Morgunblaðið - 03.01.2009, Page 4

Morgunblaðið - 03.01.2009, Page 4
4|Morgunblaðið Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Bryndís Baldursdóttiríþróttamaður er nýkominfrá Ástralíu þar sem húnog maður hennar, Ásgeir Elíasson, kepptu í Ironman-keppni. Ironman er þríþraut þar sem er keppt í 3.800 metra sundi, 180 kíló- metra hjólreiðum og maraþoni sem er 42,2 kílómetrar, hverju á fætur öðru. Bryndís segir það vera misjafnt hve lengi hún sé að jafna sig eftir erf- iða keppni. „Það fer svolítið eftir því í hvernig formi maður er en oft áttar maður sig ekki á forminu fyrr en eftir keppnina. Eftir erfiða keppni finnst mér stundum sem ég sé búin að taka allt úr mér en svo vakna ég næsta dag og á helling af orku eftir,“ segir Bryndís og viðurkennir að henni hafi ekki gengið eins vel í Ironman í ár og hún var að vonast eftir en þetta er annað árið í röð sem hún tekur þátt í keppninni. „Að mörgu leyti var þessi keppni miklu erfiðari en keppnin á síðasta ári. Það hefur kannski verið vegna þess að ég reyndi að fara hrað- ar. Ég stóð mig samt prýðilega, ég á Íslandsmet í þríþrautinni því ég er sú eina sem hefur farið í keppnina og mér tókst að bæta mig síðan í fyrra. Samtals var ég rúmlega fjórtán tíma að klára keppnina núna eða 14.00.33.“ Var þung og slöpp Bryndís segist í raun ekki vita af hverju hún ákvað upphaflega að fara í Ironman. „Ég held að ég hafi ákveðið þetta þegar ég sá í fyrsta sinn fjallað um keppnina en það var árið 2005. Ég man að ég hugsaði með mér að það hlyti að vera æðislegt að vera svona manneskja sem lætur sér detta í hug að hún geti þetta. Áður en ég vissi af var ég markvisst farin að stefna á það að verða sú manneskja. Ég var samt ekki í góðu formi þegar ég byrj- aði að hlaupa. Fyrsti hlaupa-túrinn minn var 11. febrúar árið 2000 en þá fór ég út að skokka og ætlaði að ná upp einhverju þreki. Ég komst 200 metra áður en ég sprakk. Ég var í það lélegu formi að þegar ég settist á gólfið þurfti ég hjálp við að standa upp aftur. Ég var alltof þung og rosa- lega slöpp,“ segir Bryndís og við- urkennir að það sé gaman að hafa umturnað lífi sínu svona. „Ég veit það kannski betur en þeir sem hafa alltaf verið í góðu formi hvað ég græði. Ég kann að meta þetta á hverjum einasta degi en fyrst þegar fólk fór að kalla mig íþróttamann fannst mér eins og það væri alltaf verið að tala við einhvern fyrir aftan mig.“ Yfirþyrmandi tilfinning Aðspurð hvernig tilfinning það sé að ljúka svona þrekraun segir Bryn- dís að hún sé mjög yfirþyrmandi og sterk. „Í rauninni er þetta rosalega stór sigur. Það á sérstaklega við um fyrstu Ironman-keppnina mína því þá viðbeinsbrotnaði ég sjö vikum fyr- ir keppni og var ekki búin að jafna mig þegar ég fór í keppnina. Ég synti nánast bara með annarri hendinni því ég gat einungis notað vinstri handlegginn. Eftir þá keppni var sig- urtilfinningin gríðarleg og ég á örugglega aldrei eftir að upplifa ann- að eins. Þetta eru allt svakalegir íþróttamenn sem keppa í Ironman. Þegar ég keppti í fyrsta skipti stóð ég á skiptisvæðinu þar sem fólk var að klæða sig í blautbúningana og hugs- aði með mér hvað ég, litla og feita kellingin, væri að gera innan um svona flott fólk. Ég hleyp ekki á nein- um afburðatíma í þessari keppni en mér finnst voðalega gaman að horfa á fólkið sem er á eftir mér í mark og sjá að það eru ungir, hraustir og myndarlegir menn með fullt af flott- um vöðvum. Það eykur vissulega sjálfstraustið hjá manni.