Morgunblaðið - 06.01.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
TÆPLEGA fertugur maður lét lífið í
umferðarslysi á Suðurlandsvegi á átt-
unda tímanum í gærmorgun. Tildrög
slyssins eru enn til rannsóknar en vit-
að er að maðurinn var á skokki þegar
hann varð fyrir stórum sendibíl. Mað-
urinn var úrskurðaður látinn á staðn-
um. Ökumann bifreiðarinnar sakaði
ekki.
Tilkynnt var um slysið rétt fyrir
átta í gærmorgun. Það varð á Suður-
landsveginum á móts við gamla
Laugardælaveginn. Rannsóknardeild
lögreglunnar á Selfossi fer með rann-
sókn málsins auk þess sem Rann-
sóknarnefnd umferðarslysa rannsak-
ar það sjálfstætt. Samkvæmt
upplýsingum frá lögreglu er ýmislegt
til rannsóknar, s.s. á hvaða leið mað-
urinn var, endurskin af vesti hans auk
fleiri þátta. Meðal þess sem komið er í
ljós nú þegar, er að kveikt var á ljós-
um bílsins þegar slysið átti sér stað.
Engir ljósastaurar
Vegurinn var blautur í gærmorgun
og mikið myrkur, en á þessum veg-
arkafla eru engir ljósastaurar. Ljóst
er að maðurinn var kominn inn á Suð-
urlandsveginn og var í vegkantinum
þegar bifreiðinni var ekið á hann.
Ekki er unnt að greina frá nafni hins
látna að svo stöddu.
Lögreglan á Selfossi biður alla þá
sem áttu leið um Suðurlandsveg á
þessum vegarkafla á tímabilinu kl.
7.45 til 7.55 að hafa samband í síma
480-1010.
Morgunblaðið/Júlíus
Bíllinn Maðurinn hafnaði á hægra
horni bílsins og féll síðan á jörðina.
Banaslys
á Suður-
landsvegi
UNDANFARNA daga hefur Kári haldið niðri í sér andanum og leyft þokunni
að ráða ríkjum á suðvesturhorni landsins. Turninn sem er að rísa við Höfða-
torg í Borgartúni verður óneitanlega draugalegur í þokunni og engu er lík-
ara en þyrlan svífi í einhvers konar þyngdarleysi. Í dag verður norðlæg átt,
3-10 metrar á norðanverðu landinu. Áfram verður hægviðri sunnan til og má
því búast við að þokan haldi eitthvað áfram að gæða umhverfið dulúð.
Þokan umvefur allt og gerir umhverfið dularfullt
Morgunblaðið/RAX
Kári heldur niðri í sér andanum
ing til framkvæmda 1. mars. Hún
kveður á um 3,5% grunnhækkun
launa en frá henni dragast launa-
hækkanir, sem orðið hafa frá gerð
samninganna í fyrra.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, segir æskilegast að reynt verði
að ná heildarsamkomulagi allra aðila
á vinnumarkaði.
„Málin eru á ís,“ var mat viðmæl-
anda hjá ASÍ á stöðunni í gær. Mið-
stjórn ASÍ hefur gagnrýnt harðlega
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
REYNA á að koma viðræðum um
endurskoðun kjarasamninga á al-
menna vinnumarkaðinum í gang í
næstu viku. Niðurstaða um hvort
samningar verða framlengdir þarf
að liggja fyrir 15. febrúar, að öðrum
kosti þarf að gera nýja kjarasamn-
inga. Verði samningar framlengdir
kemur svonefnd launaþróunartrygg-
ákvarðanir í fjárlögum næsta árs en
miðstjórnin kemur saman til fundar
á morgun. Þá kemur forsendunefnd
ASÍ og SA saman í vikunni.
,,Ég tel að menn muni leggja
mikla áherslu á aðkomu ríkisins til
að tryggja að atvinnulífið haldi
áfram. Mannvirkjagerðin er að
stöðvast,“ segir Þorbjörn Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri Sam-
iðnar. Svigrúmið er lítið til launa-
hækkana. „Menn verja það sem
hægt er í stöðunni,“ segir hann.
„Verja það sem hægt er“
Viðræður um endurskoðun kjarasamninga í gang í næstu viku Niðurstaða
liggi fyrir 15. febrúar Reynt að ná heildarsamkomulagi á vinnumarkaði
Í HNOTSKURN
»Óvíst er hvort gildandisamningar verða fram-
lengdir eða unnið að gerð
nýrra samninga á almenna
markaðinum.
»Flest stéttarfélög semsemja við ríkið eru með
samninga til vors og þurfa því
að gera nýja kjarasamninga.
BJARNI Ármannsson, fyrr-
verandi forstjóri Glitnis,
hefur gengið frá endur-
greiðslu á 370 milljónum
króna sem eru hluti af þeim
starfslokasamningi sem
gerður var við hann er
hann lét af störfum árið
2007.
Þetta kom fram í máli
Bjarna í Kastljósi í gær-
kvöldi.
Gengið var frá endurgreiðslunni fyrir ára-
mót, að sögn Bjarna.
