Morgunblaðið - 11.02.2009, Síða 9

Morgunblaðið - 11.02.2009, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÚRSKURÐUR Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp á mánudag í tæplega sex ára gömlu dómsmáli gegn Glitni gæti dregið verulegan dilk á eftir sér. Í við- skiptaráðuneytinu hefur um nokkurt skeið verið unnið að frumvarpi sem er meðal annars ætlað að stoppa í það lagalega gat sem úrskurðurinn virð- ist hafa afhjúpað. Úrskurðurinn féll í máli sem höfð- að var árið 2002 en sá sem stefndi bankanum krafðist skaðabóta þar sem skilyrði til gjaldþrotaskipta á búi hans hefðu ekki verið fyrir hendi. Í úrskurðinum reyndi í fyrsta skipti á ákvæði sem sett var í lög um fjár- málafyrirtæki um miðjan nóvember síðastliðinn um að bannað væri að höfða mál gegn fjármálafyrirtækjum í greiðslustöðvun (Glitni, Kaupþingi og Landsbankanum) og eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær komst héraðsdómur að þeirri nið- urstöðu að bannið bryti í bága við stjórnarskrána. Nánar tiltekið braut bannið gegn ákvæði 70. greinar stjórnarskrár- innar sem byggist á 6. grein í mann- réttindasáttmála Evrópu um að öll- um beri réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér með réttlátri dóms- meðferð innan hæfilegs tíma. Ekki skotið til Hæstaréttar Úrskurðinn er ekki hægt að kæra til Hæstaréttar þar sem í honum er kröfu Glitnis um að málinu verði frestað um óákveðinn tíma hafnað og því mun málið fá efnislega meðferð í dómskerfinu áður en það kemur til kasta Hæstaréttar. Þá fyrst getur Hæstiréttur skorið úr um hvort bannið standist stjórnarskrá eður ei. Þangað til ríkir því veruleg rétt- aróvissa um gildi þessa banns. Hefði héraðsdómur fallist á frestun, hefði á hinn bóginn mátt skjóta úrskurðinum til Hæstaréttar. „Þetta gæti verið hið versta mál,“ sagði Ólafur Haraldsson, hæstarétt- arlögmaður hjá lögmannsstofunni Lex, sem varði Glitni í þessu máli. Nú væri komin upp óvissa um gildi lag- anna og sumir gætu litið svo á að þeir hefðu nú betri möguleika en áður á að sækja kröfur á hendur bönkunum. Það væri þó ekki endilega víst að málshöfðanir gegn bönkunum myndu hrannast upp því lögmenn hefðu al- mennt talið að mikill vafi væri á að bannið stæðist stjórnarskrá og bann- ið eitt og sér hefði því ekki verið mikil hindrun. Þá benti Ólafur á að rétt- arreglur væru með þeim hætti að ef einhver myndi höfða nýtt mál og ekki yrði heldur fallist á að því yrði vísað frá dómi á grundvelli fyrrnefnds banns, þá myndi það mál einnig fara sína leið til Hæstaréttar. Ráðherra hafði efasemdir Bannið gegn málshöfðun gegn fjár- málafyrirtækjum átti að gilda meðan greiðslustöðvun stendur. Það verður þó að hafa í huga að ekki er um hefð- bundna greiðslustöðvun að ræða, heldur eru gömlu bankarnir þrír í meðferð sem er e.k. blanda af greiðslustöðvun og gjaldþrota- meðferð. Þegar fyrirtæki verður gjaldþrota er ekki hægt að höfða mál gegn þrotabúinu með beinum hætti, heldur þarf að gera kröfu í þrotabúið sem skiptastjóri tekur afstöðu til. Ágreiningi milli kröfuhafa og skipta- stjóra er síðan hægt að skjóta til dómstóla. Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að ráðuneytið hefði um nokkurt skeið verið að smíða frum- varp sem gerði ráð fyrir að máls- höfðun gegn fjármálafyrirtækjunum yrði leyfð innan ákveðins ramma, sem væri hliðstæður þeim sem gildir um gjaldþrota fyrirtæki. Í þessu fæl- ist engin afstaða ráðuneytisins, s.s. viðurkenning á því að bannið stæðist ekki stjórnarskrá en með frumvarp- inu væri hins vegar greitt úr þeim hnút sem hefði myndast í málinu. „Áður en ég kom í ráðuneytið var ég mjög efins um að þetta málshöfð- unarbann væri eðlilegt en þetta eru engin sérstök viðbrögð við því,“ sagði Gylfi. Hann vildi ekki greina nánar frá efni frumvarpsins en sagði stutt í að það yrði kynnt í ríkisstjórn. Bannið bannað  Úrskurði um að bann gegn málshöfðun brjóti gegn stjórn- arskrá ekki skotið til Hæstaréttar  Stoppað verður í gatið Morgunblaðið/Ómar Ólög Héraðsdómur Reykjavíkur telur að lög um bann við málshöfðun sem Alþingi setti standist ekki stjórnarskrá. Bannið gegn máls- höfðun gegn fjár- málafyrirtækjum var lögfest á Alþingi 13. nóvember sl. og var hluti af viðameiri breytingum á lögum um fjármálafyrirtæki. Þessar lagabreyt- ingar voru nokkurs konar framhald neyð- arlaganna marg- umræddu og voru gjarnan kölluð neyðarlög tvö. Frumvarpið var lagt fram 6. nóvember en tók síðan verulegum breytingum meðan málið var í meðförum þingsins, ekki að frumkvæði alþingis heldur annarra stofn- ana. Í upphaflegu frumvarpi er ekkert getið um bannið og það var raunar ekki sett inn í frumvarpið fyrr en 13. nóvember, sama dag og gengið var til atkvæða um það. Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi frumvarpið og hinn mikla flýti sem einkenndi málsmeðferðina harkalega og varaði ítrekað og sterklega við því að bann gegn málshöfðun bryti gegn stjórn- arskránni. Í Morgunblaðinu í gær sagði Atli að Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, hefði hunsað viðvörunarorð sín. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Sturla að það væri alls ekki rétt að hann hefði hunsað viðvörun Atla. Þegar Atli hefði bent á að í frum- varpinu fælist stjórnarskrárbrot hefði hann kallað formann viðskipta- nefndar, Ágúst Ólaf Ágústsson, og fleiri sem höfðu með málið að gera á sinn fund og gert grein fyrir þessum varnaðarorðum. Á þeim fundi hefði formaðurinn sagt að ýmsir sérfræðingar hefðu sagt að ákvæðið stæðist og að meirihluti nefndarinnar væri sama sinnis. Þá væri verið að und- irbúa frekari breytingar á þessari löggjöf. Í þessu ljósi hefði hann ekki treyst sér til að neita að taka málið á dagskrá í þinginu. Það væri alvar- legt ef óvissa væri um hvort lög stæðust stjórnarskrá en minnti jafn- framt á að Hæstiréttur hefði ekki fjallað um málið. Atli sagði í gær að orð hans hefðu ekki verið virt þó að þau hefðu e.t.v. ekki verið hunsuð en gjörningurinn væri hinn sami þrátt fyrir það. Ágúst Ólafur Ágústsson, þáverandi formaður viðskiptanefndar, sagði að meirihluti nefndarinnar hefði talið að lögin stæðust stjórnarskrá og það hefði einnig verið mat fulltrúa skilanefnda bankanna og fjármálaeft- irlitsins. Þá hefði fulltrúi FME sagt að óbreytt ástand væri „tifandi tíma- sprengja“ og því hefði nefndin verið undir mikilli tímapressu um að breyta lögunum. Þá benti hann á að nefndin hefði sjálf kallað eftir end- urskoðun laganna í ljósi þess hversu lítill tími var til afgreiðslu þeirra. Umdeilda ákvæðið sett inn á síðustu stundu Atli Gíslason Sturla Böðvarsson Ágúst Ólafur Ágústsson TÓLF líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina. Meiri- hluti þeirra, eða sjö, átti sér stað í miðborginni aðfaranótt laugardags. Flestar líkamsárásanna voru minni- háttar en tveir eða þrír karlar fóru þó nefbrotnir heim eftir skemmtanir næturinnar. Þá kinnbeinsbrotnaði einn maður á öldurhúsi en aðrir sem lentu í átökum um síðustu helgi sluppu með skrekkinn. Í flestum til- vikum voru bæði gerandi og þolandi undir áhrifum áfengis. Tilkynnt um tólf árásir LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu stöðvaði kannabisræktun í húsi í miðborginni sl. föstudag. Við húsleit fundust rúmlega 200 kannabis- plöntur á ýmsum stigum ræktunar. Karl á þrítugsaldri var handtekinn í þágu rannsóknar málsins. Í fram- haldinu voru framkvæmdar húsleitir á tveimur öðrum stöðum á höf- uðborgarsvæðinu. Á öðrum þeirra fundust ætluð fíkniefni og talsverðir fjármunir sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Húsleitirnar fóru fram eftir dóms- úrskurð, segir í tilkynningu. 200 kanna- bisplöntur Orðsending til skilanefnda og lögmanna. Önnumst fjármálaþýðingar · Afar snör handtök. Tilboð í öll verkefni · bafþýðingaþjónusta.is. Ákveðið hefur verið að prófkjör um val frambjóðenda Sjálfstæðisflokks- ins fyrir alþingiskosningar vorið 2009 fari fram laugardaginn 14. mars nk. Kjörnefnd gerir fyrirvara um fleiri prófkjörsdaga ef veður og færð hamla för ofangreindan prófkjörsdag. Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti: a) Gerð er tillaga til kjörnefndar innan ákveðins framboðsfrests sem kjörnefnd setur. Tillagan er því aðeins gild að hún sé bundin við einn flokksmann. Enginn flokksmaður getur staðið að fleiri tillög- um en hann má fæsta kjósa í prófkjörinu. Tillagan skal borin fram af 20 flokksmönnum búsettum í kjördæminu. b) Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til við- bótar frambjóðendum skv. a-lið. Hér með er auglýst eftir tillögum að framboðum til prófkjörs sbr. a-lið hér að ofan. Skal framboð vera bundið við einn flokksbundinn einstak- ling enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í alþingiskosningum. Enginn flokksmaður getur staðið að fleiri framboðum en sex. Eyðublöð og frekari upplýsingar um framboð til prófkjörsins eru á www.islendingur.is og prófkjörsreglur á www.xd.is Frestur til að skila framboðum er til 20. febrúar 2009. Póststimpill gildir. Tillögum að framboðum ber að skila til formanns kjörnefndar, Önnu Þóru Baldursdóttur, Eikarlundi 10, 600 Akureyri. Sími 899 8348. www.islendingur.is - www.xd.is Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi Starfsfólk Glitnis svarar fyrirspurnum í dag milli kl.17 og 21 í síma 440 4000 HÆSTIRÉTTUR hefur vísað frá máli þar sem tveir fv. forsvarsmenn Landsvaka, dótturfélags Lands- bankans, kærðu úrskurð Héraðs- dóms Reykjavíkur. Samkvæmt úr- skurðinum var fallist á þá kröfu eigenda hlutdeildarskírteina í pen- ingamarkaðssjóði bankans að tekin yrði skýrsla af mönnunum fyrir dómi. Úrskurði vís- að frá dómi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.