Morgunblaðið - 03.01.2009, Page 29

Morgunblaðið - 03.01.2009, Page 29
Morgunblaðið |29 Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Þar sem ég var frekar ósáttvið þau svör sem ég fékkfór ég að lesa mér til umleiðir að meðferð fyrir dóttur mína. Þá frétti ég af bók dr. Campbell-McBride sem breytti mataræði einhverfs sonar síns með frábærum árangri. Í bókinni lýsir hún ákveðinni næringarmeðferð en markmið hennar er að græða melt- ingarveginn og bæta þarmaflóruna. Dr. Campbell-McBride er lækn- ismenntuð með sérmenntun í nær- ingarfræði og taugasjúkdómafræði og rekur læknastofu í Bretlandi þar sem hún sérhæfir sig í næring- arfræði fyrir börn og fullorðna með hegðunar- og námserfiðleika. Ég pantaði bókina í gegnum netið og var ekki langt komin með lesturinn þegar mér fannst að það yrði að gefa hana út á íslensku til að fleiri gætu notið hennar. Sjálf byrjaði ég fljótt að breyta mataræði dóttur minnar og sá að það bar árangur. Höfundurinn leggur áherslu á að forðast allan unnin mat, öll auka- efni og kornvöru og sykur. Þá er lögð mikil áhersla á að taka inn próbíótísk bætiefni, sem eru í raun og veru góðir gerlar til að byggja upp þarmaflóruna sem er yfirleitt ekki í nógu góðu ástandi hjá fólki með athyglisbrest og fleira. Einnig er mikilvægt að bæta olíum við mataræðið og þá sérstaklega omega-3 í ríku magni. Gera skal allan mat frá grunni, kaupa ekkert tilbúið og leggja áherslu á kjöt, fisk, ávexti og grænmeti, fræ, hnet- ur, egg og hunang. Það voru miklar breytingar sem ég þurfti að gera á mataræði dóttur minnar og það var erfitt að breyta því en alveg þess virði þegar það fór að bera árang- ur. Eins er matseldin meiri vinna til að byrja með en þegar hún kemst í rútínu verður hún auðveld- ari,“ segir Jóhanna Mjöll. Rólegri og einbeittari Til að byrja með segir Jóhanna Mjöll að fólk hafi talað um að dóttir hennar væri mun rólegri og smám saman varð einbeitingin betri. Ár- angurinn hafi komið smám saman en líti hún tvö ár aftur í tímann geri hún sér grein fyrir hversu miklum framförum stúlkan hefur tekið. „Breytingarnar koma hægt og maður þarf að vera þolinmóður en þetta hefur heilmikið að segja. Því miður eru slíkar aðferðir ekki nýtt- ar nógu mikið og margir hafa litla trú á þeim sem mér finnst miður þar sem ég hef mikla trú á því að rétt mataræði og inntaka á góðum gerlum og omega-3 geti haft mikið að segja fyrir geðheilsu almennt,“ segir Jóhanna Mjöll. Svör og ráðleggingar Jóhanna Mjöll þýddi bókina sem heitir á íslensku Meltingarveg- urinn og geðheilsa og stofnaði í kringum það útgáfufyrirtækið Mat- ur og heilsa. Á vefsíðu fyrirtæk- isins setur Jóhanna inn uppskriftir og áhugaverðar greinar málefninu tengdar. Auk þess heldur hún nú úti stuðningshópi fólks sem vill breyta mataræði barna sinna á þennan hátt og vill tala um reynslu sína og fá svör við spurningum. „Það er erfitt að breyta mataræð- inu svona og því gott ef fólk getur komið saman og stutt hvað annað. Sjálf er ég að hluta til á mataræði dóttur minnar og þegar hún er heima fara allir á heimilinu eftir því. Ég starfa sem hjúkrunarfræð- ingur og fyndist að það þyrfti að vera meira um að heilbrigðisstarfs- fólk ráðlegði fólki um mataræði, til dæmis fyrir ofvirk börn eða börn á einhverfurófi,“ segir Jóhanna Mjöll. Árangursrík næringarmeðferð Morgunblaðið/Golli Heilmikið að segja Jóhanna Mjöll, sem er hér ásamt syni sínum, leitaði eigin ráða og sér breytingar á dóttur sinni með breyttu mataræði. Fyrir um tveimur árum var dóttir Jóhönnu Mjallar Þórmars- dóttur, sem nú er 11 ára, greind með athygl- isbrest og á einhverfu- rófi. Var Jóhönnu Mjöll sagt að lítið væri hægt að gera fyrir dótturina nema bíða og sjá en hún var fremur ósátt við þau svör og leitaði eigin ráða. Lög um tóbaksvarnir tóku gildi hér á landi í byrjun árs árið 1985 og hafa breyst nokkuð í gegnum tíðina en þar segir meðal annars að virða beri rétt hvers manns til að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er mengað tób- aksreyk af völdum annarra. Fjöldi herferða til að vekja athygli á skað- semi reykinga hefur birst sjónum fólks hér á landi, en íslensk stjórn- völd hafa verið í fararbroddi í heim- inum í lagasetningu og forvörnum á sviði tóbaksvarna. Hafa og margar þjóðir litið hingað til lands þegar marka á stefnu í tóbaksvörnum heima fyrir. Talið er að spænskir fá- tæklingar hafi fundið sígarettuna upp á 18. öld þegar þeir muldu niður stubbana af vindlum sem efnaðra fólk henti á götuna, vöfðu mylsnunni inn í pappír og reyktu. maria@mbl.is Í fararbroddi í tóbaksvörnum Fyrirmynd Aðrar þjóðir hafa horft til Íslands þegar kemur að tóbaks- vörnum. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 Dansráð Íslands | Faglærðir danskennarar Borgartún 6 | 105 Reykjavík | sími 553 6645 | fax 568 3545 | dans@danskoli.is | www.dansskoli.is VIÐ BJÓÐUM UPP Í DANS Innritun og upplýsingar á í síma 553 6645 Mambó Tjútt Freestyle Break Salsa Brúðarvals Barnadansar Samkvæmisdansar Sérnámskeið fyrir hópa Hiphop Börn – Unglingar – Fullorðnir dansskoli.is eða Jazz Dansfélag Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.