Morgunblaðið - 03.01.2009, Síða 20
20|Morgunblaðið
Stress gerir engum gott en margir
þjást af því þegar vinna og einkalíf
taka sinn toll í amstri dagsins.
Mikilvægt er að reyna að draga
sem mest úr stressi og er það hægt
með ýmsum ráðum.
Eðlilegar tilfinningar
Sættu þig við tilfinningar þínar,
það er ósköp eðlilegt að finna fyrir
reiði, sorg og trega öðru hvoru.
Taktu þér tíma í að losa um þær
tilfinningar og ekki byrgja þær
inni. Gráttu eins og þú þarft og
talaðu við vini þína og þína nán-
ustu, sumum finnst líka gott að
skrifa niður tilfinningar sínar.
Jákvæðni og bjartsýni
Reyndu eins og þú getur að við-
halda jákvæðu viðhorfi. Það getur
haft mikið að segja í stressandi að-
stæðum og þarf ekki að þýða að
viðkomandi sé í afneitun heldur
miklu frekar að auka von. Já-
kvæðni hefur líka góð áhrif á
sjálfsálitið sem er gott í erfiðum
aðstæðum. Til að halda í bjartsýn-
ina er líka mikilvægt að forðast
sjálfsgagnrýni, vera stoltur af
gjörðum sínum og reyna að sjá
spaugilegu hliðina á þessu öllu
saman.
Öflugt félagslíf
Komdu þér upp öflugu félagslífi
og mundu eftir mikilvægi þess að
halda góðu sambandi við vini og
fjölskyldu. Ánægjulegar sam-
verustundir með góðu fólki sem
maður þekkir vel hafa mikið að
segja, draga úr einmanaleika og
leiða og þannig um leið úr stressi.
maria@mbl.is
Ærandi Stress er bæði óhollt og leiðinlegt fyrir alla.
Jákvæðni mikilvæg
ínbomba sem gefur gott í kroppinn.
Einnig fæ ég mér te, ristað gulrót-
arbrauð (úr Yggdrasli, rosalega gott)
með ólífuolíu (extra) og tóm-
atsneiðum og linsoðið egg (brúnt).“
Í vinnunni
„Kem til vinnu kl. 8.30 og þá fæ ég
mér fyrsta kaffibolla dagsins, að
þessu sinni var hann með lítilli gusu
af flóaðri mjólk (vil alls ekki of mikla
mjólk, þá sjaldan ég fæ mér heita
mjólk í kaffið). Um 9.30 lauma ég
mér í ísskápinn í vinnunni og fæ mér
bita úr ferskum ávöxtum; ananas,
melónu og appelsínu. Um 10.30 er
það annar kaffibolli. Nú einfaldur
espresso. Svo heppilega vill til að í
vinnunni er ansi góð espressovél. Líf-
ið er of stutt fyrir vont kaffi.
Öðru hvoru er það svo vatnsglas,
helst kolsýrt.“
Í hádeginu og seinnipart
„Kom við í Heilsuhúsinu, skellti í
mig einni kjúklingarúllu, drakk vatn
með og gekk út með boozt (soja-
mjólk, skógarber, prótein og fleira.)
Líklega urðu espressóbollar alls þrír
eftir hádegi, einfaldur í hvert skipti.
Seinnipartinn var komin þessi líka
fína súkkulaðikaka í kaffistofuna.
Svona alvöru, frönsk og súkku-
laðimikil. Þeyttur rjómi með, ekki
verra! Ég elska súkkulaði, en þó að-
eins dökkt.“
Kvöldmaturinn
„Í kvöldmatinn voru kjúklinga-
bringur að austurlenskum hætti með
rauðlauk, heilum hvítlauk, heilum
engifer, chilí, sítrónugrasi, kórían-
der, basilíku, límónuberki og -safa,
ólífuolíu og kóríanderfræjum sem
mulin voru í mortéli. Eldað með
ýmsu góðu kryddi, svo sem kúmíni,
kardimommum, tamaríni, muldum
pipar og einni dós af kókosmjólk.
