Morgunblaðið - 06.01.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.01.2009, Blaðsíða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2009 ✝ Jón Róbert Ró-bertsson fæddist í Reykjavík 9. mars 1965. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 27. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans eru Stella Guðmunds- dóttir, f. í Vest- mannaeyjum 29. júlí 1923 og Róbert Arn- finnson, f. í Leipzig í Þýskalandi 16. ágúst 1923. Systkini Jóns eru: 1) Sandra, f. 24. maí 1944, gift Einari Sigurðssyni, f. 12. ágúst 1937, þau eiga 3 börn. 2) Alma, f. 9. ágúst 1947, gift Þor- láki Hermannssyni, f. 23. janúar 1946, saman eiga þau 2 börn, fyrir átti Alma 2 börn. 3) Linda, f. 12. febrúar 1954, gift Ólafi Þór Gunn- arssyni, f. 17. apríl 1953, þau eiga 3 börn. 4) Agla, f. 11. október 1961, gift Stefáni Kristjáns- syni, f. 2. apríl 1957. Fyrir átti Agla 2 dætur og Stefán 1 dóttur. Jón bjó fyrstu 7 ár ævi sinnar í for- eldrahúsum og árið 1972 fluttist hann í Skálatúnsheimilið og dvaldist þar fram á dánardag. Síðustu árin bjó hann í sambýlinu Aust- urhlíð við Skálatún. Útför Jóns fer fram frá Lága- fellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verður í Gufu- neskirkjugarði. Þegar þú komst inn í líf mitt varð ég rík, öll árin með þér gerðu mig vitrari, að umgangast þig fyllti mig gleði og að fá alla ástina frá þér lyfti mér upp á æðra stig. Þú elskaðir að hlusta á tónlist. Sast löngum stundum við útvarpið og hlustaðir á allskonar lög. Skemmti- legust fundust þér lögin úr leikritum sem þú hafðir séð og var þetta lag í sérstöku uppáhaldi hjá þér: Dvel ég í draumahöll og dagana lofa. Litlar mýs um löndin öll liggja nú og sofa. Sígur ró á djúp og dal, dýr til hvílu ganga. Einnig sofna skolli skal með skottið undir vanga. (Þýð. Kristján frá Djúpalæk.) Það eru forréttindi að fá að vera systir þín, ég elska þig meira en orð fá lýst og sakna þín óendalega mikið og veit ekki hvernig mér á að takast það að líta bjartan dag aftur. Guð geymi þig. Þín systir Linda Róberts. Elsku besti bróðir minn. Þú varst ekki nema 7 ára þegar þú fluttir að heiman og upp á Skálatún. Vá, það var ekki neitt smá langt að keyra úr Kópavogi og upp í Mosó á þessum árum. Við pabbi fórum á föstudögum að ná í þig og þú varst heima um helgar. Þú varst alltaf svo glaður þegar við komum og ekki skemmdi það fyrir að fá prins póló og kók í hvert skipti. Þessi réttur var ávallt í uppáhaldi hjá þér, allt til enda. Mér fannst svona hálfgerður óþarfi að keyra þig til baka. Fannst ég alveg geta passað þig. „Kom on“. Ég var jú stóra systir þín. Heilum 4 árum eldri, og fannst ekki tiltökumál að passa þig. Maður á jú að passa systkini sín. Þú hafðir yndi af að fara í bílaleik og að raða bílunum þínum, það gerði enginn eins vel og þú. Allt gert í ró- legheitum. Undir ómaði annað hvort Kardimommubærinn eða Dýrin í Hálsaskógi. Í öll árin hljómuðu þessi 2 ævintýri. Fyrst af vinyl, svo af snældum og þá loks af CD. Alltaf var jafn gaman að hlusta með þér, því gleðin var alltaf söm. Húmorinn þinn og þær góðu stundir sem við áttum saman, þau ár sem þú fékkst hér í þessu lífi, ylja mér í sorg minni, þegar ég horfi á eft- ir þér inn í eilífðina. Ég fékk að passa þig alveg fram á síðasta andartak. Það voru forréttindi að eiga þig fyrir bróður. Þín er sárt saknað. Að eiga svona bróður með brosið sitt svo tært Svo yndislegur, svo góður mér alltaf verður kært. Ég bið guð að styrkja mömmu og pabba í þeirra miklu sorg. Hvíl í friði, ástin mín. Þín systir Agla. Leiðir okkar Jóns Róberts lágu saman haustið 1969 þegar ég kom fyrst inn á heimili tengdaforeldranna. Fyrstu minningarnar eru frá því