Morgunblaðið - 11.02.2009, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009
„ÉG er innilega þakklát og hrærð,“ sagði Sigríð-
ur Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi, þegar
hún tók á móti Eyrarrósinni við hátíðlega athöfn
á Bessastöðum í gær. Sagðist hún tileinka verð-
launin starfsfólki Landnámssetursins sem og öll-
um þeim sem lagt hefðu verkefninu lið. Tók hún
við viðurkenningunni ásamt manni sínum, Kjart-
ani Ragnarssyni, forstöðumanni setursins.
„Menning og listir hafa alla tíð verið mik-
ilvægur hluti af sjálfsmynd íslenskrar þjóðar og
Íslendingasögurnar eru, í okkar seinni tíð, taldar
merkilegar, ekki fyrir víkinga og átökin sem þær
segja frá, heldur fyrir þá staðreynd að þær voru
skrifaðar og ekki síst fyrir það hvernig þær voru
skrifaðar. Það er því mikil huggun fyrir okkur
núna þegar við eigum í erfiðleikum sem þjóð, að
við eigum samt fullan möguleika á því að afkom-
endur minnist okkar fyrir það að við sköpuðum
menningu og sköpuðum hana vel, frekar en fyrir
einstaka víkingaorrustur og áföll,“ sagði Katrín
Jakobsdóttir, menntamálaráðherra. silja@mbl.is
Mikilvægur hluti sjálfsmyndar okkar
Eyrarrósin kom í hlut Landnámsseturs Íslands þegar hún var veitt í 5. sinn í gær Að auki voru
tilnefnd Eyrbyggja, sögumiðstöð í Grundarfirði, og Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi
Í HNOTSKURN
»Eyrarrósin er sérstök við-urkenning fyrir fram-
úrskarandi menningarverk-
efni á landsbyggðinni sem
Listahátíð í Reykjavík,
Byggðastofnun og Flugfélag
Íslands standa að. Verndari
Eyrarrósarinnar er Dorrit
Moussaieff, forsetafrú.
»Handhafi Eyrarrós-arinnar fær 1,5 milljónir
kr. í verðlaunafé og verð-
launagrip eftir Steinunni
Þórarinsdóttur.
»Næsta frumsýning seturs-ins er Sturlunga í með-
förum Einars Kárasonar.
Morgunblaðið/Golli
Á Bessastöðum Dorrit Moussaieff, Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og Kjartan Ragnarsson.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„ÞETTA er það allra versta sem ég
hef séð í 28 ár. Það er engin spurn-
ing. Staðan er ömurleg, það er að-
eins eitt orð yfir hana,“ segir Þórir
Þorvarðarson, ráðningarstjóri hjá
Hagvangi, sem dregur upp dökka
mynd af vinnumarkaðnum.
„Ástandið síðan í haust er ekkert
sambærilegt við það sem hún hefur
verið síðustu þrjú til fjögur ár,“ seg-
ir Þórir, sem telur samdráttinn í
fjölda auglýstra starfa nema 70-80%.
Nú séu á milli 3.000 og 4.000
skráðir í atvinnuleit hjá Hagvangi.
Gunnar Haugen, framkvæmda-
stjóri Capacent Ráðninga, kveðst
ekki hafa á reiðum höndum hver
samdrátturinn sé í prósentum.
„Það er vissulega samdráttur. Við
erum ekki að auglýsa nærri því jafn
mikið af störfum og við höfum gert.“
Gunnar tekur hins vegar fram að
árin 2007 og 2008 hafi verið „fráviks-
ár í eftirspurn eftir vinnuafli“.
„Ef maður miðar við það verður
allt sem kemur á eftir minna, en ég
hugsa að þetta sé ekkert ólíkt því
sem var 2004 og 2005. Við erum að
hverfa aftur til þessara ára í fjölda
starfsauglýsinga,“ segir Gunnar.
Inntur eftir því hvort Capacent
einbeiti sér fyrst og fremst að störf-
um í hærri launaþrepum segir
Gunnar áhersluna vera á sérfræð-
inga og stjórnendur. Á hinn bóginn
annist systurfyrirtækið Vinna.is
ráðningar á verkafólki og að þar
megi merkja mun meiri samdrátt.
Athyglivert er að rýna í tölur úr
mánaðarskýrslum Vinnumálastofn-
unar um lausar stöður á skrá hjá
stofnuninni um land allt. Þar kemur
þannig fram að í október 2007 voru
259 á skrá, 306 í nóvember, 251 í
desember en 312 í janúar 2008.
Sömu mánuði á tímabilinu 2008 til
2009 voru 296 á skrá í október, 292 í
nóvember, 235 í desember og 184 í
janúar, eða alls 1.007 á móti 1.128 á
tímabilinu árið áður.
