Morgunblaðið - 06.01.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.01.2009, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2009 *gildir ekki á íslenskar myndir * Ástralía, nýja myndin eftirBaz Luhrmann, er stórmynd í öllum skilningi. Ég hafði gaman af henni, og upplifði það sterkt meðan ég horfði á hana, hvað langt væri síðan maður hefði séð akkúrat svona mynd – gam- aldags epík í stórbrotinni mynd. Já, stórbrotin er hún og sögð dýr- asta mynd sem gerð hefur verið í Eyjaálfu með 120 milljóna dala kostnað. Umfangið er kannski aug- ljósast þegar skoðaður er listi yfir þá sem unnu að myndinni. Hann er gríðarlangur. Svo aðeins sé tekinn hópur þeirra sem sáu um sjónrænar brellur, þá eru það 270 manns! Og myndin er líka sannarlega mikið fyrir augað. Landslag Norð- ur-Ástralíu leikur þar stórt hlut- verk, en líka skepnurnar, naut- gripir og hross.    Það var hins vegar tónlistin semvakti sérstaka eftirtekt mína. Baz Luhrmann varð heimsfrægur á svipstundu fyrir mynd sína Moulin Rouge, sem skartaði Nicole Kidman í aðalhlutverki, eins og Ástralía. Þar var tónlistin í aðalhlutverki, - ekki frumsamin, heldur vinsæl lög sem útsett voru upp á nýtt í hluta eða heild sinni með gömlum og ný- smíðuðum textum. Í Ástralíu fer Luhrmann svipaða leið, þótt ekki sé um söngtónlist að ræða. Vissulega er frumsamin tón- list að hluta til í myndinni, en það eru stef stærri meistara sem eru langtum fyrirferðarmeiri sem og þjóðleg áströlsk tónlist. Strax í upphafi myndarinnar er það þekkt stef eftir Bach sem tekur völdin og verður einskonar leið- arstef lafði Söru Ashley sem Nicole Kidman leikur. Þegar sjónarhornið beinist að auðnum Ástralíu tekur mínimal- ískur hljómur Arvos Pärt við kefl- inu í tónlist úr verkinu Fratres, einu þekktasta verki tónskáldsins. Undir lok myndarinnar, þegar Jap- anar bombardera borgina Darwin í eina atriði myndarinnar sem full- yrða má að sé byggt á sannsögu- legum atburðum, hljóma Nimrod- tilbrigði úr Enigma-tilbrigðunum eftir eitt af höfuðskáldum Breta í rómantískri tónlist, Edward Elgar. Það er hins vegar Jóhann Sebast- ian Bach sem á stórleik í tónlist myndarinnar, svo að segja frá upp- hafi til enda með leiðarstef lafð- innar. Það er fræg aría, Schafe können sicher weiden úr Kantötu BWV 208, sem stundum er kölluð Veiðikantatan. Arían er þekkt í enskumælandi löndum sem Sheep may safely graze og hefur með því nafni öðlast sjálfstætt líf, utan kant- ötunnar. Þá er ónefnt lag Harolds Arlens úr Galdrakarlinum í Oz, Somewhere over the rainbow, sem er leiðarstef litla drengsins Nullah og um leið stef vonarinnar og þess að sigrast á þeim erfiðu aðstæðum sem sögupersónur rata í í þessu mikla drama.    Það er varla hægt að gera myndsem ber titilinn Ástralía, og gerist í Ástralíu, nema hún hafi að geyma ástralska tónlist. Nú er ég ekki að tala um Waltzing Matilda, sem vissulega bregður þó fyrir, heldur frumbyggjatónlistina sem læðist fram oft og mörgum sinnum, heillandi í einfaldleika sínum. Og hún er ekki bara flutt með hinu erkitýpíska ástralska hljóðfæri didjerídú, heldur einnig leikin á önnur frumbyggjahljóðfæri og sungin. Galdravísur og töfraþulur frumbyggjanna skapa sterka and- stæðu við þekkt og mikið notað stef Bachs og undirstrika um leið per- sónur myndarinnar og hlutverk þeirra hverrar andspænis annarri. Sú flétta tónlistar er listilega ofin og skapar myndinni bæði dýpt og stemningu. David Hirschfelder er höfundur frumsmíðuðu tónlistarinnar í myndinni, og hann er jafnframt tónlistarstjóri hennar og yfirútsetj- ari. Með honum unnu 17 tónskáld að útsetningum á tónlistinni. Um 140 tónlistarmenn leika tónlistina og syngja auk barnakórs. Þótt Hirschfelder eigi að sjálf- sögðu heiðurinn af eigin músík, þá er afrek hans við tónlist mynd- arinnar ekki síst fólgið í því hvern- ig hann fléttar henni saman við aðra músík, sígilda og þjóðlega, dægurtónlist og nútímatónlist. Öll streymir hún áreynslulaust í sinni margbrotnu mósaík með framvindu myndarinnar og nær stórum há- punktum á gríðarlega áhrifamikinn hátt. Það kæmi mér ekki á óvart þótt Luhrmann fengi fjölmörg verðlaun fyrir það afrek. begga@mbl.is Jóhann Sebastían kúreki AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir » Galdravísur og töfra-þulur frumbyggj- anna skapa sterka and- stæðu við þekkt og mikið notað stef Bachs. Stórmynd Ástralía er stórbrotin mynd og það á einnig við um tónlistina sem er sótt í ýmsar áttir. Afi Tónlist frumbyggja Ástralíu fær gott pláss í myndinni. FREGNIR herma að breska fyr- irsætan Kate Moss sé ófrísk. Moss, sem á fyrir sex ára dóttur sást ný- verið á Taílandi ásamt kærasta sín- um Jamie Hince, og þóttust sjón- arvottar sjá móta fyrir bumbu á fyrirsætunni. „Þótt hún hafi verið að reykja sígarettu leit hún algjörlega út fyrir að eiga von á barni,“ sagði einn. „Hún var á röltinu með Jamie og dóttirinni Lilu og var alltaf að setja höndina á magann, og það sást greinilega móta fyrir bumbu.“ Frést hefur að stúlkan sé hætt að drekka, sem þykir renna stoðum undir óléttu-fréttirnar. Fönguleg Kate Moss fjölgar kannski mannkyninu. Kate Moss með barni? LEIKARINN John Travolta hefur greint frá því hvernig hann reyndi að blása lífi í son sinn með því að nota munn við munn aðferðina í tutt- ugu mínútur áður en sjúkraliðar mættu og úrskurðuðu son hans, Jett Travolta, látinn á föstudaginn var. Leikarinn segir son sinn enn hafa haft veikan hjartslátt þegar fóstra hans kom að honum á gólfi hótelher- bergis á Bahamaeyjum þar sem fjöl- skyldan gisti yfir hátíðarinnar. Talið er að pilturinn, sem var aðeins 16 ára, hafi fengið flogakast. Jett Travolta var með Kawasaki- heilkenni er veldur því að mikilvæg líffærin geta brunnið innan frá. Fjöl- skyldan hafði son sinn á lyfjum um tíð en ákveðið var að hætta því eftir að virkni þeirra minnkaði verulega. Í tilkynningu frá hjónunum segir: „Jett var yndislegasti sonur sem for- eldrar gætu nokkru sinni beðið um og hann lýsti upp líf allra.“ Feðgarnir Jett og John Travolta. Reyndi að lífga Jett við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.