Morgunblaðið - 11.02.2009, Síða 15

Morgunblaðið - 11.02.2009, Síða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009 Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is „EFTIR atburði haustsins óttaðist ég hvert stefndi og gerði mér grein fyrir að ekki væri tímabært að ganga end- anlega frá handritinu. Ég beið því með lokakaflann í aldargamalli sögu Kaupfélags Héraðsbúa,“ segir Jón Kristjánsson, fyrrverandi alþingis- maður og ráðherra. Félagið fór ný- verið í þrot og ekki eru líkur á að mik- ið verði um hátíðarhöld á aldarafmælinu 19. apríl. Á þeim merkisdegi stóð til að gefa út sögu þessa umsvifamikla fyrirtæk- is. Jón telur litlar líkur á að af útgáf- unni verði að sinni að minnsta kosti. „Ég hef unnið við að skrá þessa sögu síðasta hálft annað árið og var svona að snurfusa handritið þegar fyrirtæk- ið fór í þrot. Ég held að ekki verði gefnar út stórar bækur á þessum tímapunkti úr því sem komið er,“ seg- ir Jón. Þungamiðja í atvinnulífi á Fljótsdalshéraði Hann hefur um árabil tengst starf- semi Kaupfélags Hérðasbúa og var starfsmaður þess 1963-85 og stjórn- arformaður 1985-95. „Kaupfélagið var virkur þátttakandi í samfélaginu og þungamiðja í atvinnulífi á Héraði á tímabili, meðan fjölbreytt starfsemi þess var í fullum gangi,“ segir Jón. Hann rifjar upp að Kaupfélag Hér- aðsbúa var stofnað árið 1909 eftir gjaldþrot Pöntunarfélags Fljótsdals- héraðs, sem var stofnað 1886. Það var með aðalstöðvar á Reyðarfirði fram til 1961. Árið 1946 byrjaði KHB að byggja upp sína starfsemi á Egils- stöðum með byggingu verslunarhúss og sláturhúss. Þessar framkvæmdir voru stór þáttur í uppbyggingu hins unga samfélags þar. Rjómabú var byggt upp úr 1950 og síðan breytt í mjólkurbú 1958. KHB rak allmikla útgerð og fisk- vinnslu á Reyðarfirði á tímabili frá því upp úr 1970 í samvinnu við Aðalstein Jónsson á Eskifirði. Á Reyðarfirði rak kaupfélagið frystihús og var m.a. með fullvinnslu á fiski fyrir Mark’s og Spencer. Þessi starfsemi var seld á tí- unda áratugnum. Ekki allt gróðavegur Af annarri starfsemi má nefna að fyrirtækið var um tíma með öflugt flutninganet og var með marga bíl- stjóra í vinnu. Einnig átti KHB um tíma Prjónastofuna Dyngju. KHB kom víða við og var hluthafi í mörgum fyrirtækjum, þótt það væri ekki allt gróðavegur, eins og Jón Kristjánsson orðar það. Um síðustu aldamót var slátrun hætt á vegum KHB og nokkru síðar keypti Mjólkurbú Flóamanna mjólk- urstöðina. KHB keypti Malarvinnsluna, stórt byggingar- og verktakafyrirtæki á Egilsstöðum, fyrir nokkrum árum. Nokkurn veginn á sama tíma og framkvæmdum við stóriðju og ál- verksmiðju var að ljúka fyrir austan. Afskaplega sár endalok Þegar Malarvinnslan varð gjald- þrota síðastliðið haust mátti ljóst vera að staða Kaupfélagsins, sem var stór hluthafi, yrði illviðráðanleg. Svo fór að KHB tapaði meirihluta af eigin fé sínu í því gjaldþroti. „Þetta eru afskaplega sár endalok hjá öflugu fyrirtæki, sem veitt hefur mörgum atvinnu,“ segir Jón Krist- jánsson. „Ég hef verið tengdur þessu fyrirtæki stóran hluta ævi minnar og finnst veruleg eftirsjá í því.“ Beið með lokakaflann  Var að snurfusa handrit að sögu KHB er félagið fór í þrot  Stór þáttur í uppbygg- ingu samfélagsins á Egilsstöðum  Gjaldþrot Malarvinnslunnar þungur baggi Morgunblaðið/Kristinn Aldarsaga Jón Kristjánsson segir endalok Kaupfélags Hérðasbúa af- skaplega sár og eftirsjá sé í fyrirtækinu. Hann hefur tengst KHB í áratugi. Í HNOTSKURN »Rekstur Kaupfélags Hér-aðsbúa er kominn í þrot. »Samkaup kaupir versl-unarrekstur KHB. »N1 kaupir rekstur hrað-búðar og söluskála kaup- félagsins á Egilsstöðum. »Skuldir nema um einum oghálfum milljarði. UNNIÐ er að skiptum á þrotabúiKaupfélags Vopnfirðinga, sem lýstvar gjaldþrota í október 2005. Að sögn Gísla M. Auðbergssonar, lögmanns á Eskifirði, sem er skiptastjóri þrotabúsins, var skiptafundur haldinn 12. janúar sl. Á þeim fundi var ákveðið að ljúka skiptum, og er Gísli að vinna að því verki. Býst hann við að boða til nýs skiptafundar áður en langt um líð- ur. Að sögn Gísla hafa