Morgunblaðið - 03.01.2009, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.01.2009, Qupperneq 18
18|Morgunblaðið Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Boltinn fór að rúlla þegarég fór til heilpraktikersog byrjaði að lesa mérmikið til um unninn mat. Þá sá ég og fann að mér leið ekki vel af hvítu hveiti og hrísgrjónum, mjólk, sykri og djúpsteiktum mat. Þegar ég eignaðist stelpuna mína, sem er orðin sex ára, varð ég mjög upptekin af hollara mataræði og vildi venja hana á hollan og nær- ingarríkan mat strax í barnæsku. Ég skrifaði hjá mér sniðugar upp- skriftir af því sem ég gaf dóttur minni og varð smám saman færari í að gera hollan mat þar sem ég var alltaf í eldhúsinu að prófa. Það endaði síðan með því að ég gaf út bókina Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? þar sem finna má fróðleik og uppskriftir sem sumar hverjar henta allri fjölskyldunni,“ segir Ebba Guðný.“ Gróft korn bragðbetra Í dag borðar Ebba Guðný mikið af gróft möluðu spelti og pasta úr því, grauta eins og kínóa-, hafra- og grjónagraut úr hýðishrís- grjónum og mikið af grænmeti, en hún gerir oft grænmetissúpur og pottrétti. Mikið salat er líka á mat- seðlinum og þær mjólkurvörur sem hún borðar eru lífrænar og sykr- inum skipt út fyrir agave-síróp. Hún vill þó taka það fram að hún sé ekki fullkomin hvað þetta varð- ar og borði stundum sælgæti og annað slíkt, en í heild reyni hún dags daglega að borða hollan mat enda sé hann svo góður. „Grófa kornið finnst mér bragðbetra og bragðmeira, vöfflur baka ég til dæmis úr spelti og enginn kvartar undan því. Það hefur alltaf gengið mjög vel að gefa dóttur minni þennan mat og til að byrja með borða börnin líka svo lítið að mað- ur æfist í rólegheitum að útbúa matinn fyrir þau. Síðan er líka mikilvægt að muna að við menn- irnir erum órjúfanlegur partur af náttúrunni og jörðinni hvað varðar fæðu, því er mikilvægt að fara vel með jörðina og nota frekar vist- væn hreinsiefni því þetta endar, má segja, allt í brokkólíinu þínu,“ segir Ebba Guðný. Fólk glatt og hissa Í bókinni er útskýrt hvernig meðhöndla skuli ávexti og græn- meti, hvar það geymist best, hvernig það eigi að líta út ferskast og hvort sé betra að flysja vissar tegundir eður ei. Samhliða bókinni hefur Ebba Guðný haldið nám- skeið með sama nafni þar sem hún fjallar um næringarefni og gefur fólki góð ráð hvað varðar mat- aræði yngri og eldri barna auk þess sem fólk fær að smakka mis- munandi grauta og grænmet- issúpur svo fátt eitt sé nefnt. „Það er mjög skemmtilegt að halda námskeiðin því fólk verður svo glatt og hissa á því hvað þessi matur er í raun góður. Ég hef haldið námskeið fyrir hópa og ein- staklinga en einnig fyrir mömmu- morgna og aðra slíka hópa,“ segir Ebba Guðný. Innleitt í grunnskóla Dóttir Ebbu Guðnýjar er nú byrjuð í grunnskóla og móðir hennar segist vera ánægð með að þar er salatbar og stundum græn- metisréttir í boði í mötuneytinu. Mikill áhugi sé á að innleiða enn frekar hollan mat í mötuneyti skól- ans og segir Ebba Guðný að gott væri að meiri vakning yrði í þess- um málum í grunnskólunum. Á leikskólunum sé staðan í raun betri því þar hafi orðið hug- arfarsbreyting síðastliðin ár og nú víða hætt að nota msg í mat- reiðslu og hvítu korni og pasta sleppt. Það hái vissulega skól- unum að þar er eldað fyrir mun fleiri börn og oft sé eldunar- aðstaða lítil sem engin, sem von- andi verði hægt að ráða bót á til að hægt sé að elda mat frá grunni. „Ég er ekki hlynnt því að tala um fitu í nálægð við krakka en það er staðreynd að offita eykst, sem er áhyggjuefni. Í því samhengi má benda á að ef krakkar borða brauð úr grófu korni og hýðishrísgrjónagraut og slíkt þá borða þau minna þar sem þetta eru ekki innantómar hita- einingar. Líkaminn er nefnilega svo sniðugur að