Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 8
8|Morgunblaðið Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Við byrjuðum báðar að starfa semdagmæður fyrir um ári og störf-uðum saman í um tvo mánuði.Tobba er í leyfi eins og stendur en mun síðan snúa aftur til starfa. Ég er með fjögur börn í minni umsjá, tvær undir eins árs og tvær rúmlega átján mánaða. Við Tobba höfum alltaf verið spenntar fyrir hollu mat- aræði en ekki verið nógu duglegar að tileinka okkur það. Þegar við gerðumst dagmömmur ákváðum við að taka af skarið og stefndum að því að gefa börnunum hvorki unnar kjöt- né fiskvörur, msg eða sætuefni. Í þessu urðum við síðan enn ákveðnari eftir að hafa sótt námskeið hjá Ebbu Guðnýju Guðmunds- dóttur. Mest unna kjötvaran sem við notum er hakk og þá reynum við að vanda valið og kaupa það úr góðu hráefni. Síðan notum við frekar spelt heldur en hvítt hveiti, speltpasta og engan hvítan sykur. Ef valið stendur á milli íslenskra eða erlendra vara, til dæmis grænmetis, þá kaupum við líka frekar ís- lenskt. Við reynum líka að baka eða bjóða börnunum hollt brauð og baka síðan eitthvað aðeins sætara einu sinni í viku. Eins og stend- ur ræktum við ekki grænmeti en langar til að rækta kryddjurtir í glugganum einn daginn. Þetta holla mataræði hefur mælst vel fyrir og nú höfum við einnig tekið upp slíkt mataræði heima fyrir,“ segir Bjarney um þær sam- starfskonurnar. Ferskara hráefni Bjarney segir þær halda að miklu betra sé fyrir börnin að venjast slíku mataræði strax frá byrjun, en athyglisvert sé að á Suð- urnesjum séu margar dagmæður á þessari sömu línu. Vissulega sé aðeins dýrara að kaupa íslenskt grænmeti en þeim finnist það vera þess virði þar sem það sé ferskara og þær viti frekar hvers lags hráefni þær séu með í höndunum. Upp og ofan sé hvort börnin borði sama fæði heima við en foreldrarnir séu almennt ánægðir með hvað þau borði hollt hjá sér. Maturinn er að hluta til maukaður og yf- irleitt alltaf fyrir yngri börnin. Grænmeti og kartöflur er þá maukað saman og fiskur eða kjöt sett út í það í smærri bitum. Bjarney gef- ur börnunum fisk tvisvar í viku svo og kjöt og síðan yfirleitt eitthvað léttara á föstudögum. Á milli mála fá börnin síðan ávexti, bæði á morgnana og í kaffitímanum. Iða og smjatta „Flest börnin borða allt og virðast vera með matarást á okkur miðað við að foreldr- arnir segja þau vera farin að iða og gefa frá sér smjatthljóð í bílnum eða vagninum á leið- inni til okkar sem eru sannarlega góð með- mæli. Ég held að þetta mataræði hafi góð áhrif á hegðun barnanna, í það minnsta eru þau frekar róleg og við sjáum á okkar eigin börnum að þau hafa orðið rólegri þó að þau séu kannski ekkert stilltari,“ segir Bjarney í léttum dúr. Spínatmauk úr bók Ebbu Guðnýjar 1 msk. smör ½ bolli af blaðlauk eða um það bil 1 blað- laukur (hreinsaður og skorinn í bita, aðeins hvíti hlutinn notaður) 1 sæt kartafla, þvegin, flysjuð og skorin í bita ½ bolli af frosnum baunum ½ bolli eða um 100 g spínat Aðferð: Blaðlaukurinn mýktur í smjörinu, setjið kartöflurnar í ásamt vatni og sjóðið í þrjár mínútur. Setjið restina af grænmetinu í og sjóðið í 8 mínútur. Maukið ef vill, einfalt og fljótlegt. Ferskt og hollt fyrir börnin Morgunblaðið/RAX Matgæðingar Bjarney S. Grímsdóttir segir börnin iða og smjatta á leið í gæslu til sín og Þorgerðar. Börnin sem dvelja hjá Bjarn- eyju S. Grímsdóttur og Þor- gerði Pétursdóttur, Tobbu, dagmæðrum í Reykjanesbæ, hafa á þeim matarást enda leggja þær sig fram um að gefa þeim hollan og lífrænan mat eins og kostur er. Ómissandi Góðan og uppbyggilega morgunmat má ekki vanta. Bætt heilsa í litlum skrefum Oftar en ekki lofar fólk sjálfu sér bót og betrun þegar kemur að hreyfingu og mataræði á nýju ári. Það getur sannarlega verið ágætt að nota tækifærið til að taka heilsuna í gegn á nýju ári þótt auðvitað sé best að hlúa að henni reglulega allt árið um kring. Það þarf ekki endilega róttækar breytingar til heldur frekar að taka nokkur lítil skref í átt að betra og heilsusamlegra lífi. Morgunmaturinn Það er ekki nokkurt vit í því að fara út í daginn með ekkert í maganum og það vitum við öll. Ef þú hefur lítinn tíma á morgnana skaltu passa að eiga alltaf jóg- úrt í ísskápnum sem þú getur gripið með þér. Hafra- grauturinn er alltaf góður og fyllir upp í magann og góð skeið af lýsi með hristingi úr ávöxtum og jógúrt eða djús er líka góð byrjun á deginum. Hreyfing Öll hreyfing hefur sitt að segja, sama hvort það er að fara út að labba góðan hring, synda nokkrar ferðir eða fara í líkamsræktarstöð, dans eða aðrar íþróttir. Notaðu stigann en ekki lyftuna eins og þú getur og skildu bílinn eftir heima í styttri ferðum. Maður venur sig ótrúlega á að nota bílinn en stundum er alveg eins gott að ganga og þá er ekkert stress við að finna stæði! Snarlið Það getur verið algjörlega ómótstæðilegt að fá sér snakk eða sælgæti þegar maður situr þreyttur fyrir framan sjónvarpið. Reyndu að snúa vananum við og byrjaðu til dæmis á að fá þér popp í staðinn fyrir snakk og hnetur eða ávexti í staðinn fyrir sælgætið. Auðvitað er eðlilegt að fá sér stundum sælgæti en því meira sem maður venur sig af þeim leiða vana því minna virðist mann langa í það. maria@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.