skiptin taf- ist vegna þess að vonir stóðu til að búið ætti eignir, sem myndu koma til skipta. Í kjölfar bankahrunsins varð ljóst að þessar eignir væru ekki lengur fyrir hendi. Lýstar kröfur í þrotabú Kaup- félags Vopnfirðinga nema alls um 144 milljónum króna. Stærsti kröfuhafinn er Landsbanki Íslands, sem var viðskiptabanki kaup- félagsins. Annar stærsti kröfuhaf- inn er Kaldbakur. Aðrir eiga smærri kröfur á félagið. Helstu eignir voru rekstur félagsins og fasteignir. Kaupfélag Vopnfirðinga var stofnað 1918. Það var umsvifamesti atvinnurekandinn á Vopnafirði á síðustu öld. sisi@mbl.is Lýstar kröfur námu 144 milljónum Kaupangur Höfuðstöðvar kaup- félagsins voru þar á síðustu öld. ALLS buðu 32 verktakar í end- urgerð á 7,4 km löngum kafla Rangárvallavegar, frá Hringvegi að Akurbrekku, samkvæmt upplýs- ingum frá Vegagerðinni. Tilboðin voru opnuð í gær og átti Þjótandi ehf. á Hellu lægsta til- boðið. Það hljóðaði upp á rúmar 48 milljónir sem eru 62 prósent af áætluðum verktakakostnaði sem var rúmar 78 milljónir króna. Ekki hefur verið haldið útboð á vegum Vegagerðarinnar síðan í haust en þá var öllum útboðum frestað vegna efnahagsástandsins. „Það er athyglisvert að 32 fyr- irtæki skuli hafa lagt það á sig að reikna þetta út og skila inn gögn- um. Þetta er miklu hærri tala en við höfum séð í sambærilegu verki. Þessi mikla útboðsþátttaka sýnir að það er mikill verkefnaskortur,“ segir Árni Jóhannsson, for- stöðumaður mannvirkjasviðs Sam- taka iðnaðarins. Árni tekur það fram að það auki mönnum bjartsýni að útboðsbann- inu skuli vera lokið. Verktakar í jarðvinnu hafi þurft að segja mörgum upp. „Nú eru þeir að gera sig klára fyrir næsta ár. Það hefur ekki verið neitt fram- undan. Þetta út- boð var fyrsta hreyfingin á þessum markaði. Vegagerðin mun fram- kvæma fyrir 20 milljarða króna á þessu ári en 6 milljarðar munu fara í nýjar framkvæmdir sem verktak- ar munu bítast um. Þetta þýðir blessunarlega að verktakar sjá fram á einhver verkefni þannig að þeir geti haldið sínum mannskap,“ segir Árni. G. Pétur Matthíasson, upplýs- ingafulltrúi Vegagerðarinnar, seg- ir að hjá stofnuninni muni menn ekki hvenær jafnmörg tilboð hafi borist síðast, að minnsta kosti ekki í svona lítið verk. ingibjorg@mbl.is Yfir 30 tilboð í sjö km vegarkafla Árni Jóhannsson. – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is 20% verðlækkun NERVIDIX Segðu BLESS við taugaóróa og stress. Upplifðu innri frið og skýrari fókus – 100% náttúruleg formúla. 1.867 kr. 1.494 kr. Gildir til 15. 2. 09 20% verðlækkun DEPRIDIX Segðu BLESS við depurð og tómleikatilfinningu. Finndu lífsorkuna á ný – 100% náttúruleg formúla. 1.867 kr. 1.494 kr. 20% verðlækkun ENERGIX Segðu BLESS við orkuleysi. Örvaðu orkuflæðið og einbeitinguna – 100% náttúruleg formúla. 1.867 kr. 1.494 kr. ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 44 83 2 01 /0 9 Auglýst eftir framboðum til prófkjörs í Reykjavík Ákveðið hefur verið að prófkjör um val frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2009 fari fram 13. og 14. mars næstkomandi. Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti: a) Gerð er tillaga til yfirkjörstjórnar innan ákveðins framboðsfrests sem yfirkjörstjórn setur. Tillagan er því aðeins gild að hún sé bundin við einn flokksmann. Enginn flokksmaður getur staðið að fleiri tillögum en hann má fæst kjósa í prófkjörinu. Tillagan skal borin fram af 20 flokksmönnum búsettum í kjördæminu. b) Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til viðbótar frambjóðendum skv. a-lið. Hér með er auglýst eftir tillögum að framboðum til prófkjörs, sbr. a-lið hér að ofan. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í alþingiskosningunum. Enginn flokksmaður getur staðið að fleiri framboðum en 10. Tillögum að framboðum ber að skila, ásamt mynd af viðkomandi og stuttu æviágripi á tölvutæku formi, á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, Valhöll Háaleitisbraut 1, eigi síðar en kl. 12.00 föstudaginn 20. febrúar 2009.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.