Morgunblaðið - 06.01.2009, Blaðsíða 25
Minningar 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2009
✝ Steinunn Jóns-dóttir fæddist í
Vestmannaeyjum 3.
október 1935. Hún
andaðist á Sjúkrahúsi
Akraness 26. desem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Valgerður Sæmunds-
dóttir frá Eystri-
Garðsauka í Hvols-
hreppi á Rang-
árvöllum og Jón
Dagsson frá Mel-
rakkanesi í Álftafirði
eystri. Auk Stein-
unnar áttu þau tvær dætur: Ingi-
björg, f. 25. júní 1934, d. í febrúar
1942, og Oddbjörg Unnur, f. 22.
nóvember 1942, dóttir hennar Frey-
dís Frigg, f. 25. febrúar 1964.
Steinunn giftist 26. desember
1956 Magna Ingólfssyni, f. 5. des-
ember 1935, d. 31. desember 2007.
Þau skildu. Börn þeirra: 1) Jón Val-
Steinunn til Reykjavíkur. Þar
gekk hún í Barnaskóla Austur-
bæjar og síðan í Gagnfræðaskóla
Austurbæjar. Eftir gagnfræða-
skólann vann hún við símavörslu á
Bifreiðastöð Steindórs í Reykja-
vík. Veturinn 1953-54 var Stein-
unn í Húsmæðraskólanum Ósk á
Ísafirði. Steinunn og Magni hófu
búskap að Hurðarbaki í Flóa í Ár-
nessýlsu 1958. Árið 1961 fluttu
þau til til Akraness þar sem Magni
var til sjós. Þar sinnti Steinunn
húsmóðurstörfum og síðar einnig
síldar- og fiskvinnslustörfum.
Seinna varð Steinunn for-
stöðukona þvottahúss Sjúkrahúss
Akraness þar til starfsævi hennar
lauk 2002. Auk starfa sinna í
þvottahúsinu vann Steinunn við
ræstingar í barnaskóla Akraness,
Brekkubæjarskóla, til margra ára.
Steinunn var virk í flokkstarfi Al-
þýðuflokks Akraness. Auk þess
var hún á tímabili ritari Verka-
lýðsfélags Akraness.
Útför Steinunnar fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
ur, f. 1. apríl 1957, d.
19. október 1976. 2)
Inga Birna, f. 6. mars
1959, giftist Þresti G.
Haraldssyni, f. 11.
maí 1959, þau skildu.
Börn þeirra a) Stein-
unn Hlín, f. 1982,
sonur hennar og
Óskars Más Atlason-
ar er Hákon Helgi, f.
2002, b) Elvar Árni,
f. 1984, og c) Jón
Ingi, f. 1987, í sam-
búð með Bryndísi
Oddu Skúladóttur. 3)
Steinn Bragi, f. 19. ágúst 1960. 4)
Magni Már, f. 30. október 1961, d.
12. apríl 1992. Dóttir Steinunnar
og Þórarins Hjalta Hrólfssonar, f.
5. janúar 1946, er 5) Sunna Björk,
f. 2. október 1972, í sambúð með
Engilbert Haukssyni, f. 1978, sonur
þeirra Dagur Máni, f. 2005.
Eftir skilnað foreldra sinna flutti
Elsku hjartans mamma mín
hvað þetta er sárt. Mikið á ég eftir
að sakna þín. Að snerta mjúkar
hendur þínar, finna mömmulyktina
og þétt faðmlag þitt, sitja með þér
í stofunni og horfa á kerlinga-
myndir og reyfara í sjónvarpinu,
spjalla saman um bækur og
hneykslast á íslenskum stjórnmál-
um og furðum samfélagsins.
Þú varst mikil heimskona og
kaust heldur að ferðast en að gera
við kofahjarnið sem þú bjóst í.
Ekki bjó mikil efnishyggja með
þér en þó varstu afskaplega veik
fyrir bókum og þó nokkur ritsöfn
prýða stofuna þína.
Þú varst frábær manneskja og
úrræðagóð. Þér tókst svo margt
án þess að nokkur legði þér lið. Á
haftaárunum þegar lítið var til í
kotinu og þú alein með systkini
mín fjögur tókst þér alltaf að út-
vega mat með einhverjum ráðum.
