Morgunblaðið - 11.02.2009, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 1. F E B R Ú A R 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
40. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
BEIN ÚTSENDING Á LAUGARDAG
HVERJUM TEKST AÐ
SYNGJA TIL SIGURS?
ÍSLAND - LIECHTENSTEIN
Tækifæri til að ná
fram hefndum
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
SKILANEFND Glitnis mun leggja
Moderna, dótturfélagi Milestone, til
stóraukið rekstrarfé ef nýjar hug-
myndir um endurskipulagningu
Milestone ganga eftir, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins.
Þá munu núverandi eigendur
Milestone, bræðurnir Karl og Stein-
grímur Wernerssynir, missa alla
eign sína í félaginu en fyrri hug-
myndir höfðu gert ráð fyrir því að
þeir gætu eignast allt að 40 prósent í
því á ný ef allt gengi eftir.
Sjóvá kemur heim til Íslands
Tryggingafélagið Sjóvá, sem er í
eigu Moderna, verður fært undir ís-
lenskt eignarhald sem hluti af þess-
ari endurskipulagningu. Heimildir
Morgunblaðsins herma að skila-
nefnd Glitnis hafi lagt mikla áherslu
á að slík tilfærsla yrði hluti af ferlinu.
Öll endurskipulagning á starfsemi
Milestone þarf að samþykkjast af
Sænska fjármálaeftirlitinu (FI) þar
sem Milestone seldi allar íslenskar
eignir sínar til Moderna í Svíþjóð í
janúar 2008, en það félag er að fullu í
eigu Milestone. FI þarf að sam-
þykkja hvort aðilar geti farið með
ráðandi eignarhluti í skráðum og eft-
irlitsskyldum félögum þar í landi.
Viðræður um endurskipulagn-
inguna hafa staðið yfir á milli skila-
nefndar Glitnis og FI að undanförnu
og samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er búist við svari frá FI um
hvort af verði í dag. Vonast er til að
margir tugir milljarða króna bjarg-
ist upp í kröfur á gamla Glitni gangi
endurskipulagningin eftir.
Nýtt rekstrarfé
og Sjóvá flutt heim
Karl og Steingrímur Wernerssynir missa eign í Milestone
Í HNOTSKURN
»Fjárfestingarfélagið Mile-stone hefur verið í eigu
bræðranna Karls og Stein-
gríms Wernerssona.
»Milestone hefur verið eig-andi Sjóvár gegnum dótt-
urfélag sitt, Moderna í Sví-
þjóð.
Bræðurnir missa | 16
LEIFUR Guðjónsson, sjómaður í Grindavík, reri
ásamt félaga sínum út með 28 bala í fyrrinótt og
fengu þeir tæp fjögur tonn. „Ég er mjög sáttur
við aflann og skiptingin var líka fín, þorskur til
helminga og svo annað. Við fengum til dæmis
tonn af ýsu og 600 kg af löngu.“
Leifur, sem hefur verið á sjónum í 19 ár með
stuttu hléi, eða frá því að hann var 16 ára, starf-
ar hjá Grímsnesi ehf. og rær út á Víkingi KE 10
af gerðinni Gáska 1100. Kvótinn er tekinn á
leigu og veitt er á balalínu.
„Við höfum verið að fá allt frá tveimur tonnum
upp í átta tonn,“ segir Leifur sem heldur út á
miðin klukkan 3 til 4 að nóttu. Heim kemur hann
klukkan 5 til 6. „Hluti aflans fer á markað en eig-
andinn tekur stærri þorskinn til sín. Hann saltar
hann og gerir meiri verðmæti úr honum,“ grein-
ir Leifur frá. | 13
Tæp fjögur tonn á 28 bala í túrnum
Morgunblaðið/RAX
Á UPPBOÐI
Gallerís Foldar á
mánudags-
kvöldið seldist
verk eftir Svavar
Guðnason fyrir
4,4 milljónir
króna að við-
bættum uppboðs-
gjöldum. Þá seld-
ist verk eftir
Þorvald Skúla-
son á 1,5 milljónir króna, verk eftir
Kjarval úr Gálgahrauni á sama
verði og málverk eftir Nínu
Tryggvadóttur fyrir 1.350 þúsund
krónur. »42
Verk eftir Svavar Guðnason
selt á 4,4 milljónir
Svavar
Guðnason
ELDUR kom upp í einum klefa á
Litla-Hrauni í gærkvöldi og voru
bæði lögregla og slökkvilið kölluð á
staðinn. Að sögn Margrétar Frí-
mannsdóttur, forstöðumanns fang-
elsisins, gekk greiðlega að slökkva.
Segir hún engin meiðsl hafa orð-
ið á fólki og óverulegar skemmdir,
en reykræsta þurfti fangelsið. Að-
spurð segir hún grun um íkveikju,
en málið er nú í höndum lögregl-
unnar sem mun rannsaka það.
Spurð um aðdraganda þess segir
Margrét að þær aðstæður hafi
skapast að loka hafi þurft menn
inni á einni deild fyrr en áætlað var,
sem sé gert t.d. vegna fíkniefna-
mála eða eineltis, og í framhaldinu
hafi eldurinn kviknað. „Starfsfólkið
brást hárrétt við og því skapaðist
aldrei hættuástand.“ silja@mbl.is
Grunur um íkveikju í
fangelsinu á Litla-Hrauni
Morgunblaðið/RAX
MIKIL pólitísk óvissa virðist fram-
undan í Ísrael eftir mjög tvísýnar
þingkosningar í gær og leiðtogar
tveggja stærstu flokkanna gerðu
báðir tilkall til embættis forsætis-
ráðherra.
Miðflokknum Kadima, undir for-
ystu Tzipi Livni utanríkisráðherra,
var spáð 29-30 þingsætum af 120.
Likud, hægriflokkur Benjamins
Netanyahus, fékk 27-28 sæti, ef
marka má útgönguspár sjónvarps-
stöðva.
Flokki harðlínumannsins Avig-
dors Liebermans var spáð 14-15
sætum. Verkamannaflokkurinn mun
hafa fengið 13 sæti og er það mesta
afhroð flokksins í þingkosningum.
„Ljóst er að Ísraelar hafa kosið að
lama friðarferlið,“ sagði Saeb Erek-
at, aðalsamningamaður Palest-
ínumanna. | 17
Reuter
Fögnuður Stuðningsmenn Kadima fagna fyrstu kjörtölum í Ísrael í gær.
Gera báðir tilkall
til stjórnarforystu