Morgunblaðið - 03.01.2009, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 03.01.2009, Qupperneq 22
22|Morgunblaðið Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Yesmine segir að sér finnisthugarfar Íslendinga tilhreysti og hollustu hafabreyst gífurlega und- anfarin ár og sé í raun tvennt ólíkt frá því að hún fór að starfa hér fyrst fyrir áratug. Fólk hreyfi sig almennt meira nú og haldi sér í góðu lík- amlegu formi. Ekkert sé út á það að setja að fólk ákveði að taka sig á þegar nýtt ár rennur upp heldur gott að fólk setji sér markmið, en betra sé þá að taka góðan tíma í um- breytingar. Fara rólega af stað „Það er um að gera að ætla sér ekki of mikið til að byrja með og búa sér frekar til langtímaplan. Sumir þurfa einfaldlega að venja sig á að mæta og vera í ræktinni og þá er nóg að vera bara í hálftíma til að byrja með, svo lengi sem maður mætir þrisvar eða fjórum sinnum í viku. Það er svo margt í boði í dag til að hugsa vel um sjálfan sig og all- ir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hvað varðar mataræði ætla ég að tileinka mér að borða meira af óunnum mat á nýju ári, til dæmis ferskt lambakjöt, fullt af grænmeti og kínóa sem er prótein- ríkt og gott. Ég fór til Indlands ný- lega þar sem ég lærði meira um aruveda-fræðin og þar er lögð áhersla á að borða slíkan mat. Enda held ég að slíkt mataræði hafi tví- mælalaust góð áhrif á líkamann þar sem tengslin milli þess sem við borðum og hvernig okkur líður eru ótrúlega sterk og okkur líður betur ef við borðum náttúrulegri mat,“ segir Yesmine. Hún segir skipta máli að fólk fræðist um það sem það borði og gefi líkamanum rétta nær- ingu til að viðhalda eðlilegri brennslu hans. Hollt og gott Yesmine gefur hér þrjár hollar og góðar uppskriftir sem finna má í ný- útgefinni uppskriftabók hennar Framandi & freistandi 2, indversk & arabísk matreiðsla. Papaya- og granateplasalat 1 stór papaya eða 2 minni kjarn- hreinsuð og skorin í litla bita 1 granatepli 100 g spínat 2 tsk hunang Safi úr einni límónu Nýmulinn svartur pipar Myntulauf til að skreyta Aðferð: Setjið spínatið í klakavatn og látið liggja í 30 mínútur. Finnið fallega stóra skál sem framreiða á salatið í og setjið papayabitana í hana. Skerið granateplið í helming og sláið með sleif í bakhliðina svo fræin detti í skálina. Þerrið spínatið og bætið út í. Setjið síðan hunang, límónusafa og pipar í litla skál og blandið vel saman. Hellið blöndunni svo yfir salatið og skreytið með myntu. Papaya inniheldur ensím sem heitir papain og er ákaflega gott fyr- ir meltingu próteina. Hunangs-harissa-kjúklingur 3-4 kjúklingabringur eða -leggir 2 msk hunang 2 laukar skornir í sneiðar Ólífuolía Harissa Aðferð: Skerið kjúklinginn í strimla. Blandið saman harissa og hunangi og marinerið kjúklinginn í blöndunni í sex tíma eða helst yfir nótt í ísskáp. Hitið ofninn í 200°C, dreifið lauknum í botninn á eldföstu móti og hellið ör- litlu af ólífuolíu yfir. Hellið harissa- blöndunni með kjúklingnum yfir, setjið lok eða álpappír á og stingið inn í ofninn í 20 mínútur (25-35 mín. ef notaðir eru leggir). Berið fram með hrísgrjónum og góðu salati. Harissa 2 rauðar paprikur 2-5 rauð chilí (eftir smekk) 2-3 hvítlauksgeirar fínt skornir (eftir smekk) 1 tsk kúmínduft ½ tsk kóríanderduft 2 msk ólífuolía Salt Aðferð: Fræhreinsið paprikuna og chilíin, setjið á bökunarplötu og ristið í ofni. Takið úr ofninum, kælið og pillið skinnið af. Setjið í mat- vinsluvél ásamt hvítlauk, kúmen og kóríander. Blandið olíunni varlega saman við og saltið eftir smekk. Framandi uppskriftir Tengslin á milli þess sem við borðum og líðan okkar eru ótrúlega sterk að mati Yesmine. Sterk tengsl milli næringar og líðanar Harissa kjúklingur Með papriku, chillí og hvítlauk. Yesmine Olsson hefur lengi verið viðloðandi líkamsrækt, bæði sem einkaþjálfari, danshöf- undur og nú sem höf- undur bóka þar sem finna má hollar og framandi uppskriftir. Yesmine Olsson Einkaþjálfari, danshöfundur og rithöfundur.                                                                                                   MECCA SPA MECCA SPA M E Ð G Ö N G U J Ó G A

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.