Opinberu störfin bætast við
Inntur eftir skýringum á því
hvers vegna svo litlu muni á fjölda
skráðra starfa á milli ára segir
Frank Friðrik Friðriksson, hag-
fræðingur hjá Vinnumálastofnun, að
í ágúst í fyrra hafi bæst við störf á
Starfatorginu og að með því hafi
komið inn störf hjá hinu opinbera. Í
fljótu bragði myndi hann ætla að
meiri munur væri á þessum tölum,
ef ekki hefði komið til þessi viðbót
hins opinbera.
Vinnumálastofnun merkir áber-
andi samdrátt fyrir norðan og segir
Tómas Hermannsson, vinnumiðlari
hjá útibúi hennar á Norðurlandi
eystra, að frá því í janúar á þessi ári
hafi alls níu störf komið inn á borð
stofnunarinnar á Akureyri.
Morgunblaðið/Arnaldur
Ljós í myrkrinu Ef hugmyndir um gagnaver verða að veruleika styrkist staða tölvunarfræðinga enn frekar. Störf ættu því að bíða ungs tölvuáhugafólks.
„Það allra versta í 28 ár“
Ráðningarstjóri Hagvangs dregur upp dökka mynd af vinnumarkaðnum
Miklu minna en áður um starfsauglýsingar hjá Capacent Ráðningum
Morgunblaðið/ÞÖK Morgunblaðið/Kristinn
STARFSFÓLK Akureyrarbæjar
hafði úr vöndu að ráða þegar bær-
inn auglýsti nýverið um 20 stöðu-
gildi á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli.
Þannig lögðu alls 116 umsækj-
endur fram umsóknir í um 20 stöð-
ur lyftuvarða, matráðs, svæðis-
stjóra, tækjamanns og umsjónar-
fólks með miðasölu, að sögn Höllu
Margrétar Tryggvadóttur, starfs-
mannastjóra Akureyrarbæjar.
Akureyringar sýndu einnig mik-
inn áhuga á lausri stöðu í verslun
Benetton á Glerártorgi, þar sem um
50 manns sóttu um hana.
Með líku lagi sótti hópur fólks um
starf í afgreiðslu í Kristjánsbakaríi
og vakti athygli á hversu breiðu
aldursbili umsækjendur voru.
Hjá Heru Kristínu Óðinsdóttur,
auglýsingastjóra hjá Dagskránni,
fengust þær upplýsingar að innan
við fimm störf hefðu verið auglýst í
blaðinu frá áramótum. Greinilegt
væri að slíkum auglýsingum hefði
fækkað miðað við síðustu ár.
Slegist um
fáar stöður
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Eftirsótt Lyfturnar í Hlíðarfjalli.
„ÞAÐ vilja allir
ráða forritara,
kerfisfræðinga
og tölvunar-
fræðinga. Ég
hef ekki orðið
var við neinn
samdrátt
þarna,“ segir
Gunnar Haug-
en, fram-
kvæmdastjóri Capacent Ráðninga.
„Menn eru að manna upp hjá
sér deildir sem ekki var hægt að
gera áður, en að sama skapi er lít-
ið sem ekkert framboð á fólki
með þessa menntun [...] Þetta er
stétt sem er erfitt að komast í og
vera góður. Þetta er hreinlega
mjög eftirsótt vinnuafl og það
hafa til að mynda verið hér norsk
fyrirtæki að ná í sér íslenska for-
ritara og tölvufólk. Þá hafa Ís-
lendingar verið að reyna að flytja
inn tölvufólk undanfarið,“ segir
Gunnar, sem bendir líka á að bók-
arar séu alltaf vinsælir starfs-
kraftar.
Tækifæri til að fullmanna tölvudeildirnar
Gunnar Haugen
14.155
á atvinnuleysisskrá í dag
ERNA Hauksdóttir, framkvæmda-
stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar,
segir það gefa augaleið að mörg
störf muni skapast í ferðaþjónustu í
sumar, hversu mörg þau verði fari
eftir fjölda ferðamanna, en of
snemmt sé að áætla hann.
Spurð hvort vonir standi til að ár-
ið í ár slái met í fjölda ferðamanna
bendir Erna á að síðustu ár hafi
verið metár og að það yrði því varn-
arsigur ef jafn margir kæmu í ár og
í fyrra. Ferðaþjónustan skili um
19% af gjaldeyristekjum þjóð-
arinnar, auk þess sem neysla ferða-
manna, erlendra og innlendra, hafi
numið 135 milljörðum kr. í fyrra.
Vongóð um
sumarstörf
Atvinnumálin í brennidepli