Morgunblaðið - 11.02.2009, Page 14
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
UNDANFARNA daga hafa hægar
austlægar áttir verið ríkjandi á höf-
uðborgarsvæðinu. Því hefur fylgt
viðvarandi lykt af brennisteinsvetni
(H2S), svokölluð hveralykt. Mánu-
dagurinn 2. febrúar var metdagur á
loftgæðamælistöðvunum við Grens-
ásveg í Reykjavík og Álalind í Kópa-
vogi. Við Álalind mældist sólar-
hringsmeðaltal brennisteinsvetnis
jafnhátt og heilsuverndarviðmið
WHO, Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unarinnar. Sólarhringsmeðaltal
brennisteinsvetnis hefur aldrei fyrr
mælst við þessi mörk í byggð á höf-
uðborgarsvæðinu.
Á allra síðustu dögum hefur gildi
brennisteinsvetnis mælst hátt og
suma daga mælst upp undir það sem
var metdaginn fyrir rúmri viku. Á
morgun verður breyting á veðrinu
þegar hvessir og hlýnar og þá verð-
ur þetta vandamál úr sögunni, í bili
a.m.k.
Fer aftur niður í jörðina
Orkuveita Reykjavíkur hefur unn-
ið að því um hríð að hefja hreinsun
hveralyktar úr gufunni, sem kemur
frá virkjun fyrirtækisins á Hellis-
heiði. Í vor mun hefjast blöndun
þess við niðurrennslisvatn frá virkj-
uninni, þannig að því verður veitt
niður í jarðhitageyminn, þaðan sem
það kom upphaflega. Þá hefur Orku-
veitan lýst því yfir, í tengslum við
umhverfismat áformaðra virkjana,
að hveralykt frá þeim verði hreinsuð
frá upphafi reksturs.
Að sögn Eiríks Hjálmarssonar,
upplýsingafulltrúa Orkuveitu
Reykjavíkur, hafa ýmsar leiðir verið
kannaðar til þess að leysa þetta
vandamál. Ein leiðin er að vinna
brennistein úr útblæstrinum. Sú leið
er ekki talin hagkvæmur kostur,
allavega ekki nú um stundir. Mark-
aðsverð á brennisteini er lágt og
þessi vinnsla yrði því ekki arðbær.
Önnur leið er að láta hveraörverur
éta brennisteinsvetnið. Fyrirtækið
Prókatín hefur unnið að til-
raunaverkefni um tíu ára skeið á
Nesjavöllum, undir stjórn dr. Jak-
obs Kristinssonar. Nýlega var tekin
ákvörðun um að setja meira fé í
þetta verkefni. Að sögn Eiríks er
þetta spennandi verkefni, sem gæti
orðið framtíðarlausn. Þegar örver-
urnar éta brennisteinsvetnið verður
til aukaafurð, prótín, sem gæti orðið
verðmæt útflutningsvara.
Þriðja leiðin er sú sem fyrr getur,
þ.e. að dæla brennisteinsvetninu aft-
ur niður í jörðina. Nú er verið að
setja upp búnað við Hellisheið-
arvirkjun, sem á að skilja loftteg-
undir frá útblæstrinum. Brenni-
steinsvetni og koltvísýringi verður
síðan blandað saman við niðurfalls-
vatnið frá virkjuninni og efnin fara
því niður í jörðina að nýju.
Ef reynslan verður góð leysist
annað vandamál sem hefur fylgt
hveralyktinni, nefnilega það að fallið
hefur á silurborðbúnað í híbýlum
fólks, því til mikils ama.
„Ekki þarf að óttast bráðaáhrif af
þessum styrk en þó skal hér tilgreint
að langtímaáhrif brennisteinsvetnis
í lágum styrk á heilsu fólks eru ekki
vel rannsökuð,“ segir á vef Um-
hverfisstofnunar um mælingar á
styrk brennisteinsvetnisins. Þegar
brennisteinsvetni mælist í þessum
styrk, sem það hefur gert að und-
anförnu, sé mögulegt að fólk, sem
býr nærri upptökum mengunar-
innar og er viðkvæmt fyrir brenni-
steinsvetni, geti fundið fyrir höf-
uðverk og ógleði. Nær virkjunar-
svæðinu megi búast við meiri styrk
sem þá geti haft áhrif á heilsu
manna.