þeg- ar við Linda vorum að passa hann og Öglu. Upp frá því urðu alltaf fagn- aðarfundir þegar ég hitti Jón Róbert. Við vorum vinir og það að vera vinur hans reyndist alveg sérstakt. Þannig varð mér síðar ljóst hvað það að vera vinur hans var mikils virði í þau skipti sem við Linda sáum um Jón Róbert þegar Róbert og Stella ásamt Öglu systur hans voru úti í Þýskalandi, þar sem Róbert var að leika. Meðal ann- ars fórum við upp á Skálatún um helgar, þar sem hann bjó, til að fara í sunnudagsbíltúr. Það var einn af þessum sunnudögum sem hann var heima hjá okkur og var að skoða myndaalbúm. Þá sér hann mynd af pabba sínum og segir „vinur minn“ og svo aðra mynd „vinur minn með skegg“. Þannig töluðu þeir feðgar til hvor annars, vinur minn. Í mínum huga eru það hrein for- réttindi að hafa fengið að vera vinur Jóns Róberts. Svo einlæg var vinátt- an og væntumþykjan að bæði þegar við heilsuðumst og kvöddumst þá var það með faðmlagi. Þannig heilsaði hann reyndar öllum vinum sínum. Ég var óvanur slíkum móttökum og kveðjum, en það vandist vel. Eins og gefur að skilja þá breyttist sam- bandið eftir því sem árin liðu frá því að hann er 4 ára til 43 ára. Við vorum fyrir löngu hættir að leika okkur í fót- bolta. En vinátta Jóns Róberts var til staðar allan þennan tíma og aldrei bara þar skugga á. Hans einlæga vin- átta var mannbætandi og gefandi, þar var ég þiggjandi. Og þannig verð- ur hann alltaf hluti af mér, vini hans. Guð blessi minningu Jóns Róberts. Ólafur Þór Gunnarsson. Elsku Busi Með þessum línum viljum við þakka þér samfylgdina, megi minn- ing þín lifa með okkur. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós. Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Elsku Stella og Róbert. Ykkar missir er mikill, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð Takk fyrir allt. Sigríður Kjartansdóttir, Margrét Pétursdóttir. Jón Róbert (Busi) minn! Veit ekki hvar ég á að byrja. Fyrst verð ég að þakka þér. Takk fyrir að vera þú og enginn annar. Takk fyrir þessi 35 ár sem ég þekkti þig. Takk fyrir að kenna mér að hver og einn er einstakur. Takk fyrir að gera mig að betri manneskju. Takk fyrir mig. Ég gæti skrifað efni í heila bók en það eru víst takmök á því hvað má skrifa mikið. Ég verð samt að segja eitthvað. Þú, Busi minn, ert og varst einstakur. Þú kennir mér svo margt. Á þinn hátt. Ég lærði þó aldrei að leika mér að bílum eins og þú. En ég þarf samt að taka þig til fyrirmyndar. Þú kenndir mér og okkur að gleyma ekki ástríðunni í okkur. Ef það er eitthvað sem á hug okkar þá á maður að gefa sig allan í það. Þú gerðir það. Þú gerðir gott betur enn það. Þú sagðir okkur í hljóði að lifa fyrir hvern dag, ekki keyra eftir baksýnis- peglinum og ekki að reyna að spá í framtíðina. Ég lofa að taka þig til fyr- irmyndar. Ég er alveg viss um að þú hafir fengið VIP passa til himna. Ef ekki þú þá á enginn það skilið. Ég veit líka að þar eru allir þínir uppáhaldsbílar og bílabrautir. Enginn til að trufla þig þegar þú ert að leika. Öll þín uppáhalds lög eru spiluð í útvarpinu og ef ég giska rétt þá hljómar núna „Hvað er að þér nú, hey, það vantar alla trú o.s.frv.