Aldrei fannst þeim þau líða skort.
Við fengum alltaf nýsaumuð nátt-
föt fyrir jólin að ógleymdum jóla-
fötunum og allar mögulegar sortir
af smákökum.
Lífshlaup þitt var með eindæm-
um. Sex ára missir þú bestu vin-
konu þína og systur, Ingibjörgu,
úr botnlangabólgu. Þér sveið alla
ævi að hafa ekki veitt systur þinni
síðustu ósk sína, að leggjast við
hlið hennar, en þið sváfuð annars
alltaf til fóta. Dásamleg finnst mér
sagan af því þegar þið Ingibjörg
voruð svo óánægðar með hvernig
mamma ykkar stagaði í sokkana
ykkar að þið fóruð bak við sófa og
klipptuð viðgerðina í burtu, ykkur
fannst hún svo ljót.
Ég er ekki nema fjögurra ára
þegar Jón bróðir drukknar við
vinnu sína við byggingu Borgar-
fjarðarbrúar aðeins 19 ára gamall.
Mér skilst að í þann tíma hafi gas-
kútar á björgunarvestum séð til
þess að blása lofti í vestin en einn-
ig núið á þau gat. Jón fann ekki
sitt vesti svo hann greip bara það
næsta. Ég er á tvítugsaldri þegar
Magni bróðir tekur líf sitt.
Árið 1996 ferðu að kvarta und-
an verkjum. Við leituðum lengi og
víða að hjálp en engar skýringar
fundust. Árið 2001 kom annað
reiðarslag þegar þú greinist með
krabbamein í brjósti við skoðun.
Á krabbameininu sigraðist þú en
meðferðin gerði það að verkum að
þol þitt gagnvart verkjunum
minnkaði og þeir jukust. Við vor-
um algerlega hjálparlaus, enginn
vissi hvað olli. Eina lausnin voru
verkjalyf sem að lokum veiktu þig
og eyðilögðu líkamsstarfsemi
þína.
Ég er ein af ljóstírunum í fimm
arma kertastjakanum þínum. Þó
blásið hafi á tvær þeirra og höndin
sem hélt honum uppi hafi sleppt
tökunum lýsa þrjár enn. Við Inga
sys og Steini bró stöndum þétt
saman ásamt sólargeislunum
fimm, ömmubörnum þínum og
langömmubarni.
Ég kveð hér kjarnakonu sem
var jafnframt móðir mín og klett-
urinn í lífi mínu. Ég held ótrauð
áfram, elsku mamma, ég skal vera
dugleg og sterk þó ég verði ætíð
litla Sunna þín.
Sunna Björk Þórarinsdóttir.
Stóra, sterka systir mín var eins
og reyrinn. Hægt var að beygja
hana og sveigja, en aldrei að
brjóta.
Alla sína ævi barðist hún með
sínum vopnum, seiglunni og þol-
gæðinu; gera allt vel, standa sig,
vanda sig, halda haus, hvað sem á
gengi.
Hún var ein af þessum miklu
hversdagshetjum, sem fáir flíka.
Þess vegna er svo sárgrætilegt,
að hægt hafi verið að brjóta þenn-
an seiga reyr, allt of fljótt, en þó
svo seinlega.
Ég minnist hennar í söng og
gleði.
Ég minnist hennar í sorg og
trega.
Ég minnist hennar í öllu, sem
tengist lífi mínu.
Oddbjörg.
Dans.
Dans í sólgylltri dögg
hins söngglaða morguns.
Dans.
Dans í litríkum sölum
og laufskálum garðanna.
Dans.
Dans í rauðu sólskini
á rústum musterisins.
Dans.
Dans í flöktandi tunglskini
milli naktra trjánna.
Dans.
Dans úti í hlakkandi auðn
hinnar eilífu nætur.
Dans, dans, dans.
(Steinn Steinarr.)
Elskulega Steinunn frænka mín
hefur nú loks fengið hvíldina og
hvílir nú lúin bein, í faðmi ástvina
sinna.
Steinunn frænka var mín stóra
frænka, sú sem var haldreipið í líf-
inu, í þeim ólgusjó sem lífið er.