Fleiri mælistöðvar settar upp
Unnið er að uppsetningu fleiri
mælistöðva sem mæla brennisteins-
vetni, meðal annars á virkjanasvæð-
inu, í Norðlingaholti og Hveragerði.
Einnig er hafin á Umhverf-
isstofnun vinna við að setja umhverf-
ismörk fyrir brennisteinsvetni en
fram til þessa hafa einungis vinnu-
verndarmörk verið til staðar í ís-
lenskum reglugerðum.
„Orkuveita Reykjavíkur fagnar
því að sífellt betur er fylgst með
styrk hveralyktarinnar og á fyr-
irtækið þátt í auknum og útbreiddari
mælingum. Hinn langvinni kafli
hægra austanátta í talsverðum
frostum olli hinum háa styrk síðustu
daga. Slíkar aðstæður eru fremur fá-
tíðar,“ segir á vef Orkuveitunnar.
Hveralyktin í hámarki
Mældist jafnhátt
heilsuverndarvið-
miði WHO
Morgunblaðið/Júlíus
Hátt til himins Á góðviðrisdögum eins og að undanförnu sjást gufustrók-
arnir frá Hellisheiðarvirkjun teygja sig til himins. Tilkomumikil sjón.
9:
.;2<=
>9?<9
99
A 9;BC9D
7
; $ $ $
Í DRÖGUM forsætisnefndar Alþingis að reglum
um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum al-
þingismanna er lagt fyrir þingmenn að gera grein
fyrir eignum í félögum sem eru verðmeiri en ein
milljón króna og fyrir hvers kyns tekjum sem
þingmenn fá fyrir önnur störf en þingstörf. Þá
skuli þingmenn gera grein fyrir því hvort þeir hafi
gert samkomulag við fyrrverandi vinnuveitanda,
m.a. hvort nýtt starf bíði þeirra þegar þeir hverfa
af þingi.
Samkvæmt drögunum skulu þeir þingmenn
sem óska eftir að skrá fjárhagslega hagsmuni sína
gera það samkvæmt reglunum. Þingmönnum er í
sjálfsvald sett hvort þeir skrá upplýsingarnar.
Skrá skal tekjur af launaðri stjórnarsetu í
einkareknum eða opinberum félögum, tekjur af
verkefni eða launaðri stöðu annarri en launuðum
þingmannsstörfum og tekjur af sjálfstæðri tekju-
myndandi starfsemi sem unnið er að auk starfs
þingmanns.
Þá skal veita upplýsingar um gjafir sem eru
verðmætari en 50 þúsund krónur og geta tengst
setu á þingi, utanlandsferðir sem ekki eru að fullu
greiddar af ríkissjóði og fjárhagslegan stuðning
sem er hærri en 50 þúsund krónur og getur tengst
setu á þingi.
Í drögunum er gert ráð fyrir að upplýsingarnar
liggi fyrir hjá forstöðumanni fjármálaskrifstofu
og að forsætisnefnd geti ákveðið að þær verði
einnig aðgengilegar á heimasíðu Alþingis.
Þingflokkur Vinstri grænna gerði nokkrar at-
hugasemdir við drögin, þá helsta að flokkurinn vill
að þingmönnum verði skylt að gefa ofangreindar
upplýsingar og um það verði sett lög. Meðal ann-
arra tillagna VG var að þingmenn gerðu grein fyr-
ir fasteignum sínum, öðrum en heimili og land-
eignum.
300.000 krónur í lögum um fjármál flokka
Sjálfstæðisflokkurinn taldi að skoða þyrfti bet-
ur orðalag um að gjafir til þingmanna gætu tengst
setu á Alþingi. Einnig vakti þingflokkurinn at-
hygli á að kanna þyrfti betur hvernig ákvæði í
drögunum um gjafir og fjárhagslegan stuðning
o.fl., en í þeim ákvæðum er hámarkið miðað við 50
þúsund krónur, passaði saman við lög um fjármál
stjórnmálaflokka. Í lögum um fjármál flokkanna
kemur m.a. fram að flokkar og frambjóðendur (í
prófkjörum) megi taka við styrkjum upp á 300.000
krónur. runarp@mbl.is
Skrái gjafir yfir 50.000 kr.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Gjöf til gjalda? Reglunum er ætlað að upplýsa um fjárhagslega hagsmuni alþingismanna.
