Morgunblaðið - 06.01.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.01.2009, Blaðsíða 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2009 ✝ Haukur SteinarBjarnason fæddist í Túnsbergi á Húsavík 27. ágúst 1930. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja 23. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Stein- grímsson, f. á Húsa- vík 24. desember 1902, d. 1. júlí 1937, og Bára Halldórs- dóttir, f. á Húsavík 17. ágúst 1906, d. 1. desember 1990. Syst- ur Hauks eru Helga, f. 8. ágúst 1931, og Kristín Björk, f. 2. sept- ember 1933, og hálfsystkini eru Þorgerður Bjarnadóttir, f. 1925, látin, Dagmar Huld Árnadóttir, f. 19. júlí 1941, látin, og Bárður Árna- son, f. 17. október 1944. Haukur kvæntist 20. desember 1952 Erlu Láru Guðmundsdóttur frá Stykkishólmi, f. 8. júlí 1930. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Einarsson kaupmaður í Stykkishólmi, f. í Dúná í Hörðudals- hreppi í Dalasýslu 25. feb. 1888, d. 8. apríl 1933, og Aðalbjörg Þor- varðardóttir, f. á Seyðisfirði 2. des- ember 1899, d. 28. september 1981. Börn Hauks og Erlu Láru eru Helga, f. 6. apríl 1952, Bára, f. 9. janúar 1954, Anna Rut, f. 27. ágúst 1956, látin, Bjarni Steinar, f. 21. júní 1960, Haukur, f. 18. apríl 1963, Dagmar Kristín, f. 29. maí 1964, og Guð- mundur Steinar, f. 10. mars 1968. Barna- börn eru 18 og barna- barnabörnin 19. Hann hóf sjó- mennsku ungur eða strax um fermingu, og starfaði við sjávar- útveg alla sína tíð. Fyrst við trilluútgerð og síðan við fisk- vinnslu og útgerð í Stykkishólmi ásamt fleirum í um 15 ár eða þar til hann flutti með fjölskyldu sína til Keflavíkur 1968. Þar hóf hann störf hjá Sjöstjörnunni við ýmis störf. Um tíma starfaði hann við netagerð Jóns Eggertssonar og síðan sem stýrimaður á ýmsum bát- um, þá sem stýrimaður á Happasæl með Rúnari og Sigurði Hallgríms- sonum, þar til hann tók við verk- stjórn í fiskverkun þeirra bræðra. Í ársbyrjun 1981 festu hann og sonur hans kaup á sínum fyrsta bát sem þeir gerðu út frá Keflavík og Sand- gerði. Árið 1987 lét hann smíða fyr- ir sig nýjan bát, sem hann gerði út og reri þar til hann hætti útgerð 1991. Hann starfaði áfram við fisk- verkun til ársins 1994 þegar hann hætti störfum. Útför Hauks fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Haukur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín elskandi eiginkona Erla Lára Guðmundsdóttir. Nú er komið að leiðarlokum hjá þér, þú sofnaðir eins og þú vildir. Við vonuðumst til að hafa þig hjá okkur um hátíðina, en það varð ekki. Mig langar til að þakka þér elsku pabbi minn fyrir samveruna í gegn- um árin. Ég á eftir að sakna þín. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson) Ég votta mömmu, systkinum og fjölskyldum og öðrum aðstandendum samúð. Hvíl í friði. Þín dóttir Helga Hauksdóttir. Elsku pabbi minn. Ég vil þakka allt sem þú hefur gert fyrir mig. Það var orðið erfitt að horfa upp á þig síðustu daga fyrir jól, en þú reyndir að vera alltaf glaður og sagðir alltaf að þér liði vel. Þú vildir ekki að neinn yrði dapur og reyndir alltaf að horfa á spaugilegu hliðarnar. Þú varst alltaf að hugsa um mömmu, hvernig henni liði og passaðir alltaf upp á hana og hún passaði líka alltaf upp á þig pabbi minn, enda eruð þið lífsförunautar síðustu 57 árin. Það var gaman að geta glatt ykkur mömmu t.d. þegar við Ævar fórum með ykkur vestur í Stykkishólm og um borð í Brimrúnu sem sigldi um Breiðafjörðinn, þar sem þú hafðir ró- ið til 15 ára á sínum tíma. Hvað þið mamma voruð ánægð. Þessi ferð er mjög minnisstæð. Líka þegar við