“. Ég var svo heppin að fæðast inn í þína fjölskyldu og fá að kynnast þér strax frá fæðingu. Mamma sagði mér að þegar ég var nýfædd hefðir þú komið labbandi fram í stofu með mig í fanginu. Þú hafðir farið og sótt mig alveg sjálfur. Ég held að uppfrá því höfum við alltaf átt okkar sérstaka samband. Alltaf þegar ég hitti þig faðmaðir þú mig svo innilega og klappaðir mér á vangann, horfðir á mig og sagði „Gurrún“. Ég á eftir að sakna þess. Ég á eftir að sakna þín. Takk fyrir mig . Þín, Gurrún eða Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir. Elsku Busi minn, mikið er erfitt að skrifa þessi kveðjuorð. Nú er hvíldin komin, kallinn minn, þannig verð ég að hugsa, því líf þitt var ekki orðið auðvelt sökum sjúkdómsins. Því hef ég ákveðið að halda í allar góðu minn- ingarnar því þær eru jú svo margar. Ég vil minnast þín áður en sjúkdóm- urinn náði alveg tökum á þér, þú varst svo lífsglaður og fannst fátt skemmtilegra en að stríða aðeins. Ef eitthvað gerði mann órólegan fékk maður klapp á öxl og þú sagðir „Vertu róleg, bara alveg róleg.“ Ég minnist þess nú þegar ég hafði unnið í stuttan tíma í Austurhlíðinni og þú fórst út að hjóla, þér fannst það alltaf svo gaman, hjólaðir oft hring um svæðið og komst svo aftur. Í þetta skiptið komstu ekki strax aftur svo ég fór að leita að þér en enginn hafði séð þig. Mikið varð ég hrædd en rétt í því að ég tók upp tólið til að hringja í Siggu komstu inn um dyrnar, þú hafðir fengið útborgað þann daginn og bara ákveðið að skreppa út í sjoppu, komst brosandi inn með full- an poka af Prins Póló og Fanta. Ég reyndi að útskýra fyrir þér hversu hrædd ég hafði orðið og þú bara horfðir á mig einlægum augum, klappaðir mér á öxlina og sagðir „Nei, nei, Ásta mín, vertu alveg róleg, þetta er allt í lagi, bara róleg, Ásta mín.“ Svo fékk ég eitt af þínum faðm- lögum sem gátu jú læknað flest allt. Eftir að fólk hafði þekkt þig í nokk- urn tíma sagðirðu ekki aðeins nafn þess heldur gafstu nafni vina þinna vissan hljóm, sum nöfn voru sögð ró- lega og lágt, önnur hvellt en hvert og eitt hafði sinn hjóm og í hverjum hljómi bjó einhver einlægur kærleiki sem greip hjarta manns í hvert skipti. Síðustu skiptin sem ég hitti þig fékk ég ekki að heyra þennan hljóm en hann býr í minni mínu hjá öllum hin- um góðu minningunum. Þegar allir í Austurhlíðinni fóru til Portúgal var ég svo heppin að deila íbúð með þér, Sóleyju og Andreu vin- konu þinni. Á hverjum morgni vakn- aðir þú snemma og spurðir hvort við ættum ekki að fara að kaupa snúð og svona. Andrea var mest með þér en einn morguninn sagði ég henni að hvíla sig áfram og ég myndi rölta með þér, ég sé enn brosið þitt fyrir mér, fingur upp í loft og svo sagt „Einmitt, já, einmitt“ Á leiðinni fékk ég að heyra sögur um íþróttaálfinn og bæj- arfógetann Sebastían. Svo fannstu fullt af góðgæti fyrir okkur, því þú varst jú alltaf mikill sælkeri. Ég á svo margar fleiri minningar, sumar bara fyrir okkur sem ég veit við munum ræða og hlæja að seinna er við hittumst aftur. Núna í hugan- um breiði ég yfir þig í síðasta sinn, allt eftir kúnstarinnar reglum, hver geisladiskur á réttum stað á hillum og í gluggakistum, teppið ofan á sæng- inni, stórt faðmlag og góða ferð yfir, kæri vinur. Þín vinkona, Ásta Hrönn. Elsku Busi okkar, núna ertu kom- inn á stað þar sem þér líður vel, þar getur þú farið að hjóla aftur og fengið þér eins mikið af kók og prins póló og þig lystir. Jón Róbert var einstök persóna með sterkan karakter og stórt hjarta. Það sem lýsir Jón Ró- berti best var að hann var alltaf svo glaður og hafði stjórn á öllu. Hann var alltaf svo duglegur og var ávallt tilbúinn til að hjálpa til við húsverkin, sem hann gerði óaðfinnanlega. Aust- urhlíð verður ekki söm án þín og við munum sakna þín, elsku besti vinur. Eins og þú sagðir alltaf sjálfur eiga öll dýrin í skóginum að vera vinir og vitum við að þú átt eftir að gæta þess á þeim stað sem þú ert á núna, alveg eins og þú hefur alltaf gert. Með vögguvísu úr einu uppáhaldsleikrit- inu þínu kveðjum við þig í dag. Dvel ég í draumahöll og dagana lofa. Litlar mýs um löndin öll liggja nú og sofa. Sígur ró á djúp og dal, dýr til hvílu ganga. Einnig