Alþingismenn geri grein fyrir eignum í félögum umfram eina milljón og tekjum
sem þeir fá vegna starfa utan þings Segi frá samningum við vinnuveitanda
FORSETI Ís-
lands, Ólafur
Ragnar Gríms-
son, og Dorrit
Moussaieff for-
setafrú munu
heimsækja
Hvolsskóla á
Hvolsvelli í dag.
Tilefnið er að
skólinn hlaut Ís-
lensku mennta-
verðlaunin árið 2008 í flokki skóla
sem hafa sinnt vel nýsköpun og far-
sælu samhengi í fræðslustarfi.
Fulltrúar nemenda, skólastjóri
og kennarar Hvolsskóla munu taka
á móti forsetahjónunum kl. 9 og
kynna skólastarfið. Heimsókninni
mun ljúka á hádegi.
Forsetahjónin fara
til Hvolsvallar í dag
Heimsókn Ólafur
Ragnar og Dorrit.
DAGUR neyðarnúmersins, 112-
dagurinn er haldinn í dag um allt
land. Að þessu sinni er áherslan
lögð á að vekja athygli grunnskóla-
barna á því víðtæka öryggis- og vel-
ferðarneti sem þau hafa aðgang að
í gegnum neyðarnúmerið ef eitt-
hvað bjátar á. Börnunum er jafn-
framt bent á að þau geta sjálf gert
ýmislegt til að stuðla að eigin ör-
yggi og annarra, meðal annars með
þátttöku í starfi sjálfboðaliða-
samtaka.
Áhersla á öryggi
barna á 112-degi
SAMBANDSSTJÓRN Samiðnar
samþykkti á fundi sínum í fyrradag
að veita miðstjórn umboð til að
fresta endurskoðun á launalið
kjarasamninga sem taka áttu gildi
1. mars nk. Jafnframt lýsti sam-
bandsstjórnin yfir vonbrigðum með
hversu hægt gengi hjá stjórnvöld-
um að taka ákvarðanir um við-
brögð við atvinnuleysi meðal fé-
lagsmanna Samiðnar.
Samiðn frestar
HUGVIT hefur hlotið gullvottun
Microsoft fyrir hugbúnaðarþróun í
Microsoft-umhverfi og mikla þekk-
ingu starfsmanna á Microsoft-
lausnum. Fyrirtækið hefur síðustu
árin þróað GoPro.net, veflægt
skjalastjórnunarkerfi sem byggist á
.Net forritunarumhverfi Microsoft,
og er gullvottunin fyrst og fremst
byggð á árangri þeirrar vinnu.
Hugvit hefur um árabil verið
einn af stærstu birgjum lausna fyrir
hópvinnukerfi í skjalavörslu á Ís-
landi og hefur einnig selt lausnir
sínar víða í Evrópu
Á myndinni eru Halldór Jörg-
ensson, framkvæmdastjóri Micro-
soft Íslandi, Sveinn Stefán Hann-
esson hjá Hugviti og Eiríkur
Fannar Torfason hjá Hugviti.
Fengu gullvottun
fyrir GoPro.net
STUTT
Hvað er hveralykt?
Hveralykt stafar af brennisteinsvetni
sem kemur upp með heitri gufu á
jarðhitasvæðum. Lyktin finnst einnig
af hitaveituvatni þegar örlitlu magni
af brennisteinsvetni er bætt í vatnið
til að eyða uppleystu súrefni sem
myndi annars tæra vatnsleiðslur.
Hvað er brennisteinsvetni?
Brennisteinsvetni eða vetnissúlfíð
(H2S) er litlaus eitruð gastegund.
Megn lykt er af brennisteinsvetni
þótt magn þess sé lítið í andrúms-
loftinu, það er brennisteinsvetni sem
veldur lykt af fúleggjum og jöklafýlu
sem gjarnan fylgir hlaupum í jökul-
ám. Lyktin hverfur hins vegar þegar
styrkur brennisteinsvetnis í and-
rúmslofti eykst og það verður lífs-
hættulegt. Brennisteinsvetni er
þyngra en andrúmsloftið og getur
því lagst í dældir.
S&S