Alltaf var skjól að fá í Akurgerð-
inu. Á mínum bernskuárum var ég
löngum stundum hjá Steinunni
frænku á Skaganum. Þar var alltaf
líf og fjör fyrir mig einbirnið, að
komast í hóp frændsystkina,
skammast í þeim og faðma. Syst-
urnar voru bara tvær, Steinunn og
síðan Odda mamma mín. Oftast er
talað um litlu fjölskylduna sem
kemur alltof sjaldan saman, núorð-
ið.
Á þessari stundu man ég góðu
stundirnar, jólin sem litla fjöl-
skyldan hélt saman í Akurgerðinu.
Amma Valgerður sem sat alltaf í
sama stólnum, meðan við krakk-
arnir skottuðust um, lyktandi í
kompuna eftir eplalykt. Steinunn
sá um sósuna og í eftirrétt var
Bóndadóttir með slöri. Minning-
arnar eru margar og ósjaldan var
farið út á þakið og jafnvel haldnar
danssýningar fyrir nágrannana,
með þeim hávaða sem því fylgdi.
Bernskuminningar mínar tengj-
ast mjög sterkt Steinunni frænku,
hún var svo stór og sterk í mínum
huga. Á þessum árum vorum við
krakkarnir oft send út í búð. Eitt
sinn var ég send í bakaríið til að
kaupa franskbrauð, leiðin var löng
og svengdin sagði til sín. Þegar
Steinunn tók við pokanum var
brauðið strá-heilt en alveg holt að
innan. Svipurinn á Steinunni var
ekki frýnilegur. Steinunn frænka
átti það til að vera snögg upp á
lagið og hreinskilin. Það gat verið
sárt að heyra sannleikann á ung-
lingsárunum. Á fullorðinsárum
skildi maður að þessi ráðvendni
hennar var í raun ástarjátning og
umhyggja fyrir okkur sem yngri
vorum.
Steinunn frænka var sú sem
kom mér í kynni við góða gamla
tónlist, þrátt fyrir að stráka-tón-
listin hafi haft yfirhöndina í Ak-
urgerðinu. Eitt af okkar átrúnað-
argoðum var Kris Kristofferson
með sína kántrýtónlist. Þegar
kappinn kom síðan hingað til lands
til að halda tónleika, datt mér, tví-
tugri stúlkunni bara í hug Stein-
unn frænka til að koma með mér á
tónleikana. Steinunn átti því miður
ekki heimangengt og því fór ég
ein. Síðustu ár hefur Steinunn átt
við veikindi að stríða enda hefur
ævi hennar ekki alltaf verið auð-
veld, hún hefur þurft að sjá á eftir
tveimur sona sinna og þurft að
bera þá þungu byrði sem sorgin
skilur eftir sig. Steinunn frænka
fylgdist alltaf með börnum mínum
og var umhugað um þau, enda má
segja að hún hafi verið mér sem
önnur móðir.
Elskulega Steinunn frænka, hvíl
þú í friði og ég mun minnast allra
góðu stundanna sem við áttum
saman, sem voru margar og hlýj-
ar. Innilegustu samúðarkveðjur til
ykkar,
Inga Birna, Steinn Bragi,
Sunna og Freydís Frigg.
Reykmettað loft og rjúkandi
kaffi. Vinalegt brak í fjölum. Í
baðstofustemningu var fussað og
hlegið, gripið í spil og spjallað um
menn og málefni. Eldhúsið og stof-
an voru andlegar æfingabúðir;
kannski svolítið eins og okkar prí-
vat alþingi. Steinunn var óum-
deildur forseti í krafti aldurs og
reynslu, en einkum þó visku. Við
unglingarnir vorum blautir á bak-
við eyrun og hlutum ómetanlega
þjálfun í gagnrýnni hugsun, póli-
tísku argaþrasi og almennu fíló-
sófi. Með sígó í munnviki glotti
forsetinn svo reglulega út í annað
og skaut hárfínum skotum á þá
sem áttu það skilið. Slíkt varð að
listgrein í meðförum mentorsins,
en aldrei illa meint. Barnslegar
þingsályktunartillögur mínar áttu
og sjaldnast annað skilið en
greindarlega stríðni Steinunnar.