fór- um saman akandi til Patreksfjarðar sem voru skemmtilegir tímar, svo ekki sé minnst á fótboltaleikina sem þið mamma komuð með okkur Ævari á. Við fórum mest á Haukaleiki þar sem dóttursonur þinn leikur með Haukum. Fótbolti var þitt áhugamál fyrir utan spilin. Ég man þegar Haukar og Njarðvík kepptu, þá sagð- irðu að þú gætir ekki gert upp á milli þeirra og héldir bara með báðum lið- um þar sem dætrasynir þínir voru hvor í sínu liðinu. Svona varstu pabbi minn. Elsku pabbi minn, ég veit að nú líð- ur þér betur og Rut systir hefur tekið á móti þér og allir þínir ástvinir. Minning þín lifir í hjarta mínu. Þín dóttir Bára. Elsku afi minn, nú ertu kominn til hennar mömmu. Eftir erfiða baráttu léstu undan, en ég veit að núna ertu kominn á góðan stað og farið að líða vel. Við áttum margar góðar stundir og alltaf varstu tilbúinn til að aðstoða mig í öllu. Þú varst og verður alltaf uppáhald- ið mitt, þú tókst alltaf á móti okkur með bros á vör þó svo að þú værir mikið veikur. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Sóley, Aníta Rut og Kiana Theresa. Mig langar að minnast Hauks í þessum örfáu línum. Það var vorið 1997 að mér og öðr- um einstaklingum hér var úthlutað íbúðum á Framnesvegi 15 í Keflavík. Þar á meðal voru þau mætu hjón Haukur og Erla og fljótlega mynd- aðist góð og trygg vinátta á milli okk- ar. Það voru ekki fáar ferðir sem þau buðust til að skutla mér í búðir, banka, apótekið, allt sem ég þurfti að komast, Haukur var ávallt tilbúinn og verð ég honum ávallt þakklát fyrir það. Elsku Erla, þér og þínum nánustu votta ég mína dýpstu samúð. Hvíl í friði, kæri vinur. Anna Annelsdóttir. Haukur Steinar Bjarnason SÁ SEM klifar á heiðarleik sínum hefur eitthvað að fela. Það dugar skammt að segja: „Ég er heiðarlegur.“ Heiðarleiki er mikils metin dyggð og allir vilja vera taldir heið- arlegir. Orð og æði ganga í takt í lífi heið- arlegs manns og sam- hæfing hugar og handar. Hann gerir það sem hann segist ætla að gera og hefur ekki falin undirmarkmið sem bitna á öðrum. Hvað er heiðarleiki í stjórnmálum? Að starfa alltaf og iðulega með hags- muni almennings og jarðarbúa að leiðarljósi. Láta aldrei kúga sig til að breyta gegn betri vitund. Vera ekki handbendi annarra. Að hafa ræktað mér sér hugsjón sem nær út fyrir innsta fjölskyldu- og vinahring. Hug- sjón sem snýst um betra og réttlát- ara samfélag handa öllum – óháð til dæmis búsetu og uppruna. Það dugar skammt fyrir valda- mann að segjast vinna í nafni frelsis, réttlætis og friðar í heiminum. Orðin verða ekki trúverðug fyrr en mark- miðin bak við breytnina opinberast. Eða hversu oft hafa stríð ekki verið háð á röngum forsendum? Hversu oft hefur Bandaríkjaforseti tekið sér orðin frelsi, réttlæti og friður í munn á liðnum árum án þess að ná árangri í þeim efnum? Stríð eru skuggahlið stjórnmála. Friður er birtan. Valda- menn hernaðarríkja virðast þó sjald- an sjá lengra en hugtakið vopnahlé leyfir en það er tímabilið á milli stríða. Stríð er miskunnarlaus aðferð til að öðlast völd og ráða yfir landi. Hversu oft og lengi þurfum við að horfa upp á óbreytta borgara deyja til að ótíndir valdamenn geti setið áfram? Stríð er ekki háð fyrir borg- arana, þau eru háð fyrir hags- munaaðila. Fyrir hverja er stríðið á Gazasvæðinu og hver og hvar er óvinurinn? Ekki fyrir borgarana og ekki fyrir dáin börn, stríðið er fyrir spillta stjórnmálaflokka, valdabaráttu misvit- urra manna. Og óvin- urinn býr innra með þeim sjálfum, svo leit- inni má aflýsa strax. Óvinurinn eflist þeg- ar hefnd er áformuð. Því fleiri sprengjur