Morgunblaðið - 11.02.2009, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
MAGNÚS Gunnarsson og Valur Valsson óskuðu
eftir því í gær að þeir yrðu leystir frá störfum sem
stjórnarformenn Nýja Kaupþings banka hf. og
Nýja Glitnis hf. Þeir sendu Steingrími J. Sigfús-
syni fjármálaráðherra bréf þess efnis í gær.
Í því segir meðal annars: „Okkur er ljóst að í
báðum stjórnarflokkunum eru uppi óskir um
mannabreytingar í stjórnum bankanna og á Al-
þingi í gær staðfesti forsætisráðherra að það væri
til umræðu. Næstu vikur og mánuði þarf hins veg-
ar að taka erfiðar ákvarðanir í bönkunum og mik-
ilvægt að þeir sem taka þær ákvarðanir hafi til
þess óskorað umboð og traust.“ Vísuðu þeir til um-
ræðu á Alþingi þegar Geir H. Haarde, fyrrverandi
forsætisráðherra, spurði Jóhönnu Sigurðardóttur
Magnús og Valur sitji áfram
Fjármálaráðherra vill að Magnús Gunnarsson og Valur Valsson verði áfram for-
menn bankaráða Nýja Kaupþings og Nýja Glitnis Óljóst hvort þeir halda áfram
Magnús
Gunnarsson
Valur
Valsson
Steingrímur J.
Sigfússon
forsætisráðherra hvort til stæði að gera manna-
breytingar í bankaráðunum. Jóhanna svaraði því
til að ekki væri hægt að útiloka neitt í þeim efnum.
Geir varaði við því að gera breytingar á ráðunum
og sagði það hafa verið gæfulegt hversu vel hefði
tekist til þegar bankaráðin voru mönnuð. Stein-
grímur J. Sigfússon fjármálaráðherra óskaði eftir
því í gær að Magnús og Valur sætu áfram í banka-
ráðunum og gegndu þar formennsku fram að aðal-
fundum bankanna í apríl. Magnús og Valur tóku
við störfum sem stjórnarformenn nýju bankanna í
nóvember í fyrra. Þeir voru stofnaðir á grunni inn-
lendrar starfsemi gömlu bankanna þriggja, Glitn-
is, Kaupþings og Landsbanka, sem voru teknir yf-
ir í byrjun október.
Í HNOTSKURN
» Í bréfi Magnúsar Gunn-arssonar og Vals Vals-
sonar kemur fram að þeir hafi
rætt við fjármálaráðherra um
það á fundi 6. febrúar að þeir
hættu störfum ef vilji væri til
breytinga.
» Stefnt er að því að haldaaðalfundi bankanna í apríl
þegar efnahagsreikningar
þeirra liggja fyrir. Vinnu við
mat á eignum og skuldum
gömlu og nýju bankanna er
enn ekki lokið.
LOFTMENGUNIN var yfir heilsuvernd-
armörkum við helstu umferðargötur á höf-
uðborgarsvæðinu í gær þegar umferðin var sem
mest.
Kalt var í lofti, lítill raki og logn og götur
þurrar. Anna Rósa Böðvarsdóttir, heilbrigð-
isfulltrúi hjá umhverfis- og samgöngusviði
Reykjavíkur, segir götur almennt hafa verið
blautar frá áramótum. Mikið ryk hafi safnast á
þær og þess vegna verði mengunin meiri þegar
þær fari að þorna.
Umhverfis- og samgöngusvið borgarinnar
hvetur fólk til að hvíla bílinn í slíku veðri og taka
heldur strætó. Jafnframt að hafa ekki farartæki
í lausagangi að óþörfu en kvartanir um slíkt hafa
borist heilbrigðiseftirlitinu að undanförnu.
Kjósi menn að ganga eða hjóla til og frá vinnu
og skóla ættu þeir ekki að gera það meðfram
miklum umferðargötum þegar hætta er á loft-
mengun. Þeir sem eru með viðkvæm önd-
unarfæri ættu að forðast helstu umferðargötur
þegar hætta er á mikilli mengun. Fylgjast má
með vefmæli á heimasíðu Reykjavíkurborgar.
ingibjorg@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Loftmengunin yfir heilsuverndarmörkum
KAFARA var bjargað úr höfninni í
Garði á Reykjanesi á sjöunda tím-
anum í gær. Hafði kafarinn lent í
vandræðum rétt utan við höfnina.
