Morgunblaðið - 03.01.2009, Side 14
14|Morgunblaðið
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@mbl.is
Árangur þeirra sem fara íoffitumeðferð á Reykja-lundi er í flestum tilfellumgóður en þó eru ekki allir
sem fara í hjáveituaðgerð að með-
ferð lokinni. Ludvig Guðmundsson,
yfirlæknir næringar- og offitusviðs
við Reykjalund, segir að meðferðin
á Reykjalundi sé byggð upp án til-
lits til aðgerðarinnar. „Raunin er sú
að stór hluti fólks sem fer í meðferð-
ina fer jafnframt í aðgerð og sá ár-
angur er mjög góður. Síðan er hóp-
ur sem fer í meðferð en fer ekki í
aðgerð. Það má segja að þeir sem
ekki fara í aðgerð skiptast í tvennt;
annars vegar þeir sem hafa ekki
getað nýtt sér það sem við erum að
boða og þar af leiðandi ekki náð ár-
angri og svo hinir sem hafa náð það
góðum árangri að þeir hafa jafnvel
hætt við að fara í aðgerð. Það er
hópur sem er að skila mjög góðum
árangri.“
Atferlismótandi meðferð
Ludvig talar um að meðferðin á
Reykjalundi sé atferlismótandi með-
ferð. „Við reynum að hjálpa fólki að
koma góðum skikk á sína lífsháttu
með því að skipuleggja þætti eins og
hreyfingu og næringu. Í mjög mörg-
um tilvikum þarf líka að fjalla um
ýmislegt annað til að þetta gangi
upp; andlega líðan, þekkingu, fé-
lagslegar aðstæður og ýmislegt ann-
að sem er gert í hópastarfi og ein-
staklingsstarfi. Meðferðin er
skipulögð sem kaflaskipt langtíma-
meðferð. Eftir að við höfum hitt fólk
í fyrsta skipti setjum við upp dag-
skrá sem þarf að fylgja heima og við
gefum fólki ýmsar leiðbeiningar um
skipulag á máltíðum, hvað á að
borða mikið og skipulag á hreyf-
ingu. Þegar þetta er komið vel á veg
tekur við hópameðferð á Reykja-
lundi en við tökum yfirleitt um átta
manns saman í hóp. Það tekur fimm
vikur en þá eru þrír hálfir dagar í
viku sem eru skipulagðir með
fræðslu, stuðningsmeðferð, mikilli
þjálfun, eldamennsku og fleira
þannig. Svo gefum við hálfs árs hlé
og þá koma hóparnir aftur í þrjár
vikur og eins eru það þrír dagar í
viku. Þar er fólki kennt allt sem
tengist heilbrigðu líferni, þetta er
ekki hugsað sem kúr eða átak held-
ur breyting sem á að vara því það er
eina leiðin til að árangur endist.“
Eftirfylgd í tvö ár
Ludvig segir að í raun sé unnið
með fólk í rúmlega þrjú ár samtals
því eftir meðferðina á göngudeild-
inni sé fylgst með hópnum í tvö ár.
„Hóparnir koma í heimsókn til okk-
ar sex sinnum á næstu tveimur ár-
um þar sem við fylgjumst með
hvernig þeim gengur, hvort sem
fólk hefur farið í aðgerð eða ekki.
Við sleppum sem sagt ekki af þeim
hendinni fyrr en eftir það. Við bjóð-
um upp á aukastuðning þar fyrir ut-
an ef þess er þörf,“ segir Ludvig og
viðurkennir að það sé þó nokkuð um
að fólk hætti í meðferðinni. „Margir
sem byrja á göngudeild eru greini-
lega ekki tilbúnir til að takast á við
málin og þá verður ekkert úr neinu.
Við reynum að hjálpa þeim og at-
huga hvað það er sem truflar þá í að
ná árangri. Sumir eru bara ekki til-
búnir að gefa okkur kost á að hjálpa
sér og þá kemst það ekkert lengra.
