesarinn | Gróa Finnsdóttir
Ég hef aldrei lesið
jafn nána, hlýja og
sérstaka lýsingu á
sameiginlegum mál-
efnum innflytjenda.
Höfundur er bókasafnsfræðingur við Þjóðminjasafn Íslands.
E
ins og líklegast
gefur að skilja
hafa útgáfur á
vegum Borgarinnar
fengið vænan skerf
af athygli minni und-
anfarið. Ég hef hins
vegar gefið mér tíma
til að sökkva mér ör-
lítið ofan í feril
Fleetwood Mac enda hyggst ég sækja
tónleika með þeirri stórfenglegu hljóm-
sveit á Parken í Köben á næstunni. Fyrir
utan Rumours, Tusk og Fleetwood Mac,
fyrstu þrjár plöturnar eftir að Stevie og
Lindsay komu inn í hljómsveitina, verður
því miður að viðurkennast að Fleetwood
Mac er þessi týpíska „best-off“hljóm-
sveit; á mörg geðveik lög en ekkert sér-
staklega mikið af breiðskífum með sterk-
an heildarsvip. Reyndar er það ekkert
skrýtið. Ég held að hvaða tónlistarmanni
sem er myndi förlast eftir að hafa gert
plötu á borð við Rumours með kókaínið,
kynlífið og áfengið fljótandi út um öll
eyru. Ég verð hins vegar að minnast sér-
staklega á plötuna Tango in the Night þar
sem Lindsay Buckingham nær á köflum að fara á kostum, bæði í útsetningum,
gítarspili og söng.
Eitt lag, þó ekki með Fleetwood Mac, hefur síðan átt hug minn allan und-
anfarnar vikur. Ég rakst á það þegar indíbiblían Pitchfork valdi bestu lög und-
anfarins áratugar. Lagið heitir „With Every Hearbeat“ og er með sænsku popp-
gyðjunni Robyn. Ég skil hreinlega ekki af hverju ég hef ekki tamið mér þetta lag
fyrr. Ótrúlega þéttur danstaktur heltekur mann frá fyrstu mínútu og synthalín-
urnar úti um allt draga mann inn í algjöran draumheim. Söngur og texti Robyn
er einfaldur og áreynslulítill en nær léttilega að tipla á tilfinningastrengjunum.
Sem sagt, allt að því fullkomið lag.
Hlustarinn | Steinþór Helgi Arnsteinsson
Með kókaínið,
kynlífið og áfengið
fljótandi út um
öll eyru.
Höfundur er framkvæmdastjóri Borgarinnar, plötuútgáfu.
Á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16
mætast elstu minjar um búsetu í Reykjavík
og nýjasta margmiðlunartækni.
Úrval af fallegri gjafavöru í safnbúðinni.
Opið alla daga frá kl. 10-17.
www.minjasafnreykjavikur.is/www.reykjavik871.is
LISTASAFN ÍSLANDS
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Óþekkt augnablik
Greiningarsýning á ljósmyndum frá tímabilinu 1900-1960
úr Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni.
Leitað er aðstoðar safngesta við greiningu myndefnis.
Aðgangur ókeypis fyrir börn.
www.thjodminjasafn.is.
Söfnin í landinu
Sumarsýning á nýlegri íslenskri
hönnun úr safneign
Húsgagnageymsla safnsins
opin almenningi
Opið fim. til sun. kl. 13 - 17
Lyngási 7 • 210 Garðabær
sími 512 1526
www.honnunarsafn.is
Aðgangur ókeypis
LISTASAFN ASÍ
26. september til 18. október
Guðjón Ketilsson/Hlutverk
Listamannaspjall sunnudaginn
4. október kl. 15:00
Lothar Pöpperl
Opið 13-17 alla daga nema mánud.
Aðgangur ókeypis
Freyjugötu 41, 101 Rvk
www.listasafnasi.is
28. ágúst – 1. nóvember
Lífróður
– Föðurland vort hálft er hafið
4. október kl. 20
- Tríó Reykjavíkur með tónleika
Miðasala í Hafnarborg
Opið 11-17, fimmtudaga 11-21,
lokað þriðjudaga.
www.hafnarborg.is
Aðgangur ókeypis.
FALINN FJÁRSJÓÐUR: GERSEMAR Í ÞJÓÐAREIGN? 10.7. - 18.10. 2009
Sýning á verkum úr söfnum ríkisbankanna þriggja
ásamt völdum kjarna úr verkum Listasafns Íslands.
SUNNUDAGSLEIÐSÖGN - EKKI GLEYMA BENEDIKT GRÖNDAL
Steingrímur Eyfjörð myndlistarmaður og Dagný Heiðdal listfræðingur
spjalla við gesti á sýningunni.
HÁDEGISLEIÐSÖGN
þriðjudaga kl. 12.10 -12.40, föstudaga kl. 12.10-12.40
SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir
og gjafavara frá erlendum listasöfnum.
Allir velkomnir! ÓKEYPIS AÐGANGUR. www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
Sýningar opnar alla daga:
Handritin - sýning á þjóðargersemum, saga þeirra og hlutverk.
ÍSLAND::KVIKMYNDIR, 100 íslenskar kvikmyndir til að horfa á.
Að spyrja Náttúruna - dýrasafn og aðrir munir í eigu Náttúrugripasafnsins.
Þjóðskjalasafn Íslands - 90 ár í Safnahúsi. Merk skjöl úr sögu þjóðarinnar.
Gögn frá valdatíma Jörundar hundadagakonungs fyrir 200 árum.
Sýning Íslandspósts „Póst- og samgöngusaga - landpóstar, bifreiðar, skip
og flugvélar“ ásamt frímerkjasafni Árna Gústafssonar.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00 -17.00. www.thjodmenning.is
Listasafn: Flökkuæðar - Loftfar
Inga Þórey Jóhannsdóttir
Bíósalur: Verk úr safneign
Listasafns Reykjanesbæjar
Bátasafn: 100 bátalíkön
Byggðasafn: Völlurinn
Opið virka daga 11.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
VÍKINGAHEIMAR
Skipið Íslendingur og
sögusýning
- Söguleg skemmtun
VÍKINGABRAUT 1 - REYKJANESBÆ
Opið alla daga frá 11:00 til 18:00
Sími 422 2000
www.vikingaheimar.com
info@vikingaheimar.com