Morgunblaðið - 06.01.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.01.2009, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2009 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Sókn Ísraelagegn Hamasá Gaza- svæðinu heldur áfram. Fyrst voru gerðar loftárásir og um helgina var ráðist fram með landher. Mannfallið hefur verið gríðarlegt og er því haldið fram að rúmlega 500 manns hafi fallið, fimmtungur almenn- ir borgarar. Samkvæmt upplýs- ingum frá samtökunum Amn- esty International er skollinn á matarskortur og nauðsynjar á borð við hrísgrjón, sykur og brauð vart fáanlegar. Al- þjóðanefnd Rauða krossins hef- ur lýst yfir áhyggjum yfir mannfallinu og skemmdum á opinberum byggingum og sjúkrahúsum. Ísraelar hafa haldið Gaza í herkví í eitt og hálft ár eða frá því að samtökin Hamas unnu kosningasigur og tóku þar völd úr höndum hreyfingarinnar Fatah, sem fer með völdin á Vesturbakkanum. Hamas eru hryðjuverkasamtök, en einnig hið félagslega lím í lífi palest- ínsks almennings. Á tímabili styrktu Ísraelar meira að segja félagslega starfsemi Hamas, en það var þegar þeir vildu grafa undan veldi Yassers Arafats og Frelsissamtaka Palestínu, PLO. Nú vildu Ísraelar helst þurrka Hamas út. Ísraelar segjast vera að bregðast við sprengjuárásum hryðjuverkamanna úr röðum Hamas á Ísrael. Liðsmenn sam- takanna hafa stundað það að skjóta sprengjum, yfirleitt heimasmíðuðum, sem drífa á milli 20 og 30 km, inn í Ísrael. Ísraelar hafa einn tæknivæddasta her heims. Fjórir Ísr- aelar hafa fallið í þessum árásum. Þegar loftárásir Ísraela hófust hafði einn Ísraeli látist. Hlutfallið er því um einn á móti 120. Ísraelsk stjórnvöld segjast hvergi nærri vera hætt. Þau segja að ekki verði lýst yfir vopnahléi einhliða – árásum á Gaza verði ekki hætt nema tryggt verði að hætt verði að skjóta sprengjum á Ísrael. Vitaskuld eiga Ísraelar rétt á að verja hendur sínar, en þeir eiga engan rétt á að gera það með því að leggja samfélag Pal- estínumanna á Gaza í rúst. Framferði þeirra brýtur í bága við allar reglur og alþjóðlega sáttmála. Ísraelar eru í skjóli Banda- ríkjamanna, sem hafa lýst yfir stuðningi við aðgerðir þeirra. Bandaríkjamenn hafa líka stað- ið í vegi fyrir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gæfi frá sér ályktun. Getum hefur verið leitt að því að Ísraelar hafi vilj- að láta til skarar skríða á með- an George W. Bush sæti enn á forsetastóli. Barack Obama hefur reyndar verið hliðhollur Ísraelum í yfirlýsingum sínum, en ekki er þar með sagt að hann verði tilbúinn að vera það með jafn skilyrðislausum hætti og raunin hefur verið með Bush. Bandaríkin eru eini ut- anaðkomandi aðilinn, sem get- ur haft áhrif á Ísraela. Á meðan þeir gera ekkert munu Ísraelar halda óhæfuverkum sínum áfram eins lengi og þeim sýnist. Halda áfram á með- an stuðnings Banda- ríkjanna nýtur við} Óhæfuverk á Gaza Eignarhald ým-issa stærstu félaga landsins hef- ur undanfarin ár verið hulið þoku að talsverðum hluta. Þetta hefur jafnvel átt við um almenningshluta- félög, þar sem íslenzkir bankar í útlöndum, safnreikningar og torkennileg eignarhaldsfélög hafa farið með stóra hluti. Tvær opinberar stofnanir hafa nú lagt drjúga vinnu í að upplýsa hverjir eigi í raun ýmis stærstu fyrirtæki landsins, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Ríkisskattstjóri grefst fyrir um hverjir séu raunverulegir eigendur 300 stærstu fyr- irtækja landsins. Í frétt blaðs- ins er haft eftir Skúla Eggerti Þórðarsyni ríkisskattstjóra að flókið geti reynzt að rekja eign- arhaldið í halarófu, þar sem eitt félag er í eigu annars og þannig koll af kolli. Eignarhaldsfélögin séu stundum skráð í hinum ýmsu skattaskjólum heimsins og þegar kanna eigi hverjir standi að baki komi yfirvöld oft að lokuðum dyrum. Samkeppniseft- irlitið vinnur einnig að skýrslu um krosseignatengsl í íslenzku atvinnulífi. Páll Gunnar Páls- son, forstjóri eftirlitsins, segir í Morgunblaðinu að flókið eign- arhald