því fjær friði, því fleiri látnir því fjær lífinu. Því meiri grimmd því meira hatur. Forsætis- ráðherra Ísraels hefur ákaft leitað óvinna sinna í Líbanon og á Gaza- svæðinu en sennilega verður hann furðulostinn þegar óvinurinn finnst í hans eigin brjósti. Hvað mun hann þá hafa mörg mannslíf á samviskunni? Þótt stríð sé rótgróin menning sem fáir hafa hugrekki til að snið- ganga eigum við skilyrðislaust að hafna ofbeldi. Horfum ekki lengur á stríðsherrana efna til ófriðar, fylgj- um þeim ekki að málum, skrímslið er í þeim sjálfum. Friðarmenning felst í því að hlúa að samfélagi þar sem það er veikast fyrir. Að vinna markvisst gegn fé- lagslegu misrétti og pólitísku órétt- læti. Hún felst í menntun og virðingu og aðferðum til að efla traust á milli fólks. Friðarmenning er greinilega ekki á stefnuskrá ráðamanna í Ísrael. Nútímastríð bitna verst á börnum og foreldrum þeirra og nánast ein- göngu á óbreyttum borgurum. Um það bil 100 börn hafa nú látið lífið í árás Ísraelsmanna á Gazasvæðið og 500 óbreyttir borgarar. En friður fæst ekki með því að drepa fyrst og boða svo til friðarráðstefnu um málið. Enginn ætti að taka mark á þeim sem fremur vísvitandi glæp og vill síðan semja um frið við liggjandi fórnarlambið. Það er aðferð stríðs- flytjenda. Eyðilegging og tortíming, þjáning og dauði eru fylgifiskar stríðs. Hversu oft þarf að segja það? Hversu oft er hægt að gleyma því? Eru vitnisburðirnir ekki nægilega margir? Friðarmenning er aftur á móti uppeldi um grið og frið, sam- félag virðingar og miskunnsemi. Friður er lærð viðbrögð við ógn, tækni til að lægja öldurnar. Hann er ekki ósjálfrátt viðbragð heldur lærð og óvænt aðferð til að glíma við ógn- ina sem vissulega blundar í mann- inum. Friður er speki. Stríð er á hinn bóginn heimska sem iðulega gerir illt verra, skapar hatur sem fjarar seint út. Engin afsökun er lengur til fyrir stríði. Verði ríki eða landsvæði fyrir ofbeldi ber umsvifalaust að leita leiða til að vinna bug á því en þó aldrei með aðferð haturs og hefndar. Stríð leysir mannlega galla úr læðingi. Friður skapar hins vegar rúm fyrir dyggðir og fagrar tilfinningar. Of- beldisbylgjan verður aðeins lægð með mildinni. Friður er alltumlykj- andi verkefni sem þarfnast tíma og rúms og þar sem óþolinmæðin og tortryggnin eiga sér engan stað. Endurreisa þarf stríðshrjáð lönd og landsvæði. Mikilvægt er að hleypa þeim að í endurreisninni sem bera umhyggju fyrir öðrum en sjálfum sér. Fyrir þeim sem eru ekki innikró- aðir í eigin innsta hring. Kraftur kvenna er hér sannarlega vanmet- inn, því það eru þær sem standa í far- arbroddi þeirra sem vilja reisa sam- félagið á ný, tryggja gott uppeldi og börnum menntun. Hleypum þeim að og vísum valdakörlum eins og Ehud Barak á dyr. Hlustum ekki á þá sem gala hæst heldur þau sem strita und- ir friðarsólinni. Heiðarleiki fyrirfinnst ekki í stríði, aðeins dulin markmið, grimmd og blekkingar. Stríð og friður í Palestínu Gunnar Hersveinn skrifar um tilgangs- leysi stríðs » Stríð er miskunn- arlaus aðferð til að öðlast völd og ráða yfir landi. Hversu oft og lengi þurfum við að horfa upp á óbreytta borgara deyja? Gunnar Hersveinn Höfundur er rithöfundur. MIÐAÐ við mennt- un og reynslu erum við Íslendingar und- arlega andvaralausir gagnvart því sem er að gerast í þjóðfélagi okkar og allt um kring. Í von um gróða er trú vor höfð í flimt- ingum á sama tíma og framandi trúarbrögð sækja í sig veðrið í landi voru. Salmann Tamimi, múslimi frá Pal- estínu, hefur sótt fast að fá lóð undir mosku fyrir þá þúsund múslima sem hér eru. Ágengni