Morgunblaðið - 11.02.2009, Side 10

Morgunblaðið - 11.02.2009, Side 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009 Íslenzkum sjónvarpsáhorfendumhnykkti við í gærkvöldi þegar Ríkissjónvarpið flutti þeim fréttir af yfirheyrslum yfir fjórum fyrrver- andi stjórnendum brezkra banka fyrir þingnefnd þar í landi.     Mennirnir báðust innilega og ein-læglega afsökunar á því, sem miður hafði farið í rekstri bankanna, sem þeir stýrðu. Bankarnir eru nú á framfæri brezkra skatt- greiðenda.     Bankastjór-arnir voru sömuleiðis sam- mála um það að eftir á að hyggja væri ofurlauna- og kaupaukakerfi í bönkunum að hluta til um bankahrunið að kenna.     Ekkert af þessu tagi hefur sézt tilþeirra, sem stýrðu íslenzku bönkunum.     Sá bankamaður, sem hefur komiztnæst því að biðjast afsökunar, er Bjarni Ármannsson, fyrrverandi bankastjóri Glitnis. Hann var þó ekki við stjórnvölinn þegar allt hrundi.     Í gær skrifaði Sigurður Einarsson,fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, grein í Fréttablaðið.     Hann fór létt með að telja upp ílöngu máli mistökin sem Davíð Oddsson hefði gert í starfi sínu í Seðlabankanum.     Hans eigin mistök? Sigurðurnefndi þau ekki.     Hefur einhver, til dæmis fólkiðsem tapaði peningum í pen- ingamarkaðssjóðum Kaupþings, heyrt hann biðjast afsökunar? Sigurður Einarsson Ásakanir og afsakanir                      ! " #$    %&'  (  )                       *(!  + ,- .  & / 0    + -                                12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (      ! "#$   ! "#$   #%"   #% !       :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?   & &    '&  &  & & & & & & & & &                            *$BC                          !      "  # ##      *! $$ B *! ( )  * % )% #     + <2 <! <2 <! <2 ( *%"  ,  $ - ."/ % 8- D            /     B  $  "           !" %         &   ' ( <7  $  "           !" %         &   ' ( <   )   #'*#+,  -            .     /   0   %  11  2"   01"" 22 %"  3#   ,  $ Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að stofna vel- ferðarvakt í samvinnu ríkis, sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins og fleiri aðila til að fylgjast með félagslegum og fjárhagslegum afleiðingum bankahrunsins á einstaklinga og fjölskyldur og gera tillögur um viðbrögð. Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, mun skipa hóp til að stýra verkefninu, samhæfa upplýsingaöflun og gera tillögur um viðbrögð. „Efnahagsþrengingar þjóðarinnar með vaxandi atvinnuleysi og fjárhagserfiðleikum einstaklinga og fjölskyldna geta haft ýmsar félagslegar afleið- ingar á borð við félagslega einangrun, andlega vanlíðan, versnandi heilsufar og aukna hættu á misnotkun áfengis og vímuefna. Þá hafa erlendar rannsóknir á afleiðingum efnahagsþrenginga sýnt hættu á auknu heimilisofbeldi og vanrækslu á börnum,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Hlutverk velferðarvaktarinnar verður m.a. að afla upplýsinga um félagslegar og fjárhagslegar afleiðingar bankahrunsins á einstaklinga og fjöl- skyldur, afla upplýsinga um reynslu annarra þjóða af efnahagsþrengingum, kortleggja hvaða leiðir ríki, sveitarfélög og félagasamtök hafa til að bregðast við vandanum og efna til samráðs með fulltrúum opinberra stofnana, félagasamtaka og öðrum sem lagt geta sitt af mörkum vegna þekk- ingar sinnar og reynslu. Velferðarvaktin verður skipuð fulltrúum frá fé- lags- og tryggingamálaráðuneyti, fjármálaráðu- neyti, dómsmálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, menntamálaráðuneyti, viðskiptaráðuneyti, Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, ASÍ, Samtökum atvinnulífsins, Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja, Bandalagi háskólamanna, Biskupsstofu og Rauða krossi Íslands. Koma á fót velferðarvakt Vaktin á að fylgjast með afleiðingum efnahagsþrenginga þjóðarinnar Eftir Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður | Elzbieta Krystyna Elísson hefur verið að fást við handverk og hönnun um nokkurt skeið. Hlutirnir sem hún hnýtir úr vaxborinni bómull og hör með perl- um, steinum og jafnvel hrauni eru hinir eigulegustu skartgripir. Segist Ela eins og hún er kölluð ekki vita til þess að sams konar framleiðsla sé til hér á landi. Ela ákvað að koma verki sínu á framfæri með því að opna föstudaginn 6. febrúar sl. gallerí í kjallara einbýlishússins sem hún og eiginmaður hennar, Pétur Elísson, reistu fyrir allmörg- um árum og er að Fellabrekku 3 í Grundarfirði. Pétur, maður Elu, lést á síðasta ári. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Listiðn Elzbieta Krystyna Elísson og nokkur hluti af handverkinu. Handverk sem á sér ekki hliðstæðu Í HNOTSKURN »Elzbieta Krystyna Elíssonsem er pólsk að uppruna hefur verið búsett í Grund- arfirði í fjölmörg ár. »Hún hefur nú opnað sýn-ingu á handverki sínu heima hjá sér.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.