félaga geti skapað vand- kvæði við eftirlit. Það dragi úr gegnsæi og flæki stjórn- sýslulega meðferð mála. Það skiptir ekki einvörðungu máli út frá hagsmunum skatta- yfirvalda og annarra eftirlits- stofnana að eignarhald á stórum fyrirtækjum sé skýrt og allt þar uppi á borðinu. Það er líka al- gjört grundvallaratriði, eigi að takast að endurreisa traust á ís- lenzku viðskiptalífi, sem verður nú að teljast í algjöru lágmarki. Hér verður til dæmis aldrei aftur til virkur hlutabréfamark- aður ef feluleiknum með eign- arhald verður ekki hætt. Væntanlega verða úttektir bæði Samkeppniseftirlitsins og ríkisskattstjóra gerðar opinber- ar. Það verður fróðlegur lestur og væntanlega lærdómsríkur! Hætta verður felu- leiknum ef takast á að endurreisa traust á viðskiptalífinu} Hverjir eiga fyrirtækin? Í byrjun árs tók gildi það ákvæði í lögum um íslenskan ríkisborgararétt að um- sækjandi skuli hafa staðist próf í ís- lensku. Nú tel ég öruggt að margir Ís- lendingar styðji þetta ákvæði og telji það sjálfsagt að þeir sem vilji gerast ríkisborg- arar og þar með virkir þátttakendur í íslensku samfélagi, læri hið ástkæra og ylhýra. Ákvæðið veldur mér hins vegar nokkrum áhyggjum. Ekki vegna þess að ég telji að þeir sem þurfa að hlíta þessu ákvæði muni líða fyrir það á nokkurn hátt, heldur grunar mig að að baki því liggi vafasamar forsendur. Þegar lagasetn- ingar eru annars vegar getur slíkt reynst óheppilegt svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Það er engum blöðum um það að fletta að það myndi einfalda líf nýbúa töluvert ef þeir lærðu tungumálið. Sumir myndu jafnvel segja að það væri óskynsamlegt af þeim að gera það ekki. Rétt- indi þeirra væru í húfi svo ekki sé talað um öryggi ef eitt- hvað bjátar á. En á það að vera skylda? Og til hvers ann- ars ættum við að skylda þá sem sækja um íslenskan ríkisborgararétt? (Hefðu trúskipti einhvern tímann komið til greina?) Um þetta skapaðist svo gott sem engin um- ræða í samfélaginu þegar frumvarpið fór fyrir þing í fyrra. Þess má geta að Svíar höfnuðu svipuðum lögum, Finnar og Norðmenn eru með málið enn til skoðunar að mér skilst en í Danmörku er sambærileg ákvæði að finna. Það er að mínu mati fjarstæða að halda því fram að þeir sem eru ófærir um að halda uppi „almennum“ samræðum á íslensku geti ekki verið virkir þátttakendur í samfélagi okkar. Ég á vini sem hafa búið hér á landi í mörg ár. Þeir hafa unnið margvísleg störf, alið upp börn sín og á milli þess borgað sína skatta og sín gjöld. Gætu þeir haldið uppi almennum samræðum við mig á ís- lensku? Kannski, en við gerum það þó sjaldn- ast. Og þó ræðum við um íslensk stjórnmál og kreppuna á jafn vitrænan hátt (eða miður vit- rænan, kannski) og aðrir Íslendingar. Og um hvað snýst málið þá? Er verið að þrýsta á ákveðinn hóp nýbúa sem stjórnvöldum stend- ur ógn af eða er þetta bara spurning um prin- sipp; „þeir sem vilja vera memm verða að sanna að þeir kunni íslensku“. Við Íslendingar höfum af einhverjum ástæðum staðið vörð um tungumálið og alla síðustu öld var það ómiss- andi hluti sjálfstæðisbaráttunnar. Nú ættu allir að vera sannfærðir um að það þarf meira en tungumálið svo við getum talist sjálfstæð þjóð. Dómsmálaráðuneytið ætti ef til vill í ljósi aðstæðna að leggja fram nýtt frumvarp sem skyldaði umsækjendur til að standast próf í viðskipta-, hag- og siðfræði? Oft var þörf en nú er nauðsyn. Íslensk tunga er þegar á botninn er hvolft samskiptatæki eins og öll önnur tungumál. Hún er ekki heilög eða sönn heldur sí- breytileg líkt og veðrið. Hún á ekki að vera skylda eða skilyrði fyrir nokkrum sköpuðum hlut heldur forréttindi sem allir geta öðlast sem það vilja. hoskuldur@mbl.is Höskuldur Ólafsson Pistill Íslensk forréttindi Enginn mannskaði varð á sjó í fyrra FRÉTTASKÝRING Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is Á rið 2008 mun þegar fram í sækir verða talið eitt mesta hörmungaár sem yfir þjóðina hefur dunið. En árið átti einnig sína