Morgunblaðið - 03.01.2009, Side 26

Morgunblaðið - 03.01.2009, Side 26
26|Morgunblaðið Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Ámánudagseftirmiðdegi hljómarfjörug tónlist í æfingasal Curves þarsem saman eru komnar konur á öll-um aldri. Meðal kvennanna í hópn- um eru systurnar Þuríður Bryndís og Lára Guðmundsdætur sem æft hafa saman síðan ár- ið 2006. Styrkist mikið „Mér líkar vel að æfa hér og þjálfunin tekur styttri tíma heldur en á öðrum stöðvum og mér finnst þægilegra að æfa bara með konum. Þessi æfing hentar mér mjög vel en áður en ég byrjaði hér synti ég og gekk reglulega en hef ekki æft áður á öðrum líkamsræktarstöðvum. Samhliða reglulegum æfingum hér hef ég líka breytt mataræðinu sem hefur gengið vel. Mað- ur styrkist mikið af því að vera í einhverri hreyfingu og við komum alltaf saman syst- urnar sem er hvetjandi,“ segir Þuríður Bryn- dís, „og skiptumst á að keyra meira að segja,“ skýtur systir hennar inn í. Aldrei jafn dugleg „Upprunalega vorum við þrjár sem komum saman og þetta er yndislegur staður fyrir kon- ur eins og okkur að koma á. Ég labba mikið og við systurnar höfum verið duglegar að hreyfa okkur úti við en þetta styrkir mann aukalega og er allra meina bót. Lengi vel var ég líka í hestamennsku og ýmislegt hefur maður gert í gegnum tíðina en ég hef aldrei verið jafn dug- leg að stunda neitt eins og þetta. Þetta þarf ekki að taka nema hálftíma eða klukkutíma ef maður er mjög duglegur. Ég hef tekið mat- aræðið mikið í gegn líka, borða hafragraut á morgnana, ávexti og hollustu út í gegn,“ segir Lára. „Maður reynir að taka mataræðið eins mikið í gegn og hægt er en svo auðvitað sleppir mað- ur sér stundum og við eigum okkar sukkdaga en annars ræðum við mikið saman um mat- aræði. Þegar komið er á þennan erfiða aldur eftir 45 ára þá finnur maður að breyting verð- ur á og maður verður að passa sig,“ segir Þur- íður. „Já, það hægist náttúrlega á brennslu,“ samsinnir Lára „og bráðnauðsynlegt að hugsa svolítið um sig þegar maður er kominn á þenn- an aldur og maður verður miklu hressari,“ bætir hún við. Hreyfing munar miklu „Ég hef æft hér í um tvo mánuði og sjaldan verið jafn ánægð enda er rólegt og þægilegt að æfa hér og þjálfararnir mjög hjálpsamir. Frá því að ég var 7 ára hef ég æft ýmsar íþróttir, mótorkross, fótbolta, box og dans. Að koma hingað er mín líkamsrækt í dag og hér veit ég nákvæmlega hvað ég er að gera og get fylgst með því hvort ég sé að brenna of litlu eða miklu. Ég reyni að koma þrisvar í viku og finnst muna miklu að hreyfa mig,“ segir Berg- lind Valdimarsdóttir. Heimilislegt andrúmsloft „Ég hef starfað sem leiðbeinandi í stöðinni nærri frá byrjun og sé til þess að konurnar geri allt rétt. Stöðin hefur verið opin í þrjú ár og það æfa hjá okkur um 450 konur í dag. Hér er mjög heimilislegt andrúmsloft og stöðin er ætluð konum á öllum aldri. Við leiðbeinum konunum með mataræði og þjálfun en það er allur gangur á því hvort þær komi hingað til að létta sig eða styrkja sig og komast í betra form. Í byrjun tökum við hvern viðskiptavin í viðtal þar sem við förum yfir heilsufar, vigtun og mælingu á fitu-prósentu og mánuði síðar er þetta síðan endur-tekið. Með þessu reynum við einnig að sækjast eftir því hvað hver kona vill fá út úr þjálfuninni. Ef einhver er mjög dugleg að mæta en árangurinn lætur á sér standa þá kíkjum við aðeins á mataræðið og hjálpum þannig viðskiptavinum okkar áleiðis. Æf- ingakerfið er þannig uppsett að þú byrjar á palli og æfir þar hálfa mínútu og síðan hálfa mínútu á tæki þar til þú ert komin heilan hring og ferð alls þrjá hringi. Hver og ein kona stjórnar hve erfið æfingin er þannig að þær geta komið hingað í hvaða formi sem er og einnig þær sem eiga við veikindi eða meiðsl að stríða. Margar konur hér á landi eru til dæmis haldnar gigt og öðrum slíkum sjúkdómum og þá hentar þetta æfingakerfi vel. Félagsskap- urinn hér er góður og hafa orðið til nokkrir saumaklúbbar út frá honum. Sjálf hef ég verið í íþróttum eiginlega síðan ég byrjaði að ganga,“ segir Rósa Björg Guðlaugsdóttir. Morgunblaðið/Valdís Thor Frískar Frá vinstri: Lára og Þuríður Bryndís Guðmundsdætur, Rósa Björg Guðlaugsdóttir og Berglind Valdimarsdóttir. Persónulegt viðmót Rósa Björg aðstoðar Berglindi við æfingarnar. Hvetjandi Systurnar Lára og Þuríður Bryn- dís mæta saman og púla. Æft í heimilislegri stemningu Sumum konum finnst þægi- legra að stunda líkamsrækt eingöngu með kynsystrum sín- um. Víða um heim eru reknar svokallaðar Curves-líkams- ræktarstöðvar að bandarískri fyrirmynd þar sem þjálfað er eftir sérstöku æfingakerfi. Markmiðið er að þjálfunin taki stuttan tíma og að hver kona geti æft á sínum forsendum. Salka óskar lesendum sínum góðrar heilsu og hamingju á nýju ári. Teygjur auka liðleika og hjálpa okkur að slaka á. Árni Heiðar Ívarsson einkaþjálfari deilir með lesanda skot- heldri áætlun – og aukakílóin fjúka! Bók Valgeirs Skagfjörð hefur hjálpað fjöl- mörgum að drepa í fyrir fullt og allt. Einnig fáanleg á hljóðbók. Góð ráð um hvernig hreinsa má skaðleg aukaefni úr líkamanum. Nýstárleg og nauðsynleg bók fyrir þá sem vilja ala börnin sín upp á umhverfisvænan hátt til að vernda jörðina fyrir komandi kynslóðir. Sýnum ábyrgð og veljum grænt uppeldi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.