Morgunblaðið - 06.01.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.01.2009, Blaðsíða 36
36 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2009 Fólk Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA urðu nú miklu fleiri karakterar en áttu að vera í upphafi,“ segir Freyr Eyjólfsson, útvarps- maður og eftirherma, sem fór á kostum ásamt Karli Örvarssyni í útvarpsþættinum Orð skulu standa á laugardaginn. Þar brugðu þeir félagar sér í allra kvik- inda líki, en meðal þeirra sem „komu“ í þáttinn voru Kári Stefánsson, Egill Ólafsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson. Alls hlupu „gestirnir“ á tugum. „Þeir voru reyndar misgóðir. Einar Kára- son klikkaði til dæmis alveg, ég var búinn að æfa hann svolítið, en hann kom samt ekki alveg nógu vel út,“ segir Freyr, en þeir félagar höfðu æft fæsta karakterana fyrirfram. „Nokkrir þeirra komu alveg á óvart, eins og Bjarni Harðarson, Bubbi Morthens og Ármann Jakobsson. Maður datt bara í trans, og stundum fór maður að segja eitt- hvað sem manni hefði aldrei dottið í hug að segja sjálfur. Mér fannst til dæmis mjög gaman að hugsa eins og Guð- bergur Bergsson.“ Aðspurður segir Freyr að á köflum hafi menn átt erfitt með að halda hlátrinum niðri í hljóðverinu. „Þetta var mjög erfitt á tímabili, og spyrillinn, sem alla jafna er alvarlegur á svip, varð rauður og afskræmdur í framan. Þessi annars gáfulegi þáttur var orðinn að hálfgerðum skrípaleik,“ segir Freyr og bætir því við að honum hafi stundum liðið eins og í út- varpsþætti hjá Svavari Gests fyrir 30 árum. Hægt er að hlusta á hinn kostulega þátt á ruv.is. Bjarni Harðar og Bubbi Morthens komu á óvart  Hin goðsagnakennda hljómsveit Egó hélt nokkra tónleika í lok síð- asta árs og eins og fram kom í við- tali við Bubba um miðjan desember voru uppi vangaveltur innan sveit- arinnar um að halda í hljóðver og hljóðrita nýtt efni. Heimildir Morgunblaðsins herma nú að sveitin hafi bókað hljóðvers- tíma og hyggist á allra næstu dög- um taka upp nýtt lag – það fyrsta sem sveitin tekur upp í 24 ár. Egó var án efa ein ástsælasta sveit landsins í upphafi níunda áratug- arins og lögin sem komu út á fyrstu tveimur plötum sveitarinnar – Breyttir tímar og Í mynd – lifa enn góðu lífi í tónlistarminni þjóð- arinnar. Má þar nefna lög á borð við „Stórir strákar fá raflost“, „Vægan fékk hann dóm“, „Fjöllin hafa vakað“, „Sætir strákar“, „Mes- calin“ og fleiri. Hvort þeir drengir í Egói láta verða af því að hljóðrita heila plötu á enn eftir að koma í ljós en segja má að þeir skuldi aðdáendum sín- um eina almennilega loka-plötu. Egó heldur í hljóðver eftir 24 ára hlé  Tónleikar Sigur Rósar þann 23. nóvember síðastliðinn eru mörgum enn í fersku minni enda einir glæsi- legustu tónleikar sem haldnir hafa verið í Laugardalshöll. Sveitin lauk þar með afskaplega góðu ári þar sem hún ferðaðist um allan heim og lék fyrir hundruð þúsunda tón- leikagesta. Einir stærstu tónleikar sveitarinnar fóru hins vegar fram sömu helgi og tónleikarnir hér á landi í London, nánar tiltekið í Alexandra Palace í Norður-London dagana 20. og 21. nóvember. Þar lék sveitin fyrir um 18 þúsund gesti á tveimur dögum og voru þeir tón- leikar teknir upp á myndband. Sá er stýrði þeirri upptöku heitir