Var hann að koma að landi þegar
mikill straumur greip hann og bar
frá landi. Maður sem var á bryggj-
unni í Garði að fylgjast með köf-
uninni kallaði eftir aðstoð.
Björgunarsveitin Ægir frá Garði,
Sigurvon frá Sandgerði og Björg-
unarsveitin Suðurnes voru kallaðar
út og fóru bátar af stað til bjargar
manninum. Náðist hann um borð í
slöngubát Ægis og reyndist ágæt-
lega á sig kominn þrátt fyrir volkið.
„Þegar ég varð þess áskynja hvað
var að gerast kallaði ég til félaga
minna og bað þá að redda bát úr
höfninni. Því það var algjörlega von-
laust fyrir mig að komast upp úr þar
sem ég var með gríðarstóra mynda-
vél á bakinu sem straumurinn greip
í,“ sagði kafarinn í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi, en hann hefur
stundað köfun síðan 1983.
„Ég hef oftsinnis áður kafað á
þessum stað, en að þessu sinni sköp-
uðust einhverjar þær aðstæður sem
gerðu það að verkum að það mynd-
aðist frákast frá klettunum sem
veldur því að það er ógerlegt að
komast að þeim,“ segir kafarinn og
tekur fram að hann hafi eftir uppá-
komuna heyrt af köfurum sem lent
hafi í svipaðri reynslu á sama stað
fyrir stuttu og því ljóst að fara þurfi
varlega á þessum stað.
Kafara bjargað úr sjónum
Segir ógerning hafa verið að komast að
klettunum við Garð vegna frákasts
Morgunblaðið/Hilmar Bragi
Björgun Sjúkraliðar og björgunarsveitarmenn koma kafaranum til að-
stoðar og flytja hann til aðhlynningar á sjúkrahúsinu í Keflavík.
GEIR H. Haarde,
fyrrverandi for-
sætisráðherra og
þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins,
segir það dap-
urlegt að Jó-
hanna Sigurð-
ardóttir hafi ekki
lýst yfir stuðningi
við formenn
bankaráðanna. „Forsætisráðherra
fékk tilefni til þess að lýsa yfir stuðn-
ingi við þá [Magnús og Val innsk.
blm.] en gerði það ekki. Mér þætti
mjög miður ef þeir létu af störfum.
Ég bað þá að taka þetta að sér á sín-
um tíma, enda verkin framundan
krefjandi. Mér finnst mjög miður
hvernig forsætisráðherra og rík-
isstjórnin hefur beitt kröftum sínum
gegn bankaráðum nýju bankanna.
Þetta vekur líka upp spurningar um
pólitísk afskipti af starfsemi bank-
anna. Þau blasa við en ég veitti þess-
um mönnum loforð um að bankaráð-
in myndu ekki þurfa að búa við
pólitísk afskipti.“ magnush@mbl.is
Sýnileg, póli-
tísk afskipti
Geir H. Haarde
KONAN sem
fannst látin í
Kapelluhrauni,
sunnan Hafn-
arfjarðar, á
fimmtudag hét
Sirrey María Ax-
elsdóttir, til
heimilis í Reykja-
vík. Sirrey var 37
ára gömul, fædd
11. ágúst 1972.
Hún lætur eftir sig tvo syni.
Konan sem
fannst látin
Sirrey María
Axelsdóttir
ÞORGERÐUR
Katrín Gunnars-
dóttir, þingmað-
ur Sjálfstæðis-
flokksins, sækist
ekki eftir kjöri
sem formaður
flokksins, heldur
eftir endurkjöri
sem varafor-
maður. „Mér líð-
ur þannig að í
stað þess að fara í kosningabaráttu,
sem gæti orðið harðvítug, vil ég
beina kröftum mínum í innra starf-
ið og þá ekki síst í þá endurskoðun
og endurmat sem þarf að fara
fram.“ Hún sækist jafnframt eftir
að vera í forystu í Kraganum, en
kjördæmisráð flokksins ákvað í
gær að viðhafa þar prófkjör.
ingibjorg@mbl.is
Fer ekki í
formannskjör
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir