Morgunblaðið - 06.01.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.01.2009, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 6. J A N Ú A R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 4. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Leikhúsin í landinu >> 37 DAGLEGTLÍF ÓSKABARNIÐ FÆDD- IST Á HERSJÚKRAHÚSI AF LISTUM Kvikmyndin Ástralía og kúrekinn Bach Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is GÍFURLEGT annríki hefur verið hjá starfsfólki Vinnumálastofnunar í upphafi ársins. Ríflega 1000 manns misstu vinnuna um áramótin í kjöl- far hópuppsagna og hefur þetta fólk verið að skrá sig atvinnulaust. Að sögn Karls Sigurðssonar for- stöðumanns vinnumálasviðs hefur verið örtröð hjá stofnuninni fyrstu tvo daga ársins og símalínur rauðglóandi. Starfsfólkið vinnur langt fram á kvöld og margir voru að vinna alla helgina. Starfsmönnum Vinnumálastofnunar hefur verið fjölgað um 20 undanfarnar vikur, til þess að bregðast við ástandinu. Opn- uð hefur verið ný þjónustuskrifstofa í Borgartúni 7 til að létta álagi af skrifstofunni við Engjateig. Er nýja skrifstofan ætluð útlendingum og at- vinnulausum, sem hyggjast leita at- vinnu í útlöndum. Alls var tæplega 5.100 manns sagt upp í hópuppsögnum í fyrra. Mestur hluti uppsagnanna, eða 60%, var til- kynntur í lok október. Vinnumála- stofnun áætlar að 80-90% þessara uppsagna séu hjá fyrirtækjum á höf- uðborgarsvæðinu. Í lok janúar munu um 1100 manns missa vinnuna í kjölfar hópuppsagna og í lok febrúar munu um 400 manns til viðbótar missa vinnuna, sam- kvæmt upplýsingum Vinnumála- stofnunar.  5.100 í hópuppsögnum | 8 Annríki í atvinnuleysi Margir hafa skráð sig atvinnulausa síðustu daga eftir að hafa misst vinnu um áramót Í HNOTSKURN »Langflestir þeirra semmisstu vinnuna um ára- mótin voru í mannvirkja- gerð, aðallega byggingariðn- aði. »Aðrir voru í verslun, iðn-aði, fjármála- og trygg- ingastarfsemi, flutninga- starfsemi, útgáfu- og upplýsingastarfsemi og þjón- ustu.  MIKLAR breytingar yrðu á íslenskum land- búnaði ef Ísland gengi í ESB en um leið má reikna með að matvælaverð myndi lækka, enda féllu tollar á matvælum niður um leið og landið gengi inn. Finnar og Svíar sömdu á sínum tíma um heimild til að styrkja land- búnað umfram það sem gerist í ríkj- um ESB og reikna má með að Ís- land fengi a.m.k. samskonar samning. Áhersla á byggðamál myndi ennfremur aukast við inn- göngu. »12-15 Aðild að ESB myndi miklu breyta fyrir bændur Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is MÁLAREKSTUR í Bretlandi, fyrir hönd skilanefndar Kaupþings, er að hefjast. Leitað verður álits hjá dóm- stóli í London um hvort bresk stjórn- völd hafi fullnægt skilyrðum laga þegar þau ákváðu að yfirtaka innláns- reikninga Kaupthing Edge 8. október 2008 og settu Kaupthing Singer & Friedlander í greiðslustöðvun. Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra áttu fund í gær með fulltrúum skilanefndar Kaupþings. Ráðherrarnir höfðu áður átt fund með skilanefnd Landsbankans vegna hugsanlegra málaferla í Bretlandi. Geir sagði á blaðamannafundi í gær að skilanefnd Kaupþings og skila- nefnd Landsbankans myndu njóta stuðnings íslensku ríkisstjórnarinnar við málarekstur í Bretlandi. Skilanefnd Kaupþings hefur fengið nokkrar breskar lögmannsstofur til liðs við sig við undirbúning málsins. Einni þeirra var falið að ganga frá beiðni til breska dómstólsins um lög- fræðilega skoðun málsmeðferð- arinnar. Í gærkvöldi var ekki búið að ganga endanlega frá beiðninni, að sögn Steinars Þórs Guðgeirssonar, formanns skilanefndar Kaupþings. Frestur til að óska eftir áliti dóm- stóls á lögmæti aðgerðanna rennur út kl. 16.00 á morgun. Steinar sagði þennan skamma frest skýrast af eðli beiðninnar, hann væri skemmri en gilti um venjuleg dómsmál. Ekki ligg- ur fyrir hve lengi dómstóllinn verður að fara yfir málið og gefa álit. Steinar sagði ómögulegt að gera sér grein fyrir því nú hvað þessi málarekstur mundi kosta, því ekki væri ljóst hvert umfang málsins yrði. Fjallað verður um málið á fundi ríkisstjórnarinnar í dag.  Ríkisstjórnin styður | 6 Leita álits í London Dómstóll sker úr um lögmæti aðgerða breskra stjórnvalda gegn Kaupþingi Í HNOTSKURN »Bresk stjórnvöld tóku yfirinnlánsreikninga Kaup- thing Edge í Bretlandi 8. októ- ber síðastliðinn. » Í kjölfarið var dótturfélagKaupþings í Lundúnum, Kaupthing Singer & Fried- lander, sett í greiðslustöðvun. Á VETURNA treysta fuglarnir á Tjörninni á mat- argjafir frá góðhjörtuðu fólki. Þegar maturinn er af skornum skammti getur samkeppnin orðið hörð. Hettumávar reyndu með ýmsum ráðum, vængjaslætti og gargi, að ná brauðmola af grágæs þegar hún reyndi að forða sér með bitann. Hettumávar og grágæsir eru að mestu farfuglar en töluverður hópur þeirra heldur til á Suðvesturlandi yf- ir veturinn. Báðar tegundirnar sækja talsvert í brauðið á Tjörninni og annars staðar þar sem fuglum er gefið. Hettumávarnir missa hettuna yfir veturinn en fá hana aftur í mars. Morgunblaðið/Ómar Bitist um brauðið Hettumávar og grágæs rifust um æti á Tjörninni SIGRÍÐUR Ella Magnúsdóttir óperusöngkona er í hópi óperulistamanna sem stofnað hafa Co-Operative Opera Company í London. Markmiðið er að gefa ungum lista- mönnum tækifæri til að vinna með og læra af bestu lista- mönnum sem völ er á í dag, söngvurum, hljómsveit- arstjórum, leikstjórum, danshöfundum og leikurum. Á lista yfir þá sem kenna á námskeiðum Co-Opera-Co eru heimsfrægir listamenn og margir virtustu tónlist- armenn Breta, eins og söngvararnir Felicity Lott og Thomas Allen. „Ég var valin í þennan hóp sem raddþjálf- ari vegna þess að ég hef getið mér orð sem söngkennari og fyrir að geta leyst ýmis raddvandamál,“ segir Sigríður Ella. Hún á að baki farsælan söngferil erlendis og hefur búið í London um árabil. | 34 Leysir raddvandamál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.