Það sem getur truflað fólk í að ná
árangri er oftast í kollinum á þeim,
lífsskoðanir, andleg vanlíðan og ým-
islegt fleira.“
Aukin eftirspurn
Það eru um 100 nýir sjúklingar á
ári sem fara í gegnum meðferð á
göngudeildinni. „Um 80 prósent af
þeim fara í hjáveituaðgerð. Við er-
um eingöngu að fást við fólk sem er
með alvarlega offitu og það hefur
verið aukin eftirspurn undanfarin
ár. Öll okkar plön hafa hrunið því
við gerðum ekki ráð fyrir því að fá
eins mikið aðstreymi og er. Það er
því næstum ársbið eftir því að kom-
ast að og biðtíminn á eftir að lengj-
ast enn meira vegna mikillar eft-
irspurnar. Þegar ég gerði áætlanir
fyrir árið 2008 bjóst ég við að það
myndu berast hingað um 180-200
beiðnir á ári sem ég reyndar byggði
ekki á neinu öðru en óljósri tilfinn-
ingu því það vantar alla tölfræði um
hvað það eru margir í þessum spor-
um á Íslandi. En þróunin síðustu ár
er samt þannig að árið 2005 og 2006
komu hingað um 170-180 beiðnir
hvort árið. Árið 2007 voru beiðn-
irnar 260 og árið 2008 voru þær yfir
300.“
Nauðsynleg hjálp
Spurður af hverju aðsóknin sé sí-
fellt að aukast segir Ludvig að
ástæðan fyrir því að fólk sé alltaf að
fitna sé flókið samspil, bæði á sam-
félagslegum grunni og einstaklings-
legum grunni. „Þegar þróunin fyrir
samfélagið í heild er skoðuð þá eru
mjög breyttar forsendur í lífi fólks
og allar aðstæður hafa gert það að
verkum að næringarþörf og orku-
þörf fólks í daglegu lífi hefur minnk-
að snarlega. Orkuþörf meðalkarl-
manns hefur sennilega minnkað um
800-1000 hitaeiningar yfir daginn á
síðustu 30-40 árum af því að við
hreyfum okkur minna og öll störf
eru léttari. Á sama tíma höfum við
aðgang að meiri næringu en nokkru
sinni áður. Það eru þessi tvö atriði
sem vega þyngst en svo er það líka
spurning um menningu og að maður
hafi vanist því að borða ákveðið
magn af mat og ákveðna tegund af
mat sem miðaðist við gömlu þarf-
irnar. Svo erum við með breyttar
þarfir og þá verður útkoman sú að
fólk fitnar,“ segir Ludvig en tekur
fram að meðferðin á Reykjalundi sé
bara til að bjarga þeim sem komið
er í óefni fyrir. „Ef það á virkilega
að taka á þessu vandamáli sem þjóð-
félagslegu vandamáli þá þarf að
vinna það á allt öðrum vettvangi. En
það er hins vegar nauðsynlegt að
hjálpa einstaklingum sem eru svona
staddir, annars kaffærist heilbrigð-
iskerfið því offita er áhættuþáttur
fyrir marga sjúkdóma. Það var gerð
heilsuhagfræðileg úttekt á þessu
fyrir nokkrum árum og samkvæmt
henni er meðferðin á Reykjalundi
búin að borga sig upp á átta árum í
minnkuðum heilbrigðiskostnaði og
minni veikindafjarvistum. Það eru
ekki margar meðferðir sem geta
sýnt fram á slíkt.“
Morgunblaðið/RAX
Reykjalundur Á Reykjalundi er hægt að fara í offitumeðferð en eingöngu þeir sem eru með alvarlega offitu geta sótt um að komast að.
Aukin aðsókn að offitumeðferð
Ludvig Guðmundsson: „Við reynum að hjálpa fólki að koma góðum skikk á
sína lífsháttu með því að skipuleggja þætti eins og hreyfingu og næringu.“
Það er sífellt meiri aðsókn að offitumeðferð á
Reykjalundi þó ekki kjósi allir að fara í hjá-
veituaðgerð. Það voru yfir 300 beiðnir um
meðferð sem bárust Reykjalundi árið 2008 og
ekkert lát virðist á.
• Vorönn hefst miðvikudaginn 7. janúar
• Morguntímar og síðdegistímar
• Jóga fyrir börn með AD/HD
Skráning og nánari upplýsingar:
www.kristinsjofn.is og GSM 899-7809.
Jóga með Kristínu Sjöfn
í Rósinni
Næringarsetrið er fyrirtæki fjögurra næringarfræðinga sem býður
upp á faglega ráðgjöf og fræðslu um mataræði og heilbrigðan
lífsstíl:
-Fyrir einstaklinga
-Fyrir hópa, fyrirtæki og starfsmannafélög
http://www.naeringarsetrid.is/, Sími: 6916636, Email: naering@naeringarsetrid.is
Næringarsetrið ehf.