sofna skolli skal með skottið undir vanga (Thorbj. Egner / Kristján frá Djúpalæk.) Þínar vinkonur, ÞÓRA Hrund (Dórða)og Heiða (Heirrða.) Jón Róbert Róbertsson Elsku Busi. Þökkum þér ógleyman- legar samverustundir. Min- nig þín mun ávallt lifa í hjört- um okkar. Guð geymi þig. Margt er í minninga heimi mun þar ljósið þitt skína, englar hjá guði þig geymi við geymum svo minningu þína. (Höf. ók.) Þínir vinir í Austurhlíð. Sóley, Elías, Halldór, Karl og Reynir. HINSTA KVEÐJA Það er með þungri sorg í hjarta sem ég kveð Sigga eftir hátt í 50 ára vináttu. Ég trúi því ekki enn að þessi stóri, kröftugi og glaðværi maður sé farinn. Ég á enn von á honum til að borða góðan skerf af veisluföngunum og rétta af ostinn með venjubundnu fjasi um það hvort ekkert okkar kunni virkilega að skera ost. Sigurður Már Austmar Sigurgeirsson ✝ Sigurður MárAustmar Sig- urgeirsson fæddist í Reykjavík 29. maí 1946. Hann lést mið- vikudaginn 26. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogskirkju 8. desember. Ég var 11 ára og hann 16 ára þegar fjölskylda hans flutti á Starhagann og vin- áttan við þau hefur haldist síðan. Það rennur margt í gegn- um hugann þegar kvatt er eftir svo langa samfylgd. Ég sé hann fyrir mér hlaup- andi á sínum löngu leggjum til að fanga fyrir mig músarunga, nýbakaðan 18 ára lög- reglumann í nýja ein- kennisbúningnum sínum, í útilegum þar sem við reyndum meðal annars að dansa gömlu dansana í gúmmí- stígvélum á grasbala, hann steig og ég hljóp. Þegar við sátum með Sól- veigu frænku hans vikugamla grát- andi þannig að tárin sprautuðust í allar áttir en við vorum sammála um það eitt að hitt ætti að leggja í það þrekvirki að reyna að skipta á henni. Sitjandi brosandi og borð- andi við hlaðin borð af mat eða kök- um en það var hrein unun að gefa honum að borða. Ég man ekki til þess að honum hafi þótt nokkuð vont, kannski aðeins misgott, og magnið var fáheyrt. Það var heppni að farið var að selja niðursneitt brauð og álegg áður en við krakk- arnir fórum að fara heim til mín til að borða það sem var til í eldhúsinu eftir bíltúra og útivist. Annars hefði ég aldrei haft undan við að smyrja. Siggi var skapmaður og aldrei nein lognmolla í kringum hann en umfram allt var hann glaður, hlát- urmildur og stríðinn. Hann var ein- staklega góður gömlu fólki og börn- um og óvenju natinn við fjölskyldu sína og vini. Það eru fáir sem hafa sinnt mæðrum sínum af sömu alúð og Siggi gerði en þau bjuggu sam- an þar til hann stofnaði eigin fjöl- skyldu. Hann fór með henni í heim- sóknir, innanbæjar og utan, og eftir að mamma mín var orðin ekkja naut hún oft góðs af. Hann elskaði börn og hafði alltaf tíma til að sinna þeim, jafnvel bara til að stríða smá, og frænkur hans skipuðu sérstakan sess í huga hans og hann í þeirra. Skýrust er þó myndin af fjölskyldu- manninum en það var stærsta lán hans í lífinu að kynnast Hlíf. Það var yndislegt að sjá gleði hans og stolt þegar þau eignuðust Sigurgeir Má og Ólöfu Völu. Allt líf þeirra snerist um börnin og heimilið. Hann skipti alltaf aðeins um tón- tegund, þegar hann nefndi nöfnin þeirra og naut þess umfram allt annað að vera með þeim. Það var líka yndislegt að sjá að það var gagnkvæmt og hvað sambandið við tengdabörnin varð traust. Ég og strákarnir mínir sendum Hlíf, Sigurgeiri Má, Ólöfu Völu, Sæmu, Einari, systkinunum, frænk- unum og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að láta sorgina víkja fyrir góð- um minningum um einstakan og góðan mann. Sigga þakka ég sam- fylgdina og vináttuna og vonast til að hitta hann síðar við veisluborð himinsins. Ingibjörg. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.