hans í því sambandi og niðrandi ummæli um baráttukonurnar Ma- ryam Namazic og Ayaan Hirsi Ali, en Maryam flutti hér erindi um útrás múslima, ætti að kveikja að- vörunarljós. Ég er þakklátur þá- verandi borgarstjóra, Vilhjálmi Vilhjálmssyni, fyrir að hafa ógilt borgarbúum fjandsamlega út- hlutun á lóð fyrir mosku í Elliða- árdalnum. Ég veit ekki til að gyð- ingar sem hér búa eða aðrir trúarhópar hafi verið svo aðgangs- harðir sem forystumaður múslima og hafa þeir þó verið áratugum lengur í landinu. Við myndbirtingu Jótlandspóstsins af Múhameð hvatti Salmann trúfélaga sína á Íslandi til að sniðganga vörur frá frændþjóð okkar Dönum. Þessi maður, sem við tókum vel í neyð, sýnir að hann og trúfélagar hafa engan áhuga á að aðlagast þjóð vorri. Hann vill múslimska siði og krefst sérskóla, sérmatar í skól- um, sérkirkjugarðs og trúar til höfuðs vorri. Við báð- um hann ekki að koma svo hann á ekki heimtingu á neinu umfram aðra. Viðbrögð Salmanns við ummælum bar- áttukonunnar Ma- ryam Namazic eru dæmigerð fyrir skiln- ingsvana bókstafs- trúarmann. Maryam er í sívaxandi hópi fyrrverandi múslima og vill eins og rithöf- undurinn Ayaan Hirsi Ali vara við vaxandi uppgangi múslima í þeim löndum sem rétta þeim hjálp- arhönd. Í öllum löndum sem við þeim taka mynda þeir eigið þjóð- félag trúar og laga. Í mörgum til- fellum heimta þeir að við- tökuþjóðir breyti lögum og siðum að þeirra geðþótta. Við þessu vara þessar tvær kjarkmiklu bar- áttukonur og vilja að Vest- urlandabúar verjist áganginum og hætti að sýna múslimum kurteisi, því þeir gangi á lagið. Kjarkurinn, fórnfýsin og áræðið sem þessar frábæru baráttukonur sýna á öll- um að vera ljós, því nú geta þær hvergi um frjálst höfuð strokið. Þær segja karla ráða öllu í lönd- um múslima og gæta þess að kon- ur séu áhrifalausar og und- irgefnar. Maryam segir að margir hræðist að vera stimplaðir rasistar ef þeir gagnrýna islam. Þvert á móti, segir hún, er nauðsynlegt að gagnrýna trúarbrögð og fæstir líta á það sem rasisma að gagnrýna kristni. Morðhótanir sem þessar mikilhæfu konur þurfa að búa við, eins og danski og sænski teikn- arinn, eiga að vera okkur víti til varnaðar. Við munum aldrei líða að konur séu vanvirtar, eða grimmileg siðalögmál leyfð. Þeir geta notað kirkjugarða okkar eins og gyðingar og fleiri gera. Engir innflytjendur hafa orðið Dönum til dæmis eins erfiðir, jafnvel fjand- samlegir sem múslimar. Innflytj- endur eiga að koma á okkar for- sendum og aðlagast siðum vorum og lögum. Gerum Salmann Ta- mimi ljóst að hans siðir fái engan forgang hér á landi. Við erum of fá fyrir ríki í ríkinu og eigum skil- yrðislaust að halda í okkar hefðir. Ég vil múslimum og öðrum inn- flytjendum allt hið besta og vona að þeim sé eins til okkar og skilji sem fyrst þörf svo fámennrar þjóðar fyrir að viðhalda kristinni trú, hefðum og einingu. Vera ein þjóð. Ekki sundruð þjóðarbrot. Það gilda enn orð Þorgeirs Ljós- vetningagoða fyrir rúmum þúsund árum: Rjúfum við lögin, þá rjúfum við og friðinn. Þorgeir var einn af vitrustu mönnum fornaldar og átti auðvitað við trúna líka og sá fyrir sér að aldrei yrði friður í svo litlu landi um tvenn svo ólík trúar- brögð. Í ásatrúnni voru trú og lög samofin og óaðskiljanleg eins og hefur verið hjá múslimum frá mið- öldum og er enn. Fyrrverandi múslimakonur Albert Jensen skrifar um trúmál » Viðbrögð Salmanns við ummælum bar- áttukonunnar Maryam Namazic eru dæmigerð fyrir skilningsvana bók- stafstrúarmann. Albert Jensen Höfundur er trésmíðameistari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.