Vin- cent Morisset en hann leikstýrði meðal annars tónleikamyndband- inu Neon Bible fyrir hljómsveitina Arcade Fire. Morisset vinnur þessa dagana að klippingu á myndband- inu í Montreal en von er á útgáfu þess síðar á árinu. Nýtt tónleikamynd- band frá Sigur Rós Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is CLANGOUR heitir plata Sin Fang Bous sem kom út skömmu fyrir jól á vegum Kima records, en platan sú verður gefin út ytra hjá Morr- úgáfunni þýsku í febrúar næstkom- andi. Höfuðpaur Sin Fang Bous, og reyndar eini paur ef út í það er farið, er Sindri Már Sigfússon sem leitt hefur hljómsveitina Seabear og leiðir enn því Seabear er fráleitt hætt þótt Sindri hafi hrist fram úr erminni eina breiðskífu. Sindri Már kvaddi sér hljóðs sem Seabear fyrir hálfu fjórða ári, fyrst á rokk.is en síðan sendi hann frá sér heimagerða sólóskífu, Singing-Arc. Smám saman vatt Seabear svo upp á sig, ef svo má segja; varð tríó og sjö manna hljómsveit. Singing-Arc gerði Sindri Már al- gerlega einn og eftir því sem Seabear stækkaði, varð meiri hljómsveit, langaði Sindra Má greinilega að end- urtaka leikinn því hann sendi frá sér nýja skífu í haust, Clangour, undir nafninu Sing Fang Bous, þar sem hann er allt í öllu, semur lög og texta, syngur og leikur á öll hljóðfæri, stýr- ir upptökum og hannar umslag. Í raun er gerð frumeintaks það eina sem hann ekki sér um sjálfur, nú og að prenta umslagið og framleiða diskana. Ekkert hliðarverkefni Í ljósi þess hvernig allt fór af stað, hvernig Seabear varð til, kviknar eðlilega sú spurning hvort eins fari í þetta sinn, hvort Sin Fang Bous breytist í fjölmenna hljómsveit? „Það er eins gott að það gerist ekki,“ segir Sindri Már og kímir, en bætir við að hann sé þegar búinn að leggja drög að hljómsveit sem muni spila opinberlega til að kynna Clangour og þá undir nafninu Sin Fang Bous. „Mér finnst þó skrýtið að vera að tala um þetta eins og það sé eitthvert hliðarverkefni, eins og Seabear sé eitthvað aðal, ég er að gera þetta allt 100%. Sin Fang Bous er ekkert sem ég geri um leið og ég er að gera eitthvað annað,“ segir Sindri Már og leggur áherslu á að þetta sé hvort tveggja aðalverkefni, Seabear og Sin Fang Bous. Ekki svo súrt Aðspurður hvort hann hafi velt því fyrir sér að nota einfaldlega sitt eigið nafn í stað þess að búa til nýtt segir hann að sér hafi vissulega dottið það í hug, „en það er asnalegt að gera plötu með enskum textum undir eigin nafni, þegar ég geri það verða text- arnir pottþétt á íslensku.“ Lögin á Clangour eru samin sér- staklega fyrir plötuna eftir að búið var að taka upp grunna að næstu breiðskífu Seabear (sem kemur væntanlega út í haust). Sindri Már segir að skífan hafi verið unnin að segja jafnóðum og hún var samin; í stað þess að punkta niður hugmyndir og skoða þær seinna tók hann allt upp jafnharðan. „Ég vissi eiginlega ekki hvað ég var að gera, var ekki með neitt sérstakt í huga þegar ég byrjaði að taka upp. Mér datt til dæmis í hug að gera rokklag og gerði það og svo langaði mig að gera lag með danstakti og svo framvegis.