ljósu punkta. Einn er sá að enginn sjómaður fórst á Íslandsmiðum á ný- liðnu ári. Telja kunnugir að það þurfi jafnvel að fara allt aftur á lands- námsöld til að finna slysalaust ár á sjó hér við land. Á vef Rannsóknarnefndar sjóslysa er að finna yfirlit yfir slys á sjó allt frá árinu 1998. Þar kemur fram að á þess- um árum hafa þrír látist á sjó að með- altali. Flestir létust árið 2001 eða sjö talsins en fæst urðu slysin árið 1999, það ár varð eitt banaslys á sjó. Í fyrra létust fimm. Fyrr á öldum urðu oft mjög mannskæð slys á sjó, sem lesa má um í bókaflokki Steinars J. Lúð- víksonar, Þrautgóðir á raunastund. Slysavarnaskólinn mikilvægur Jón Arilíus Ingólfsson, forstöðu- maður Rannsóknarnefndar sjóslysa, segir það afar ánægjulegt að árið 2008 skuli hafa verið slysalaust á sjó hér við land. Jón segir að á seinni ár- um hafi menn orðið sér æ betur með- vitandi um hættur á sjó. Þá hafi Slysavarnaskóli sjómanna sannað gildi sitt svo um munar. Hver einasti sjómaður er skyldugur til að sækja námskeið í skólanum og fara í endur- menntun á fimm ára fresti. Þá segir Jón að fiskiskipin séu betur búin en áður, aðbúnaður betri og öllum tækni- búnaði hafi fleygt fram. Þá séu veð- urupplýsingar betri en á árum áður og miðlun upplýsinga miklu virkari. Loks segir Jón að með kvótakerfinu hafi sjósókn breyst mikið því ekki sé þörf á því að sækja sjóinn eins stíft og áður tíðkaðist. Nú sé hægt að stjórna sókninni miðað við veðurspár og óþarft sé að leggja í tvísýnu. Skráðir sjómenn eru nú um sex þúsund tals- ins og hefur sú tala haldist svipuð undanfarin ár. Hins vegar eru sjó- menn talsvert færri en var á síðustu öld. Slysavarnaskóli sjómanna tók til starfa árið 1985 og er skólinn í eigu Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Markmið skólans er samkvæmt lög- um að efla öryggisfræðslu sjómanna með öflugum skóla sem uppfyllir ís- lenskar og alþjóðlegar kröfur um þjálfun sjómanna og að auka þjón- ustu við sjómenn og fleiri aðila í tengslum við sjó og vötn. Er engum vafa undirorpið, að tilkoma skólans markaði þáttaskil í slysavörnum á sjó hérlendis. Um borð í skólaskipinu Sæbjörg er fullkomin kennsluaðstaða bæði til bóklegrar kennslu og verklegra æf- inga. Á grunnnámskeiði eru kennd undirstöðuatriði í skyndihjálp, sjó- björgun, eldvörnum og öryggis- málum. Meðal þess sem kennt er á námskeiðum skólans er meðferð björgunarfara, björgunarbúninga, búnaðar til að bjarga fólki úr sjó, flugelda og blysa og hvers konar per- sónulegs björgunarbúnaðar. Eldur um borð í skipi er það sem flestir sjómenn óttast mjög. Í skól- anum er kennd notkun hvers konar búnaðar til slökkvistarfa og notkun hans æfð. Verklegar eldvarnaræf- ingar eru einkum haldnar á þar til gerðu æfingasvæði rétt utan við Reykjavík. Um borð í Sæbjörg er einnig fullkomin aðstaða til reykköf- unaræfinga. Þyrlur Landhelgis- gæslunnar taka þátt í verklegum sjó- æfingum á grunnnámskeiði skólans. Þar hafa sjómenn æft móttöku á sjúkrabörum, flutning á fólki frá skipi og gúmmíbjörgunarbátum ásamt því að hífa menn úr sjó. Morgunblaðið/RAX Æfingar Slysavarnaskóli sjómanna hefur skipt sköpum í slysavörnum á sjó. Hverju námskeiði lýkur með æfingu, þar sem þyrlur koma við sögu. SAGAN geymir margar frásagnir af hrikalegum sjóslysum hér við land þar sem tugir sjómanna létu lífið. Frægt í sögunni er Hala- veðrið, sem skall á fyrirvaralaust 8. febrúar 1925. Fjölmargir togarar voru á veið- um á Halamiðum vestur af land- inu. Flestir þeirra komust til lands við illan leik, huldir klaka- brynju og allt brotið ofan þilja. Allt lauslegt hafði skolast fyrir borð og sjór komist í vélarrúm. Skipverjar unnu að því dag og nótt að berja ísinguna, sem lagð- ist á togarana. Tveir togarar skiluðu sé ekki til hafnar, Leifur heppni frá Reykjavík og Robertson frá Hafn- arfirði. Með þessum tveimur tog- urum fórust 68 sjómenn, 62 ís- lenskir og sex enskir. MARGIR FARAST ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.