Hann sagði að það hefði verið röng ákvörð-
un hjá Íbúðalánasjóði að fara upp í 90% lán á
fasteignamarkaði og það hefði verið rangt hjá
Kaupþingi að bjóða upp á fasteignalán á þeim
kjörum sem bankinn gerði án þess að hafa
tryggt sér nægilegt fjármagn til þess. Jafn-
framt hefði það verið rangt hjá sér og Glitni
að fylgja á eftir og bjóða upp á jafn hátt láns-
hlutfall og gert var.
Bjarni sagði tvennt hafa farið úr böndunum
varðandi uppbyggingu launakerfisins. Annars
vegar hefðu fjárhæðir orðið of háar og hins
vegar hefði hlutur einstaklings í þeim árangri
sem náðist verið ofmetinn. Í því samhengi
kvaðst Bjarni ekki undanskilja sjálfan sig.
Bjarni endurgreiddi
Glitni 370 milljónir
Bjarni
Ármannsson
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
REYKJAVÍKURBORG ætlar ekki
að hækka framlag til frístundakorta
úr 25 þúsund krónum í 40 þúsund
krónur eins og ráðgert var um ára-
mótin. Vegna fyrirsjáanlegs tekju-
samdráttar hjá Reykjavíkurborg á
þessu ári, í ljósi efnahagsþrenginga í
kjölfar bankahrunsins í byrjun októ-
ber, hefur borgarstjórn Reykjavíkur
ákveðið að hækka ekki framlagið.
Fjárhagsáætlun verður afgreidd á
fundi borgarstjórnar í dag.
Kjartan Magnússon, formaður
íþrótta- og tómstundaráðs borg-
arinnar, segir reynsluna af kort-
unum vera góða en bregðast hafi
þurft við tekjusamdrættinum. „Þetta
var nýr útgjaldaliður og hækkun frá
fyrra ári. Þegar það kreppir að, ég
tala nú ekki um eins mikið og fyr-
irsjáanlegt er að gerist á þessu ári,
þá er ekki ábyrgt að fara út í ný út-
gjöld í miklum mæli. Fólk sem rekur
heimili veit hvernig það er. Ég held
að fólki sýni þessu fullan skilning,
enda er borgin samt sem áður að
styðja vel við bakið á fjölskyldu-
fólki,“ segir Kjartan. Hækkun fram-
lagsins í 40 þúsund krónur hefði þýtt
á þriðja hundrað milljóna króna við-
bótarútgjöld.
Frístundakortin voru tekin í notk-
un haustið 2007, skömmu eftir að
meirihluti Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks tók við völdum í
Reykjavík. Markmiðið með upptöku
þeirra var að gera öllum börnum í
Reykjavík kleift að taka þátt í
íþrótta- og tómstundastarfi, óháð
efnahag og félagslegum aðstæðum.
Ákveðið var að innleiða kortið í
þremur skrefum. Fyrst með 12 þús-
und króna framlagi, svo 25 þúsund
króna framlagi og svo með 40 þúsund
króna framlagi, sem eins og áður
sagði átti að taka gildi um áramótin.
Samkvæmt tillögum í fjárhags-
áætlun er gert ráð fyrir því að hægt
sé að nýta frístundakortin til greiðslu
vegna þjónustu frístundaheimila.
Kjartan segir það geta hjálpað mörg-
um.
Fjárhagsaðstoð hækkar
Samkvæmt fjárhagsáætluninni er
gert ráð fyrir því að grunnfjárhæðir
til fjárhagsaðstoðar hækki um 16,35
prósent eða í heild um 640 milljónir
króna. Miðast hækkunin við 1. jan-
úar. Það þýðir að framfærsla ein-
staklinga hækkar úr 99.329 krónum
á mánuði í 115.567. Sé miðað við hjón
og fólk í skráðri sambúð hækkar
framfærslan úr 158.926 krónum í
184.907.
Borgin hættir við hækkun
vegna frístundakortsins
Í HNOTSKURN
»Fjárhagsáætlunin gerirráð fyrir því að álagning-
arhlutföll útsvars (13,03%),
fasteignaskatta, lóðarleigu og
holræsagjalds verði ekki
hækkuð.
»Gjalddögum fasteigna-gjalda verður fjölgað úr
sex í níu í því skyni að dreifa
greiðslubyrði almennings og
fyrirtækja.
Margir blogguðu
Mikið var bloggað um
frétt þessa efnis á
mbl.is í gærkvöld og á
bilinu frá klukkan 20
til 22 voru færslurnar
rúmlega 30 talsins.
Fyrirsagnir á blogginu
voru meðal annars:
Skref í rétta átt.
Kallast þetta
að axla ábyrgð.
Heiðarlegt
uppgjör.
Ég held honum sé
ekki alls varnað.
Vá, ég er alveg
heillaður!
Að kaupa sér land-
vist fyrir 370 millur.
Batnandi manni
er best að lifa.
Umtalsverð
upphæð.
PR tilraun?
„Endurgreiða“ fleiri?