“ Clangour er nokkuð frábrugðin því sem komið hefur út með Seabear í því að meira er lagt í útsetningar lag- anna og Sindri Már segir að hann hafi einmitt ætlað sér að hlaða í lögin eins og honum þætti hæfa hverju lagi, „þess vegna hafa það þúsund rásir ef út í það er farið“, segir hann og bætir við: „Ég ætlaði að hafa þetta kaótísk melódísk popplög og þegar ég var að taka þetta upp fannst mér eins og það myndi enginn vilja hlusta á þetta og svo kom mér skemmtilega á óvart að sjá hvað það voru margir með hana á listum svo þetta var greinilega ekki eins súrt og ég hélt.“ Kaótísk melódísk popplög Morgunblaðið/Árni Sæberg Afkastamikill Sindri Már Sigfússon er ekki bara Seabear, heldur er hann líka Sin Fang Bous. Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is UNDIRBÚNINGUR fyrir hina árlegu rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, er hafinn. Sem fyrr verður hátíðin haldin yf- ir páskahelgina á Ísafirði en hugs- anlega verður hún minni að um- fangi í ár en í fyrra þó ekkert hafi verið ákveðið í þeim efnum ennþá. „Við hittumst yfir jólin og það er allt á góðu flugi,“ segir Mugi- son, einn stofnmeðlima hátíð- arinnar. „Við erum ekki alveg viss um hvort hátíðin stendur í einn eða tvo daga. Í fyrra fengum við Eyrarrósina sem gerði það auð- veldara að hafa hátíðina lengri. Það var alveg ein og hálf milljón sem við höfum ekki núna.“ Sem fyrr er hátíðin þó styrkt af Ísafjarðarbæ og menningarráði Vestfjarða. „Ef við verðum bara í einn dag verður samt alveg nóg að gera hérna yfir páskana. Hér er auðvitað Skíðavikan og ef lista- mennirnir verða mættir get ég ekki ímyndað mér annað en að það verði tónleikar hér um allan bæ og í heimahúsum, þó svo að þeir fari þá ekki fram í skemm- unni okkar.“ Einnig eru uppi hug- myndir um að breyta skráning- arfyrirkomulaginu en í fyrra sótti fjöldi sveita um að koma fram í gegnum heimasíðu hátíðarinnar. Sjálfur segir Mugison ekki líklegt að hann muni spila með hljómsveit sinni í ár. Ekki vegna áhugaleysis, heldur til þess að virða reglur há- tíðarinnar. „Ég held að ég megi ekki spila. Það voru gerðar reglur um að listamenn mættu ekki koma fram oftar en tvisvar í röð, og ég er búinn að spila síðustu tvö ár. Kannski ég búi til nýtt band og sæki um?“ Undirbúningurinn hafinn Morgunblaðið/hag Mugison Er á fullu að undirbúa Aldrei fór ég suður í ár. Aldrei fór ég suður verður hugsanlega styttri í ár Fjallað var um Singing-Arc, stuttskífu Seabear / Sindra Más Sigfússon- ar, í Morgunblaðinu 17. júlí 2005. Líkt og með Clangour samdi Sindri Már öll lög og texta og lék á öll hljóðfæri, píanó, gítar, bassa og svo má telja. Hann gaf plötuna sjálfur út, tók hana upp og vann heima, umslagið handgert og handsaumað, upplýsingablað ljósritað og klippt út og disk- urinn svo heimabrenndur. Í umsögninni er þetta tíundað og svo segir: „Fyrir vikið finnst þeim sem handfjatlar diskinn hann vera með eitt- hvað einstakt í höndunum og þegar við bætist að á disknum er tónlist sem er grípandi, hugmyndarík og forvitnileg í senn verður ekki annað sagt en Seabear hefji tónlistarferil sinn með stæl.“ Byrjað með stæl Ein af bestu plötum ársins að margra mati var ný plata Sindra Más Sigfússonar. Hann er jafnan kenndur við Seabear en kvaddi sér nú hljóðs undir nafninu Sin Fang Bous. Fyndnir Karl Örvarsson og Freyr Eyjólfsson fóru algjörlega á kostum í þættinum á laugardaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.