Með þessu er borið fram dýrindis sal-
at og hýðishrísgrjón. Í salatinu var
meðal annars eikarlauf, tómatar,
avocado, rauðlaukur, gulrætur, kórí-
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@mbl.is
Matseðill Þorfinns:
Morgunn:
„Vakna kl. 7.00 og fer fram úr um
það bil korteri síðar. Eftir tann-
burstun fæ ég mér fyrst stórt vatns-
glas með safa úr hálfri límónu sem er
alveg nauðsynlegt fyrsta skref.
Flesta morgna vikunnar fáum við
okkur pressaðan ávaxtasafa og að
þessu sinni fór heill ananas og tvær
appelsínur í pressuna. Alger vítam-
ander, basilíka og límónusafi. Með
matnum var drukkin ein rauðvín,
fyrir tvo, og sódavatn.“
Betra en hjá þorra landsmanna
„Samkvæmt þessum matseðli
virðist mataræði Þorfinns einkar
hollt og hann hugsar betur um mat-
aræðið en margir, sem er hið allra
besta mál. Ég sé að hann er inn-
stilltur á þessa lífrænu línu, fær sér
til að mynda brúnt egg auk þess sem
hann er duglegur að fá sér ávexti.
Um leið fær hann sér hefðbundinn
mat inn á milli og kjarngóða súkku-
laðiköku og rauðvín sem mér finnst
ágæt tilbreyting í. Matseðillinn upp-
fyllir þörf á öllum vítamínum, stein-
efnum og trefjum svo og kolvetni,
fitu og próteini. Satt best að segja
kemur þetta mataræði hans mun
betur út en hjá þorra landsmanna.
Hlutfall af harðri fitu og viðbættum
sykri er afskaplega lágt og Þorfinn-
ur borðar líka jafnt yfir daginn sem
er mikilvægt. Hann þarf heldur ekki
að hafa áhyggjur af koffínneyslunni,
hún er innan eðlilegra marka,“ segir
Ólafur.
Engan óhollustustimpil
Almennt segir Ólafur að sér finn-
ist fólk vera orðið mun upplýstara og
vanda sig meira við fæðuval en það
gerði fyrir 10 til 15 árum. Neysla
fólks á ávöxtum og grænmeti hafi til
að mynda aukist og dregið hafi úr
neyslu á dísætum afurðum. Margir
þurfi vissulega að taka sig á í mat-
aræðinu, en á móti komi vaxandi
hópur fólks sem ætli sér að temja sér
svo afar hollt neyslumunstur að það
fer að borða of lítið og leiðist jafnvel
út í að svelta sig. Almennt mataræði
sé best og út frá því megi segja að
Þorfinnur temji sér dálítið ýkt mat-
aræði, en hann fari þó ekki út fyrir
nein mörk og gæði sér til að mynda á
súkkulaðiköku. Slíkt sé nauðsynlegt
þar sem öllum finnist okkur gott að
fá okkur tertur og slíkt og ekki megi
alltaf setja óhollustustimpil á slíkan
mat. „Aðalspurningin er hvernig við
setjum matinn saman. Ég myndi
gjarnan vilja að fólk horfði frekar á
hvernig heildin kemur út en að segja
„þetta er hollt en þetta er óhollt“.
Það er fátt eins skemmtilegt og að
borða bragðgóðan mat og við eigum
að njóta þess. Samviskubitið kvelur
og getur orðið til þess að maður
borðar helmingi meira en maður
hefði annars gert,“ segir Ólafur.
Samsetning matar aðalspurningin
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ólafur Gunnar Sæmundsson: „Það er fátt eins skemmtilegt og að borða
bragðgóðan mat og við eigum að njóta þess.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þorfinnur Ómarsson: „Ég elska súkkulaði en þó aðeins dökkt.“
Fjölbreytt og næringarríkt mataræði er lík-
amanum nauðsynlegt. Hér skoðar næringarfræð-
ingurinn Ólafur Gunnar Sæmundsson matseðil
Þorfinns Ómarssonar á hefðbundnum degi og
segir hvernig honum líst á.
Styrkur og hugarró
www.sagamedica.is
Fáanlegt í lyfja- og heilsuvöruverslunum og völdum stórmörkuðum
Angelica er íslensk náttúruafurð
úr ætihvönn. Angelica inniheldur
heilsubætandi efni sem geta dregið
úr kvíða og gefið þér aukna orku.
Sæktu styrk í íslenskt náttúruafl!