“ Borðar á hlaupum Bryndís viðurkennir þó að þegar hún komi í mark sé hún alveg upp- gefin. „Þegar ég kom í mark núna datt ég í fangið á einhverjum starfs- manni og missti undan mér lapp- irnar,“ segir Bryndís sem þarf að borða um leið og hún keppir, hvort sem það er í sundi, á hjóli eða á hlaupum. „Við nærum okkur á leið- inni. Stundum er talað um að þetta sé keppni í hjóli, sundi, hlaupi og nær- ingarinntöku. Ef þú nærist ekki rétt kemstu ekki alla leið. Á leiðinni drekk ég aðallega orkudrykki og orkugel en borða líka þurrkaða ávexti og banana. Það er yfirleitt þannig að þeir sem ætla hraðar borða meira af fljótandi fæði en þeir sem ætla að fara aðeins hægar borða frekar próteinstykki, smákökur, samlokur með hnetusmjöri og svo framvegis. Þegar um stórar keppnir er að ræða ákveður Bryndís það venjulega með árs fyrirvara hvort hún tekur þátt eða ekki. „Þegar ég er að æfa mig fyrir Ironman þjálfa ég um 14-20 tíma á viku þegar mest er. En til að halda mér í þjálfun og ná einhverjum árangri eða framförum æfi ég lág- mark sjö tíma á viku en yfirleitt um 9-10 tíma. Þá hleyp ég svona 40-50 kílómetra að meðaltali á viku og helst aldrei sama hringinn. Það getur verið gott að hlaupa sama hringinn einu sinni í viku í nokkrar vikur áður en maður skiptir um æfinguna en manni hættir til að staðna ef maður gerir alltaf það sama. Borða fjölbreytta fæðu Það er meira en bara þjálfunin sem þarf að huga að fyrir stórhlaup, að sögn Bryndísar. „Ég ætti að huga að því sem ég borða vikurnar áður,“ seg- ir Bryndís og hlær. „Ég sprengi mig- kannski ekkert út á frönskum kart- öflum síðustu vikur fyrir keppni en það er mismunandi hvað fólk tekur mataræðið hátíðlega. Ég reyni að hafa það fyrir reglu að borða eins fjöl- breytt og ég mögulega get og sleppa engu en mér er reyndar svolítið illa við djúpsteiktan mat og trans- fitusýrur. Ég hef einhvern veginn ekki trú á því að það geti verið neitt hollt við það,“ segir Bryndís sem er líka langhlaupari og tekur þátt í alls kyns keppni, með styttri og lengri vegalengdum. „Það er algengur mis- skilningur að últrafólki eins og mér finnist vegalengdir ekki langar. Kíló- metrinn er alveg jafnlangur fyrir mig í dag og hann var þegar ég byrjaði að hlaupa. Ég ber mjög mikla virðingu fyrir kílómetra því kílómetri er langt og 10 kílómetra hlaup er langt. Þetta er allt spurning um að vera búinn undir það sem maður ætlar að gera.“ Árangurinn er í kollinum Oft er talað um að svona mikið hlaup sé annað hvort hættulegt eða jafnvel fíkn en Bryndís er ekki sam- mála því. „Þetta er svo sannarlega ekki fíkn. Ég vakna ekki og finnst ég verða að komast út til að hreyfa mig. Ég helga mig frekar hreyfingunni en er það ekki alveg eðlilegt? Ef þú kemst að því að þú getur eitthvað sem þér hefði aldrei dottið í hug að þú hefðir neina hæfileika til, myndu þá ekki allir stunda það. Þetta er svoleið- is. Auðvitað er óhollt að fara í ein- hverja keppni, vera allan daginn að nauðast á líkamanum og hálfdrepa sig. En að mínu áliti er miklu óhollara að sitja hreyfingarlaus við tölvu heil- an dag. Það getur verið að keppnin sjálf sé ekki góð fyrir líkamann en undirbúningurinn og það sem þarf til að verða svo sterkur að maður geti þetta er ekkert nema hollt. Megnið af árangrinum býr samt í kollinum. Á hverjum degi sé ég sjálfa mig fyrir mér að ná árangri í því sem ég er að gera og jafnvel oft á dag.“ Morgunblaðið/Valdís Thor Keppnisfólk og íþróttamenn Bryndís ásamt maka sínum, Ásgeiri Elíassyni. Ironman í Frankfurt 2007 „Eftir þá keppni var sigurtilfinningin gríðarleg og ég á örugglega aldrei eftir að upplifa annað eins.“ Ber mikla virðingu fyrir kílómetranum Bryndísi Baldursdóttur hefði ekki getað órað fyrir því að sjö árum eftir að hún gafst upp eftir aðeins 200 metra hlaup myndi hún taka þátt í Ironman. Hún segist líka kunna vel að meta það í dag að vera í góðu formi þótt það hafi komið henni á óvart þegar hún var kölluð íþróttamaður í fyrsta sinn. Ironman í Ástralíu Keppendur í Ironman synda 3800 metra, hjóla 180 kíló- metra og hlaupa maraþon sem er 42,2 kílómetrar. Erfið þríþraut Bryndís hefur tvisvar sinnum tekið þátt í Ironman og hér er hún í Ironman í Frankfurt árið 2007.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.