Morgunblaðið - 03.01.2009, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 03.01.2009, Qupperneq 31
Íslensku vigtarráðgjafarnir eru hluti af Dönsku vigtarráðgjöfunum sem er alþjóðleg keðja. Innan hennar kenna ráðgjafar með mikla faglega reynslu fólki hvernig megi grenna sig án þess að sleppa úr einni einustu máltíð. Matarprógrammið er sett saman með aðstoð næringarráðgjafa og mjólk- urafurðir, ávextir og grænmeti eru mikilvægur grunnur í mataræðinu. Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Ég hef átt í baráttu viðaukakílóin öll fullorð-insárin en hafði ekkigert neitt róttækt í mínum málum fyrr en ég byrjaði á þessu mataræði í apríl. Það var vinkona mín sem stakk upp á því að við færum í þetta saman. Ég hafði heyrt um Íslensku vigtar- ráðgjafana en lítið kynnt mér um hvað þetta snerist og var eig- inlega með fordóma. Ég hélt að þetta væri bara einhver kúr en annað kom í ljós og ég hafði aldr- ei fundið neitt sem hentaði mér jafn vel,“ segir Petrína Soffía Eldjárn, tveggja barna móðir og háskólanemi í diplómanámi í líf- eindafræði. Fljót að tileinka sér mataræðið Petrína segir að það hafi hent- að sér vel að í mataræðinu sé í raun ekkert bannað þar sem fólk geti búið sér sjálft til hollari sæt- indi og annað slíkt og því þurfi ekki að einbeita sér að því að ekki megi hitt og þetta. Þá sé ár- angurinn skjótur en um leið jafn en miðað er við að fólk missi þyngd jafnt og þétt. Hún segir að fyrst hafi hún sökkt sér ofan í prógammið og kynnt sér vel um hvað það snerist. Fyrstu dagarnir hafi verið frekar ruglingslegir en eftir það hafi hún verið fljót að tileinka sér matar-æðið. Með því hafi hún farið að borða mun meira af grænmeti og ávöxtum og sleppt sælgæti. „Mér finnst ekk- ert mál að vera boðin í veislur enda veit fólk hvað ég er að gera og tekur tillit til þess með því að bjóða líka upp á grænmetis-bakka eða annað álíka. Ég svindla líka í hófi og það er alveg hægt að smakka aðeins á heitu réttunum þó að maður leggist ekki í þá. Eins er gott að vera búin að fá sér eitthvað hollt heima fyrir áð- ur en maður fer í veislu,“ segir Petrína. Langar að styrkja sig Síðan í apríl hefur Petrína lést um 33,4 kíló og því náð mjög góð- um árangri með breyttu mat- aræði. Hún segist hafa fundið fyr- ir þyngdartapinu strax í byrjun og misst að meðaltali eitt kíló á viku. Hún ætlar sér að missa átta kíló í viðbót og segir því að farið sé að sjá fyrir endann á þessu. Á meðan Petrína var of þung segist hún ekki hafa fundið mikið fyrir líkamlegum einkennum en sér líði mun betur andlega í dag og finn- ist til að mynda auðveldara að taka þátt í hlutunum. Hún hefur samhliða mataræðinu aukið dálít- ið hreyfingu en helsti munurinn þar sé að áður hafi sér alltaf fundist hún þurfa að fara í rækt- ina til að leggja af en núna langi sig í ræktina til að styrkja sig. Hefur áhrif á börnin „Eiginmaðurinn fylgir mat- aræðinu að hluta en ég kaupi ým- islegt fyrir börnin sem ég borða ekki sjálf. Ég hef ekkert rætt um þetta við þau en þau tóku strax eftir því að mamma borðaði bara hollt og það hefur sín áhrif. Þetta er í rauninni ekkert mál og mað- ur þarf lítið að hugsa um þetta eftir svona langan tíma þar sem þetta verður lífsmáti. Ég lauma smá-atriðum að fjölskyldu og vin- um þó maður ætlist ekki til að fólk umbylti öllu. Þetta hefur hentað mér mjög vel og ég kvíði því ekkert að halda þessu mat- aræði til streitu,“ segir Petrína. Mamma borðar bara hollt Morgunblaðið/Valdís Thor Góður árangur Petrína Soffía Eldjárn, háskólanemi og móðir, hefur lést um rétt rúmlega 33 kíló síðan í apríl með breyttu mataræði. Morgunblaðið |31 KRAFTGANGA Í ÖSKJUHLÍÐ • Frískt loft eykur ferskleika • Útivera eykur þol Alhliða líkamsþjálfun jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna Boðið verður upp á tvenns konar tíma. Byrjendatímar og tímar fyrir þá sem eru vanir líkamsþjálfun. Vetrarstarfsemi hefst þann 7. janúar nk. sjá tímatöflu á kraftganga.is Skráning og fyrirspurnir sendist á netfangið kraftganga@kraftganga.is eða í síma 899 8199. Frekari upplýsingar á www.kraftganga.is Hugaðu að heilsu og líðan starfsmanna á nýju ári www.vinnuvernd.is | s.578 0800 vinnuvernd@vinnuvernd.is Trúnaðarlæknir Heilbrigðisþjónustuver Læknisskoðanir Sálfræðiþjónusta Bólusetningar Áhættumat Vinnustaðaúttekt Líkamsbeiting og líkamlegt álag Félags-og andlegur aðbúnaður Vinnuvistfræðileg ráðgjöf Heilsuefling á vinnustað Heilsufarsmælingar Heilsufarsmat Ráðgjöf um næringu Álags og streitustjórnun Heilsuvernd Vinnuvernd Heilsuefling VINNUVERND vellíðan í vinnu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.