Stundum brugðu unglingarnir
sér afsíðis til að eiga hefðbundið
táningatal, hlusta á nýjustu plöt-
urnar og dreypa svolítið á gör-
óttum drykkjum. Eins og sam-
viskusamur fundarstjóri beið
forsetinn þá þess að sjálfkjörnir og
ábyrgðarlausir fulltrúarnir skiluðu
sér aftur úr þessu tilvistarlega
málþófi. Steinunn kippti sér
sjaldnast upp við heimskupör og
uppátæki unglinganna; ekki einu
sinni þegar húsið lék næturlangt á
reiðiskjálfi undan þungum bassa-
tónum frá Kim Deal eða Andy Ro-
urke.
Rúmir tveir áratugir eru síðan
ég tók að venja komur mínar í Ak-
urgerðið og lengi vel var ég þar
daglegur gestur. Stundum var
Sunna vinkona ekki heima, en þá
var samt alltaf hægt að tylla sér
stundarkorn hjá Steinunni móður
hennar og eiga örvandi samræður
yfir rjúkandi kaffi. Ég er óend-
anlega þakklátur fyrir þær stund-
ir, enda fráleitt sjálfgefið að for-
eldrar gefi sig að vinum
afkvæmanna af slíku fölskvaleysi
og ótrúlegri þolinmæði.
Steinunn mín átti ekki auðvelda
ævi. Ítrekað varð hún fyrir mikl-
um áföllum í lífinu og síðasti ára-
tugur æviskeiðsins einkenndist af
heilsuleysi. En þrátt fyrir þrautir
var Steinunn hreint ótrúlega gef-
andi manneskja; hún var dæma-
laust skemmtileg og gat verið af-
skaplega hlý, þótt lífsnauðsynleg
kaldhæðnin væri sjaldnast langt
undan.
Það voru sérstök forréttindi að
kynnast Steinunni Jónsdóttur.
Minning hennar lifir.
Orri Harðarson
Steinunn Jónsdóttir
✝
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KLARA FRIÐRIKSDÓTTIR,
til heimilis á Hraunbúðum,
áður Látrum í Vestmannaeyjum,
andaðist á Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra,
þriðjudaginn 30. desember.
Útför fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum
laugardaginn 10. janúar kl. 14.00.
Friðrik Jónsson, Jakobína Guðmundsdóttir,
Svava Jónsdóttir, Þráinn Einarsson,
Guðjón Jónsson, Anna Svala Johnsen,
Ragnar Jónsson, Sigrún Hjaltalín,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
EUFEMIA KRISTINSDÓTTIR,
Ebba,
Garðatorgi 17,
lést að morgni 31. desember.
Jarðarförin fer fram frá Vídalínskirkju fimmtudaginn
8. janúar kl. 15.00.
Kristján Haraldsson, Halldóra S. Magnúsdóttir,
Eysteinn Haraldsson, Finnborg Laufey Jónsdóttir,
Sigurbjörn K. Haraldsson, Ingibjörg Sigurbergsdóttir,
Einar Haraldsson, Jóhanna K. Guðbjartsdóttir,
Haraldur Axel Haraldsson, Sigrún Ásta Gunnarsdóttir,
Hrafnhildur Haraldsdóttir, Snorri Olsen,
Margrét Ásdís Haraldsdóttir, Hlynur Rúnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, sonur og tengdasonur,
BIRKIR ÁRNASON
lyfjafræðingur,
Kaplaskjólsvegi 85,
Reykjavík,
varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn
2. janúar.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn
9. janúar kl. 14.00.
Halldóra Ásgeirsdóttir,
Ásgeir Birkisson, Sigrún Bjarnadóttir,
María Björk Birkisdóttir,
Árni Guðgeirsson, Olga Guðmundsdóttir,
Ingibjörg Johannesen
og aðrir aðstandendur.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
FRANK ARTHUR CASSATA,
til heimilis á Sóleyjargötu 29,
Reykjavík,
lést á Landspítala, Landakoti föstudaginn 2. janúar.
Sigfús Blöndahl Richard Cassata, Guðlaug Þórólfsdóttir,
Sighvatur Blöndahl Frank Cassata, Sigrún Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.