Morgunblaðið - 03.01.2009, Qupperneq 24
24|Morgunblaðið
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@mbl.is
Slökun er mjög mikilvæg fyrirbæði líkamlega og andlegaheilsu en ekki allir gefa sértíma til að sinna slökun
nægilega. Margrét Hákonardóttir,
geðhjúkrunarfræðingur á geðsviði
Landspítalans á Kleppi, segist alltaf
sjá það betur og betur hvað það er
mikilvægt að taka frá tíma til að slaka
á. „Það er ekki síst mikilvægt að
slaka á huganum því hann er oft erf-
iður. Hugurinn er í stöðugri vinnu og
hugarhvíld eða að kyrra hugann er
því mjög mikilvægt í dagsins önn. Ég
held að flestir finni fyrir því að um
leið og líkaminn vaknar á morgnana
er hugurinn farinn af stað og stund-
um áttar maður sig varla á því. Það er
ansi margt sem gerist og er okkur
ómeðvitað og segja má að lífið sé
stundum eins og maður sé í hring-
ekju. Slökunin getur því verið ansi
þægileg hvíld.“
Innbyggð slökun
Margrét talar um að hver og einn
hafi bara fulla einbeitingu í um tvo
tíma, hvort sem það er að vinna við
tölvu eða annað. „Það er ákveðin
slökun innbyggð í líkamann en í nú-
tímanum höfum við lært að hunsa
það. Ef við förum að hlusta betur á
líkamann birtist slökunin til dæmis í
því að við getum orðið þreytt örstutta
stund, kannski svolítið svöng eða
þurft að fara á klósett. Við slökum
meira að segja á þegar við geispum
því það er merki um slökun í tauga-
kerfinu. Mér finnst alltaf gaman að
sjá þegar fólk geispar þar sem þetta
eru ósjálfráð viðbrögð líkamans. Það
að fá störu í örfáar mínútur er líka
merki um dáleiðslu hversdagsins en
það er nokkurs konar afslöppun sem
er innbyggð í okkur. Að þurfa að
teygja sig ósjálfrátt er líka eitt ein-
kenni slökunar en svo er vitanlega
mjög gott að teygja sig meðvitað,“
segir Margrét sem trúir því að fólk sé
smám saman að læra að hlusta betur
á líkamann.
Endurnýjun orkunnar
Margrét segir að vegna þessarar
gríðarlegu spennu og streitu sem er í
samfélagi okkar sé gott að stunda
slökun. „Það er mjög einstaklings-
bundið hvernig fólk vill slaka á en all-
ir ættu þó að vera meðvitaðir að taka
eftir eigin öndun. Öll þurfum við ein-
hvern frið á hverjum degi og stund-
um þurfum við að taka okkur tíma til
þess, sérstaklega ef umhverfið er
ekki meðvitað um það. Ég trúi því að
eftir nokkur ár verði það almennt við-
urkennt að nauðsynlegt sé að slaka á,
til dæmis með því að halla sér aftur í
stólnum í vinnunni, hvíla sig í 10-15
mínútur og fá sér jafnvel blund. Þá
erum við í raun að endurnýja orkuna
og verðum öflugri starfskraftar eftir
á. Það er ekki nauðsynlegt að hafa ró
og næði til að slaka á. Það er þessi
einvera sem er mjög mikilvæg, hvort
sem það eru fimm eða fimmtán mín-
útur. Það getur oft verið erfitt að vera
einn með sjálfum sér því þá koma all-
ar hugsanirnar og þær eru okkur,
ósköp venjulegu fólki, stundum erf-
iðar. Hugleiðsla kemur í veg fyrir að
við festumst í hugsunum okkar en þá
tökum við eftir því sem er að gerast í
huganum og leyfum því bara að
streyma í gegn.“
Slökun tvisvar á dag
Hin náttúrulega hvíldarþörf lík-
amans eru 10-20 mínútur í senn að
sögn Margrétar. „Slökun er mjög
mikilvæg fyrir líkamlega og andlega
heilsu og því er best að gera slök-
unina að daglegum hluta lífsins. Þetta
er ekkert endilega spurning um tíma
heldur líka meðvitund því ef við huns-
um þessa slökunarþörf þá opnum við
frekar leið fyrir ýmsa sjúkdóma sem
eru í okkar samfélagi. Lífið er svolítið
flókið og allir hafa orðið fyrir ein-
hvers konar áföllum, bara misþung-
um. Það er misjafnt hvernig fólk hef-
ur náð að vinna úr sínum áföllum eða
hvernig það vinnur úr málunum þeg-
ar eitthvað gamalt kemur upp í hug-
ann. Slökun getur því komið sér vel
og best er að taka sér tíma í slökun
daglega og jafnvel oftar á dag, í ein-
hverri mynd. Á meðvitaðan hátt er
hægt að slaka á við alls konar að-
stæður. Í slökun er í raun verið að
endurhlaða heilbrigða orku en andleg
og líkamleg orka eru samhangandi.
Við náum til dæmis að einbeita okkur
betur þegar við slökum á. Einnig er
líkamsþjálfun eitt af því sem losar
okkur við streitu og er þar af leiðandi
mjög mikilvæg,“ segir Margrét og
viðurkennir að það geti þurft þjálfun
til að ná góðri slökun. „Æfingin skap-
ar meistarann og best er að prófa
slökunina aftur og aftur. Bæði er
hægt að nota eitthvert utanaðkom-
andi efni sem og að æfa sig sjálfur og
finna sína leið. Hvaða leið við notum
til að slaka á fer eftir sjálfsvitund
okkar. Svefninn er líka hluti af þessu
og að vera meðvitaður um allt sem
hefur með heilsu okkar að gera, lík-
amlega heilsu og geðheilsu.“
Morgunblaðið/Valdís Thor
Margrét Hákonardóttir: „Það er ekki nauðsynlegt að hafa ró og næði til að
slaka á. Það er þessi einvera sem er mjög mikilvæg.“
Í eðli sínu er hugurinn
ólga og það er því mik-
ilvægt að hvíla hann
daglega, jafnvel tvisvar
á dag. Slökun er því
mjög mikilvæg fyrir
heilsuna en það þarf
ekki endilega ró og
næði til að slaka á.
Mikilvægt að hvíla
hugann í dagsins önn
Afslappandi Allir þurfa einhvern frið á hverjum degi til að hvíla hugann.
Photos
Að slaka á og
róa hugann
Þegar við vöknum að
morgni er gott að velja falleg
orð til þess að fara með, jafnvel
upphátt. Þetta er þá eins og
sjálfstal og getur orðið bæn til
Guðs eða æðri máttar.
Hægt er að taka frá ákveð-
inn tíma dags til þess að æfa
slökun eða hugleiðslu en einnig
er hægt að þjálfa meðvitundina
hvert andartak.
Gott er að æfa okkur í að
hlusta á hina náttúrulegu
hvíldarþörf líkama og huga,
sem birtist á um það bil tveggja
tíma fresti:
Anda meðvitað, leyfa okkur
að andvarpa.
Horfa á fallegan hlut eða
landslag
Teygja okkur, sérstaklega
efri hluta líkamans
Hvíla hugann augnablik
nokkrum sinnum á dag
Fyrir svefn er gott að lesa
eitthvað andlega uppbyggjandi
jafnvel stuttan texta sem við
getum endurtekið í huganum.