hann gefur ákveðin skilaboð þegar hann er mettur af vítamínum og næringu um að hann vilji ekki meir. Það þarf ekki endilega að vera dýrara að kaupa hollari mat því ég held að fólk nýti hann betur auk þess sem margur óþarfi dettur út í staðinn og fólk borðar í raun minna,“ segir Ebba Guðný. Gulróta- og eplasúpa ljúffeng og dásamlega fljótleg ½ msk kókosolía ½ blaðlaukur Hnífsoddur engiferduft (má sleppa) 5 gulrætur 1 epli ½ lítri vatn 1 ger- og msg-laus grænmetis- teningur Aðferð: Blaðlaukurinn steiktur í kókosolíunni með engiferduftinu í smástund, passið að steikja á lágum hita svo hann mýkist en brenni ekki. Á meðan eru gulræt- urnar þvegnar og hreinsaðar ef ljótar og eplið þvegið og afhýtt. Allt skorið smátt og hent út í sem og vatni og teningi. Látið sjóða í 10-15 mínútur. Sveskjur með epli og peru 1 epli, þvegið, afhýtt og kjarn- hreinsað 1 pera, þvegin, afhýdd og kjarn- hreinsuð 2 lífrænar sveskjur ¼ bolli af hreinum eplasafa Aðferð: Sjóðið sveskjurnar í eplasafanum í um það bil þrjár mínútur. Setjið eplið og peruna út í og sjóðið í um eina mínútu í viðbót. Maukið allt saman. Mauk- ið má frysta en það geymist í kæli í um tvo daga og frysti í um tvo mánuði. Hér má líka alveg nota tvö epli eða tvær perur. Passar vel saman við graut og einnig saman við hreina lífræna jógúrt. Munið að setja ávallt 1-2 tsk af kaldpressaðri olíu út í maukið fyrir barnið ykkar. Linsu- og grænmetissúpa 1 msk lífræn kaldpressuð kók- osolía 1 rauðlaukur 1 slétt msk paprikukrydd 2 lárviðarlauf 2 hvítlauksrif 2 ½ dl rauðar linsubaunir, skol- aðar undir köldu vatni í sigti 3 gulrætur 1 rauð paprika ½ sæt kartafla 2 kartöflur (mega líka vera rófur) 1 lítri vatn 1 dós (um 400 g) niðursoðnir tómatar 3 lífrænir og gerlausir græn- metisteningar Aðferð: Laukur, hvítlaukur, krydd og lárviðarlauf mýkt í olí- u-nni í um 10 mínútur við lágan hita. Linsunum bætt út í og öllu grænmetinu. Mýkt í dálitla stund. Þá er vatni og tómötum bætt út í sem og grænmetisten- ingi. Suðan látin koma upp og þá er hitinn lækkaður og allt látið malla í um 20 mínútur. Grófmeti fyllir betur í magann Morgunblaðið/Golli Gefur góð ráð Ebba Guðný Guðmundsdóttir segir mikilvægt að venja börnin snemma við hollustu. Upp úr tvítugu fann Ebba Guðný Guð- mundsdóttir að hún var ekki jafnheilsuhraust og hún hafði verið, varð oftar illt í maganum og lasin. Í framhaldi af því fór hún að skoða mat- aræði sitt betur og komst að því að hún þoldi illa ýmsa fæðu. YOGA •YOGA • YOGA - RÉTT SLÖKUN losar um spennu í vöðvum, róar og kyrrir hugann. - LÍKAMLEG ÁREYNSLA Í ÆFINGUM. Þá styrkjum við vöðva, liðbönd, liðamót, mýkjum hrygginn og örvum blóðrás. - RÉTT ÖNDUN þýðir að anda djúpt og vel. - RÉTT FÆÐI sem stjórnast af hófsemi og fjölbreytni. - JÁKVÆTT HUGARFAR. Að beina huganum jákvætt að verkefnum dagsins strax að morgni. Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar. YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, sími 588 5711 og 694 6103 www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is Sértímar fyrir: barnshafandi konur og byrjendur, einnig sértímar fyrir lengra komna. Ný og betri Bjargey Aðalsteinsdóttir íþrótta- fræðingur talar um hvað við getum gert til að bæta heilsuna og auka vellíðan. Aukum hamingju okkar Fjölmiðlakonan Sirrý ræðir um sjálfstraust á erfiðum tímum. Hafðu það gott Opinn kvennafyrirlestur á Hótel Sögu (Salur: Harvard II) Laugardaginn 24. janúar kl. 10-13 (mæting 09:45) Morgunstund gefu gull í mund. Fyrirlestrar, uppákomur, dans og gleði. Verð: 4.500 kr. Afsláttarverð: 3.900 kr. ef greitt er 3 dögum fyrirfram. Skráning og nánari upplýsingar á www.sirry.is Allir velkomnir. Á næstunni,,Hafðu það gott” áReykjanesi, Akureyri,Vestmanneyjumog víðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.