Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 6
Liðkandi og styrkjandi æfingar Teygja Aftan á lærinu. Hægt er að nota stólinn sem hjálpartæki meðan maður gerir teygjuæfingar, annað hvort til að styðja sig við eða lyfta fótunum upp á. Dæmigerð Liðkandi æfing fyrir háls og herðar sem hægt er að gera standandi eða sitjandi, við tölvuna eða hvaðeina. Við öll einhæf störf er nauðsynlegt að losa reglulega um háls og herðar. Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Liðkandi og styrkjandi „Leikfimin miðast við þá sem eru heima á þessum tíma og áherslan því á æfingar fyrir eldra fólk. Auk þess miða ég við að hægt sé að gera leikfimina á vinnustöðum til að losa um spennu í hálsi og herðum en annars eru þetta almennt liðkandi og styrkjandi æfingar og jafnvægisæfingar. Þær hafa þróast í gegnum árin, fyrst var ég með gólfæfingar en hætti því þar sem ég fékk ábendingar um að fólki fynd- ist óþægilegt að leggjast í gólfið og rísa upp aftur. Þá einbeitti ég mér að því að hafa æfing- arnar annað hvort fyrir fólk standandi eða sitj- andi á stól og miðaði við að fólk þyrfti engan útbúnað. Það hafa ekki orðið neinar róttækar breytingar á æfingunum en maður laumar þó inn í nýjungum eins og jóga- og pilates- æfingum,“ segir Halldóra. Þörf á jafnvægishreyfingum Halldóra segir þörf fyrir hreyfingu aukast með aldrinum og að eldra fólk og krakkar í uppvexti séu þeir hópar sem þurfi hvað mest að hreyfa sig þó að það þurfi allir að gera. Með árunum eykst þörfin á jafnvægishreyfingum en fólk getur gert nánast allt þó það þurfi kannski að fara varlegar og draga úr hoppi og látum. Halldóra er íþróttafræðingur frá há- skólanum í Alberta í Kanada með sérmenntun í íþróttum fatlaðra. Þá er hún með kennslu- réttindi frá háskólanum og meistarapróf í upp- eldis- og menntunarfræðum á sviði forvarna. Morgunleikfimin hefur að svo stöddu verið lögð af en gamlir þættir eru nú endurfluttir. Morgunblaðið/Valdís Thor Hnébeygjur Styrkjandi fyrir lærin og þjálfar einnig jafnvægi. Beygið hné og mjaðmir eins og þegar maður fær sér sæti en rétt áður en maður myndi snerta stólsetu þá réttir maður úr sér aftur og heldur bakinu beinu. Eldra fólk myndi Halldóra láta sitja á stólnum og æfa sig að rísa af honum og fá sér síðan sæti. Styrkjandi Æfing fyrir kálfa og ökkla sem líka er hægt að nota sem jafnvæg- isæfingu án stuðnings við stólinn. Grunnteygjuæfing Teygja framan á lærinu. Ef við hreyfum okkur lítið hafa vöðvarnir tilhneigingu til að styttast og þess vegna þurfum við líka að gera teygjuæfingar. Halldóra Björnsdóttir sá um morgunleikfimi Ríkisútvarpsins í 21 ár, frá haustinu 1987. Leikfimin hófst árið 1957 og sá Valdimar Örnólfsson um hana fyrstu 25 árin, en þá tók Jón- ína Benediktsdóttir við í fimm ár og loks Halldóra. 6|Morgunblaðið Hafrar eru góðir fyrir líkamann jafnt að innan sem utan. Þeir inni- halda hollar fitusýrur, e- og b- vítamín auk steinefna, svo sem sinks og járns. Hafragrautur er hollur og góður en það er líka gott að setja hafra í ónýtan næl- onsokk eða annað slíkt, binda fyr- ir og setja með í baðið. Þannig verður til fleyti sem er gott fyrir húðina og viðheldur raka hennar. maria@mbl.is Hollir Hafrar eru góðir fyrir líkamann, jafnt að innan sem utan. Hafra í baðið n Getur þú ekki viðhaldið eðlilegri þyngd, þrátt fyrir mikinn vilja? n Ert þú með mat og þyngd á heilanum? n Þá gætir þú átt við matarfíkn og/eða átröskun að stríða. Námskeið í janúar: Laugardagana 10. og 17. janúar Að komast í fráhald: Fyrsti dagur í „fráhaldi“ - meðferðarmappa afhent - farið yfir matardagskrá – matreiðslunámskeið. Einstaklingsmiðuð meðferð hjá MFM miðstöðinni innifelur: • Fræðslu um matarfíkn og átraskanir, orsakir og afleiðingar. • Stuðning í hópi og/eða einkaviðtölum. • Leiðbeiningu og kynningu á leiðum til bata, m.a. 12 spora bataleiðinni. • Matreiðslunámskeið; lært að elda fyrir nýjan lífstíl Brautarholti 8, 105, Rvk Sími 568 3868 www.matarfikn.is Hjá MFM miðstöðinni færð þú: Greiningu, fræðslu, ráðgjöf, einstaklingsmiðaða meðferð og stuðning. Nokkur orð frá skjólstæðingum MFM miðstöðvarinnar: „Lífið snýst ekki lengur um mat og megranir“. „Ég finn ekki fyrir löngun í dag en var gagntekin af henni áður en ég byrjaði“. „Mér hefur aldrei liðið svona vel í líkamanum og líka andlega“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.